Þjóðviljinn - 24.06.1978, Síða 17

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Síða 17
Laugardagur 24. jiínl 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 17 Spurningar fólks Svör Alþýðubandalagsins Bragi Guömundsson for- maður Sine spyr: 1 sl. mánuöi var kveöinn upp dómur i Bæjarþingi Reykjavikur þess efnis, að úthlutunarreglur Lánasjóös isl. námsmanna væru i blóra við lög um námslán og námsstyrki sem samþykkt voru af Alþingi Islendinga, aö þvi leyti, að ekki sé eölilegt tillit tekiö til fjölskyldustærðar námsmanna við úthlutun lána. Mun Alþýðu- bandalagiö beita sér fyrir þvi, að þessu veröi breytt i réttlátt horf og til samræmis viö niðurstöður dóms Bæjarþings Reykjavikur? Kona í Reykjavík, sem stutt hefur KFI, Sósialista- flokkinn og nú Alþýðu- bandalagið spyr: Hver er stefna Alþýðubanda- lagsins varðandi stuðning við efnalitla námsmenn? Svava Jakobsdóttir svar- ar: Fyrri spurningunni svara ég hiklaust á þá leið, að við munum áreiðanlega beita okkur fyrir þvi, að úthlutunarreglum verði breytt til samræmis við dóm Bæjarþings Reykjavikur. Hins vegar bendi ég á, að i þessum efnum þarf ekki lagabreytingu, heldur nægir breyting á reglugerö, sem menntamálaráðherra getur séð um með svo til einu pennastriki, ef hann hefur áhuga á þvi. Siðari spurningunni þyrfti að svara i lengra máli en ég hef tök á að sinni. Viö teljum, aö tilgangur- inn með Lánasjóði isl. náms- manna sé fyrst og fremst sá, að auka jafnrétti til náms og komá i veg fyrir, að ungt fólk verði að hrekjast frá námi vegna efna- leysis. Þess vegna hafa tillögur okkar i þessum efnum verið tviþættar: Við höfum lagt til, að umfram- fjárþörf námsmanns yrði brúuð að fullu. Við beittum okkur gegn núgild- andi lögum um endurgreiðslu námslána, sem eru harkalegri en þekkist við nokkurn sjóð annan. Hætt er við þvi að lán með fullri verðtryggingu verði til þess, að námsmenn sem ekki eiga von á hátekjustarfi veigri sér viö að taka þessi lán. Þess vegna lögð- um við til, á Alþingi, að endur- greiðslur væru miðaðar við tekjur að námi loknu á þann hátt, að há- tekjumenn endurgreiddu lán sin með fullri verðtryggingu, en hinir ekki. Svava: ,,Viö munum áreiðanlega beita okkur fyrir þvi, aO úthlutun- arreglum veröi breytt til sam- ræmis viO dóm Bæjarþings Reykjavikur”. Nýja kratakeimmgin Þóröur Ingvi Guömundsson. „Það er athyglisvert, að þar sem hægri flokkar eru stórir, þar eru kommúnistaflokkar einnig stórir. Hægri flokkar magna upp öfgar á vinstri kantinum. I þess- um löndum er viða upplausn i efnahagsmálum. Þar sem jafnaðarmannaflokkar eins og Alþýðuflokkurinn eru sterkir, þar rikja betri lifskjör og meiri stöðugleiki. Þess vegna er Alþýðuflokkurinn besta vörnin gegn öfgum og ábyrgðarleysi á vinstrikantinum og einnig gegn ihaldsöflunum hægra megin. Með þvi að efla Alþýðuflokkinn stefna menn að stöðugleika og öryggi um afkomusina.” Þannig hljóðar nýja krata- kenningin, en tilvitnun þessi er úr viðtali við Kjartan Jóhannsson atvinnurekenda, en hann skipar fyrsta sætið á lista Alþýðuflokks- ins i Reykjaneskjördæmi. Við- talið birtist i „Alþýðubrautinni” 17. júni s.l. Nýja kratakenningin, sem glymur nú i eyrum manna hvar sem þeir hlýða á málflutning Alþýðuflokksframbjóðenda, gengur út á það að telja fólki trú um að baráttan gegn ihaldinu byggist