Þjóðviljinn - 24.06.1978, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Qupperneq 19
Laugardagur 24. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Þóröur Kristinsson: Göngumenn skakkra vega Munur er á þvi að fá að eta og fá ekki að eta, ella væru menn ekki að basla þetta i veröldinni. Reyndar virðist ekki þurfa nema meðalskynsemi til að koma auga á þetta, og ekki einu sinni það, þvi skynlausum skepnum er full- kunnugt um þennan sannleik. En þrátt fyrir allan sannleik og svo- nefndar staðreyndir er veröldin öll útötuö i undrum sem stangast á við hvort tveggja. Undur þessi birtast okkur i ýmsum gervum og eru mörg hver handaverk manna og uppfinningar. Þau eru liklega jafnaldra manninum og ef til vill ögn eldri þeirri stundu er hann gaf þeim gaum fyrsta sinni, m.ö.o. þegar hann tók eftir þvi hversu undarlegur hann er i breytni sinni. En sennilega hefur hann verið hættur að skriða þegar það gerðist og tekinn að ganga á afturfótum. Timatalsfræðin skiptir reyndar aungvu máli á þessum blöðum, heldur hitt að maðurinn skuli búinn þessari at- hyglisgáfu, en hún er þvi miöur misgefin eins og annað. Ein er sú iðja manna þar sem undrin eru hvað tiðust og berust. Hún heitir stjórnmál. 1 stjórn- málum segjast menn starfa að þvi að öllum liði sem best i önd og búk; en vegirnir að þeirri vellið- an skipta mönnum i frábrugðna flokka eftir legu. Slik leiðaskipt- ing er staöreynd sem ekki veröur umflúin og veldur þvi til dæmis, að ekki er sama hvaöa vegur er valinn hverju sinni, þvi ein- hverjir vilja ætið fara annan. Hverjum manni, sem sinnir þessari iðju hlýtur þvi aö mislika þegar hann lendir á öðrum vegi en sinum, þ.e. skökkum vegi, og samkvæmt þvi spyrnir hann við fótum. Þá vakna oft margvisleg undur. Sum eru reyndar sifelld og vakna þvi ekki, en önnur vakna þegar lengi hefur verið farinn svefnvegur þeirra og skyndilega er skipt um leið, en önnur óforvarandis. Ef svefninn hefur veriö langur og fastur og hann er rofinn i draumi, verða undrin oft meiri og stærri. Af- brigðin eru auðvitað mýmörg og sennilega ótöluleg, en sammerkt er þeim öllum að vakningamenn þeirra og iðkendur virðast svo illa búnir ofantéöri athyglisgáfu að þeir verða undranna ekki varir. Slikt er skiljanlega miður, þvi þessir menn ættu að rækta með sér gáfuna öðrum fremúr. Undarlegust allra undra og þau sem fjærst eru sannleik og stað- reyndum birtast i kúvendingu tungusláttar; en tungusláttur á eins og kunnugt er upphaf sitt i höfði manna. Kúvending þessi verður einnig þvi meiri og auð- sénni sem svefninn hefur verið lengri og dýpri og vakningin harkalegri. Kapp veröur þá iðu- lega meira en forsjá. A það einkum viö um þá sem óvænt verða göngumenn skakkra vega, verða minnihluti. Nýlega lenti stór hópur manna á öðrum vegi en sinum. Menn þessir höfðu lengi ráöið ferðinni og sinnt smáundrum hversdags- ins meö stöku stórundrum i bland sem löngu voru hætt að koma á ó- vart. Höfgi þung var sigin i brjóst þeim og hafði jafnvel skotið rót- um i sumum; svefnvegur þeirra var lengri en menn áttu að venj- ast. Eitt er þó undrið sem ætið hefur haldið vöku sinni, en það er sá þverbrestur sem er i samhljóman orðs og æðis. Er það svo sem ekki tiltökumál. En viö hin snöggu umskipti virðast undrin hafa öðl- ast ferskan kraft. Og hafa nú tek- iö á sig nýjar og áður óþekktar myndir. Er eins og þau kunni sér engin læti, slíkt er fjörið. Auö- kennin eru samt enn hin sömu, en nýjungin er einkum sú að téöur þverbrestur hefur breyst i sprungu og sprungan I gil. Reynd- ar héldu saklausir áhorfendur að ekki væri unnt að ganga svo langt, m.