Þjóðviljinn - 24.06.1978, Síða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. júnl 1978
■
■
Það var ekki meining min að
setjast við skriftir núna þegar
komið er fram yfir miönætti.
Hafði hugsað mér að fara að
hátta og sofa ihausinn á mér en
tilefni þess að ég greip til penn-
ans er það, að ég var að enda við
að horfa og hlusta á hringborös-
umræður stjórnmálaforingj-
anna i sjónvarpinu.
Ég ætla ekki að taka þessar
stjórnmálaumræður til með-
ferðar svona yfirleitt, en þó kom
þar eitt fram, sem stakk mig
svo illa, að ég get ekki orða
mundist.
Benedikt Gröndal sagði eitt-
hvað á þá leið, að við yröum aö
hafa herinn áfram þvi að hætta
væri á heimsstyrjöld, sam- ,
kvæmt ummælum Titos. Þetta
átti vist að vera eitt af hátromp-
um Alþýðuflokksins i kosninga-
baráttunni. En hvilikt tromp!
Mér er spurn: Veit hann ekki
að i nýrri heimsstyrjöld, með
öllum þeim ægivopnum, sem
þar yrði beitt, svo sem
fjarstýrðum eldflaugum hlöðn-
um kjarnorkusprengjum, yrðu
Varnir landsins og ný
heimsstyrjöld
allar varnir til einskis. Veit
hann ekki, að herstöð annars
striðsaðilans hlýtur að bjóða
styrjaldar, sem innlegg i kosn-
ingabaráttuna, sýnir svo botn-
lausa fyrirlitningu á dómgreind
kjósenda, að fáheyrtmá kallast.
Hefi ég enga trú á að Benedikt
hali mörg atkvæði fyrir Alþýðu-
tortimingunni heim? Að fara að flokkinn með svo siðlausum
tala um nauðsyn hervarna málflutningi.
vegna hugsanlegrar heims- c.g.
Frá Landssambandi veiðifélaga:
Lýsir andstööu við
undirréttardóm í
Mývatnsbotnsmáli
Fyrir nokkru var haidinn að-
aifundur Landsambands veiði-
féiaga fyrir árið 1978. Hann var
haldinn á Hótei Sögu dagana 9.
og 10. júní. Sambandið er stofn-
aö 21. júni 1958 og var 20 ára
afmælisins minnst á fundinum.
Á fundinum voru rædd mörg
mál, sem varða veiðiréttareig-
endur og samtök þeirra. Má þar
til nefna, að fundurinn lýsti
furðu sinni og andstöðu við dóm
undirréttar i máli, sem risið
hefur um eignarrétt að botni
Mývatns, utan netalaga ein-
stakra jarða. Þar er vatnsbotn-
inn talinn vera eign rikisins.
Fundurinn leit svo á, aö veiði-
réttareigendur hafi i aldaraðir
numið og nýtt botna veiðivatna
með netalögnum, og að slikri
nýtingu hljóti að fylgja hefð-
bundinn eignarréttur. Einnig
gangi dómur þessiþvert á þann
almenna skilning á eignarrétti,
sem rikjandi hefur verið i land-
inu til þessa.
Fundurinn þakkaði landbún-
aðarráðherra skipun nefndar til
að gera tillögur um úrbætur á
eftirliti með lax- og silungsveiði,
sem og hraðari meðferö mála
þar aö lútandi. Einnig þakkaði
fundurinn nefndinni störf henn-
ar og fagnaði þvi, að veiðieftirlit
mun verða stórum virkara I
sumar en verið hefur til þessa.
Mikil þörf var orðin á úrbótum i
þvi efni.
Þá lýsti fundurinn ánægju
sinni yfir þvi, að Veiðimála-
stofnunin er nú að hefja rekstur
rannsóknarstööva úti á landi, og
lagöi áherslu á, að þeim verði
fjölgað og búin sem best starfs-
skilyrði.
Harmað var, að við endur-
skoðun fuglafriðunarlaganna
var i engu tekið tillit til ábend-
inga Landssambandsins, og
stjórninni falið að vinna áfram
aö þvi máli. Bent var á nauðsyn
og hagkvæmni þess að auka
fjárframlög hins opinbera til
rannsókna á sviði veiðimála og
aö sýnt væri að slik fjárframlög
skiluðu brátt góðum arði.
Fundurinn lýsti andstöðu
sinni við þingsályktunartillögu
um aðskilnaö veiðimála og
fiskiræktarmála, sem og aðra,
um aukinn rétt til netaveiði á
silungi i sjó. Báðar þessar
þingsályktunartillögur voru
lagðar fram á siðasta Alþingi.
Ýmsar aðrar tillögur voru
samþykktar, svo sem um aukn-
ar mengunarvarnir, bætta
færslu veiðibóka og hamarks-
aflatakmarkanir i stangaveiði.
Fundinn sátu um 50 manns úr
öllum landsfjórðungum og rikti
þar mikill áhugi og samhugur
um þessi mál. —mgh