Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miövikudagur 28. júnl 1978 Fréttaritari Reuters símar heimsfréttir frá íslandi Virðist gera ráð fyrir minnihluta stjóm Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, sem hann kallar „sósíalista og kommúnista” Undir kvöld í gær barst skeyti á fréttaþræöi Reuters frá London inn tii fjölmiðlanna. Var það upprunnið i Reykjavik og fjallaði um stjórnmálaástandið eftir að niðurstöður þingkosninga liggja fyrir. Upphafið á íslandsfréttinni hljóðaði svo i islenskri býðingu: „tslenski forsætisráðherrann Geir Hallgrimsson sagði af sér i dag og vék þar meö úr vegi til að minnihlutastjórn sósialista og kommúnista gæti tekið við völd- um i þessari viku”. I framhaldi fréttarinnar var haft eftir Ólafi Jóhannessyni að hann myndi styöja vinstri stjórn með þvi aö sitja hjá i þinginu en hann mundi ekki setjast i hana. — Rétt er farið með tölur um þingmannafjölda flokkanna. Hreppsnefndarkosningar í Rangárvallahreppi: Óháðir fengu hreinan meiri hluta Á sunnudag fóru fram hrepps- nefndarkosningar I Rangárvalla- hreppi en Hclla tilheyrir honum. Orslit urðu þau að H-listi ó- háðra fékk 212 atkvæði og 3 menn kjörna, I-listi frjálslyndra fékk 82 atkvæði og 1 mann kjörinn og S- listi Sjálfstæðismanna fékk 89 at- kvæði og 1 mann kjörinn. í hreppsnefnd eru þvi Páll Björns- son (H), Srgurður Haraldsson (H), Arni Hannesson (H), Bjarni Jónsson (I) og Jón Thorarensen (S). Tveir listar komu framtil sýslunefndar og fékk I-listi 139 at- kvæði en L-listi 193 atkvæði og Sigurð Óskarsson kjörinn. Norrænir öryggis- eftirlitsmenn þinga fyrir norðan Ráðstefna öryggiseftirlitsstofn- ana á Norðurlöndum er haldin i dag og á morgun að Laugum I Reykjadal og á Húsavik. Ráö- stefnuna sækja starfsmenn þeirra rikisstofnana sem samsvara öryggiseftirliti rikisins hérlendis, svo og fulltrúar þeirra ráöuneyta sem öryggiseftirlitsmálin heyra undir. Um 60 manns sækja ráö- stefnuna, þar af 6 islendingar. A ráðstefnunni gefa forstöðumenn öryggiseftirlits- stofnanna skýrslur um mál sin og rætt er um eftirlit með fyrirtækj- um, einkum þeim sem ekki hafa fast aðsetur. Þá er rætt um sam- starf verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda um öryggismál. Að ráðstefnuhaldinu loknu skoða þátttakendur framkvæmd- irnar við Kröflu. Slik ráðstefna hefur einu sinni áður verið haldin á Islandi, 1960. Kópavogur Kosningahátið Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldin laugar- daginn 1. júli I Þinghól. Skemmtiatriöi og dans. Stjórn Alþýöubandalagsins i Kópavogi. Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar. Sigrúnar ísaksdóttur, Skeiðavogi 29. F.h. systkinanna tsak J. Ólafsson íþróttir Frh. af io. slöu Lið tslands: Markverðir: Arni Stefánsson Jönköbing, Þorsteinn Bjarnason IBK. Aðrir leikmenn: Arni Sveinsson ÍA, Gisli Torfason tBK, Jóhannes Eðvaldsson Celtic, Jón Gunn- laugsson ÍA, Janus Guðlaugsson FH, Jón Pétursson Jönköbing, Dýri Guðmundsson Val, Atli Eðvaldsson Val, Ásgeir Sigur- vinsson Standard, Hörður Hilmarsson Val, Karl Þórðason ÍA, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Teitur Þórðason öster, Pétur Pétursson íA, Arnór Guðhjonsen Vikingi. Danir hafa gefiö upp 16 manna hóp og er hann skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Ole Kjær, Es.bjerg, Heino Hansen Miínster, Per Poulsen B 1903, Johnny Hansen Vejle, John Anderson B 1903, Sören Lerby Ajax, Henning Munk Jensen Fredrikshavn, Per Röntved Werder Bremen, Jens Jöen Bertelsen Esbjerg, Niels Tune,St. Pouli, Peter Poulsen Köge, Frank Arnesen Ajax, Preben Elkjær Lokaren, Lars Lundkvist Skovbakken, Bennt