Þjóðviljinn - 24.06.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Side 11
Laugardagur 24. jdnl 1978’ÞJóÐVILJINN — StÐA 11. Umsjón: Hallgeröur Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Steinunn H. Hafstaö Tll lesenda Um leið og við tökum við umsjón jafnréttissiöunnar langar okkur til að segja nokkur orð, um hvað við telj- um að leggja beri áherslu á hér. Við viljum gjarnan fjalla um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni og snúa að jafnréttisbaráttunni. Að stuðla að hugarfarsbreyt- ingu fólks á hefðbundinni hlutverkaskiptingu kynj- anna, er undanfari breytinga á þjóðfélaginu. Jafnréttisbaráttan er og verður mjög mikilvægur þáttur i baráttu okkar fyrir nýju og betra þjóðfélagi. Á sviði kjarabaráttunnar, er hvað brýnast að vinna að þessum málum Þvi miður hefur það sýnt sig, aö konur eru oft óvirkar i kjarabarátt- unni og stuölar það m.a. að þvi að þær lenda oft i ver launuðum störfum en karlar. Við viljum hvetja fólk til virkni í stéttarfélögum sin- um og að leggja þessum málum liö þar sem annars staðar. Við viljum minna á, að þaö er ekki nóg, að vita af þvi að úrbóta sé þörf i jafnréttis- málum, heldur þurfa allir, sem meðvitaðir eru um það misrétti, sem viðgengst hér i þessu þjóðfélagi, að leggja sitt af mörkum I barátt- unni fyrir betra lifi. Við bendum áhugasömu fólki á að láta skrá sig i starfshóp hjá Rauðsokkahreyfingunni. Þvi fleiri sem ganga til liðs við okkur þess meiri árangur verður af starfinu. Það er opið hús hjá okkur i Sokk- holti, Skólavörðustig 19 hvern virkan dag frá kl. 5- 6.30 og þar að auki að morgni fyrsta laugardags hvers mánaðar. Einnig viljum við benda á dagvistarsamtökin, sem hafa hafiö aukna bar- áttu fyrir úrbótum i barna- heimilismálum, og allir for- eldrar sjá að á þvi sviði er stórátaka þörf. Skrifið, eða hringið Ennfremur hvetjum við fólk eindregið til að leggja til efni á jafnréttissiðuna. SHrif- ið okkur endilega. Af mörgu er að taka i daglegu lifi hverrar manneskju. Við höf- um hugsað okkur að fjalla hér seinna meir um réttindi til launa i fæðingarorlofi. Hvernig væri að fólk skrif- aöi okkur um reynslu sina af atvinnurekendum og trygg- ingastofnunum i þessum málum? Hvernig er með að- búnað á vinnustöðum ykkar? Hvaða störfum er konum út- hlutað t.d. i frystihúsum og verksmiðjum ýmisskonar og er ekki reynt að fara á bak við kauptryggingarlögin þar á einhvern hátt? Hvernig verðið þiö vör við verka- skiptingu kynjanna á vinnu- stöðum ykkar? Hafið þið ekki reynslu af þvi að reynt sé að fara á bak við lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu með þvi, að gefa fólki mis- munandi starfsheiti? Þiö úti á landsbyggðinni, hvernig er ástandiö hjá ykk- ur, t.d. i barnaheimilismál- um? Einnig væri gaman að heyra um það, hvernig ein- stæðum foreldrum gengur að hafa ofan af fyrir sér i vel- feröarþjóðfélaginu okkar. Hvernig kemur hin hefð- bundna hlutverkaskipting kynjanna niður á ykkur karl- ar? Er ekki ýmislegt þar sem þið þurfiö aö fá leiðrétt? Er ekki kominn timi til aö viö hefjum sameiginlega bar- áttu fyrir jafnrétti? Látið okkur vita ef þiö rek- ist á eitthvað i fjölmiðlum, sem ber vitni um Ihaldsemi og forpokun i þessum mál- um. Ýmislegt fleira mætti tina til. Við biðum eftir að heyra frá ykkur. Með baráttukveðjum, Starfshópur um jafnréttis- siðu. aö svo á réttindum fólksins, þvi hefur veriö sýnd svo ruddaleg framkoma að helst minnir á sög- ur frá öldinni sem leið. Þar hafa tveir verkstjórar vaðið uppi með kapitalisk sjónarmið ein i huga það er að verja hag fyrirtækisins. Það er haft eftir öðrum þeirra að verkalýðshreyfing ætti ekki að vera til. Svona menn virðast vera atvinnurekendum þóknanlegir þvi meiri hluti bæjarstjórnar, út- gerðarráð og forstjóri B.