Þjóðviljinn - 24.06.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Qupperneq 4
.4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. júnl 1978 1 DJOÐvmm Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyflngar og þjóðfrelsis Útgefandi: Crtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs- ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Úrslitin 1974 - sigur 1978 I Alþingiskosningunum 1974 hlaut Alþýðubandalagið í Reykjavík liðlega 20% atkvæða. Þá voru tveir þingmenn kjörnir af G-listanum, en að auki varð 3. maður listans uppbótarþingmaður. í borgarstjórnarkosningunum 28. maí fékk Alþýðubandalagið í Reykjavík hins vegar nærri 30% atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Miðað við þing- kosningar, en Reykjavík hefur 12 kjördæmakosna menn 'á alþingi, hefði Alþýðubandalagið í Reykjavík haft 4 þingmenn kjörna með því atkvæðamagni sem það fékk í borgarstjórnarkosningunum og þar með hefði fimmti maður G-listans í Reykjavík orðið uppbótarþingmaður. Aukningin frá 1974 til 1978 er geysilega mikil og nú má búast við því að kosningaþátttaka á morgun verði miklu meiri en í borgarstjórnarkosningunum. Það þarf því mikiðtil þessað halda þeim kosningasigri sem Alþýðu- bandalagið í Reykjavík fékk 28. maí. Og úr þessu getur ekkert tryggt árangur annað en starf og aftur starf. Reynslan sýnir að möguleikarnir eru miklir. Við slíkar aðstæður er gaman að vinna, við slíkar aðstæður finna • stuðningsmenn Alþýðubandalagsins að þeir eru hver og einn að vinna að því að skapa söguleg tímamót í sögu ís- lenskrar verkalýðs- og sjálfstæðishrevfingar. Gerist það eitt í kosningunum á morgun, til dæmis, að Alþýðubandalagið auki fylgi sitt lítillega frá síðustu alþingiskosningum, en Alþýðuflokkurinn tvöfaldi fylgi sitt frá síðustu alþingiskosningum^þá er komin upp sama staða og 1966 til þess að mynduð verði ný samstjórn íhaldsins og Alþýðuf lokks. Einá val þeirra kjósenda sem viija koma í veg fyrir að eftir kosningar verði mynduð slík stjórn þar sem ihaldið er allsráðandi er að kjósa Alþýðubandalagið. Það þarf hverjum einasta launa- manni að verða Ijóst. Kjósendur gera sér grein fyrir því að kaupránslögin eru enn í gildi, annars staðar en í þeim bæjarfélögum þar sem Alþýðubandalagið er í f orystu. Það er því kosið um kaupránslögin á morgun. Eini flokkurinn sem hefur gefið afdráttarlausar yfirlýsingar um það að hann muni beita sér fyrir afnámi kaupránslaganna er Alþýðu- bandalagið. Stjórnarflokkarnir hafa engar yfirlýsingar sent frá sér í þá átt, þvert á móti fullyrða talsmenn þeirra aðnauðsynlegt séað halda þeim ígildi. Geir Hall- grímsson hefur lýst því yfir að ekki komi til mála „að stefna að" meiri kaupmætti en þeim sem nú er. Þessar staðreyndir verða menn að hafa vel í huga. Þeir verða lika að minnast þess rækilega að Alþýðuf lokkurinn hef- ur engar yfirlýsingar sent frá sér um að forystumenn hans muni beita sér fyrir þvi að kaupránslögin verði felld úr gildi eftir kosningar. Meðan slikar yfirlýsingar eru ekki komnar fram geta launamenn ekki treyst Alþýðuflokknum eftir kosningar. Auk þessa eru yfir- lýsingar Benedikts Gröndals í efnahagsmálum almennt óhugnanlega líkar yfirlýsingum Geirs Hallgrímssonar. Það er kosið um kauprán eða ekki kauprán, það er kos- ið um stjórnarstefnuna eða stefnu Alþýðubandalagsins. Það er kosið um sjálfstæðismálin, stefnu Alþýðubanda- lagsins eða undirlægjuafstöðu allra hinna