Þjóðviljinn - 07.07.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 07.07.1978, Page 5
Föstudagur 7. jiili 1978 .ÞJOÐVILJINN — StÐA 5 MELCHIOR Fj órar frábærar! UNDRAHATTURINN Ási í Bæ syngur eigin Ijóð og lög í útsetningum Karls Sighvatssonar. Frábær sveifluplata. Þessi hressi hópur f jórtán og fimmtán ára stráka er frá Vinnuskóla Kópavogs; þeir litu viöá Þjóöviljanum i fyrradag og vildu vita hvernig dagblað verður til. Með þeim er kennari þeirra, Guðrún Jónasdóttir (Ijósm. eik). ÖSKUBUSKA Bræöraborgarstíg 16 Pósthólf294 Sími 12923-19156 Bráðskemmtileg hljómplata með lögum úr leiksýningu Þjóðleikhússins. Smellnir textar Þórarins Eldjárns við tónlist Sigurðar Rúnars. SILFURGRÆNT ILMVATN Lifandi og frumleg plata með Melchior. Óvenjuleg tónlist nýrrar kynslóðar. Þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda: Börnín ofurseld voldugum idnaði Dagana 17.-22. júni var haldið 8. þing norrænna barna- og ung- lingabdkahöfunda i Uddevalla I Sviþjóð. Þingið sóttu rúmlega 100 rithöfundar, bókaverðir, gagn- rýnendur, útgefendur og dag- skrárstjórar barnaefnis hjá norrænu útvarpsstöðvunum. Frá islandi vor fjórir þáttakendur: Jenna Jensdóttir og Vilborg Dag- bjartsdóttir frá Rithöfundasam- bandi íslands, Gunnvör Braga Sigurðardóttir frá Rlkisútvarpinu og Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag., sem flutti fyrirlestur um þýddar bækur og hlutfallið milli þeirra og innlendra barnabóka á islandi. Aðalmál þingsins var erfið samkeppni norrænna barna- og unglingabókmennta við afþrey- ingariðnaðinn. Það var fullyrt aö fjöldi barna og unglinga á Norö- urlöndum ætti litinn eða alls eng- an aðgang að góöum bókmennt- um. Margir þeirra læsu einungis afþreyingarbækur, hasarblöð og sem eingöngu stjómast af gróöasjónarmiðum sorprit. Börnin eru ofurseld vold ugum iönaði sem aftur lætur stjórnast af gróðasjónarmiðum eingöngu. Þingið krafðist, að stofnaö yrði tíl vísindalegra rannsókna á á- hrifum skemmtiiðnaðar og fjöl- miðla á börn með hliðsjón af Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna og öðrum alþjóö- legum yfirlýsingum um rétt barna. Þá voru samþykkt hörð mót- mæli gegn áformum um norræn- an sjónvarpsgervihnött. Danir og Norömenn hafa mjög slæma reynslu af sjónvarpi yfir landa mærin, og þingiö krafðist þess að stjórnvöld létu nú þegar rannsaka hver áhrif þaö hefur á norræn börn að horfa á sjónvarpsefni sem va rpað e r yfir land þeirra frá erlendum stöðvum. Einnig var farið fram á að menningarleg á- hrif gervihnattarins yröu tekin til umræðu áður en farið væri að ræða lögfæðilega og efnahagslega hlið málsins. Þingið ályktaði að norræni sjónvarpsgervihnötturinn kæmi frekar til með að þjóna fjölþjóöa- auðhringum en norrænni menn- ingu. Tilkoma hans myndi draga úr frumkvæöialmennings og hafa óæskileg félagsleg áhrif. Einkum var lögð áhersla.á þau ógnvæn- legu áhrif sem hánn hefði á þann stórahluta IbUa Norðurlanda sem eru börn. Ennfremur var ítrekað hve skaðlegur hann yrði fyrir menningu frumþjóða á Noröur- löndum, Sama og Grænlendinga, og smáþjóða eins og Færeyinga og Islendinga. Börn eiga rétt á menningu. Börn eiga rétt á bókmenntum. Samfélagiö ber ábyrgð á börnun- Þing Norræna Rétta þarf hlut leik- ritahöfunda og auka stuðning við frjálsa leikhópa Síðustu vikuna I maí var hald- ið I VASA I Finnlandi 14. þing Norræna leiklistarsambandsins, en þing þessi eru haldin annað hvert ár. Hátt á annað hundrað manns söttu þingið, leikhús- stjórar, leikritahöfundar, leik- arar, leikstjórar o.fl. þar á með- al 6 fulltrúar frá tslandi. Að þessu sinni var einkum fjallað um stöðu leikritahöfunda og tengsl þeirra við leikhúsin. Var rætt um þetta efni I umræðu- hópum og á stórfundum, þar sem leikritahöfundar frá öllum Norðurlöndum kynntu sjónar- mið sin I framsöguerindum. Meðal framsögumanna á þinginu var formaður Félags is- lenskra leikritahöfunda, örnólf- ur Arnason. í lok þingsins voru sam- þykktar ýmsar ályktanir, þar sem lýst var yfir stuöningi við leikritahöfunda og Itrekuö sú skoöun þingfulltrúa að leikrita- höfundum yrðu veittir mögu- leikar á auknum tengslum viö leikhúsin, ýmist með fastráðn- ingu eða á annan hátt. I álykt- unum þingsins er m.a. mælst til þess að leikritahöfundar eigi kost á leiklistarmenntun til jafns við annað leikhúsfólk. Þá var lýst yfir samstöðu með finnsk- um leikritahöfundum, sem virð- ast fjárhagslega verst settir af norrænum höfundum og bent á leiðir til úrbóta. Þingið lýsti yfir eindregnum stuðningi slnum við starfsemi frjálsra leikhópa og skoraði á yfirvöld að auka fjár- hagsstuöning til slikra hópa og var f þvi sambandi bent á þá möguleika, sem þessi starfsemi veitti leikritahöfundum. Sam- þykkt var að skora á Norrænu leiklistarnefndina, sem veitir styrki til gestaleikja, að láta norræn nútimaleikrit jafnan njóta forgangs við styrkveit- ingar og þá ekki siöur barna- leikrit en önnur verk. Þingið lýsti yfir stuðningi slnum við þá ósk leikritahöfunda að fá sjálfir að ráðstafa ákveðnum hluta þess fjár sem ætlað er til norrænnar framhaldsmennt- unar á sviöi leiklistar. Segja má, aö allur vilji þingsins hafi beinst að þvi að bæta aðstööu leikritahöfunda og veita þeim starfsaðstööu og kjör til jafns við aðra fasta leikhússtarfs- menn. Stjórn Norræna lciklistar- sambandsins var endurkjörin á þinginu. Formaður sambands ins er Björn Lense Möller frá Danmörku. en varaformaður, Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri. I tengslum við þingið var haldinn fundur Norræna leik- stjórasambandsinsog var Ritva Siikala frá Finnlandi endurkjör- in formaður. Akveðið var að næsta þing Norræna leiklistarsambandsins veröi haldið i Gautaborg vorið 1980.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.