Þjóðviljinn - 26.07.1978, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.07.1978, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 26. júli 1978 NOTAÐ o-HVTT Gledilegt er aö blada í blaði mínu Ég hefi alltaf verift feginn þvi, aö ungir menn halda vöku sinni, hvaö sem öllu moldviöri liöur i heiminum. Þvi var mér þaö sér- stakt ánægjuefni, að sjá aö vinir minir, ungir Sjálfstæöir menn, hafa nú sent frá sér skorinorða ályktun um mannréttindabrot Rússa og er sú góöa visa sjaldan of oft kveðin. Óhæfur samanburður Auðvitaö veit ég, aö meöal kommanna og ýmiss sænskulit- aðs frjálslyndisfólks veröa nú sem endranær uppi raddir um aö það sé ekki nóg aö fordæma Rússa, þótt vondir séu (enginn þorir að neita þvi lengur nema MFIK), það verði lika að muna eftir þeim fjölda manna sem er barinn og illa haldinn i dýfliss- um herforingjastjórna i Suöur- Ameriku. Nú er ég aö sönnu mannúöar- sinnaður og vill að öllum liði vel. En eins og islensk kona, búsett I Brasiliu, sagði i viðtali i Morgunblaöinu minu fyrir nokkrum mánuöum, þá er ekki unnt aö gera svo öllum liki, og menn veröa aö setja sig inn I það, að þarna suður frá eru al- veg sérstakar aðstæður. Þeir sem sitja i fangelsum i Brasiliu og Argentinu og Chile, þaö eru nefnilega ekki menn sem berj- ast fyrir frelsinu og lýðræöinu. Þetta eru menn sem ætla sér leynt og ljóst aö koma á einræði kommúnismans og þá ætla þeir aö setja alla hina i fangelsi. Þaö 'er þvi alveg ljóst aö ekki er hægt að veita mönnum frelsi til að berjast fyrir svo röngum og öfugsnúnum hugmyndum. Og þess vegna er lika alveg ástæöu- laust að vera að bera saman þá sem inni sitja I Sovét og I Suður- Ameriku. Ég hélt að hvert barn- ið skildi þetta, og það er a.m.k. gott að ungir Sjálfstæðir menn eru ekki svo skyni skroppnir að þeir fari að rugla þessu saman. Húrra fyrir Jóni! Þá eru lika ýmsar blikur á lofti um það, að eldri kynsióöir standi sig bara vel, aö minnsta kosti sumir ti;austustu fulltrúar hennar eins og Jón Þ. Arnason. Jón hefur skrifaö átján alveg ilmandi greinar um ábyrgöar lausa heimtufrekju og kröfu- gangsmunnræpu hins frjáls- lynda og vinstrisinnaða pakks sem hér riöur öllum húsum og ber fótastokkinn svo ekki heyr- ist hundsins mál. Sér i lagi fannst mér það gott hjá Jóni að gefa þeim einn gúmorinn þess- um bölvuðu verkalýösspekú- löntum sem halda aö þeir séu alþýðan af þvi þeir kunna að taka i nefið eða svoleiöis. Slik- um mönnum likir Jón réttilega við varúlfa eins og sést á með- fylgjandi mynd, en myndakost- ur meö greinum Jóns hefur ein- mitt vakiö alveg sérstakaathygli eins og þegar hann meö einföld- ,Ión I>. Arnason: — Ég lofa þvf strákar, aft ég skal aldrei framar reyna aft mynda stjórn... um og hugkvæmum dráttum sneri nú úreltri mynd um hina miklu þýsku þjóð og Hitler upp á feigðargöngu vinstraliðsins of- an i opna grö< og hefur mér sjaldan dreymt eins vel og kvöldið eftir að ég sá þessa ágætu mynd. Hórkarlinn Marx Enginn kann heldur jafnvel og Jón að gefa Karli skrattanum Marx á baukinn. Um daginn var hann að skrifa um Karl og var þásvokynngimagnaður og snjal) að ég verð að játa, að ég með alla mina þjóðkunnu ritsnilld varð grænn af öfund. Til aö sýna lesendum aö ég er samt upp yfir ómerkilegan skáldarig hafinn 41ræði tómlæti ætla ég hér að lokum að birta kafla úr þessari ódauðlegu út- tekt á Karli Marx, sem ber I senn vott glöggskyggni, skap- festu og yfirsýn eins og hún best gerist i Morgunblaöinu okkar allra: „Það er þvi ekki „heimsskoð- un” Marxans, sem ber að fást við, heldur veröur aö leita skýr- inga i föðurplágunni, bruðlaran- um, afætunni, heimilisböðlin- um, hórkarlinum, æruleysingj- anum, uppskafningnum, höfö- ingjasleikjunni, mannorös- þjófnum, orðsóðanum, mann- hataranum, hrakmenninu Karl Marx, vegna þess að þar liggja rætur kommúnismans sem I eöli sinu er lundernisskorpnun (1. stig) og verknaöir (2. stig o.