flokkanna. Baráttan stendur milli Alþýðubandalagsins og Sjálf- stæðiflokksins, atkvæði greidd milliflokkunum nýtast ekki í stéttabaráttunni, atkvæði greidd smáhópum nýtast Sjálfstæðisflokknum einum og launamenn eiga enga samleið með honum, stöðnuðum fulltrúa atvinnu- rekendavaldsins og kaldastríðssjónarmiða. Starfið f dag og á morgun ræður úrslitum. Þjóðviljinn heitir á alla stuðningsmenn Alþýðubandalagsins um land allt að vinna ötullega að sigri flokksins í kosningunum. Starf ið eitt getur tryggt sigur. Miðað við úrslit alþingis- kosninganna 1974 þurfa Alþýðubandalagsmenn i Reykjavík að vinna stórsigur í kosningunum á morgun, sunnudaginn 25. júni. Sá sigur mun tafarlaust skila sér í kjörum launamanna því Alþýðubandalagið er eini fiokkurinn sem hefur lýst því yfir að kaupránslögin beri að fella úr gildi tafarlaust. —s. Vilntundur rœðst óþarft. Vilmundur er búinn að fella Eggert af þingi og ætti ekki aö þurfaað sparkai hannmeir. á Eggert Vilmundur Gylfason hefur slðustu daga geypað mikið á vinnustöðum viðsvegar i borginni. Þar er um tofsvert framtak að ræða þótt hann hafi verið sjaldséður gestur þar áður og ekki stutt launafólk I aðgerðum þessl. og2.mars. Úr ýmsum áttum, m.a. frá Kirkjusandi, hefur klippari þessa þáttar heyrt raddir sem undrast það mjög að Vilmundur skulitelja það sérstaka nauðsyn nú á siðustu dögum kosninga- baráttunnar að ráðast á ýmsa flokksbræðursina. Engan þarf svo sem að undra Er enn aö sparka I Eggert það þó hann hreyti illindum i Björgvin Guðmundsson og Jón Armann Héðinsson i vinnu- staðaræöum sinum og samtöl- um við fólk i kaffitimum. En mörgum finnst það of iangt gengið þegar Vilmundur ræðst með offorsi að Eggert Þorsteinssyni og öðrum göml- um verkalýðssinnum i Alþýöu- flokknum og kallar þá „gjör- spillt hækjulið”. Siðlaust og óþarft Hann spyrðir þetta fólk gjarnan saman i eitt og kallar það rusl og dót. Og á einum stað lýsti Vilmundur þvi yfir aö ástæöan fyrir þvi, að Alþýöuflokkurinn hefði ekki fyrr losað sig viö þetta ..einskisverða rusl” væri sú að Gylfi Þ. Gislason hefði ekki haft manndóm i sér til að sparka þvi. En varla finnst hinum eldri baráttukjarna Alþýðuftokksins það smekklegt að frambjóðandi flokksins skuli nota siðustu stundir kosningabaráttunnar til þess að nlða Eggert Þorsteins- son og aðra menn Ur verkalýðs- hreyfingunni sem nálægt honum stóðu og kalla þá „ónýtt hækju- liö”. Það er bæði siöiaust og Eggert tilheyrði hækjuliðinu segir Vilmundur. Dagblaðið hefur staðist prófið Það hefur verið fróðlegt aö fylgjast með kosninga- baráttunni í siödegisblööunum, sem eru óháð, frjáls og vönduð að eigin sögn. Dagblaðinu verður að segja þaðtilhróssaðþað hefurstaðist prófraunina. Hvað sem segia má um slagsiöur í einstaka greinum blaðamanna eða fréttaáherslum er ljóst að Dag- blaðið hefur staðist þá freist- ingu að lýsa beint eða óbemt yfir stuðningi við ákveðinn stjórnmálaflokk. Það skemmir aö visu dálitið fyrir Jónasi Kristjánssyni að hann skuli vera yfiriýstur Sjálfstæðis- maður, en hann bætir sér það upp með þvl að skamma flokkinn á stundum engu óhressilegar en aöra ftokka. Ef nokkuð er, hefur verið krataslagslða dulitil á Dagblað- inu. Það er eðlilegt út frá þvl sjónarmiði blaðsins að allir flokkar séu eins, ekkert sé að marka hvað stjórnmálamenn segi og sami grauturinn sé i sömu skálinni. Þetta er að mörgu leyti hættuleg pólitisk af- staða og býöur heim vantrú á lýðræðiskerfið, en Dagblaös- mönnum er að sjálfsögðu heimilt að hafa þessa skoðun úr þvi þeir það vilja. En hún gerir það að verkum að þeir hafa helst hampað „nýjum starfs- aðferðum” kratanna og um of látið undir höfuð leggjast að rýna í,hvað undir andlitslyfting- unnibýr. Þáttaskil og hornaleikur Með tilkomu Dagblaðsins urðu að mörgu leyti þáttaskil i blaöamennsku hér, og nú eru áhrif þess að koma I ljós I pólitik inni.