Þjóðviljinn - 24.06.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. júnl 1978 ií s fm Bsm&'. Halldór Haraldsson planóleikari lék af miklum þrótti byltingaretlóu Chopins, og i lok fundarins lék hann með Lúðrasveit verkalýðsins Internationalinn. Karl Sighvatsson átti heiður skilinn fyrir frábært framlag á baráttu- gleðinni. Það kom i hans hlut að útsetja tónlistarliði og þaö rfkti stemmning I höllinni þegar Karl lét flytjendur „kosningatimbur- manna” endurtaka lokatrallið. Það kom öllum i gott kosninga- og baráttuskap að hlýða á hljómsveit- ina Kaktus flytja tónlist Theodorakis I útsetningu Karls Sighvatssonar. i nafni alþjóðahyggjunnar var tónlist griska sóslalistans og baráttu- mannsins nýtt.og Kristin ólafsdóttir og fl. komu boðskapnum til skila I svonefndum „kosningatimburmönnum.” Glæsileg baráttugledi G-listans Tritiltoppakvartetinn lét ekki sitt eftir liggja að koma liðsmönnum G- listans I baráttuskap með baráttusöngvum. Það var hlegið dátt I höllinni þegar hinn nýi skopþáttur Jóns Hjartar- sonar — Kosningaannáll var fluttur. Þar var á háðskan hátt lýst við- brögðum Ihaldsins að morgni 29. mal er ljóst var að meirihlutinn var fallinn. Leikarar frá v.: Steinunn Jóhannesdóttir, Þórunn Sigurðar- dóttir, Harald G. Haralds, Guðrún Lilja Þorvaidsdóttir og Krist- björg Kjeld. Það var sannköiluð baráttu- gieði sem G-Iistinn efndi til I Laugardalshöll I fyrrakvöld. Þar var flutt vönduð dagskrá sem fjöldi listamanna stóð aö. Efstu menn G-Iistans fluttu stutt ávörp og hvatningarorð. A hinum glæsilega baráttufundi lögðu ræðumenn áherslu á hið þrotlausa starf sem biði liðs- manna Alþýðubandalagsins þar til kjörstaðir loka annað kvöld. I lokaávarpi baráttufundarins sagði Svavar Gestsson: „Styrkur flokksins er mikill vegna þess að þúsundir og aftur þúsundir liðsmanna eru reiðu- búnir til þess að leggja á sig þrot- laust starf I þágu hugsjóna og sameiginlegs málstaðar. A þess- um iiðsmönnum veltur allt. Þcgar þessum fundi lýkur, þá takið þið við. Nú þurfa liðsmennirnir að heyja baráttuna. Þeir þurfa að ræða við fólk á vinnustöðum, heimilum, við vini, skyldfólk og kunningja, alla þá sem ætla má að hugsanlega veiti Alþýðu- bandalaginu stuðning. Það ánægjulega við úrslit borgar- stjórnarkosninganna var það að hver og einn gat vegna þess hve litlu munaði tekið sigurinn tii sin persónulega. Það eru ekki hinir svokölluðu forystumenn sem halda ræður og skrifa greinar sem valda straumhvörfunum. Það er fólkið i heild og starf þess.” Menn skemmtu sér vel á baráttugleðinni* og liðsmenn G- listans ganga þvi hressir og baráttuglaðir til lokasóknarinnar i alþingiskosningunum 25. júni. Kjörorð baráttugleðinnar var: Fram til starfa, fram til sigurs* Lokaávarpið á baráttugleðinni flutti efsti maður G-listans Svav- ar Gestsson ritstjóri. Þar var um að ræða hvatningu til liðsmanna að sækja fram til sigurs. A starfi hvers einasta eins yltu úrslitin. 1 borgarstjórnarkosningunum fékk Alþýðubandalagið fylgi til að koma fjórum kjörnum mönnum á alþing: úr Reykjavik og einum uppbótarmanni, eða alls fimm mönnum. Þeir ólafur Ragnar og Guðmundur J sem skipa 4. og 5. sætið á G-lista eru þvi báðir I bar- áttusætum. Þeir fluttu skelegg á- vörp i Laugardalshöll i fyrra- kvöid. Stella Stefánsdóttir verkakona flutti hressilegt ávarp, þar sem hún hæddist að innrætingartali Morgunblaðsins og lýsti innræt- ingu kjararánslaganna sem gerði menn stéttvisa. Vésteinn Ólason flutti mönnum hugsjónaeld Jóhannesar úr Kötl- um er hann las kvæðið „Til hinna hógværu.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.