Nielsen And- erlecht, Henrik Agerbeck KB. Dómari verður Alexander og er hann frá Skotlandi. SK. Alþýðuflokki] iiim Framhald af 1 miljónir islenskar (575 þúsund norskar). Ritari norska Verkamanná- flokksins, Ivar LeverSs hefur staöfest, aö Verkamannaflokkur- inn, norska Alþýöusambandið (undir stjórn krata) og A-pressen (blaöaútgáfa Verkamannaflokk$- ins) hafi borgað pappirsskuldir Alþýðublaösins. Mál þetta hefur vakið mikinn úlfaþyt i Noregi, og hafa ritstjór- ar jafnaðarmannablaða til sveita bent á, að blöö þeirra hljóti engan fjárstuðning frá A-press- unni, en peningum sé dælt til Is- lands til að halda Alþýöublaðinju gangandi. Hljóti sllkt að teljast hneyksli, að á meðan minni bl® flokksins berjist i bökkum, renni blaöafé jafnaðarmanna úr landi. Einnig er mikill urgur i Norð- mönnum vegna þeirrar stað- reyndar, að A-pressan hljóti verulegan styrk frá Stórþinginu árlega, og aö peningar norskra skattgreiöenda skuli vera misnot- aöir á þennan hátt. Málið hefur einnig verið túlkað i Noregi á þannhátt, að peninga- greiðslur þessar hafi verið beinn þáttur í hinum mikla sigri Al- þýðuflokksins I alþingiskosning- unum. Stærsta dagblað Noregs, Aftenposten, hefur skrifað siðustu daga leiðaragreinar um kosning- arnar á Islandi. 1 leiöara blaðsins i gær sagði m.a.: Ummæli Aftenposten „Nýlega hefur verið flett ofan af því, að norrænir sósialdemó- kratar hafi stutt flokksfélaga sina á Islandi með þvi m.a. að senda þeim háar f járupphæðir, — Norð- menn hafa lagt út 150 þúsund norskar krónur til blaðs jafnað- armanna á Islandi, auk þess, sem þeir hafa greitt sinn hluta af sam- eiginlegum stuðningi frá skandi- naviskum jafnaðarflokkum, en sú upphæð hefur reynst vera 575 þúsund krónur norskar. Fjáraðstoðin kann aö hafa hjálpað i kosningunum, en vekur eðlilega þær grunsemdir að Is- 1 Lindarbæ 1 kvöld kl. 20.30 fimmtudag kl. 20.30 sunnudag kl. 20,30 Miöasala i Lindarbæ alla daga kl. 17-19 og sýningardaga kl. 17-20,30. Simi 21971. lenskir jafnaðarmenn séu að hluta til fulltrúar erlendra aðila, — og að sú stefna muni varla styðja samvinnu NATO-ríkja. Venjulega eru norskir sósial- demókratar fljótir til að stimpla tilraunir til að nota peninga tii að hafa áhrif á gang stjórnmála i öðrum löndum sem „kapitaiiska heimsvaldastefnu”, — telur flokksstjórnin að málin horfi öðruvisi viö ef peningarnir koma nýþvegnir úr bækistöðvum sósialdemókrata? Ummæli Ivars LeverSs, ritara Verkamannaflokksins um að slik- ar peningagreiöslur séu eölilegar, benda til þess, að hér sé á feröinni undarlegur hugsanagangur. Samtimis er ekki tekið tillit til þess, að hluti af peningagreiösl- unum — sem Islendingar hafa nú bannað með lögum — komu frá A-pressunni, sem tekur á móti peningum frá norskum skatt- greiðendum. Stórþingið hefur varla haft i huga, að nota ætti fjárstuðninginn til norskra blaöa á þennan hátt”. —IM w- & Æ 1 JÓN l ÁNMAS0N 1V vi Æ 7 J WHIItHUO USA |t/2« ]. C NASMinV USSN Iv $ ^ ý— mms 11 11 ■: A 1 s @ jS.4 i 1 S ■ m y 1 HR onR & &m f ^ Á M 1 Ö 0 f iM g <&> Æ HVÍn 1 ZUBCN SVISS SVANT JÓN l INMASON Upplag takmarkað við aðeins 500 bronspeninga 200 sllfur ------ 25 gull -------- SÖLUUMBOO: SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI Pöntunarseðill: □ greiðsla fylgir kr._ □ óskast sent í póstkröfu Nafn___ Heimili Staður sími □ brons kr. 7500 □ silfur — 14500 □ gull — breytil. Skáksamband Islands, Pósthólf 674, Reykjavík Blikkiðjan Asgaröi 7. Garöabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmföi. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468 Auglýsingasíminn er 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.