Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 28. júni 1978 Siglaugur Brynleifsson: Bókmenntir og markaður: Literature in the Marketplace. PerGedin. Translated by George Bisset. Faber and Faber 1977. „Litteraturen i verkligheten” heitir bók þessi á frummálinu og kom hún út i Stokkhólmi 1975. Höfundurinn er forstjóri sænska bókaforlagsins Wahlström og Widstrand. Tilefni ritsins er samdráttur i útgáfu skáldsagna af skárri geröinni og annarra bóka, sem ekki er hægt aö telja lélegar frá bókmennta- legu sjónarmiði. Höfundur- inn fjallar um þetta efni og ástæðurnar, sem hann álitur aö séu fyrir þessu. Þar meö er hann kominn i slóö Hausers, en sá höf- undur hefur manna best rakiö þróun lista og bókmennta i sam- bandi viö efnahagslega þróun samfélaganna i Evrópu frá upp- hafi og fram um 1940. (Arnold Hauser: The Social History of Art 1-4. Routledge and Kegan Paul 1951. Ensk þýöing úr 'þýöingu.) Frá guðsorði til tímarita Höfundurinn rekur þær forsend- ur sem uröu grundvöllur útgáfu ýmissa tegunda lestrarefnis. Eft- ir upphaf prentlistarinnar var* bókaútgáfa einkum einskoröuö viö útgáfu guöfræðirita, upp- byggilegra bóka, klassikur og nauösynlegra handbóka og upp- lýsingarrita. Læsi var ekki almennt og markaöur fyrir bækur mjög þröngur. Þaö varö ekki fyrr en á 18. öld meö aukinni samfé- lagsmótun kapitalismans i vissum rikjum Evrópu, aö fjöl- breytni eykst i útgáfustarfsemi vegna nauðsynjar læsis vegna breyttra framleiöslu- hátta. Þessi þróun varö einkum áberandi fyrst i staö á Englandi. Þar eykst læsi, og vegna breyttra samfé - lagshátta varö og nauösyn á aukinni fréttaþjónustu og upplýs- ingaþjónustu, sem annaö var i fyrstu af blööum og timaritum. Fyrirbrigöiö „hinn almenni les- andi” er mótaöur af kapitalisku umhverfi borganna. Fyrstu blöö- in og timaritin fullnægja þörfinni fyrir fréttnæmt lestrarefni, upp- lýsingar af ýmsu tagi og skemmtiefni. Kaupmenn, umsýslumenn, lögfræöingar og starfsmenn i vissum rikisstofnun- um hittust á kaffi-og tehúsunum i London og lásu blööin, ræddu efn- ið og supu kaffiö. Viss smekkur skapaöist meöal borgaranna fyrir lestrarefni. The Spectator, sem hóf göngu sina 1714, varö vinsælt lestrarefni ásamt fleiri blöðum og timaritum. Þessi lesning var bundin borgum og það ekki stór- um hópi borgara i fyrstu. Með auknum umsvifum i verslun og iönaöi jókst lesendatalan. Þaö hefur veriö áætlaö aö tala lesenda bóka og blaða i lok 18. aldar á Englandi hafi numiö um 80 þús- undum, þ.e. þeirra sem lásu aö staöaidri. Og meginhluta lesend- anna var aö finna meöal hinnar nýju borgarastéttar. 1812 var fjöldi lesenda meöal millistétt- anna áætlaður um 200 þúsund og þetta fólk las sér einkum til skemmtunar og upplýsingar. Meöal hærri stétta var lesenda- fjöldinn áætlaöur um 20 þúsund. Sigurför og undan- hald bókannnar Hverjir lásu skáldsögur? Skáldsagan veröur vinsælt lestrarefni á 18. og einkum á 19. öld bæöi á Englandi og viöar og þaö var einkum borgarastéttin sem las skáldsögur, aöailinn hélt sig lengi viö klassikina. Meö iön- byltingunni fjölgar þvi fólki meö- al miöstéttanna sem ver tima sin- um til lestrar,og meö auknum fri- tima stækkandi hópa eykst lest- urinn og þörfin fyrir lestrarefni. Akveöinn smekkur