Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 3
Miövikudagur 28. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Þyrluslysið á Norðursjó: 18 FÓRUST 27/6 frá Þorgrími Gests- syni, fréttaritara Þjóðvilj- ans i ósló: 18 menn fórust í gær- morgun þegar þyrla af Sikorsky-gerö steyptist í hafið á leiðinni frá Staf- angri til olíuborpalls á Statf jord-svæðinu í Norð- ursjó. Þeir sem fórust voru 16 starfsmenn á borpallin- um og tveir flugmenn. Ekki er vitað um orsök slyssins, og ekki hefur heldur tekist að upplýsa orsakir annars slyss í nóvember í fyrra, þegar þyrla af sömu gerð fórst á svipuðum slóðum og 12 menn fórust. Þyrlan lagði af stað frá Flesland-flugvelli kl. 10.25 i gær- morgun og flugmaðurinn til- kynnti aö allt væri i lagi kl. 11.07, eins og öryggisreglur gera ráð fyrir. Næst átti hann að senda út tilkynningu kl. lí.22, en þaö gerð- ist ekki. Onnur þyrla var aðeins nokkura minútna fiug á eftir. Flugmaður hennar lækkaöi flugiö niður úr skýjaþykkninu til aö athuga hvort eitthvað væri að. Fljótlega kom hann auga á brak úr þyrlunni og lik fljótandi I vatnsskorpunni. Ollum tiltækum skipum var beint á slysstaöinn, sem var aðeins um tuttugu sjómilur frá borpallinum. Leitað var fram i myrkur, en aöeins 13 lik fundust. Talið er að þeir fimm, sem ekki hafa fundist, hafi fariö niöur með þyrlunni. Hún liggur á um 300 metra dýpi og er áformað að ná henni upp. Eftir slysið I fyrra kröfðust þyrluflugmennirnir, sem fljúga milli borpalla og lands, bættra ör- yggisráðstafana og vinnuskil- yröa. Þeir telja að engu sé ábóta- vant nú. Talsmenn verkamanna á borpallinum halda þvi hinsvegar fram, aö álag á mannskap og vél- ar sé of mikið. Þeir krefjast þess að fleiri félög fái leyfi til þyrlu- flugs á svæðinu. Fyrir skömmu höfnuðu norsk yfirvöld umsókn félags, sem vildi hefja flugþjónustu. Aö þessu slysi meðtöldu er tala dauðaslysa i tengslum viö oliu- vinnsiuna i Norðursjó komin upp i 67 á ellefu árum. Þar af fórust 30 i þessum tveimur siðustu þyrlu- slysum en áöur höföu tvær þyrlur farist og meö þeim sjö manns. önnur var af Sikorsky-gerö og hin af Seaking-gerö. 1 febrúar I vetur fórust fimm menn i elds- voða á Statfjord A-borpallinum og kom þá i ljós aö öryggi starfs- manna væri mjög ábótavant. Suður- drepínn F orseti Jemens Aftakan sögð geta valdið borgarastríði 26/6 — í Reuter-frétt frá Beirút segir, að útvarpið í Aden, höfuðborg Suður- Jemens, hafi skýrt svo frá að Salem Robaja Ali, forseti landsins, hafi verið tekinn af lífi í kvöld eftir að liðsmenn hans höfðu beðið lægra hlut í hörðum götubardögum í höfuð- borginni, sem stóðu yfir frá dögun til sólarlags. Samkvæmt annarri frétt féll forsetinn í bardögun- um. Samkvæmt sumum fréttum hafa stuðningsmenn forsetans ekki verið bugaðir enn og frétta- stofa smárikisins Katar viö Persaflóann telur að banamenn hans muni eiga i vændum blóðuga mótspyrnu frá sumum einingum hersins og nokkrum ættbálkanna úti I dreifbýlinu. Um ágreining þann, er oili vinslitum Alis forseta og annarra ráðamanna Suður-Jemens, er það helst vitað að hann vildi hafa nokkurt sam- band við Saudi-Arabfu og þiggja þaðan efnahagsaðstoð, en sam- stjórnarmenn hans voru þvi mót- fallnir af hugsjónaástæðum. Ráðamenn Suður-Jemens telja sig marxista, en i Saudi-Arabiu er sem kunnugt er afturhaldssöm konungsstjórn. Noröur-Jemen (Yemeni Arab Republic) og Suöur-Jemen (Peoples Democratic Rep. of Yemen). Ástandiö i þeim er mjög ófriölegt þessa dagana, sem best má sjá af þvi aö forsetar beggja rikjanna hafa veriö drepnir