Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 15
Laugardagur 10. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 N or ður landamótið 3L i BRIDGE Umsjón: ólafur Lárusson hefst í Minning t vikunni lést ein af okkar bestu bridgekonum sem um langt árabil hefur staöið i fremstu röð. A ég þar við Sig- rúnu ísa'ksdóttur. Banamein hennar mun hafa veriö hægt andlát i svefni. Sig- rún var nýbúin að sigra sterkt mót hjá Breiðfirðingum i sl. viku. Þar sannast aö stórt högg hefur skamman aðdraganda. Sigrún var ekkja með hóp barna sem nú horfa á bak móður. Við vottum þeim svo og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. I hópi barna Sigrúnar eru kunn bridgenöfn, Ragna ólafs- dóttir i nv. kvennalandsliði og tsak ólafsson fv. ungl.lands- liðsmaður. Megi minning hennar lifa. Af blaðamanna- fundi bridgesam- bandsins Sl. miðvikudag var haldinn á Loftleiöum blaöamannafundur sambandsins i tilefni Norður- dag landamótsins i bridge sSn hefst á Loftleiðum i dag. A fundinum kom fram aö setning mótsins verður kl. 13.00 og mun hr. Ein- ar Ágústsson utanrikisráðherra setja mótið. Fyrsta umferð mun svo hefj- ast ogeigast við tsland og Finn- land i karlaflokki og Danmörk og Noregur. Sviþjóð situr yfir. I kvenna- flokkieigast við tsland og Finn- land og Danmörk og Sviþjóð og i flokki yngri manna eigast við tsland og Noregur. Um kvöldið kl. 20.00 eigast svo við tsiand og Sviþjóö i karla- flokki og Finnland — Danmörk. í kvennaflokki er fri en tsland situr yfir i yngri ftokknum. A morgun sunnudag eiga ís- lendingar fri i karlaflokki um daginn en leika við Dani um kvöldið. 1 kvennaflokki eru Is- land — Danmörk um daginn en tsland — Sviþjóð um kvöldið. t flokki yngri manna eiga ts- lendingar viðSvia um daginnen Noreg um kvöldið. Að öðru leyti visast til dag- skrár sem liggur frammi á Loft- leiðum. Yfirkeppnisstjóri á mótinu er fenginn sérstaklega frá Danmörku og er það hinn góökunni Svend Novrup. Hann hefur verið með islensku keppnisstjórana á námskeiði undanfarna viku og er óhætt að segja að hann kann sitt fag. Honum til aðstoðar á mótinu verða Agnar Jörgenson, Alfreð Alfreðsson, Guðmundur Kr. Sigurðsson og Skafti Jónsson. Ritstjórifréttablaöser Jakob R. Möller og ritstjóri mótsskrárer Páll Bergsson. Að framkvæmd þessa móts starfar fjöldi manna og allt að sjálfsögðu i sjálfboðavinnu. Kostnaður er gifurlegur við mót þetta og er ekki útséð hvernig mæta á þeim útgjöldum sem blasa við. Lið tslands eru þannig skipuð: Karlalið, Jón Hjaltason fyrirl., Guðl. R. Jóhannsson, Orn Arnþórsson, Guðm. Péturs- son, Karl Sigurhj.son, Jón As- björnsson og Simon Simonar- son. Kvennalið: Vilhjálmur Sigurðsson fyrirl. Halla Berg- þórsdóttir, Kristjana Stein- grimsdóttir, Esther Jakobsdótt- ir, Ragna ólafsdóttir, Guðriöur Guðmundsdóttir og Kristin Þórðardóttir. Lið yngri manna: Sverrir Ar- mannsson fyrirl., Guðm. Páll Arnarson, Egill Guðjohnsen, Haukur Ingason, Þorlákur Jónsson, Sigurður Sverrissonog Skúli Einarsson. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur á mótinu og verður sýnt á „rama” sem er mjög að- gengilegt, jafnvel fyrir byrj- endur. Allt áhugafólk um bridge er hvatt til aö mæta og fylgjast með toppnum i skandinaviskum bridge. Aðgangseyrir er kr. 500 á umferð, án „rama-sýningar, en kr. 700þegarsýnter á rama. Auk landsliða mun af tslands hálfu spila i flokki yngri manna gestalið sem skipað er „kandi- dötum” til landsliðs. Þeir sem það skipa eru: Guðmundur S. Hermannsson, . Sævar Þor- björnsson, Jón Baldursson, Ólafur Lárusson, Páll Valdimarsson og Skafti Jóns- son. Þetta lið mun leika 2 leiki við Sviþjóð og Noreg i flokki yngri manna. Um mótið sjálft má segja að á þappirnum eru Danir mjög sterkir i karlaflokki og liklegir sigurvegarar, þó lið Noregs sé einnig sterkt. I kvennaftokki eru Sviar með geysisterkt lið svo og Danir og Finnar. t flokki yngri manna eru Sviar og Noregur með 2 af 5 bestu liðum i heimi svo ekki veröur árennilegt