Þaðerm etnaðar má 1 Dagblaðsmanna og þeim nauö- synlegt til þess aö sanna lesend- um sjálfstæöi sittogskapa trú á óháð blað að vera ævinlega ósammála Morgunblaðinu I málflutningi og áherslum. Þaö myndar því oftast 90 gráðu horn við Mogga. Og til þess að missa ekki af strætó verður heildsalablaöið Visir að mynda 45 gráöu horn miili Dagblaðs og Mogga i nafni. frjálslyndis og vöndunar. Visir er fallinn á prófinu Vfcir hefur að mörgu leyti staöist prófið, þótt nokkur áróður sé ávallt hafður uppi I þvi blaði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Samt hefur verið svona sæmilegur frjálslyndisblær á blaðinu töluvert framyfir borgarstjórnarkosningar. Nú slðustu daga fyrir þingkosn- ingarnar hefur Vlsir hinsvegar gjörsamlega fallið á prófinu. Blaðið stendur nú berstripað sem áróðursmálgagn Sjálf- stæðisflokksins og inn i það er raðað greinum eftir frambjóðendur flokksins. Svarthöfði og Indriði undir eigin nafni spila undir og i forystu- greinum er gagnrýnislaust hvatt til stuðnings við Sjálf- stæðisflokkinn. Ellert Schram fær inni fyrir greinina sem Dagblaðið neitaöi honum um birtinguá I vikubyrj- un vegna þess aö það var upp- bókað fyrir kjallaragreinar fram að kosningum. Það hefúr einfaldlega verið kiptt i spotta. Heildsalarnir eru hræddir. Hagsmunir þeirra eru 1 hættu i kosningunum. Segið ekki neinum frá Svona i lok kosningaslags er rétt að ljóstra upp leyndarmáli — en þó aðeins til hálfs. 1 einu stóru bæjarfélagi þar sem Alþýðubandalagið stendur að meirihluta i bæjarstjórn og efldist mjög I siðustu kosning- um, hefur veriö ákveðið að greiða starfsfólki bæjarins kaup samkvæmt samningum. Það merkilega gerðist að Sjálf- stæðismennirnir i bæjarstjórn- inni féllust á þessa ráðstöfun. Þeir gerðu það eitt að skilyrði að þagað yrði um það fram yfir þingkosningar aö þeir heföu með þessum hætti samþykkt að brjóta á bak aftur kaupránslög flokksforingja sins, Geirs Hallgrimssonar. Allir vita um ákvörðun bæjarstjórnarinnar I bænum, en af tillitsemi við vesalings Sjálfstæðismennina þar skulum við eins og bæjarbú- ar á viðkomandi stað steinþegja yfir þessu fram yfir kosningar. Geir — ekki meir j Kosningastjórar Sjálfstæöis- ■ flokksins I Reykjavlk eru aldrei ' þjakaðir af það mikilli vinnu að ! þeir geti ekki brugðið sér I golf I I góða veðrinu. Eftirfarandi sögu J sagði kosningastjórinn I vestur- bæjardeild ihaldsins nú á dög- unum samspilara sinum á golf- vellinum: Það var fundur I deildinni okkar og við vorum að reyna aö finna upp gott siagorð til aö nota gegn kommunum. Eitthvað voru menn tómir I kollinum og ekkert snjallt kom fram. Skyndilega hvisiaði maður nokkur að mér. „Hvernig finnst þér þetta? „Geir aldrei meir — Geir aldreimeir”. Kosningastjóranum fannst þetta stórsnjallt. Kylfingarnir vildu nú fá að vita hver væri | höfundurinn,enekkigekk vel að toga það út úr honum til að byr ja með. Að lokum gaf hann sig. Höfundurinn var Ellert Schram. —e.k.h. i ■ I Geir — ekkimeir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.