Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 7
Þrlftjudagur 1. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 JÞað lífsgæðakapphlaup sem einkennt hefur síðustu áratugi hefur verkalýdshreyfingin gert að sinu bar- áttumáli. Hún hefur að verulegu leyti tekiö þátt i hrunadansinum og oft leikið eitt aöalhlutverkið í leiknum. „Keisarinn er ekki í neínu Vald stjórnmálaflokks ei ýmsu háö. Þaö fer eftir stærö flokksins, gerö hans og þvi hvernig kaupin gerastá eyrinni Þó aö stjórnmálaflokkur vilji koma einhverjum málum áfram þá kostar þaö margskon- ar samkomulag og hrossakaup við aöra.Vegna'þess hlýtur vald stjórnmálaflokks viö núverandi flokkaskipan ætlö aö verða mörgum annmörkum háö. Annaö mál ervald verkalýös- hreyfingarinnar. Hvort sem menn vilja ræöa þaö lengur eöa skemur er það staöreynd að verkalýöshreyfingin getur ráðiö hverju sem hún kærir sig um i þjóðfélaginu. Verkalýöshreyf- ingin ætti ekki að hafa það ólikra hagsmuna að gæta inn- byröis að hún geti ekki komiö fram sem órofa heild þegar um er að ræða hagsmuni launþega. Um raunsæi þessarar fullyrð- ingar má auðvitað deila eins og allt annað. Þessi skoðun er aö- eins byggð á venjulegri heil- brigðri skynsemi. Mörg gerviljón eru samt á leiöinni sem verkalýöshreyfing- in hefur framleitt, sérstaklega undanfarin ár þegar sæmilegur friður hefur þó rikt innan henn- ar. Hér á Islandi er ekki verið að gera þvi skóna aö forusta verkalýðshreyfingarinnar leiöi fólkið til byltingar sem leggi i rústir þá þjóðfélagsgerð sem við búum við. Hér er hinsvegar ver- ið að tala um þann möguleika verkalýðshreyfingarinnar að hafa afgerandi áhrif á lifskjör og lifsmynstur meðlima sinna innan ramma núverandi þjóð- félagsforms. Undanfarna áratugi og þó sérstaklega undanfarin ár hefúr þróun þjóðfélagsins gengið i þá átt að með rökum má segja að leitt hafi til vissrar úrkynjunar. Þessi úrkynjun lýsir sér fyrst og fremst I þvi að ytri aðstæöur hafa verið gerðar að verulegu aðalatriði i kröfugerð verka- lýðshreyfingarinnar. Þetta fyrirbæri hefur undirritaður nefnt krónutölupólitik. Það lifsgæðakapphlaup sem einkennt hefur siðustu áratugi hefur verkalýðshreyfingin gert að sinu baráttumáli. Hún hefur að verulegu leyti tekið þátt i hrunadansinum og oft leikið eitt aðalhlutverkið i þvi mannlega drama sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Til að rökstyðja þetta nánar verður að draga upp lauslega mynd af þvi ástandi sem með- limir verkalýðshreyfingarinnar búa við i dag. Trúlega hefur misræmi i lifs- kjörum launþega aldrei verið meira en nú. Launþegar i dag eru ekki ein eining með hliðstæð lifskjör. Milli meðlima innan Alþýðusambandsins liggur nán- ast ómælanlegt djúp I þessum efnum. __ > *_ Ef tekin eru örfá dæmi þessu til skýringar mætti nefna lif- eyrisþega sem stöðugt eiga i vök að verjast i lifsbaráttunni. Þessum þjóðfélagshóp hefur verið kastað á verðbólgubálið. Meira að segja sparifé þessa fólks sem margt af þvi hafði nurlað saman með sparnaði af litlum launum á langri ævi var gert upptækt handa þeim betur megandi. Hinsvegar er svo til að mynda iðnaðarmaðurinn sem gengur milli húsa og vinnur fyrir fólk án þess að sú vinna sé gefin upp til skatts. Báöa þessa þjóð- félagshópa verður að lita á sem skjólstæðinga verkalýðshreyf- ingarinnar. Annar hópurinn er fórnardýr neysluþjóðfélagsins en hinum tekst að græða svolitið á rotnandi þjóðarlikama þó aðr- ir séu þar stórtækari. Einstæð móðir sem af ein- hverjum orsökum þarf að ann- ast uppeldi barna sinna ein eri órafjarlægð frá ektapari sem á nú þá hugsun æðsta að vinna meira og meira og meira til þess að auka stöðugt verðmæti eign- arinnar. Þessari manngerð sem les