meö minna en viku millibili. Bæöi rik- in eiga land aö hinu mikilvæga mynni Rauöahafsins, og handan þess eru Djibúti og Eritrea. Kambódía-Víetnam: Bardagar aftur á landamærum 27/6 — Fréttastofa Víetnams skýrði svo frá í dag að kambódískar her- sveitir, sem ráðist haf i yf ir landamærin inn í Viet- nam, hafi verið harðlega leiknar af víetnömskum hersveitum í bardögum, sem staðið hafi yfir alla s.l. viku. Hafi tvær bataljónir úr Kambódíuher verið stráfelldar að aðrar hereiningar Kambódíu- manna hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Þetta er i fyrsta sinn I margar vikur, að fréttist af bardögum milli Vietnama og Kambódiu- manna, en skömmu fyrir s.l. ára- mót hófust meiriháttar bardagar á landamærum rikjanna og stóðu hafnir þeir yfir alllengi. Sem dæmi um hrakfarir Kambódiumanna nú getur fréttastofan i Hanoi þess, að um 160 kambódiskir hermenn hafi veriö felldir i tveimur orrust- um. Fyrir tveimur dögum sakaði upplýsingamálaráðuneyti Kambódiu Vietnama um að hafa staðið aö samsæri til að steypá Kambódiustjórn i félagi við CIA, bandarisku leyniþjónustuna. Seg- ir vietnamska fréttastofan aö sú ásökun sé uppspuni frá rótum og ekki til annars en aö hlæja að. Hörmungarástand meðal flóttamanna í Bangladesi: Yfir 800 látnir 27/6 — Yfir 800 flóttamenn frá Búrma hafa látist f bráöabirgöa- búöum i Bangladesj sfðan fjöida- flótti Múhameöstrúarmanna frá Búrma hófst fyrir þremur mán- uöum, aö sögn blaös f Dacca, höf- uöborg Bangladesj. Flestir þeirra látnu eru konur og börn. Flóttamennirnir eru nú að sögn orönir nærri 240.000 talsins og streyma enn yfir landamærin i hundraöatali dag hvern. Monsún- rigningar hafa aukið mjög á hörmungar flóttamanna, sem hafa litið til hnifs og skeiðar og er talin hætta á aö farsóttir komi upp á meðal þeirra. Flóttamennirnir segja að búr- manskir hermenn hafi rekið þá frá heimilum þeirra og framið á þeim mikil hryðjuverk, morö, pyndingar, nauðganir og brenn- ur. Sé þar um að ræða skipulagð- ar ofsóknir á hendur Múhameðs- trúarmönnum i Búrma, en þorri landsmanna þar aðhyllist Búdda- sið. Margir Múhameöstrúar- mannanna i Búrma munu vera innflytjendur frá Bangladesj eöa afkomendur þeirra. ERLENDAR FRETTIR / stuttu máti Sovéskir hvitasunnumenn leita hælis í sendiráði 27/6 — Sjö sovéskir hvftasunnu- menn ruddust 1 dag framhjá lögregluvöröum inn f banda- riska sendiráöiö i Moskvu og hafa lýst þvi yfir aö þeir muni ekki yfirgefa sendiráösbygging- una, fyrr en þeir fái aö flytjast úr landi. Fólk þetta er hjón frá Tsérnogorsk í Miö-Siberiu og þrjú börn þeirra, auk konu og sonar hennar á ungiingsaldri. Sjömenningarnir segjast vilja komast úr landi vegna þess, aö sovésk yfirvöld geri þeim ófært að iðka trú sina. Hvitasunnu- menn festu rætur I Sovétrlkjun- um á þriöja áratug aldarinnar. Aöur hafa talsmenn sovéskra hvitasunnumanna sagt við fréttamenn, aðum 20.000 þeirra vilji flytjast úr landi. Margir þeirra eru sagöir hafa skrifaö Carter Bandarfkjaforseta og beðið hann hjálpar. Carter er baptisti, og talsmaður sjömenn- inganna, sem leituðu hælis I sendiráðinu, sagöist lita svo á aðbaptistar og hvitasunnumenn væru mjög I einum anda. Endurminningar Nixons seljast vel 27/6 — Enda þótt Richard M. Nixon reyndist miölungi vei sem forseti Bandarfkjanna, viröist hann ætla aö slá i gegn sem rithöfundur. Otgefendur hans, Grosset & Dunlap, segja aö endurminningabók hans sé sú fimmta efsta á sölulistanum yfir harökiljur og hafi þegar selst af henni 260.000 eintök. Þetta hefur gerst þótt margir hafi lýst yfir andstyggð á bók- Lömunarveikifaraldur herjar á Kalvínstrúarmenn inni, sem og höfundi hennar. Hefur verið hleypt af stað áróð- ursherferö undir slagorðinu: „Kaupiö ekki bækur eftir þorp- ara”. Þegar bókin kom út i sl. mán- uði hlaut hún heldur kuldalegar viðtökur gagnrýnenda. Vé- fengdu þeir bæði rithöfundar- hæfileika Nixons og sögðu enn- fremur að i bókinni kæmi ekkert það fram, sem ekki væri þegar vitað um Watergate-hneykslin. 