fyrst og fremst á þvi að minnka fylgi Alþýðubandalags- ins. Nauðsynlegteraðbyggja upp stóran og öflugan krataflokk, þá minnkar ihaldsflokkurinn, þvi þannig er það i öörum löndum. Kratar vilja iylgi íhaldsins Litum á þessa kenningu. t fyrsta lagi viðurkenna kratar með henni að þeir berjast um sama fylgi og Sjálfstæöisflokkur- inn, þ.e. annað en verkalýðsfylg- ið: þetta segir töluvert um eðli,,nýja flokksins á gamla grunninum”. Kenningin fellur að þvi leyti að viða i nágrannalönd- um okkar eru til bæði stórir krataflokkar og stórir ihalds- flokkar, s.s. Frakkland, Bretland og Þýskaland. Kenningin sýnir einnig aö nýju leiðtogar flokksins, sem eru synir og dætur gömlu leiðtoganna, hafa ekki velt þvi fyrir sér hverjar eru orsakir þess að á tslandi eru kratar litlir, sósialistar stórir og ihald stórt, en i Danmörku Noregi og Sviþjóö sé þessu þveröfugt farið. Fylgið hrundi af Alþýðuflokknum meðan flokkurinn tók þátt i Viðreisnar- stjórninni. Rikti þá mikill stöðug- leiki og góð lifskjör? Þeir sem eru orðnir 20 ára og eldri muna vel eftir atvinnuleysisárunum, geng- Launafólk muniö: Þad er kosið um kaupránið Það sem efst er á baugi og kosið er um nk. sunnudag 25. júni er kauprán STJÓRNAR- FLOKKANNA TVEGGJA I- HALDS -i- IHALDS (Framsókn) samkv. kjaraskeröingarlögum þeirra frá i febrúar sl. og fram- haldskjaraskerðingarlögum sem þeir settu einnig I mai sl. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra Islands þessa stundina eða fram á sunnudag nk., sveif á sinum alkunnu velgjöröar- vængjum frammi fyrir alþjóð i sjónvarpinu sl. miövikudags- kvöld og boðaði verkafólki þessa lands að hann væri að fær a þv i mik lar k jarabætur m eð sinum kjaraskerðingarlögum — fólk væri bara svo illa upplýst að það skildi ekki að það væri kjarabót að hann stæli af laun- um þeirra fyrir yfirvinnu, sem hver og einn launþegi er til- neyddur að vinna 10-15%. Það var lika kjarabót, að hans áliti, 6,93% sem hann stal af öllum launum verkafólks frá 1. mars sl. Það var einnig kjarabót, að hans mati, 6,4% sem hann stal af launum frá 1. júni sl. Það eru einnig kjarabætur, að hans áliti, að yfir 30% af mánaöarlaunum þeirra lægstlaunuöu eöa um 30.000 þúsund krónur verða ekki greiddar þessu fólki þegar þaö fer I sumarfrí á þessu ári, þetta eru hinar svokölluöu veröbótar- viöaukar samkv. kjaraskerö- ingarlögunum. Þessi laun ætlar þessi föðurlegi velgjörðarmaö- ur launþega að láta atvinnurek- endur geyma i heilt ár, þar til sumarfrí hefst á næsta ári — skyldi hannnú ætlast til þess, að atvinnurekendur greiddu þetta að fulluá næsta ári?Neiog aftur nei,hann ætlast ekki til þess, af sinni föðurlegu umhyggju fyrir launþegum, kappfullur að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu — þá skulu launþegar aðeins fá þessi laun aðhluta eftir 1 ár. Þeir eiga ekki að fá þetta sem orlofslaun, nei, sei sei nei, þeir skulu fá sina kjarabót i þvi, að fá af þessum launum (hluta mánaðarlauna) 8,33% i 40-50% verðbólgu, sem þýðir, að þessar krónur sem at- vinnurekandinn á að geyma i heilt ár vaxtalaust, að sjálf- sögðu — þaö er einn liöurinn I kjarabótinni — veröa 40-50% verðminni þegar launþeginn á að geta notið þeirra á næsta ári, I sumarfrii sinu. Skyldu þessir herrar vera til- búnir að sætta sig við að tekin væru af launum þeirra 30% eða 