Þjóðviljinn - 10.06.1978, Side 16

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Side 16
16 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Laugardagur 10. júní 1973 TILKYNNING frá landskjörstjórn um listabókstafi í kjördæmunum Samkvæmt tilkynningum yfirkjörstjorna verða þessir listar i kjöri i öllum kjör- dæmum landsins við alþingiskosningarn- ar 25. júni n.k.: A—Listi Alþýðuflokksins. B—Listi Framsóknarflokksins. D—Listi Sjálfstæðisflokksins. F—Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. G—Listi Alþýðubandalagsins. í fjórum kjördæmum verða auk þess eftir- farandi listar i kjöri: í Reykjavikurkjördæmi: K—Listi Kommúnistaflokks íslands. R—Listi Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista. S—Listi Stjómmálaflokksins. í Reykjaneskjördæmi: S—Listi Stjómmálaflokksins. V—Listi óháðra kjosenda. í Suðurlandskjördæmi: L—Listi óháðra kjósenda. i Vestfjarðakjördæmi: H—Listi óháðra kjósenda. La ndsk jörs t jórn. SKATTSTOFA REYKJAVÍKUR óskar eftir mönnum til endurskoðunar skattframtala i atvinnurekstrardeild. Bókhaldsþekking nauðsynleg og við- skiptafræðimenntun æskileg. Umsóknir, sem greina aldur, menntun og fyrri störf, skal senda til skattstjóra fyrir 20. júni n.k. Skattstjórinn i Reykjavik. Kosningahandbókin fyrir Alþingiskosningarnar kemur út eftir helgina. Bókabúðir, flokkslistar og aðrir aðilar, sem vilja panta bókina, þurfa að gera það á mánudaginn eða sem fyrst i sima 8 12 90. Aðeins sent skuldlausum viðskiptavinum. Bókaútgáfan Fjölvís. Almannavarnir ríkisins vantar ritara frá 1. júni næst komandi. Þarf að geta byrjað þjálfun 23. júni. Almannavarnir Rikisins. Auglýsingasíminn er 81333 Frá Sjómaraiadegi í Vestmannaeyjum Sjómannadagurinn var aö venju haldinn hátfðlegur i Vest- mannaeyjum á heföbundinn hátt meö kappróöri, sundi og björgunarsýningum, koddaslag o.fl. niöur viö höfnina. A Stakkageröistúni var mikill mannfjöldi, sem hlýddi á Lúðras veitina leika og ræöu Sigurgeirs ólafssonar, skip- stjóra. Farin var skrUöganga frá Samkomuhúsinu aö minnis- varöa um drukknaða og hrap- aða. Dansleikir voru i Samkomu- húsinu og Alþýðuhúsinu. Tölu- verð ölvun var en litið um óspektir. Gott veður var, með nokkru sólskini, en svalt á milli. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Fimleika- og kóra- mót Vesturlands Laugardaginn 8. april var haldið i tþróttahúsinu á Akra- nesi fimleika-og kóramót á veg- um Kennarasambands Vestur- lands. Gr þetta i annað skiptið, sem slikt mót er haldiö. Undirbúningsnefnd skipuöu: Sigurður R. Guðmundsson, for- maður, Inga Haröardóttir, Jón Kari Einarsson og Hallur Gunn- iaugsson. Þátttakendur voru af öllu Vesturlandi, samtals 500. Sérstakur gestur mótsins var kór Tónlistarskóla Rangár- vallasýslu. Einnig komu þarna fram skólakórar frá Hellis- sandi, Olafsvik, Akranesi, Laugagerði, Varmalandi og Stykkishólmi. Lagaval varhið fjölbreyttasta og að lokum sungu kórarnir saman þrjú lög, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Fimleikarnir skipuöu og stór- an sess á móti þessu. Komu fram fimleikahópar frá báðum skólum Akraness, Varmalandi, Heiðarskóla, Hellissandi, Ólafs- vik og Borgarnesi. Fjölbreyttni æfinga var mikil og unun á að horfa. Þótt mótiö hafi staðið i 2 1/2 klst. þurfti enginn að láta sér leiöast, þvi alltaf var eitthvað skemmtilegt að ske. 1 lokin fengu allir þátttakend- ur viðurkenningarskjal, hannað og teiknað af Hrönn Eggerts- dóttur. Kennarasamband Vestur- Minnkandi nautakjöts- birgðir Um siöastliöin áramót voru nautakjötsbirgöir i landinu um 420 lestir en f ársbyrjun 1977 um 1100 lestir. Höföu þvi nauta- kjötsbirgöirnar ininnkaöum 690 tonn á þessu timabili, eöa um 62%. Þetta kemur fram i nýlegri skýrslu Framleiösluráös land- búnaöarins. Samkvæmt þessari skýrslu nam innlend nautakjötsfram- leiðsla um 1600 tonnum árið 1976, en rúmum 1100 tonnum á sl. ári. Þetta kjöt féll til af 27.302 nautgripum, sem slátrað var 1976 og af 24.716 gripum á árinu 1977. —mhg lands á þakkir skiliö fyrir þetta framtak sitt og er vonaö aö haldið verði áfram á sömu braut. (Heim.: Röðull). —mhg Búnaðar- blaðið Freyr Blaöinu hafa borist tvö slö- ustu hefti af biínaðarblaðinu Frey. Hiö fyrra hcfur inni aö halda eftirgreint efni: Um byggðastefnu og eflingu iönaðar, forustugrein. Bætt fóð- urverkun, viðtöl, sem ritstjór- inn, Jónas Jónsson.