með stjörfu augnaráði aug- lýsingar fasteignasalanna um möguleikann á flutningi úr blokk i raðhús og þaðan i ein- býlishús og siðan sumarbústað og sjálfskipt dollaragrin meðan lifið og orkan endast. Eða þá meðferðina á lifeyris- sjóðunum. Þar er á ferðinni einn svartasti bletturinn. Og uppeldið á unga fólkinu sem talin hefur verið trú um að verðbólgan sé nú bara góð og án hennar geti enginn eignast þak yfir höfuðið. Þvilik sjálfsblekk- ing.Ungu fólki er einungis boðið uppá botnlausan vinnurþældóm og skuldafangelsi bestu ár æv* innar. til þess að njóta þeirra mannréttinda að búa i húsi. Þannig mætti halda áfram að rekja dæmi á miklu flatarmáli pappirs. Það er hinsvegar ekki tilgangur þessarar greinar. Til- gangurinn er einungis sá að gera tilraun til að hefja umræð- ur um starf og markmið verka- lýðshreyfingarinnar. __y j_ Allur rekstur og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar hefur á seinni árum orðið flóknari og flóknari. Að vinna við samn- ingagerð er orðið þannig að útilokað er að aðrir en færustu sérfræðingar i hagfræði og tölvutækni komi þar lengur til greina sem fulltrúar launþega. A enn einu sviði i viðbót hefur tölvan tekið við af menneskj- unni og fleira kemur þarna til. Smám saman hefur tölyuútskrift- in og ræða fulltrúa launþega I samningamálum farið að nálg- ast hvort annað. I þessum mannlegu samskiptum er mannamál að hverfa fyrir járn- grárri ómannlegri tækni. Þessi staðreynd kom einkar vel i ljós i kosningabaráttunni þegar einn frambjóðandi Alþýðubandalagsins Guðrún Helgadóttir fór að nota þetta ævagamla t jáningarf orm tegundarinnar. Guðrún talaði mannamál á fundum og i fjöl- miðlum og allt I einu voru allir farnir að hlusta. Og boðskapur hennar var i höfuöatriðum sá sami og lagður er i munn barn- inu I ævintýri Andersens: „keisarinn er ekki i neinu”. Það skyldi þó ekki vera dálitil skynsemi i þvi að leiðtogar launþega tækju upp þannsið að byrja aftur að tala mannamál. Og ef til vill væri happadrýgra að þeir byrjuðu á þvi fyrr en seinna. Það væri heldur vondur endir á löngu og merkilegu ævintýri sem saga verkalýðshreyfingar- innar á Islandi er, ef núverandi leiðtogar launafólks lentu i erfi- drykkju efnahagslegs sjálfstæö- is þjóðarinnar með fulltrúum Alþjóöabankans og forstjórum erlendra auðhringa. Það þarf ekki nema eina sæmilega heimsku i viðbót til þess að þessir ótrúlegu atburðir gætu gerst. Það má ljóst vera að þessir óunnu umræðupunktar sem birst hafa I þremur dagskrár- greinum verða ekki til mikils gagns. Þessu er hnoðað saman i flýti nú á þeirri stundu þegar þjóðfélagsmál eru ennþá á um- ræðustigi eftir átökin I sumar. Það kann að vera misminni en ekki kemur það i hugann að opnar umræður hafi átt sér staö I Þjóðviljanum um innri starfs- hætti flokks og verkalýðshreyf- ingar. Allavega hafa ekki orðið miklar umræður um þessi mál sem forustumenn þessara póli- tisku eininga hafa sjálfir staðið fyrir. Greinarnar eru skrifaðar á eins málefnalegan hátt og geta leyfir. Þær eru skrifaðar vegna áhuga á þjóðfélagsmálum al- mennt og þarafleiðandi hlýtur athyglin að beinast að Alþýðu- bandalaginu og verkalýðshreyf- ingunni. Hjá þessum sterkustu þjóðfélagsöflum vinstra fólks búa nú miklir möguleikar ef rétt er á haldið. Hrafn Sæmundsson. 