Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. júni 1978 RITARI Vinnumálasamband Samvinnufélaganna óskar að ráða sem fyrst ritara i hálfdags starf, fyrir hádegi. Starfssvið: sima- varsla, vélritun og önnur skrifstofustörf. Umsóknir sendist starfsmannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 6. júli n.k. Samband ísl. Samvinnufélaga Vélvirki — vélstjóri Þörungavinnslan hf óskar eftir að ráða nú þegar vélvirkja eða vélstjóra með reynslu af viðgerðum á vinnuvélum (t.d. vökvakerfum á trakt- orsgröfum o.þ.h.), til að annast viðhald á öflunartækjum og búnaði i verksmiðju og hafa umsjón með varahlutalager. Fjöl- breytt starf á sjó og landi. Framtiðar- starf. Húsnæði verður til staðar við fast- ráðningu. Upplýsingar gefa Vilhjálmur Lúðviksson i sima 16299 og 15280 eða Ómar Haraldsson, Reykhólum, um Króks- fjarðarnes. ísienska járnblendifélagið hf. Minnir á að umsóknarfrestur um fram- leiðslustörf sem auglýst voru i Þjóðviljan- um 16/6 s.l. er til 30. júni n.k. Grundartanga 27/6 1978. Fiskibátur til sölu Til sölu er hjá FISKVEIÐASJOÐI ÍSLANDS nýr fiskibátur 9 rúmlestir að stærð. Upplýsingar i sima 33954 og 24310. Fiskveiðasjóður íslands Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum, Við Önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 ur stórmarkaöur á Akureyri. Stjórnin leggi niöurstööur þessarar könnunar fyrir næsta aöalfund félagsins.” tJr stjórn félagsins áttu aö ganga Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn,og Siguröur Óli Brynjólfs- son, Akureyri.en þeir voru báöir endurkjörnir. Einnig voru end- urkjörnir i varastjórn þeir Sig- uröur Jósefsson, Torfufelli og Jóhannes Sigvaldason, Akur- eyri. Hilmar Danielsson Dalvik var endurkjörinn endurskoö- andien Jóhann Helgason, Akur- eyri, varaendurskoöandi. Sr. Birgir Snæbjörnsson var endur- Akureyri. Frá aðalfundi KEA: HeUdarveltan 16,9 miljarðar Aöalfundur Kaupfélags Ey- firöinga var haldinn i Sam- komuhúsinu á Akureyri 9. og 19. júní 1978. Rétt til fundarsetu höföu 228 fulitrúar frá 25 félags- deiídum, en mættir voru 220 fulltrúar frá 22 deildum. Auk þess sátu fundinn allmargir fé- lagsmenn aðrir, svo og ýmsir starfsmenn félagsins. Fundarstjórar voru kjörnir Vernharður Sveinsson, Akur eyri og Valdimar Bragason, Dalvik, en fundarritarar þeir Haraldur M. Sigurösson, Akur- eyri, Þór Hjaltason Akri og Hreinn Bernharösson, Ólafs- firði. Formaöur félagsins, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, minntist látinna félagsmanna og starfs- manna kaupfélagsins, og vott- uöu fundarmenn þeim viröingu sina og þökk meö þvi að risa úr sætum. Siöar flutti formaöur skýrslu stjórnarinnar fyrir liöiö ár. Þar kom ma. fram, aö fjár- festingar félagsins á liönu ári höföu numiö 355 milj. kr. I fast- eignum, vélum o.fl. Auk þess voru nú færö til stofnkostnaðar vélakaup undangenginna ára vegna nýju mjólkurstöðvarinn- ar, 206 milj. kr. þannig aö bók- færöur stofnkostnaöur félagsins á árinu var alls 561 milj. kr. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arnþórsson, las reikninga fé - lagsins og geröi grein fyrir rekstri þess. Heilarvelta féíags- ins og fyrirtæja þess jókst um 43,2% frá fyrra ári eöa úr 11,8 miljöröum kr. I tæplega 16,9 miljaröa. Heildarlaunaaf- greiöslur félagsins og fyirtækja þess á s.l. ári námu rösk um 1.9 miljaröi kr. en fastír starfsmenn i árslok voru 788. Til ráöstöfunar á aöalfundi var rekstrarafgangur aö upp- hæö 35,6 milj. kr. en fjármuna- myndun ársins var u.þ.b. 180 milj. kr. Aöalfundurinn samþ. aö úthluta og leggja i stofnsjóö félagsmanna 3% af ágóöa- skyldri úttekt þeirra 1977 og aö leggja skyldi 4 milj. kr. af rekstrarafgangi I Menningar- sjóð KEA, að meðtöldum tekju- afgangi frá Efnagerðinni Flóru. Ennfremur samþ. fundurinn að úthluta og greiða út 4% arð af úttekt félagsmanna i Stjörnu- Apóteki. 