Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. ágúst 1978 Meistaramótislands I sundi fór fram I Laugardalslaug um helgina. Þrátt fyrir fæö þátttakenda var mjög hart barist og nokkur góö afrek unnin. Bjarni Björnsson hlaut Pálsbikarinn fyrir besta afrek mótsins 0g Brynjólfur Björnsson og Þórunn Alfreösdóttir settu bæöi tsiands- met. Myndin er af Brynjólfi Björnssyni á verölaunapalli fyrir 1500 metra skriösund en þar setti hann Islandsmet. ljósm: — eik. ísland í 2. sæti í Kalottkeppninni Vilmundur Vilhjálmsson kom til móts viö tslenska liöiö á Kalott. Hann sigraöi örugglega i 100 metrunum. Siguröur Sigurösson varöannar. tslendingar náöu afbragðs árangri á kalottkeppninni sem haldin var i Umeá í Sviþjóö nú um helgina. tslensku stúlkurnar unnu glæsilegan sigur og I karlakeppn- inni varð tsland nr. 2. Þetta dugöi þó ekki nema til 2. sætis þvi Finn- ar unnu; hlutu 8 stigum meira en landinn. Ohætt er að fullyrða að islensku stúlkurnar hafi hreinlega „átt” þennan árangur þvi þær sigruðu glæsilega i kvennakeppninni, hiutu 154,5 stig en næstir komu Finnar með 122,5 stig. Sýna þessir gifurlegu yfirburðir hvilik stór- kostleg gróska er meðal frjáls- iþróttakvenna á Islandi og vist er að enn glæsilegri hefði árangur- inn orðið ef Ingunn Einarsdóttir hefði verið meiten hiln er eins og kunnugt er frá vegna meiðsla. Nokkur mjög góð afrek voru unnin i keppninni af Islendingun- um þrátt fyrir mikinn hita, nær- fellt 30 stig. Sigrún Sveinsdóttir setti Islandsmet i 400 metra grind, hljóp á 64,2 sek. tslendingar náðu almennt mjög góðum árangri i styttri vega- lengdunum. Vilmundur Vilhjálmsson sigraöi bæöi i 100 og 200 metra hlaupi og var skammt frá meti i báðum hlaupunum, hljóp 200 metrana á 21,3 sek (met- ið er 21,3sek) og 100 metrana á 10,4 sek og það gerði Sigurður Sigurðsson einnig en hann var sjónarmun á eftir Vilmundi. Hreinn Halldórsson sigraði örugglega i kúlunni kastaði 19,80; ailur að koma til hann Hreinn okkar; Friðrik Þ. Oskarsson varð að gera sér að góðu 2. sætið bæði I langstökki og þrlstökki, hann stökk 7,23 metra i langstökkinu aðeins 1 cm á eftir sigurvegaran- um og i þristökkinu stökk hann 15,70 metra. Oskar Jakobsson stóð fyrir sinu i köstunum. Hann vann kringlu- kastið á 56,26 metrum. Vissulega söknuðu Islendingar Erlendar Valdimarssonar i köstunum og kom það skýrt fram i sleggju- kastinu, en þar vantaði otóicur hreinlega mann. Hreinn ætlaði aö keppa en kúluvarpið sem fram fór á sama tima varð að ganga fyrir. Til að bjarga stigum brá þjálfari islenska liðsins, Stefán Jóhannsson, sér i keppnina en varð að sjálfsögðu lang-neðstur, enda æfingarlaus með öllu. Hann kastaði 26,34 metra. Af konunum stóðu þær Lára Sveinsdóttir og Lilja Guðmunds- dóttir sig einna best. Lilja sigraði i 800 og 1500 metra hlaupi og Lára vann 100 metra grind á 14,1 sek. Yfirleitt stóðu stúlkurnar fast fyrir sinu og árangurinn var mjög jafngóður sem að sjálfsögðu hef- ur mikið að segja i keppni sem þessari. Greinilegt er á þessari keppni að tsland hefur mikla sigurmöguleika i framtíðinni. tJr- slitin samanlagt urðu sem hér segir: 1. Finnland 348,5 stig 2. tsland 340,5 stig. 3. Noregur 271,5 stig. 4. Sviþjóö 244,5 stig. SK/hól. Skagamenn gefa ekkert eftlr — unnu FH 3:0 tslandsmeistarar Skagamanna ber jast eins og ljón til aö halda i við Val i baráttunni um Islands- meistaratitilinn i knattspyrnu. Eftir tapið fyrir Val fyrr i mótinu töldu margir aö tA — liöiö myndi brotna saman og þaö yröi auð- veldur leikur hjá Val aö vinna sigur i mótinu. Fyrstu leikirnir hjá 1A undirstrikuöu þetta. Þeir áttu i miklu basli á meöan Valur vann hvern leikinn á fætur öörum á mjög sannfærandi hátt. En ekki var þess langt aö biöa aö tA — menn næöu fyrri styrkleika og enn hafa þeir ekki tapað stigi eftir ósigurinn fyrir Val. Sannarlega ótrúlegir yfirburöir hjá þessum risum tslensku knattspyrnunnar. Skagamenn bættu tveimurstig- um i safnið uppá Skaga á laugar- daginn. Andstæðingurinn FH, sem nú er i mikilli fallhættu á deildinni veitti allmikla mót- spyrnu en hafði ekki heppnina með sér. Strax á upphafsminút- unum skoruðu Skagamenn. Þar var um hálfgert sjálfsmark að ræða. Jón Askelsson breytti stefnu boltans eftir skot frá Kristni Björnssyni. Leikurinn var mjög hratt og skemmtilega leik- inn eftir markið og greinilegt að FH-ingar voruekkertá þeim bux- unum að gefa sig. Þeir áttu nokkrar skemmtilegar sóknarlot- ur en allt kom fyrir ekki. Og á 26. min. sannaði Pétur Pétursson hæfni sina er hann skoraði eftir frábæra sendingu frá Kristni Björnssyni. I seinni hálfleik skiptust liðin á sóknarlotum og voru sóknir ÍA öllu hættulegri, þeir Pétur og Kristinn Björnsson sköpuðu oft hættu og Karl Þórðarson er einnig stórhættulegur. Hjá FH var nokk- uð um minni háttar tækifæri en markið eða mörkin létu alveg á sér standa. Ólafur Danivalsson var einna bestur og Janus stóð að venju fyrir sinu. Þá er Asgeir Arinbjarnarson greinilega i framför. Þrátt fyrir allgóðar tilraunir var mark ekki skorað og úrslitin þvi 2:0 1A I vil. —hól. Úrslit í / Urvals deUd 1 dag fer fram einn leikur i Úrvalsdeildinni svokölluðu. Það er leikur Fram og KR en það lið sem sigrar i leiknum kemst i úrslit mótsins. Leikurinn fer fram á Framvellinum og hefst kl. 18.30. Hinn undanúrslita- leikurinn hefur enn ekki farið fram en enn er ekki vist hvaða lið leika hann. Þó er vitað að IBK, Valur og IBA leika um réttinn til að komast i 4-liða úrslitin. —hól Lilja Guömundsdóttir var iöin viö aö hala inn stig. Hún sigraði bæöi i 800 og 1500 metra hlaupi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.