tekur aö mót- ast meöal borgarastéttarinnar, sem var ekki einskorðaður viö viáfet þjóöerni, alþjóölegur menn- ingarsmekkur mótast og snar þáttur hans var smekkur fyrir skáldsögu og ljóölist. Þessi smekkur mótast fyrst á Englandi og breiöist siöan út um Evrópu með auknum áhrifum borgara- stéttarinnar. Skáldsagan i Evrópu á 19. öld var afkvæmi borgaralegs samfélags þótt hún væri oft andstæð þvi samfélagi og hún var einnig bæöi þjóöleg og alþjóöleg. Meöan borgarastéttir álfunnar voru bundnar vissum þjóöaeiningum var skáldsagan fjölbreytileg. Bókmenntastefn- urnar voru þaö einnig; þótt þær' væru flokkaðar undir vissar heildarstefnur, þá varö t.d. róm- antfkin mismunandi að gerð eftir þjóöum. Höfundurinn rekur þróun bók- mennta og samfélags og sýnir fram á ástæðurnar fyrir fjöl- breytni skáldsögunnar og út- breiöslu hennar. Einnig rekúr hann uppkomu létts skemmtiefn- is meö auknu læsi meöal alls almennings. Hann segir frá nokkrum mjög vinsælum skáld- sögum 19. aldar og tiundar upplög þeirra og útbreiöslu. Ýmsar skáldsögur voru gefnar út i heft- um eöa neöanmáls i blööum. Vinsælar skáldsögur gátu marg- faldað upplög blaöa og hefta- útgáfan véitti flestum tækifæri til aö eignast söguna. Upplög skáld- sagna i bókarformi gátu oröiö mjög há. Dickens var prentaöur i 40-70 þúsund eintökum og tekjur vinsælla höfunda gátu oröiö mjög háar. Þaö voru ekki aöeins skáld- sögur sem seldust vel, heldur einnig kvæöabækur, og sagnfræöi Childe Harold Byrons seldist i 13 þúsund eintökum á fyrstu þremur dögunum eftir útkomu 1812. Sög- ur Walters Scotts slóu þó öll met. Gróðasj ónarmið A 19. öld haföi skapast markað- ur fyrir bókmenntir og listir. Bók- menntir og listir voru ekki lengur bundnar velvilja og stuöningi auöugra verndara rithöfunda eöa listamanna. Markaðurinn réö efnalegri velgengni þeirra ásamt hugkvæmni forleggjaranna. Eftir þvi sem leiö á 19. öld uröu kröfur markaðsins fyrir lesefni fjöl- breyttari. Gedin ræðir einkum enska og franska bókmenntamarkaðinn i fyrstu köflum bókarinnar, siöan tekur viö kafli um breytingarnar sem veröa á þessum markaöi I Danmörku, Noregi og i Finnlandi og annar um samsvarandi breyt- ingar i Sviþjóö. I fimmta kafla er fjallaö um útgáfukreppuna i Sviþjóö og tap útgefenda á „alvarlegum” bókmenntum. Höf. ræöir sama fyrirbrigöiö i Þýska- landi og viöar og loks f jallar hann um ástæöurnar fyrir þessari öfugþróun. Borgarastétt 19. aldar og fram- an af þeirri tuttugustu. var viöast hvar bundin þjóölegum sérleika bæöi menningarlega og efnahags- lega. Menning hvers lands var meö sérstöku sniöi og þótt tengsl væru milli kapitalista vitt um heim á vissum sviðum þá átti sér staö samkeppni og togstreita. Bókin varðmeötimanum ekki ein um menningarlega fjölmiölun ásamt leikhúsi og hljómleikasal. Ctvarp og sjónvarp koma til sög- unnar og hinar efnahagslegu ein- ingar renna saman i stærri heild- ir. Aukin framleiðsla eykur markaöinn og fjölmiölunin verö- ur aö miöast við fjöldaneyslu. Sjónvarp, sem var talið geta stór- um aukiö útbreiöslu þess sem tal- ið var best i listum og bókmennt- um fyrir áratug eða svo, varð einnig að hlýta lögmálum mark- aösins fyrir „eitthvaö fyrir alla”. Massa-og þjónustusamfélagið tekur viö af