27/6 — Lömunarveikifaraldur er á kreiki f Hollandi og gætu 67 manns hafa tekið veikina siðan I s.l. mánuöi, aö sögn heilbrigðis- yfirvalda. Tilkynnt var um sex ný tilfelli I dag, og segir tals- maöur heilbrigöismálaráöu- neytisins aö enginn þessara sex hafi veriö bólusettur gegn veik- inni. Allir hinir sýktu eru i hinni kalvinsku Siöbótarkirkju, en flestir holienskir mótmælendur, sem munu vera um helmingur þjóðarinnar, er Kalvinstrúar- menn. Siðbótarkirkjan vill ekk- ert með bólusetningar hafa og heldur þvi fram að fólk verði eingöngu að treysta á Guð til viðhalds likamlegri heilsu sinni. Suður-kóreanskur sendiráðs- maður fær landvist í Kanada 27/6 — Suöurkóreanskur sendi- ráösmaöur, sem baöst hælis i Kanada sem pólitískur flótta- maöur á þeim forsendum, aö hann ætti i vændum aö veröa pyndaður ef hann sneri heim, hefur fengiö landvistarleyfi. Sendiráðsmaðurinn, Jung- man Jang að nafni, bað kana- disk yfirvöld um hæli fyrir sig og fjölskyldu sina i april s.l. Bretastjóm fagnar tillögum V ars j árbandalagsins Hann sakaði suðurkóreönsku leyniþjónustuna (KCIA) um að halda uppi njósnum og ógnun- um gagnvart Kóreumönnum búsettum i Kanada, en þeir eru um 20.000 talsins. Jung-man Jang, sem var vararæöismaöur Suður-Kóreu i Toronto, fékk lögregluvernd i nokkra daga eftir aö fréttist að fjórir KCIA-njósnarar væru aö leita hans. 27/6 — Fred Mulley, varnar- málaráðherra Bretlands, fagn- aði I dag nýjustu tillögum Var- sjárbandalagsins um fækkun i herjum þess bandalags og Nató iEvrópu. Sagði Mulley aö tillög- urnar væru merkasta framlag Varsjárbandalagsins frá þvi aö afvopnunarviöræöurnar i Vin hófust. En engu aö siður þyrfti viö nánari skýringa á tillögun- um. Pólverji út í geiminn 27/6 — Pólverja og Sovétmanni var I dag skotið út I geiminn i geimferju af Sojus-gerö, og er fyrirhugað aö geimfarar þessir tveir tengi ferju sina viö so- vésku geimstööina Saljút-6. Geimfararnir eru Miroslav Giermaszewski, 37 ára gamali pólskur orrustuflugmaöur, og Pjotr Klimúk, reyndur geimfari sovéskur. Þeim var skotið út i geiminn frá geimfaraskotstöð Sovét- manna i Baikonúr i Mið-Asiu Giermaszewski er annar maðurinn frá bandalagsrikjum Sovétmanna i Austur-Evrópu, sem sendur er út i geiminn. Sá fyrsti þaöan sem slika för fór var Vladimir Remek frá Tékkóslóvakiu. Danska stjórnin vill styðja F öðurlandsfylkinguna 27/6 — Danska stjórnin ætlar aö biöja þingiö aö samþykkja fjár- hagsaðstoö viö Fööurlandsfylk- inguna I Ródesiu, aö upphæö 15 miljónir danskra króna. Er þaö i samræmi viö þá stefnu danskra sósialdemókrata aö styðja baráttuhreyfingar blökkumanna I sunnanveröri Afriku. Búist er viö að þessi tillaga stjórnarinnar muni mæta and- stöðu hægrimanna á þingi, og munu hægrimenn þá meöal annars benda á morðin á 12 breskum kristniboðum og börn- um þeirra, sem framin voru ná- lægt Umtali i Ródesiu sl. föstu- dag.Ródesíustjórnsegir skæru- liða Föðurlandsfylkingarinnar hafa framiö morðin, en tals menn Fööurlandsfylkingarinn- ar segja liösmenn Ródesiu- stjórnar hafa veriö þar aö verki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.