Ú.H. hafa slegið skjaldborg um þessa menn og reyna hvað þeir geta tii aö halda þeim hjá fyrirtækinu þvert ofan i vilja starfsfólksins. ,,Það væri gaman að lifa þann dag að verkamaður eða verka- kona hlyti slikan stuðning”, sagði formaður Fram tiðarinnar i Hafnarfirði, Guðriður Eliasdótt- ir. Hvað er það svo sem gerist, þegar heilt frystihús lokast vegna verkfalls? Jafnréttissiðan ákvað að kynna sér málið og tvær okkar brugðu sér suður i Hafnarfjörö. 1 Hafnarfjarðarstrætó. Rómantík og raunveruleiki A leiðinni fórum við að ræða það hvaö fólk i fiskvinnu er sjald- an i sviðsljósinu. Það heyrir t.d. til undantekninga ef þessu fólki er gerö skil i bókmenntum. Þó kom upp I huga okkar bók Snjólaugar Bragadóttur „Allir eru ógiftir i verinu”, þar sem verbúðarlifi er lýst. Þar gildir þaö eitt að vinna, borða og sofa fram að helginni. Þá er drukkið dansað og duflað, — engar áhyggjur engin vanda- mál (nema auðvitaö hvort parið nær saman). Enginn kvartar yfir löngum vinnutima, lélegum að- búnaði þreytu i fótum eftir að hafa staöið á hörðu steingólfi i gúmmistigvélum, starandi á ljósaborðiö. Enginn á i erfiöleik- um meö heimili og börn, enda eru allir ógiftir. Nei, rómantikin blómstrar. En hvernig er raunveruleikinn? I fiskvinnu vinna mest fullorönar konur með langan starfsaldur að baki, sumar hafa aldrei unnið önnur störf utan heimilis. Svo eru það skólastúlkurnar á sumrin og einnig nokkrar húsmæður á miðj- Vinnslusalur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hefur nú staðið hljóður og tómur vikum saman. N.k. mánudag hefst vinna i salnum á nýjan leik, eftir að gengið hefur verið aö kröfum verkafólksins og nýir verkstjórar ráðnir. um aldri. i B.Ú.H. til dæmis, vinna þessar konur ýmist heils- eða hálfdags vinnu, yfirleitt er unnið frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin og stundum lengur. Einstæð móðir sagöi okkur að vikukaupið sitt væri frá 37 þús. á viku en hún vinnur á vélunum. Þegar kaupið kemst hæst hjá henni vinnur hún til kl. niu og tiu á kvöldin. Hún er með eitt barn og það kostar hana vikukaupið að fá gæslu fyrir barnið, sem sagt 37 þús. á mánuði. Þetta er nú ekki mjög rómantiskt eða hvað? Eins og þessi grein ber meö sér er hún skrifuð áður en deilan i B.Ú.H. leystist á þann hátt sem verkafólkið hafði krafist, — verk- stjórarnir voru látnir vikja og nýir verkstjórar hefja vinnu n.k. mánudag. „Viltu ekki bara vera við jarðarfarir?” Þennan fimmtudag sem okkur bar að garði i Hafnarfirði var mikið um að vera. Formenn Hlif- ar og Framtiöarinnar voru þarna að greiða styrk til starfsfólksins af þeim tveim milj. sem safnast höfðu i verkfállssjóð. Þegar við höfðum greint frá erindinu vildi Guðriður formaöur allt fyrir okk- ur gera, lánaði okkur herbergi um stund og sendi til okkar verkafólk, konur og karla, unga og gamla, auk þess sem hún lagði sjálf orð i belg. Skal nú greint frá þvi helsta sem fram kom. Starfsfólkinu bar öllu saman um að það væri fyrst og fremsÞ framkoma verkstjóranna sem sök ætti