1 skýrslu Menningarsjóös KEA kom fram, aö úthlutaö haföi veriö 8 styrkjum aö upp- hæö samtals 1.4 milj. kr. á ný afstöðnum fundi sjóðsstjórnar innar. Voru styrkirnir veittir ýmsum aöilum, einstaklingum og félögum á félagssvæði KEA. Sérmál fundarins var „Versl- unarþjónusta samvinnuhreyf ingarinnar”, en framsögu hafði Björn Baldursson, verslunar- fulltrúi. Miklar og góðar um- ræður urðu um þetta mál. Sam- þykkt var eftirfarandi tillaga frá deildarstjórn Akureyrar- deildar: „Aöalfundur KEA.... felur stjórn félagsins aö gangast fyrir víðtækri könnun á afstöðu viö- skiptavina félagsins tíl þeirrar verslunarþjónustu, sem félagið veitir á félagssvæöinu. Athugun þessi beinist annars- vegar að þjónustu félagsins aö þvi er tekur til dagvöru og sér- vöru, hvað sé til fyrirmyndar og hvaö mættí betur fara. 1 þvi Ísambandi veröi sérstaklega kannað hvort viðskiptavinir fé - _ lagsins leggi meira upp úr vöru- 1 vali þó að það geti leitt til þess aö verölag verði hærra en ella. 1 annan staö verði kannað hver sé afstaöa félagsmanna og viöskiptavina félagsins til þeirr- ar þróunar siðustu ára og hafa verslanir færrienstærri. Einnig verði kannað hvort áhugi sé fyr- ir þvi að reistur verði svonefnd- kjörinn I stjórn Menningarsjóðs KEA svo og þau Hólmfriöur Jónsdóttir, menntaskólakennari og Jóhannes Sigvaldason, ráðu- nautur. Þá voru kjörnir 17 full- trúar á aöalfund Sambands isl. samvinnufélaga. —mhg. Var þaö ekki Benedikt frá Hofteigi sem þurrkaöi hey viö jaröhita IHverageröi? Bréf tii bænda Jarðhiti tll heyþurrkunar Virkjun og nýting jarövarma hefur færst i vöxt á undanförn- um árum. Varminn hefur eink- um veriö notaöur til upphitunar húsa og sparaö þjóöinni ómæld- ar fúlgur gjaldeyris. En menn eru farnir aö lita i kringum sig eftir fleiri leiðum til þess aö nýta jarövarma og viröist þar af mörgu aö taka. Við búrekstur eru ýmis not fyrir jarðvarma. Þurrkun á heyi kemur þar helst i hugann, en með upphitun lofts t.d. til súgþurrkunar, má auka þurrk- unarafköstin verulega og stuöla þannig að betra heimafóðri. Upphitun þurrkloftsins má ætla að geri ekki hvaö minnst gagniö i rysjóttri heyskapartið, sem oft setur afkomu bænda skoröur. Viða hagar svo til i sveitum, að býli geta notfært sér jarðvarma, ýmist frá einkaveitum eöa frá samveitu. Telja má vist, að þessum býlum fari fjölgandi á næstu árum. Bútæknideild Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og Bændaskólinn á Hvanneyri vinna sameiginlega að rann- sóknum á heyverkun. Liður I þeim rannsóknum er aö athuga, á hvaöa vegu megi nýta hinn innlenda orkugjafa til verkunar á grasi til vetrarforða. Unniö hefur verið að tilraunum meö hitun lofts til súgþurrkunar, t.d. með rafknúinni varmadælu og tilraunum með hraðþurrkun á heyi með jarðhita. vitaö er um nokkra bændur, sem nota jarö- varma til þess aö hita upp loft til súgþurrkunar en margar eru þær spurnir óljósar. Erindi þessa pistils er aö leita upplýsinga um þá, sem nota eöa hafa notaö jaröhita I þessu skyni.Fyrir okkur vakirþað.aö hafa siðan samband við þessa bændur og leita upplýsinga um það, hvernig þeir nýta jarð- varmann til þurrkunarinnar og hver reynslá þeirra er. Með þessu móti vonum við, að öngla megi. saman mikilvægri reynslu, er gæti orðið þeim að liði, sem hyggjast leggja út á sömu braut. Að auki gæti sú reynsla orðið stuðningur við frekari þróun aðferðarinnar, og gefiðnokkra hugmynd um það, hversu útbreidd notkun jarð- hita i þessu skyni er nú. Við biðjum þvi hvern þann,- sem jarðvarma notar (eöa hef- ur notað) til heyþurrkunar að senda okkur linu um málið. Vel er þegið, aö fá nokkur orö um framkvæmd og reynslu viökom- andi af þurrkuninni. Linurnar má senda aö Hvanneyri, 311 Borgarnes.annaö hvort til Gisla Sverrissonar eða Bjarna Guö- mundssonar. —mhg llmsjón: Magnús H. Gíslasort

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.