Þjóðviljinn - 24.06.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Qupperneq 1
Nokkrar staðreyndir rifjaðar upp Svavar Eðvarð Svava Ólafur Eagnar Gu&mundur J. URSLIT RAÐAST I REYKJAVÍK Þjóðviljinn vill nú daginn fyrir kjördag benda á meginstaðreyndir kosn- ingabaráttunnar í Reykja- vík: 1. Miðað við úrslit borg- arstjórnarkosninganna er . raunhæft að gera ráð f yrir þeim möguleika að koma 5 mönnum af G-lista á al- þing. — Launamenn í Reykjavík tryggðu Guð- mundi Þ. Jónssyni for- manni Landssambands iðnverkafólks setu í borg- arstjórn. Nú er spurningin hvort reykvískir launa- menn fylkja sér um G-list- ann á morgunn minnugir þess að í 5ta sæti G-listans er Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamannasambands ís- lands. 2. AAiðað við úrslit al- þingiskosninganna 1974 þarf verulega að auka kjörfylgi Alþýðubanda- lagsins til þess að ná ofan- greindu marki, en þá fékk Alþýðubandalagið 2 menn kjörna í Reykjavík og einn uppbótarþingmann. Það þarf því mikið starf, starf og aftur starf til þess að ná slíkum árangri. 3. í borgarstjórnarkosn- ingunum munaði 52 at- kvæðum á 5ta manni G- listans og 8. manni íhalds- ins og vinningurinn varð okkar meginn, fólksins í borginni. Nú þarf það einn- ig að gerast. Þess vegna mega launamenn ekki kasta einu einasta atkvæði á smáhópa og ónýta milli- flokka, sem íhaldið getur barið til hlýðni hvenær sem er eins og dæmin sanna úr viðreisnarst jórninni og f ramsóknar-íhaldsstjórn- inni. 4. AAeð kosningasigri Al- þýðubandalagsins í Reykjavík á morgun fellur núverandi ríkisstjórn og þar með er einnig komið í veg fyrir viðreisnarstjórn ihalds og Alþýðuf lokks. VIÐ LOK KOSNINGABARÁTTUNMAR: Alþýðubandalagið gegn íhaldsstjóm t þeirri kosningabaráttu sem nú er aö ljúka hefur þaö komiö skýrt fram aö málefnalega stendur Alþýöubandalagiö sterkast allra islenskra stjórn- málaflokka. Alþýöubandalags- fólk um allt land hefur komiö fram sem ein órofa heild og málflutningur þess hefur lcitt i ljós þá samstööu og einingu sem rikir innan flokksins um stefnu- mál hans. Meðan innbyrðis deilur um menn og málefni eru áberandi i öllum öörum flokkum ganga stuöningsmenn Alþýöubanda- lagsins til kosninga einhuga um sin stefnumál. Alþýöubandalagiö er eini flokkurinn sem hefur gefiö ský- lausar yfirlýsingar um aö kaup- ránslögin verði afnumin eftir kosningar fái þaö einhverju um ráðið. Kaupránslögin eru enn i gildi viöast hvar. í bæjarfélög- um þar sem Alþýöubandalagið hefur forystu hafa samningarn- ir verið settir i gildi eöa samn- ingaviðræður hafnar þar um. Alþýöutlokkurinn hefur enga viölika yfirlýsingu gefiö.og öfl- ugt Alþýöubandalag er eina vörn launafólks gegn árásum á samningsrétt sinn, gildandi kjarasamninga og kaupmátt. Alþýöubandalagið setur sjálf- stæöismál tslendinga á oddinn. Einn islenskra stjórnmála- flokka berst Alþýöubandalagið gegn ásælni erlendra auöhringa og erlendri stóriöju. Einn islenskra stjórnmála- flokka berst Alþýöubandalagiö gegn þrásetu erlends hers i landinu og veru íslands i hern- aöarbandalaginu NATO. Al- þýöubandalagiö eitt hefur gefiö yfirlýsingu um að hiö erlenda vighreiður á Miðnesheiöi þurfi