12% Bandarikjamanna býr við fátækt Fátækt i auðugu löndunum Á seinni árum hefur mönnum orðið það æ ljósara að fátækt er ekki einvörðungu i þróunar- löndunum eins og stund- um mætti halda af lestri skýrslna og blaða- greina. Tölfræðirann- sóknir gefa til kynna svo ekki verður um villst, að einnig i auðugu iðn- væddu löndunum býr mikill fjöldi fólks við sára fátækt. Breskur visindamaður að nafni Wilfred Beckerman hélt þvi ný- lega fram i bresku fréttabréfi um málefni ILO, að yfirvöldin i iðn- væddu löndunum líti meira og minna framhjá fátæktinni heima hjá sér, geri litið eða nánast ekki neitt til að leysa þann vanda, sem þar er við að etja. Fjölmargar kannanir, sem gerðar hafa verið benda til þess, að sögn Beckermanns, að i iðn- væddu löndunum sé ástandið þannig að viða séu það fimm til fimmtán prósent ibúanna, sem búi við lífskjör, sem séu undir svonefndum fátæktarmörkum. 1 Bandarikjunum er talið, að tólf prósent ibúanna, eða um 25 miljónir manna búi við fátækt. 1 Kanada 15 prósent, eða um 3 miljónir. Og ástandið I ýmsum Evrópulöndum eins og til dæmis Frakklandi og Belgiu er talið vera hliðstætt. Norðurlöndin eru hér ekki undanskilin, þvi Becker- man telur að i Noregi og Sviþjóð séu það þrjú til fimm prósent Ibú- anna, sem búi við lifskjör undir fátæktarmörjiunum. Þessar tölur eru byggðar á rannsóknum, sem geroar voru og upp úr 1970. Vel kann að vera að vaxandi atvinnuleysi hafi gert það að verkum, að ástandið sé ennþá lakara núna. Þegar talað er um fátækt i iðnvæddu, riku löndunum, þá verður að hafa það i huga, að hugtakið lifskjör er m jög afstætt. I þessu sambandi er það auðvitað þannig, að I þessum löndum er það býsna sjáldgæft að fólk verði beinlinis hungurmorða vegna fátæktar. Hinsvegar mættí ef til vill lýsa þessu sem svo, að þetta fólk hafi naumlega til hnifs og skeiðar og enga möguleika á að bæta lifskjör sin svo neinu nemi. Aðrir ibúar búa við allt önnur kjör, sem þetta fólk getur ekki látið sig dreyma um að ná. Ekki er þessi vandi til kominn eingöngu vegna þess að sam- félagið loki augunum fyrir þvi að um fátækt geti verið að ræða mitt i allsnægtunum. Nú kynni einhver að segja sem svo, að i þessum til- vikum ætti að vera nóg að breyta tekjuskiptingunni með tilstilli hinsopinberabannig að styrkir og aðstoð við hina fátæku verði auk- in Verulega frá þvi sem verið hef- ur. Það eitt er bara engan veginn nóg. Félagsleg útgjöld hækka I flestum aöildarrikjum OECD hafa félagsleg útgjöld undanfarin ár hækkað mun meira en nemur hækkun þjóðartekna á mann. 1 Bandarikjunum, Kanada, Bret- landiogá Norðurlöndunum hefur hækkun félagslegra útgjalda I Frá Harlem, blökkumannaborgarhluta I New York — árangur útgjalda til félagsmála lætur á sér standa. prósentum talið verið helmingi hærri en aukning þjóðartekna á mann. 1 OECD hafa félagsleg út- gjöld undanfarin ár hækkað mun meira en nemur hækkun þjóðar- tekna á mann. 1 OECD löndunum voru útgjöld til þessara mála yfir leitt að jafnaði um niu prósent, og ef svc heldur sem horfir, er lik- legt að þau verði komin upp i um tólf prósent af þjóðartekjunum um miðjan næsta áratug. En hversvegna lætur þá árangurinn á sér standa? Beckerman segir að yfirvöld virðist I rauninni ekki sjá kjarna málsins, fátæktina i auðugu löndunum. Meginatriðið i málflutningi hans er að meginhluti þeirra greiðsna sem stýrt er til hinna fátæku,'lendi alls ekki hjá fólki, sem sé raunverulega fátækt. Að- eins þriðjungur fjármagnsins, eða þar um bil, hafni hjá fólki, sem raunverulega þurfi á aðstoð- inni að halda. Beckerman er andsnúinn þeirri hugmynd að eftirlaun eigi að vera i ákveðnu hlutfalli við þær tekjur, er fólk hafði meðan það starfaði i blóma lifsins. Þá heldur hann þvi fram að skattheimta af lágtekju fólki sé allt of mikil i velflestum iðn- væddu löndunum. Ahrif þessarar skattheimtu verði svo þau, að þetta fólk hafi sáralitlar ráð- stöfunartekjur, rétt fyrir nauð- þurftum og illa það i sumum til- vikum, og þvi verði að lita á þetta fólk, sem fátæklinga meðal hinna rikU' (SÞ-Fréttir)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.