ö.o. héldu þeir aö undar- leg breytni mannsins ætti sér tak- mörk. En þvi er auðvitaö ekki aö heilsa. Menn þessir höföu lengi þver- neitað að greiða vinnufólki laun eftir samningum sem báðir höfðu sæst á. Þótti fáum undarlegt. Eftir vegaskiptin ákváðu nýir stjórnendur að greiða fólki um- samin laun I áföngum, þvi lægst launaða þegar i stað. En þá varð allt að einu, fyrrnefndir menn máttu nú vart vatni halda af reiöi og vanþóknun út af þvi smánar- lega athæfi að fólki skyldi ekki greidd laun eftir samningum. En þessi hneykslan stangaðist á við dagatalið; og ekki bara dagatalið, heldur það sem heitir sannleikur og samkvæmni. Það er nefnilega sambærilegur munur á þvi að gefa ekkert og að gefa eitthvað, Þórður Kristinsson og þvi að fá að eta og fá ekki aö eta. Munurinn er aö segja já og segja nei. En það er ekki sama hvenær það er gert, marklaust er að segja já þegar maður getur ekki staðið við það. Nýorðnir göngumenn skakkra vega kú- ventu sem sé tungu sinni, þeir hneyksluðust á þvi að nú var sagt já eftir að þeir höfðu haft drjúgan tima til að segja já, en höföu þá á- vallt sagt nei. Jáið nýju stjórn- endanna merkti nú nei i augum hinna gömlu, en gamla neiiö þeirra hafði tinst. Settu þeir nú fram nýtt já, eins konar jájá, sem varalgerlega öndvert hinu gamla og tinda neii hvað merkingu snerti, en kom úr sama munni. Er ekki eitthvað einkennilegt við þetta? Já, og undarlegt? Reyndar furðulegt. Undarleg breytni þessara manna er mikil, svo mikil aö hún hlýtur að liggja alveg i augum uppi. Eða eru þessir menn svo skyni skroppnir, er athyglisgáfa þeirra I þvilikum doöa, aö þeir taki ekki eftir þessari ósam- kvæmni, þessu hringli? Getur þaö veriö? Er hægt að trúa þvi um manninn? Varla. Hvað þá? Vita þeir af þessu en gera það samt? Eru þeir að slá ryki i augu meö- bræöra sinna? Þá viröa þeir bræðurna litils. Þá er ósvifnin og viröingarleysiö algert. Sjálfsvirö- ingin engin. En kosnirnir eru þvi miður einungis tveir, nema þess- um mönnum sé ekki sjálfrátt. Skyldi meðbræörunum standa á sama? Kostar ekki klof að riða röftum? Félag menntaskólakennara: Jón Hnefill Adal- steinsson formaður Dagana 19—21. júni var landsþing Félags menntaskólakennara haldið i Menntaskólan- um við Hamrahlið. Á þinginu var 40 ára afmælis félagsins minnst sérstaklega. Þingið sóttu kennarar frá menntaskólunum sjö, fjölbrautaskólunum fjórum, Verslunarskóla Islands og Ármúlaskóla. Gestir þingsins voru for- menn landssamtaka menntaskólakennara i Danmörku, Noregi og Sviþjóð, og fulltrúar frá Bandalagi Háskóla- manna, Félagi háskóla- menntaðra kennara og Sambandi grunnskóla- kennara. Formaður FM, Heimir Páls- son, skýröi fráhelstu málum sem stjórn félagsinshefurunniö að frá siðasta þingi. Bar þar hæst kjara- mál og rakti formaður ýtarlega samskipti félagsins við rikisvald- iö. Þá vék hanneinnig aö samein- ingarmálum kennara á framhaldsskólastigi, en um langt skeiö hefur verið unniö að sam- einingu kennarafélaga. Kynnt var á þinginu frumvarp tillaga um framhaldsskóla. Hafði Höröur Lárusson, deildarstjóri I menntamálaráðuneytinu, fram- söguum það mál og svaraði fyrir- spurnum þingfulltrúa. A þinginu voru haldnir fag- kennarafundir, þar sem kennarar báru saman bækur sinar. Fráfarandi formaður, Heimir Pálsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I hans stað var kos- inn Jón Hnefill Aöalsteinsson Menntaskólanum viö Hamrahliö og meö honum I stjórn: Arndis Björnsdóttir, Verslunarskóla tslands, Omar Árnason, Mennta- skólanum viö Sund, Daniel Viöarsson, Menntaskólanum i Reykjavik og Halldis Armanns- dóttir, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Til vara: Bragi Halldórsson, Fjölbrautaskóla Suöurnesja og Vikar Pétursson, Menntaskólanum IKópavogi. t launamálaráð BHM var endurkjörinn Jón Hannesson, Menntaskólanum við Hamrahlið. Til vara Arnaldur Arnason, Fjöl- brautaskólanum Flensborg. Jón Hnefill Aðalsteinsson, nýkjörinn formaöur Félags menntaskólakennara. t fulltrúaráð BHM voru kjörin: Heimir Þorleifsson, Menntaskól- anum i Reykjavík, Arndís Björnsdóttir, Verslunarskóla lslands, GIsli Magnússon, Fjöl- brautaskólanum Breiðholti og Jón Hafsteinn Jónsson, Mennta- skólanum á Akureyri. Til vara: Kristján Guömundsson, Mennta- skólanum við Sund, og Eygló Eyjólfsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlið. Endurskoöendur voru kjörnir Sverrir Ingólfsson, Verslunarskóla tslands og örnólfur Thorlacius, Menntaskól- anum viðHamrahllð. Félagsmenn I FM eru nú um 400. t ályktunum landsþingsins er m.a. lýst yfir stuöningi viö þá meginstefnu um samræmdan framhaldsskóla, sem fram kemur i frumvarpi tillaga. Þingið bendir á, að til þess að framhaldsskóla- kerfið