400.000-500.000 krónur nú i júlí- mánuði og þessar krónur geymdar i 1 ár — vaxtalaust að sjálfsögðu — og þeim afhentar aftur i júli á næsta ári 50% verö- minni en i dag, ef veröbólgan veröur sem fyrr. Nei og aftur nei, sllkt væri auðvitað þjófnaöur ef það snerti þá sjálfa, það væri kommún- istaskrfll sem væri að taka af þeim öll mannréttindi að þeirra mati, eins oghrópað var hér um árið þegar á eignamenn var lagður stóreignaskattur af ó- hófsgróða þeirra. Slik eru heilindi þeirra manna, sem að þessum kjara- skeröingarlögum standa, að þeim er trúandi til alls þegar um kjör launþega er aö ræða. Launþegar um land allt — ég hrópa til ykkar varnaðarorð — nú þurfum við allir, hver og einn einasti, aö veita kaupránsflokk- unum þá ráöningu sem þeir eiga skilið — við veitum þeim þá ráðningu i kjörklefanum á sunnudaginn, að þeir komist ekki við valda i bráð — við skul- um hafa það hugfastað glepjast ekki af fagurgala ALÞÝÐU- FLOKKSINS, þeim er trúandi til þess að skriða upp i til Ihalds- ins, enda samanstendur hann af burtflognum ihaldsmönnum að stórum hluta, sem eru þar ein- ungis til að skila honum heim til fóöurhúsanna strax eftir kosn- ingar. Launþegar, á sunnudaginn kjósum viö gegn kaupráni, styöjum ALÞÝÐUBANDALAG- IÐ fram til sigurs okkur til hagsbóta, fylgjum eftir sigri okkar i sveitarstjórnarkosning- unum. Sýnum hvers við erum mengug þegar við stöndum saman. Mætum öll i kjörklefanum á sunnudaginn og setjum X-G. Guðmundur S.M. Jónasson (Borgarholtsbr. 35, Kóp.) isfellingunum og landflóttanum. Viðreisnarstjórninni fylgdi stöðn- un atvinnulifs á öllum sviðum, ásamt fólksflótta af landsbyggð- inni til Stór- Reykjarvikursvæðis- ins. V iðreisnarvof an vakin upp Meginástæðan fyrir þvi að fylg- ið hrundi af Alþýðuflokknum var hækjuskapur þeirra gagnvart ihaldinu. Þeir hafa sömu stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn I þeim málum sem skipta allt fólk mestu máli, þ.e. sjálfstæðismálinu, og efnahagsmálinu. Þeir vilja festa herinn i sessi, vera i Nato, flytja inn stóriðju, vildu ekki færa út landhelgina o.s.frv. Þegar þetta er ritað, þá bendir margt til að Alþýðuflokkurinn ætli sér i stjórn með Sjálfstæðis- flokknum eftir kosningar. thaldið og kratarnir hafa fundið sér sam- eiginlegan óvin, Alþýöubandalag- ið, og tillögur Alþýðuflokksins I efnahagsmálum eru spegilmynd af vilja ihaldsins i þeim efnum. Fólk ætti að hugleiða hvaða af- leiðingar það hefur fyrir framtið alþýðu þessa lands. Viðreisnar- vofan verður vakin upp á ný. Þórður Ingvi Guðntundsson. Umferdarslysum fjölgar tfrétt frá Umferöarráöi kemur fram, að umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fjölgað fyrstu fimm mánuði þessa árs, miðað við sama tima I fyrra. Fyrstu 5 mánuði ársins 1977 voru umferðaróhöpp á tslandi 2335, en eru nú miðaö við sama tima 2738, eða 401 fleiri. Slys með meiðslum voru á sl. ári 135 en nú 176, eða 41 fleira en i fyrra. Dauðaslys fyrstu fimm mánuði sl. árs voru 9 og létust f þeim 12 manns, en á sama tlma 1 ár eru dauðaslysin 5 og létust 5 manns i þeim. Flest slys með meiðslum hafa oröiö i maimánuði. Mest áberandi eru slys á bifhjólum, þar sem 8 slösuðust, og á reiðhjólum, en þar slösuöust 6. Af þeim 8 sem slösuð- ust á bifhjólum voru 3 án ökurétt- inda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.