áfr.) miklu fremur en lifs- skoöun eöa ný stefna”. Vel mælt og drengilega! En eins og Jón segir: skrilinn þyrstir I hratið. Enn er þó von- argleði mér i sinni meðan ungir sem gamlir halda höfði og reisn. Skafti. Glæsilegt tilboð um kunningsskap Eins og annað illkvittiö fólk flýtum við okkar jafnan aö leita uppi auglýsingar i blöðum sem falla undir samheitið einkamál. Þar fær gægjuástriðan, sem við, viljum illa viö kannast, merka út- rás, og mætti skrifa um þetta eitt bindi eða tvö fróðleg. Ein glæsilegasta auglýsing eftir kunningsskap sem sé öllum aðil- um til sem mestra hagsbóta höf- um viö úr blaði þýsku sem heitir „Marktblatt”. Auglýsingin er á þessa leiö: Tuttugu og sjö ára gamall heimspekingur, sem er á háu plani og gerir strangar fagur- fræöilegar ogsiöferöilegar kröfur er tungumálagarpur og heims- borgari frá Sviss og kann tök á þeim umgengnisvenjum sem siö- aðir menn viðhöföu fyrir strið, leitar kunningsskapar viö rika konu, sem hann vildi gjarna meö aöstoö útsmoginnar eyöslusemi hjálpa til við að forða eignum hennar undan krumlu hins sósia- liska rlkis. ÞiómnuiNN fyrir 40 órum Dagsbrúnarstjórnin átti við- ræður viö rikisstjórnina I gær- morgun og bar fram við h'ana kröfur verkamanna um at- vinnu. En stjórn Dagsbrúnar hefur undanfarið margsinnis átt tal viö rikisstjórnina og þá sér- staklega atvinnumálaráöherra um hið gifurlega atvinnuleysi sem nú rikir hér i bænum og jafnframt krafist þess, aö rikið gangist fyrir þvi aö einhver at- vinna yröi hafin. I gær fylgdu um 70 atvinnu- lausir verkamenn stjórn Dags- brúnar á fund rikisstjórnarinn- ar, i dag biöa hundruð atvinnu- leysingja svars hennar. Verði svar rikisstjórnarinnar neikvætt þýöir þaö, aö verka- mennirnir verða að fylkja sér ennþá fastar saman og beita krafti samtaka sinna til þess aö knýja fram atvinnu. Atvinnuleysiö er nú meira en helmingi meira en I fyrra, eöa um 400 manns á móti tæpum 200 I fyrra. Þörfin fyrir skjóta og verulega úrlausn er þvi mjög aðkallandi. <Þjóöviljinn,júli 1938) Umsækjandi dagsins heitir Kristin Magnúsdóttir. Umsókn hennar fjallar um frjálsa fjöl- miðla og hljóðar þannig: „Fariö aftan ad fólki” „Það má öllum Ijóst vera, aft með þvi að loka Keflavlkursjón- varpinu, sem var öllum aft kostnaðarlausu og til hinnar mestu ánægju, var farift aftan að fólki og það á mjög lúalegan hátt. Ekki er vitað til þess, að varnarlið á Keflavikurflugvelli hafi óskað eftir þvi, að Islensk stjórnvöld sæju svo um, að is- lenskur almenningur fengi ekki notið sjónvarps þeirra, frekar en nú er um útvarpssendingar varnarliðsins. Ef stjórnmálamenn yfirieitt hafa talið sig vera að auka hróð- ur sinn meftal almennings i landinu er slikt mikill misskiln- ingur, og raunar hlýtur hræðsla ein að hafa ráðið gerðum þeirra, er ákváðu að lokunin skyldi koma til framkvæmda. ....Það er áreiðanlegt að hefði Keflavikursjónvarpið á sinum tima náð til allra landsmanna, hefði þvi aldrei verið lokað og stjórnmálamenn aldrei þorað að brydda á sliku tiltæki, slik er hræðslan við Ibúa landsbyggð- arinnar, enda þingmannafjöldi landsbyggðarinnar yfirgnæf- andi. — Þetta var þvi pólitiskt mál, en ekki sprottið af neinni þjóðernistilfinningu, eins og sumir þingmenn vildu vera láta”. (Morgunblaöiö 22/7) Ályktun: Þetta er rétt og satt Kristin! Látum ekki hræsnar- ana og menningarpakkið villa frjálsum langlegusjúklingum sýn. Lifi valfrelsiö! (Og vel- komin i klúbbinn). Fyrir hönd Álkuklúbbsins, Hannibal ö. Fannberg • formaður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.