geti þróast i þá átt sem frumvarpið gerir ráð fyrir, sé nauðsynlegt að leggja fram mikla vinnu við skipulagningu náms- sviða og námsbrauta, endur- skoðun á námsefni, samningu kennslugagna og fleira. Skorar þingið á yfirvöld menntamála aö tryggja nú þegar fjármagn til þess að þessi vinna geti hafist sem fyrst af fullum krafti og bendir jafnframt á nauðsyn þess, aðhaft sénáið samstarf við kenn- ara og samtök þeirra viö það verk. Þingið samþykkti að félagið skuli sameinað Félagi háskóla- menntaöra kennara og var kosin fimm manna nefnd til aö starfa með stjórn Félags menntaskóla- kennara og samstarfsnefnd og stjórn Félags háskólamenntaðra kennara að skipulagningu og lagasamningu fyrir hiö nýja félag. —eös. bridge Umsjón: Ólafur Lárusson Um Norðurlandamótið Góð aðsókn aö nýyfirstöðnu Norðurlandamóti sannar, að áhugi á Bridge er ört vaxandi hérlendis. Öviða annars staöar er að finna eins áhugasaman og virkan stuðningshóp. Það er þvi miður, aö úrslit mótsins skuli ekki hafa verið betri, meir hvetjandi, en raun varð á. Eins- og áhugafólki er kunnugt höfn- uðu karla- og kvennaliðið i 4. og 3. sæti, ofar Finnum, en slökust var frammistaöa ungu mann- anna. „Heimavöllurinn” gaf til- efni til betri vona. Reyndar var frammistaöa kvennanna meö ágætum, þvi þær hafa i áravís verið utan- garðs, hvað alþjóðakeppni Um Norðurlandamótið varöar. Nú má vænta breyt- inga... Um karlaliöið eru skiptar skoðanir. Þó ber aö geta þess, aö lið Skandinava eru meðal hinna fremstu i álfunni og við erfiða að eiga. En kröfur þær sem gerðar voru til karlaliðsins, sýna ótvirætt, að landinn er ekki talinn standa þeim langt aö baki. Daprar horfur? Þótt skammt sé liðiö siðan skipulögð voru alþjóöamót fyr- ir „unglingalið”, sérstaklega, virðist þó, að Islendingum hafi unnist timi til að dragast aftur úr bræðraþjóðunum. Sem áhorfandi fékk ég ekki séð, aö munur á spilagetu einstaklinga réttlæti þann mikla mun sem varð á árangri okkar ungu manna og Svia og Norðmanna hins vegar. Skýringin hlýtur aö liggja I skorti á keppnisreynslu, þvi hérlendis er takmarkað úr- val af ungum efnisspilurum og þvi óhægt um samanburö. Svi- ar, Danir og Norðmenn þurfa ekki að sækja keppnisreynslu út fyrir landsteinana, breiddin og samkeppnin er fyrir hendi. önn- ur ástæða er ef til vill, hve litl- um tima er varið i þjálfun og annan undirbúning liðsins. Nú er framundan, i ágúst Evrópu- mót ungra manna. Ljóst er, að á brattann er að sækja, en engin ástæða til aö missa móðinn. At- hugandi er, að koma á eins kon- ar pressuliði og hefja æfingar, sem væru undir árvökulu auga og næði það til allra þátta spils- ins og hugsanlegra annmarka hvers einstaklings. Burt með viðkvæmnina. Það vantar alltaf aura. Helsti þröskuldur i vegi frek- ari árangurs er peningaleysiö. Þaö þykir oröið fréttnæmt, ef Islendingar sjá sér fært aö senda fulltrúa til keppni erlend- is. Það er staðreynd, að þúsund- ir Islendinga eru virkir Bridge- þátttakendur og enn fleiri spila að staðaldri I heimahúsum. Ég vil beina þvi til þessá fólks að sækja innlend mót i auknum mæli og leggja þannig sitt af mörkum til að efla „úrvaliö”. En fleira gæti komið til. Hvi ekki að stuðla að þvi að sjón- varpið greiði fyrir gerð Bridge- þátta? Þar gæti verið um kennslu að ræöa, annars vegar, og upptöku á keppni hins vegar. Nægur er áhuginn á Bridge. Bridge er mun þjálla efni en skák, til dæmis að taka og mun meira stundað hérlendis. Sama gamla (góða?) ræðan Af hálfu frammámanna er, i setningarræðum, iöulega á það bent, að Bridge sé þroskandi hugiþrótt. Orðin eru góð, en þau greiða bara ekki kostnað. Það er ekki raunhæft aö gera kröfur til árangurs, hér i einangrun- inni, ef enginn stuðningur fæst. Eins og að framan greinir, er sökin ekki sist Bridge áhuga- fólksins sjálfs. Frá Ásunum. Sumarspilamennskan hjá As- unum er komin i gang. Að venju er spilaö á mánudögum, i Félagsheim ili Kópavogs. Keppnisstjóri er Sverrir Ar- mannsson. 4 Að utan. Ekkert hefur heyrst frá Olympiuförunum, þegar þetta er skrifað, en þess er að vænta, að engar fréttir eru góðar frétt- ir...?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.