á verkfallinu. Eftir marga árekstra fylltist mælirinn. Okkur var tjáð að fólk hefði veigrað sér við að biðja um fri, þó það þyrfti þess nauðsynlega.Okk- ur var sagt frá ungri stúlku sem mætti ekki fyrr en um hádegi einn daginn þvi hún hafði þurft að vaka yfir veiku barni sinu alla nóttina. Annar verkstjóranna tók á móti henni og sagði að þetta mætti ekki endurtaka sig. Hún sagðist þá þurfa að hætta klukkan fimm og sækja meðal fyrir barnið sitt samkvæmt læknisráði. Verk- stjórinn neitaði henni um það. Stúlkan komst að þvi aö eitt apótekið I bænum væri opið til kl. 7, svo hún talaði viö verkstjór- ann aftur og bað um að hætta kl. 6. Þessi stúlka mætti ekki til vinnu aftur þvi daginn eftir var búið að fjarlægja stimpilkortið hennar. Ein kona sagöi okkur frá þvi er hún bað um fri til að vera við jarðarför, en hún hafði einu sinni áður fengið fri til þess. Svar verk- stjórans var „Viltu ekki bara vera við jarðarfarir?” Siðan verkstjórarnir tveir komu hefur varla nokkur maöur fengiö fastráðningu og fær þar meö enga kauptryggingu. Þvi er borið við að engin umsóknareyðu- blöð séu til. Þetta gera þeir til að hafa betra kverkatak á fólkinu þvi lausráðiö fólk geta þeir eftir eigin geðþótta sent heim eftir há- degi. Af þessum frásögnum er ljóst að það er ekki af ástæðulausu að fólk lagði niður vinnu. Hér er eins og Guðriður formaður sagðl um að ræða mannréttindabaráttu. „Þad á bara að kúga verkalýöinn” Þegar hér var koinið sögu flutt- um viö okkur fram þar sem veriö að var að borga út og þáðum kaffi meðan við röbbuðum við þau Guðriöi og Hallgrim (form. Hlif- Framhald á bls. 22 Mannréttíndabarátta í Hafnarfírði Við viljum helga verka- fólki Jafnréttissiðuna dag- inn fyrir kosningar til að minna á stéttaandstæðurn- ar i islensku þjóðfélagi og til að minna á að verka- lýðsbarátta er meira en spurning um kaup og kjör. Hún er líka spurning um mannréttindi/ baráttu fyr- ir jafnrétti. Eitt meginslagorö róttækra k v en f re lsishr e y f inga er „Kvennabarátta er stéttabar- átta”. í samræmi við það hefur Rauðsokkahreyfingin gert sér far um að fylgjast með málefnum verkalýðshreyfingarinnar, sér- staklega þar sem konur hafa átt hlut að máli. Málefni iáglaunakvenna hafa oft verið til umræðu, efnt var til tveggja ráðstefna á sinum tima og skemmst er að minnast þess að 8. mars var helgaður verka- konum. Þessa dagana eru að gerast at- burðir i Hafnarfirði, sem konur eiga stóran þátt I við hlið karia. Þar er nú háð sérstætt verkfall hjá B.Ú.H. svo sem flestum mun kunnugt. Það er skoðun okkar að barátta verkalýöshreyfingarinnar hafi hingað til verið allt of einhliða. Ar eftir ár er karpað um nokkur þús- und krónur til eða frá, án þess að nokkuö breytist, auðvaldið heldur alltaf sinu og rikisvaldið þjónar þvi dyggilega. A meðan liggja félagslegar kröfur niðri. Kröfur um aögerðir i húsnæðismálum, barnaheimilismálum og þó fyrst og fremst krafan um atvinnulýð- ræði, aukna þátttöku verkafólks i stjórnun fyrirtækja eða með öðr- um orðum lýðræði á vinnustaö. Verkfallið i Hafnarfirði sýnir glöggt hve mikið skortir hér á. Hjá Fiskiðjuveri Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar hefur verið traök- Starfsfólk BÚH á einum af hinum mörgu fundum, sem haldnir hafa veriö meðan á deilunni stóö. Guöriður Eliasdóttir: skipti öllu máli. Samstaöan

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.