smærri einingum samfélaga og spannar stóra hluta heimsins, þar sem mónó-smekk- urinn ræöur, gróöasjónarmiöiö veröur aö rikja til þess aö fjöl- miöiar geti starfaö. Prenttæknin hefur einnig breyst,, upplög bóka þurfa að vera mjög stór til þess aö fullnægjandi nýting tækninnar náist. Alþjóöa samsteypur taka nú sem óöast við af gömlum og grónum útgáfufyrirtækjum viða um Evrópu, kaupa upp eldri fyr- irtæki og skreyta vöru sina meö nöfnum þeirra. Samruni fyrir: tækja i þessari grein er hliöstæöa viö önnur. Gróöasjónarmiöiö veröur þvi brýnna sem meira er i húfi, upplögin stærri og fram- leiöslutæknin miöuö viö sem mest magn. Borgaralegar dyggðir Borgaraleg menning i 19. aldar stil er þvi á hrööu undanhaldi og stéttin einnig. Þeir sem stjórna fjölþjóöahringum ráöa nú ferö- inni og stefna þeirra er aö fram- leiösla þeirra verði keypt af sem flestum, hún er miðuð viö fjöld- ann. Mótunin verður þvi andstæö inntaki orðsins „menning”. Skólakerfi hinna ýmsu landa er sniöið aö þörfum magn-þjónustu og framleiöslu og er miðaö viö gjörnýtingu hinna tilvonandi starfskrafta siöar og stefnt er aö hafa sem mest upp úr þeirri f jár- festingu. Þaö er nokkuð einkennilegt aö þar sem góöborgaraleg menning og fornar borgaralegar dyggðir eru helst I heiöri haföar nú á dög- um, skuli rikja samfélagsform sem er ætlað að veröa andstæða viö borgaralegt samfélagsform. Þaö er helst aö finna borgaralega menningarviöleitni i Austur- Evrópurikjum kommúnismans, hamlaöa aö visu að ýmsu leyti, en þó I nokkrum stil viö borgaralegt form 19. aldar. Þaö er einnig athyglisvert að Austur-Evrópurikin veita mun meiri fjárupphæöir til lista og bókmennta heldur en vestraén riki gera. Og þar i löndum viröist sú árátta ekki vera fyrir hendi að græöa á allri menningarviöleitni og þjónustu. Þetta stingur tals- vert i stúf viö þá gróöaáráttu sem gegnsýrir vestræn samfélög, einnig hérlendis. Sænsku verkalýösfélagin hófu mikla baráttu i menningarskyni fyrir nokkrum áratugum. Stofnaö var til leshringa, timarit gefin út og félagsmálaskólar og menning- armiðstöðvar starfræktar. En árangurinn varö ekki eins og von- ast var til, massasmekkurinn hélt engu aö siöur innreið sina I Svi- þjóö,og eftirsóknin eftir vélsleö- um, bilum, hljómburöartækjum jókst i öfugu hlutfalli við lestur „alvarlegra” skáldsagna, leik- húsferöa og hljómleika. Timi fólks fór aö mestu til þess að vinna fyrir alls konar tækjum eöa að horfa á „eitthvaö fyrir alla” i sjónvarpinu. Verkalýösstéttin hvarf inn i þjónustu. og massa. samfélagið og mótaðist af þvi og varð þar hlutgengur aðili. Per Gedin kemst aö þeirri niöúrstööu, aö borgaraleg menn- ing eins og hún reis hæst sé aö hverfa og i staðinn sé komin massa-afþreying, gróöavænlegt fyrirtæki, sem ýti „bókinni” til hliöar. Þvi má bæta við, að eitt iskyggilegasta einkenni nútimans er rýrnun meövitundarinnar og einstefnu-mötun á lélegu afþrey- ingarefni, sem eykur á sljóleik- ann. Ef borgaraleg menning og siö- uö .borgarastétt er dauö i vest- rænum rikjum og tæknikratar og hönnuöir fjölþjóöahringa koma i staöinn sem mótendur hentugrar lágmenningar til gróðamyndunar er ekki langt i 1984 eða The Brave New World.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.