aö hverfa af landinu áöur en þaö eitrar efnahagslif og siöferðis- vitund þjóðarinnarenn meir og áöur en útrýmingarhættan sem af þvi stafar vex enn meir. o Alþýöubandalagið hefur undirbúib þessar kosningar meö viötækri stefnumótun i efna- hags- og atvinnumálum. Lögö heiur veriö áhersla á aö dreifa upplýsingaritum um stefnu flokksins þannig að allir lands- menn ættu þess kost að kynna sér hana fyrir kosningar. Efna- hags- og atvinnumálaumræöur kosningarbaráttunnar hafa aö miklu leyti snúist um tillögur Alþýðubandalagsins. Þaö er skýrasta dæmiö um málefna- legan styrk flokksins. o Alþýöubandalagiö er róttækur verkalýðsflokkur sem hefur sósialisma á stefnuskrá sinni. Sósialisma sem miöast við is- lenskar aðstæður og byggir á jafnréttis- og manngildishug- sjónum verkalýöshreyfingar- innar og grundvallarhugsjónum lýöræöis. o Alþýöubandalagiö er eini stjórnmálaflokkurinn sem fellt getur núverandi samstjórn thalds- og Framsóknar. öflugt Alþýöubandalag með aukinn þingstyrk aö loknum kosningum er sömuleiöis eina tryggingin fyrir þvi aö ný viðrcisnarstjórn, samstjórn Sjáifstæöisfiokks og Alþýöuflokks, verði ekki svar auöstéttarinnar i landinu viö óánægju launafólks. Verum minnug þess aö skuggar viö- reisnardraugsins liöa hjá f mál- flutningi Alþýöuflokksins I efna- hagsmálum og utanrikismál- um. o Alþýðubandalagið sker sig úr öörum stjórnmálaflokkum á Is- landi á skýran og afdráttarlaus- an hátt meö hinum róttæku stefnumálum sinum. Aukinn styrkur Alþýðubandalagsins þýðir vaxandi byr i þjóöfélaginu fyrir þessi stefumál. Aukinn styrkur Alþýöubandalagsins er eina vörn launafólks i landi óöa- verðbólgu og áuðhyggju. o Alþýðubandalagiiö veit aö nú er unnt.að koma fram stefnu- málum hreyfingarinnar og hagsmunamálum launafólks. En til þess að það megi takast verður nú að hefjast öflugt fjöldastarf um land allt fram aö lokum kjörfundar á morgun. Sigurinn er kominn undir sér- hverjum liðsmanni og hvert at- kvæði getur ráðið úrslitum um valdahlutföllin i landinu mæstu árin. Fram til starfa fyrir G-listann um land allt! Skýlausar yfirlýsingar um afnám kaupránslaganna Neikvæða hliðin á Alþýðu- flokknum Úr viðtali Þjóðviljans við Eðvarð Sigurðsson Von min er sú aö Alþýöuflokkur og Alþýöubandalag geti starfaö saman, bæöi i verkalýöshreyfing- unni og á hinu pólitiska sviöi. En viðrcisnarsporin hræöa. Tæplega gæti verkalýöshreyfingin rataö i meiri ógæfu en þaö, ef Alþýöu- flokkurinn tæki aftur upp slfka ihaldssamvinnu og ihaldsþjónk- un. Frambjóöendur flokksins biöja um kjörfylgi til aö veröa forustuafl á stjórnmálavæng verkalýöshreyfingarinnar. Þaö mundi sannarlega ekki létta flug verkalýösbaráttunnar ef þetta geröist, hreyfingin yröi væng- brotin. t 12 ár var Alþýðuflokkurinn i viðreisnarstjórn meö thaldinu. Aldrei hefur verkalýðshreyfingin veriö oftar beitt þvingunarlögum og geröardómslögum. Undir lok viöreisnar urðu þúsundir manna atvinnulausar og aðrar þúsundir landflótta. Þessum ósköpum iiinnti ekki fyrr en kjósendur skáru þinglið Alþýöuflokksins niður um helming, árið 1971. Þetta er neikvæða hliöin á Alþyðuflokknum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.