Þjóðviljinn - 01.08.1978, Qupperneq 1
UOÐVIUINN
Þriðiudagur 1. ágúst 1978 -162. tbl. 43. árg.
Sunnlendingar sáu um músikina. Hér er hllfiskildi haidið yfir óla Th. ólafssyni frá Selfossi og Gfsla
Brynjólfssyni frá Hverageröi en þeir þöndu nikkurnar í Þjófadölum sl. laugardagsnótt. Ljósm. ekh.
Góðra vina fundur á Kili
Alþýöubandalagsmenn Ur
þremur kjördæmum voru á
feröalagi um Kjöl i jafnmörgum
hópum um sl. helgi. Alþýöu-
bandalagið i Kópavogi var meö
120 manns á sinum snærum,
Ragnar Arnalds alþingismaður
haföi forystu fyrir 80 manna hóp
úr Norðurlandskjördæmi vestra
og úr Suðurlandskjördæmi voru
á feröinni 35 manns, aðallega
frá Hveragerði og Selfossi.
Hóparnir skoðuðu ýmsa
merkisstaði á Kili hver i sinu
lagi, en náttuðu sig allir I Þjófa-
dölum á laugardagskvöldið. Þar
var góðra vina fundur og margt
skrafað um stjórnarmyndun og
fleira. Þrátt fyrir svolitla vætu>
er llða tók á kvöld var sungið og
dansað fram á nótt. Lætur nærri
að 250 manns hafi verið á þessu
hálendismóti Alþýðubandalags-
manna þvi ýmsir komu á eigin
vegum, svo sem Sigurjón
Pétursson, forseti borgarstjórn-
ar, sem skipaði sér I forystu-
sveit söngmanna. Svo vel tókst
til þessa sumarnótt á f jöllum að
er menn bjuggust til heimferðar
um hádegisbil á sunnudag var
rætt um hálendismót næsta
sumar. —ekh.
Geir falin
stjórnar-
myndun
Svarar
í dag
Sjálfstæðismenn
funda i dag
Forseti íslands ákvað i
gær að fela Geir Hall-
grímssyni núverandi for-
sætisráðherra að hafa
.,forystuum viðræður milli
stjórn nálaflokka til
myndunar nýrrar ríkis-
stjórnar sem njóti meiri-
hlutafylgis á Alþingi".
Orðalagið á málaleitan forseta
er mjög almennt orðað, en ljóst er
að á bak við það er sú ætlan for-
seta að Geir Hallgrimsson myndi
nýja meirihlutastjórn.
Er Þjóðviljinn hafði samband
við Geir i gær hafði hann enn ekki
tekið um það ákvörðum hvort
hann myndi verða viö tilmælum
forseta.
Sagðist hann hafa beðið um
frest þar til seinnipartinn i dag
eða i fyrramálið til að taka á-
kvörðun i málinu.
Sagði hann að fundur i þing-
flokki og framkvæmdastjórn
Sjálfstæðisflokksins yrði haldinn i
dag og þar yrðu málin rædd.
Geir Hallgrimsson tók sér frest til
þess að svara málaleitan forseta.
Einnig sagðist Geir Hallgrims-
son myndu hafa samband við
formenn hinna stjórnmálaflokk-
anna.
Hann vildi ekkert út á það gefa
hvers konar stjórn hann myndi
reyna að mynda ef hann tæki að
sér að mynda stjórn, vildi ekki
einu sinni útiloka stjórn með þátt-
töku Alþýðubandalagsins.
eng.
KAUPRAJNSFLOKKARNIR
ERU NÚ ORÐNIR ÞRÍR
Samanburöur á áhrifum tíllagna Alþýöubandalagsins og Alþýöuflokksins
á verölag og kaupgjald tíl áramóta
Tillögur Alþýðu-
bandalagsins i efna-
hagsmálum höfðu þann
þriþætta tilgang að
draga úr verðbólgu,
tryggja gang atvinnu-
veganna og um leið að
standa við gerða kjara-
samninga.- Tillögur Al-
þýðuflokksins gerðu
hins vegar ráð fyrir vax-
andi verðbólgu, nýrri
gengisfellingu, kaup-
lækkun og fyrirsjáam
legum stórfelldum
vanda atvinnuveganna
um næstu áramót. Benti
þjóðhagsstjóri á i viðtöl-
um við viðræðunefndir
flokkanna, að gengis-
lækkun með tilheyrandi
verðlagsáhrifum stefndi
hlutunum áreiðanlega
aftur i sama strandið
um næstu áramót.
Hér á siðunni er birtur útdrátt-
ur úr samanburðardæmum á á-
hrifum tillagna Alþýðuflokksins
og Alþýðubandalagsins á kaup-
gjald og verðlag til áramóta. Til-
lögur Alþýðubandalagsins gera
sem sjá má ráð fyrir 6% kaup-
máttaraukningu til áramóta þeg-
ar staðið er við samningana. Al-
þýðuflokkurinn ætlar að visu að
setja samningana i gildi með ann-
arri hendinni en siðan að sam-
þykkja 7% kauplækkun á eftir.
Kaupránsflokkarnir eru þvi orðn-
ir þrir nú aðeins mánuði eftir al-
þingiskosningar.
Ýtarlegrisamanburður á tillög-
um flokkanna birtist á siðum
10 og 11 i blaðinu i dag. Þar kem-
ur m.a. fram að kaup hefði að til-
lögum Alþýðuflokksins hækkað
um 22% til áramóta, siðan gerði
hann ráð fyrir að launamenn
gæfu eftir 7% þar af, þannig að
eftir stóð óleystur vandi upp á
15% um áramót — enn eitt geng-
islækkunartilefnið ef fylgt er lög-
málum hagfræðinga Seðlabank-
ans og Þjóðhagsstofnunar. Dæmi
Alþýðuflokksins gekk þvi ekki
upp.
Af hverju
mistókst
ad mynda
vinstri
stjórn?
Grein eftir Svavar
Gestsson
Sjá sidu 10
Blaóamaiina-
fúndur
Alþýöu-
bandalagsins
Sjá baksíðu
Áhrif tillagna Alþýöuflokksins á kaupgjaldsþróun:
1. Af leiðingar 15% gengislækkunar........7%
2. Vísitöluhækkun 1.9. 10%/ en
niðurgreiðslur yrðu 6% : ............... 4%
3. Grunnkaupshækkun 1.9: ............... 3%
4. Samningarnir«gildi 1.9: ............... 3%
5. Vísitöluhækkun 1.12. áætlun : ......... 5%
Samtals kauphækkun i krónum 22%
Verðlagsáhrif tillagna Alþýðuflokksins:
1. Gengislækkunaráhrif .................... 7%
2. Vísitöluhækkun 1.9...................... 4%
3. Vísitöluhækkun 1.12. 5%
4. Áhrif samninganna ..................... 2%
Heildarhækkun 18%
Áhrif tillagna Alþýðubandalagsins á kaupgjalds-
þróun:
1. Grunnkaupshækkun 1.9: ................. 3%
2. Vísitöluhækkun 1.9: 3%
3. Vísitöluhækkun 1.12: 3%
Samtals kauphækkun i krónum 9%
Verðlagsáhrif tillagna Alþýðubandalagsins:
1. Verðlagshækkuntil 1.12: ............. 3%
2. Áhrifinaf samningunum í gildi: ...... 2%
Heildarhækkun 5%