aö etja kapp við þá. En bridgeiþróttin er gædd þeim undraveröum töfrum að bókstaflega allt getur gerst i bridge. Svo þessvegna vonumst við til að tsland standi sig og nái árangri. Til fróöleiks Fyrir þá sem koma og horfa á mótið er þetta vert að hafa i huga: 1. Spiluð eru sömu spil á öllum borðum, svo áhorfendur verða að vera varkárir, er þeir ganga um opna salinn og horfa á. 2. Að góö aöstaöa er fyrir hendi til að horfa á sýningar- töflu (rama). Þarerumenn sem útskýra gang mála. 3. Að gefið er út sérstakt fréttablað á mótinu, meðan á þvi stendur. Einnig eru gefin út mótsskrá þar sem itarlegar upplýsingar eru um ýmislegt er varðar sjálft mótið. 4. Vert er, að áhorfendur veiti athygli þeim merkjum sem all- ur mannskapurinn á mótinu er skrýddur með. Hver litur táknar ákveðið verksvið t.d. keppandi, keppnis- stjóri, fyrirliði eöa mótsstjórn eða blaðamaður. Framkvæmdanefnd Krabbameinsfélags tslands: Hjörtur Hjartarson forstjóri, gjaldkeri, ólafur Bjarnason prófessor, formaður, Jónas Hallgrimsson yfirlæknir, ritari. Krabbameinsfélag Islands Árangursríkt starf Aðalfundur Krabbameinsfélags islands var haldinn 5. mai s.L, i Reykjavik, Auk stjórnar mættu á fundinn 15 fuiltrúar frá 10 krabbameinsfélögum. t skýrslu formanns stjórnarinn- ar, ólafs prófessors Bjarnasonar, kom fram, að starfsemi félagsins undanfarin ár hefur einkum beinst að þremur verkefnum: krabbameinsleit, frumu- rannsóknum og krabbameins- skrá n ing u a uk f ræðslust ar fs em i. Við hópskoðanir áriö 1977 voru greindar 22 konur meö krabba- mein i brjósti, tvær með legháls- krabba og 2 meö krabbamein i eggjakerfi. Þrettán konur voru greindar meö staöbundið krabba- mein i leghálsi en aöeins 3 með ifarandi krabbamein. Legháls- kraggameinið er greinilega á undanhaldi hérlendis. Til sam- anburðar má benda á að 1975 og 1976 voru greind- ar 12 konur annað árið og 13 hitt árið með þennan sjúk- dóm. Þegar tiðni þessa sjúkdóms var hæst hér á landi, 1968, voru greindar 34 konur meö legháls- krabbamein. Dánartalan hefur einnig lækkað i 5 á ári 1975—1976 úr 13 á ári 1965—1969. Engin þeirra þriggja kvenna, sem greindar voru á árinu 1977, höfðu mætti tilhópskoöana áður. Það er þvi mjög mikilvægt aö ná til þeirra kvenna, sem aldrei hafa mætt. Þar sem tiðni br jóstkrabba fer ört vaxandi er til athugunar aö auka mjög leit að þvi svo greina megi þaö sem oftast á byrjunar- stigi. Milli 12 og 13 þús. frumusýni voru rannsökuö á árinu, flest frá leghálsi kvenna en sýnum frá öðrum liffærakerfum, sem rannsökuö eru, fer ört fjölgandi. A árinu var i fyrsta skipti þjálfaö hér á landi fólk, til aö starfa að frumurannsóknum, tvær stúlkur, sem Gunnlaugur Geirsson, yfir- læknir þjálfaöi. Kennslusmásjá, sem Kiwanisklúbburinn Hekla gaf, gerði þessa þjálfun mögu- lega. Fleiri gööar gjafir hafa bor- ist félaginu. Magakrabbameinið er nú ekki oröiö algengasta krabbamein á tslandi heldur brjóstkrabbinn, samkv. þvi, sem krabbameins- skráningin sýnir. Magakrabbi hjá körlum og konum er samanlagt fátiðari en krabbi i brjóstum kvenna. Krabbameinsskráin hefur haft nána samvinnu við ýmsa aöila, innlenda og erlenda og notiö veruiegs visindastyrks frá hinum erlendu stofnunum. Krabbameinsfélagið hefur nú i aldrarfjórung gefið út Fréttabréf um heilbrigöismál. Kemur það nú út i nýjum búningi og hefur áskrifendum fjölgað mjög. Hinn árlegi fundur krabba- meinsfélaga á Noröurlöndum veröur haldinn i Reykavik 20. júní n.k. Hinn 21. júni veröur haldið i fyrsta skipti hér á landi visinda- mannaráðstefna i tengslum viö slikan fund og verður þar einkum fjallað um erfðir og krabbamein. Á ráðstefnunni veröa 20 fyrir- lestrar, islenskir og erlendir, Framhald á bls. 18. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 phyris snyrtivörurnar verða , sifellt vinsælli. phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða phyris fyrir viðkvæma húð phyris fyrir allar húðgerðir Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.