Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 5
Miövikudagur 28. ]úni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Skylda Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að reyna stjómarmyndun Vaka á m.a. Ideilu viö Sildarverksmiöjur rikisins á Siglufiröi. Yfirvinnubann á Siglufirði 1. júlí: 3 stórfyrir- tæki standa í veginum Bærinn og margir aðrir atvinnurek- endur borga samkvæmt samningum Rætt við Jónas Ama- son alþingis- mann um úrslit kosninganna Alþýöubandalagiö hefur siöasta áratug aukiö fylgi sitt i Vestur- landskjördæmi úr 12% i 20% og þetta er ekki þess háttar fylgi sem likja mætti viö flöktandi kriuhóp sem sest i sker. Þetta er mjög traust og gróiö fylgi og viö getum þvi sannariega horft djarf- lega fram á veginn, sagöi Jónas Arnason alþingismaöur í samtali viö Þjóöviljann. Alþýöubandalag- iö fékk rní 1477 atkvæöi á Vestur- Fyrir nokkrum dögum afhenti skipasmiöastööin Stálvik h.f. 4. skuttogarann sem smföaöur er i skipasmiöastööinni. Togarinn heitir Arinbjörn RE-54, en eig- andi er Sæfinnur h.f. I Reykjavfk. Arinbjörn er 24. skipiö sem af- hent er frá Stálvík. Skipiö er 378 brúttórúmlestir, heildarlengd er 51 metri, breidd 9 metrar og dýpt Jónas Arnason. Iandi en haföi áöur 1169 og hiutfall þess jókst úr 16,6% I 20%. Viö geröum okkur fyrirfram ljóst hvar viö stæöum i kjördæm- inu og það var álit okkar sem best þekktum til aö fylgi okkar yröi ekki minna en 1400 atkvæöi og færi tæpast yfir 1500 atkvæði. er 5,17 metrar. Hægt er að kæla lestir skipsins niður I 0 gr. Celcl- us. Lestin er búin til flutnings á kassafiski, en einnig er hún útbú- inmeölausum skilrúmum til þess aö flytja lausan farm. s.s. spræling, kolmunna og loðnu. Skipiö er búiö fullkomnum sigl- inga- og fiskileitartækjum til botnvörpu og flotvörpuveiða. Hins vegar hvarflaöi ekki aö okk- ur aö Alþýöuflokkurinn fengi svo mikiö fylgi sem raun ber vitni og þó aö ég vilji siður en svo agnúast út I hann mætti helst likja þessu fyrirbæri viö kriuhópinn sem ég talaði um áöan. Oánægjan meö stjórnarflokkana hefur dugaö Al- þýöuflokksmönnum vel aö þessu sinni. Þaö er ljóst aö þeir hafa ekki aöeins fengiö fylgi óánægöra ihaldsmanna heldur einnig eitt- hvaö af óánægöum Framsóknar- mönnum. Þar aö auki veröur aö telja aö framboö Alþýöuflokksins hafi verið sterkt af augljósum á- stæðum — meö Eið Guönason sjónvarpsstjörnu i efsta sæti. Það dró lika úr möguleikum okkar aö Samtakaframboöiö i kjördæminu var hiö ágætasta með Guörúnu Láru Asgeirsdóttur i broddi fylkingar sem er kven- skörungur meöeindæmum. Þetta fólkvarsvo sannfærtsjálft um aö dagar Samtakanna væru ekki taldir að þeim tókst aö fá atkvæöi ótrúlegra margra. Vil ég þó ekki draga úr þætti málflutnings þeirrasem hreif fólk meö sér svo að Vesturland er eina kjördæmiö sem fylgi Samtakánna jókst í. Skýringiná hinni jöfnuog þéttu aukningu á fylgi Alþýöubanda- lagsins i Vesturlandskjördæmi undanfarin ár, sagði Jónas, er náttúrlega að finna i starfi þess á- gæta fólks sem þar hefur lagt sitt starf fram en þó hvorki meö brambolti né persónu- og for- ingjadýrkun. Það er sannarlega mikils viröi fyrir mann i þessu stappi að vera fulltrúi fyrir svo á- gætar manneskjur. Jónas sagöi aö lokum, að þaö væri nú skylda Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins að reyna aö mynda stjórn og sæi hann ekki betur en Framsóknarflokkurinn gæfi þaö I skyn að hann væri reiðubúinn aö styöja slika stjórn meö hlutleysi. Ef Alþýöuflokkur- inn reynir ekki slika stjórnar- myndun er hann aö bregöast trausti kjósenda sinna. —GFr. Yfirvinnubann hefst á Siglufirði 1. júli n.k., ef ekki hafa náðst samn- ingar við atvinnurek- endur fyrir þann tima. Kolbeinn Friöbjarnarson for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, sagöi i samtali viö Þjóðviljann, að engar viöræður heföu farið fram nú um nokkurn tima. En fulltrúar verkalýðs- félagsins hafa átt viöræður við framkvæmdastjóra og stjórnar- nefnd tveggja stærstu fyrirtækj- anna i bænum. Síldarverksmiðja rikisins og Þormóös ramma. Þær viðræöur hafa ekki boriö neinn árangur. Yfirvinnubanninu er fýrst og fremst beint gegn þremur stór- fyrirtækjum , sem öll greiða skert kaup. Þaö eru SR, Þormóður rammi og Siglósfld. Margir hinna smærri atvinnurekenda borga rétt kaup og bæjarfélagið hefur samib viö starfsmenn sina og borgar lika kaup samkvæmt samningum. Sum stærri fyrirtæki gera það lika, eins og Húseining- ar hf. „Vandamálið er fyrst og fremst gagnvart þessum þremur stóru fyrirtækjum”, sagöi Kol- beinn Friðbjarnarson. —eös Nýr skuttogari og dásenidír Rínanlals Dusseldorf stendur við eina af þjóðbrautum Þýskalands — ána Rin. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruð Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem ferðamaður þræðir á leið sinni. Þar er t.d. Köln sú sögufræga borg sem kölluð hefur verið drottning Rínar. Skoðunarferðir með fljótabátum Ránar eru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallar menningararfleiðar, og fegurðin heillar líkt og Lorelei ’forðum. Dusseldorf - einn fjölmargra staða í áætlunarfiugi okkar. flvcfelac LOFTLEIÐIR ISLAJVDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.