átti viö ráöu- nautana Hjalta Gestsson á Sel- fossi, Aðalbjörn Benediktsson á Hvammstanga, Jóhannes Sig- valdason á Akureyri, Arna G. Pétursson og Óttar Geirsson, Reykjavik, Tryggva Eiriksson, sérfræðing við fóðurefnagrein- ingar hjá Rala og Bjarna Guö- mundsson, kennara á Hvann- eyri. Grein er um verslun með kartöflur. Aö sýna og selja og Ullar- og skinnaverkefnið, spjall viö þá Úlf Sigurmundsson og Svein Hallgrimsson um sitt- hvað I sambandi viö ullar- og skinnaiönað. Óttar Geirsson rit- ari um sáningu grasfræs og Fá- ein oröum grös og grasastofna, Björn Þorsteinsson um ræktun undir plasti. I siðara heftinu er forustu- greinin Ný lög um búnaöar- fræðslu. Sigfús Ólafsson skrifar um Köfnunarefni og hringrás þess i landbúnaði og aöra grein Um jarövinnslu. Frá Þverá aö Miðhúsum , viðtal við Sigmar Arnórsson, bónda að Miðhúsum i Biskupstungum. Efling Hóla- staðar, eftir kennara við Bændaskólann á Hólum. Þá er birt ársskýrsla Lifeyrissjóðs bænda og samþykktir bænda- fundar i Breiðadal. Þá eru og i heftunum ýmsir smærri þættir, innlendir og erlendir. —mhg Frá íþrótta- skóla Siguróar tþróttaskóli Sigurðar R. Guö- mundssonar aö Heiöarskóla i Leirársveit hóf starf áriö 1968. Hefurhann þaöaömarkmiöi, aö veita fræöslu i iþróttum og félagsstarfi. Fræöslan er byggö upp meö námskeiðum, sem haldin eru fyrir hma ýmsu ald- ursflokka barna og unglinga og fyrir leiöbeinendur og kenn- ara, sem vilja afla sér menntun- ar eöa sérhæfingar i iþróttum og félagsstarfi. 1 skólanum er nám í ung- mennadeild, sem ætlað er börn- um og unglingum 6-16 ára. Þar eru kenndar frjálsar fþróttir, knattleikir, stökk á stóru og litlu trampólini og sund. Ahersla er lögð á félagsstarf, kenndur er dans, mikið sungið og kvöldvökur haldnar hvert kvöld. Námskeið deildarinnar er jafnt ætlað drengjum og stúlkum og verða á timabilinu 2.-9. júni fyrir 11-16 ára, (stend- ur nú yfir), 9.-16. júni fyrir 9-16- ára, 19.-26. júni fyrir 9-16 ára,26. júni til 3. júli fyrir 9-16 ára og 13.-20. júli, námskeið i trampól- in fyrir 9-16 ára. Einnig er i skólanum sérstök leiöbeiningadeild sem ætluð er áhugafólki um menntun félags- leiðtoga og menntun leiðbein- enda i' iþróttum. 1 þessari deild eru ef tirtalin námskeiö i sumar: Jassleikfimi, sem Fimleika- samband tslands og Iþrótta- skólinn standa saman aö og haldiðer á timabilinu 27. mai til 1. júni (er þvi afstaöiö nú). Kennarar: Monica Beckmann og dóttir hennar, Pia Beck- mann. Trampólinámskeið haldið á timabilinu 25.-30. júli.Kennarar verða Ejvind Hansen fra Dan- mörku, Páll Ólafsson, Laugar- vatni og Guðmundur Sigurðs- son, Heiðarskóla. Námskeiö fyrir fatlaða haldið á timabilinu 4.-13. júli. Aðal- kennari verður Július Arnarson. Námskeið 9.-16. júni, sem iveitir undirstöðumenntun fyrir hinar ýmsu greinar Iþrótta. Aö lokum stendur svo Borð- tennissamband Islands fyrir námskeiði i Iþróttaskólanum dagana 19.-31. ágúst. Aöal- kennari veröur finnski lands- 'liðsmaðurinn Nichel Grun- stein.Námskeiðið er opið öllum, sem áhuga hafa á tennisiþrótt- inni. Þeir sem áhuga hafa á þess- um námskeiöum, geta aflað sér upplýsinga i Heiðarskóla, sima 93-2111, kl. 17-19 virka daga. Þess má einnig geta, að mörg félög, héraðssambönd. æsku- lýðsráð, bæjar- og sveitarfélög og fleiri aðilar hafa áhuga á að styrkja áhugasama einstak- linga. (Heim.: Röðull). -mhg vc/ Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.