Þjóðviljinn - 09.08.1978, Síða 5
Miðvikudagur 9. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af erlendum v&ttvangi
Fjórum árum eftir
„nellikuby Itinguna" í
Portúgal, þegar samtök
ungra herforingja bundu
endi á nærri hálfrar aldar
fastistaeinræði við gifur-
legan fögnuð mikils þorra
landsmanna, eru menn
ekkert yfir sig kátir í því
landi og margir horfa með
ugg til framtíðarinnar.
Stjórnarkreppa er. Hægri-
öflin, sem báru höfuðið
lágt fyrst eftir „bylting-
una", eru nú fyrir löngu
búin að endurheimta
kjarkinn og gerast æ
kröfuharðari með flokk
sinn, miðdemokrata, í
broddi fylkingar. Þessi
flokkur, sem skipaður er
stuðningsmönnum einræð-
isstjórnarinnar gömlu, var
með Sósíalistaf lokknum i
fráfarandi stjórn en sleit
st jórnarsamstarf inu á
þeim forsendum að stefna
Sósíalistaflokksins væri of
vinstrisinnuð. Og hægri-
menn eru meira að segja
farnir að ráðast á stjórnar-
skrána, sem gerð var eftir
stjórnarbyltinguna, en hún
er í nokkuð svo sósíalískum
anda.
Meöal stjórnmálamannanna
rikir sundrung, sennilega meiri
en nokkru sinni fyrr eftir fall ein-
ræöisins. Og ungu herforingjarn-
ir, sem felldu þaö 25. april 1974
hafa verið sviptir völdum, hér um
bil allir. Þaö er full ástæöa til þess
að óttast um hiö unga þingræöi
Portúgala. Þvi aö stuöningsmenn
Salazars gamla einræöisherra
eru siður en svo valdalausir og
varla siöur viösjárveröir en fyrr,
þótt 1 bráðina komi þeir fram sem
„lýöræðissinnar” á vegum mið-
demókrata. (Fyrst eftir „nelliku-
byltinguna” var hugtakiö
„hægri” svo óvinsælt i Portúgal
að enginn vildi kenna sig viö þaö.
Eanes — stjórnaöi atlögunni
gegn „nellikubyltingarmönnum”
i hernum.
Goncalves — á eftirlaunum.
Carvalho — bannaö aö reöa
stjórnmál opinberlega.
Eanes — kom hvergi
við sögu „nellikubyltingar
innar"
Sömu sökum var borinn einn sá
litrikasti af herforingjum „nell-
ikuby ltingarinnar”, „rauöi
aömirállinn” Rosa Coutinho. Nú
er fyrirhugað aö stefna honum
fyrir rétt. Búist er viö aö hann
veröi einnig settur á eftirlaun.
Spinola gamli hershöföingi,
sem gekk til samstarfs viö
„nellikubyltingarmenn” meö
blessun Bilderberg-klúbbsins,
snerist slöan gegn þeim ogstiöi
samsærisbralli meö hægriöfga-
mönnum, er nú aftur kominn
heim og hefur aftur fengiö hers-
höföingjatign meö fullri viröingu.
Hvort hann ræöur einhverju er
hinsvegar umdeilt, enda kvaö
Leidtogar „nellikubylt-
ingarinnar” áhrifalausir
Hægrimenn reyndu þá aö skil-
greina sig sem miöjumenn i
stjórnmálum).
Tanndregnir
„varðhundar"
Byltingarráöið svokallaöa,
skipaö herforingjum og hafandi
fyrir ætlunarverk að standa vörö
um árangur stjórnarbyltingar-
innar, er að visu enn við lýöi. I
stjórnarskránni eru ráösmenn
kallaöir „varðhundarnir, sem
verja skulu andann frá 25. april”.
Þeir eru 19 talsins og formaður
ráösins er jafnframt forseti
landsins, Antonio Ramalho Eanes
hershöfðingi, sem nú nýveriö setti
Soares forsætisráöherra af á
heldur gerræðislegan hátt og rak
þannig smiðshöggið á þaö aö
koma á stjórnarkreppunni.
Störf Sigrídar
Björnsdóttur vekja
athygli í Finnlandi
Sigríður Björnsdóttir
hélt nýlega einkasýningu í
Finnlandi og hlaut sýning
hennar mjög góða dóma,
Sigríður er þekkt fyrir
störf sín og kennslu meðal
barna á sjúkrahúsum og
hélt hún nokkur erindi um
það ef ni í Finnlandi. Sýndu
blöðin mikinn áhuga á þvi
sem Sigríður fjallaði um
og tóku við hana viðtöl, auk
þess sem hún var beðin að
gera þátt fyrir finnska út-
varpið. Auk þess sem
Sigríður flutti erindi um
skapandi myndlisttil lækn-
inga á sjúkrahúsum, flutti
hún erindi um myndlist
sem endurhæfingu fyrir
afbrotamenn. Þá tók
Sigríður þátt í fyrsta al-
þjóðlega námskeiði fyrir
barnalækna.
Skapandi starf á sjúkrahúsum
er ný grein og i mðtun og hefur
reynst erfitt að fá raunhæfa viö-
urkenningu á henni hjá því opin-
bera. Sigriöur er einn af braut-
ryöjendum á þessu sviöi og hefur
unniö við skapandi starf á sjúkra-
húsum t.d. i Englandi og Skot-
landi og haldiö fyrirlestra um þaö
Sigriður Björnsdóttir
viöa um heim, m.a. i Finnlandi
Indlandi og i Bandarikjunum.
I tengslum viö hiö alþjóölega
námskeiö barnalækna, þar sem
komnir voru saman ýmsir
fremstu barnalæknar heims,
flutti Sigriður erindi um skapandi
starf sem mikilvægan þátt i
barnalækningum. og einnig setti
hún upp sýningu um það efni.
þs
En það er flestra mál aö tenn-
urnar hafi veriö fyrir löngu
dregnar úr „varöhundunum”. Aö
forminu til á þó vald ráösins aö
vera nokkurt. Þaö á aö geta frest-
aö staöfestingu laga, ekki er hægt
að lýsa yfir neyðarástandi nema
með samþykki þess og auk þess á
það aö hafa töglin og hagldirnar i
hernum. Hitt er annab mál hvaö
annt þvi er um árangur stjórnar-
byltingarinnar og hina sósialisku
stjórnarskrá. Þvi aö svo er komiö
aö meirihluti ráösmanna, tiu aö
minnsta kosti, eru ekki úr hópi
„nellikubyltingarmannanna”,
heldur i ráöiö komnir aö tilstuöl-
an Eanesar forseta og lúta boöi
hans og banni, sem gerir að verk-
um að hann hefur ráöiö þvi sem
næst 1 vasanum.
Antunes og Carvalho
Fyrirliöi minnihlutans i ráöinu
er Melo Antunes majór, sem
tók þátt i stjórnarbylt-
ingunni. Hann er sagöur
standa nálægt Soares forsætis-
ráöherra og leiötoga Sósialista-
flokksins i stjórnmálum, en báöir
telja þeir sig marxista. Antunes
er formaður nefndar, sem fylgj-
ást á meö þvi aö stjórnarskránni
sé framfylgt. Eftir stjórnarbylt-
inguna gagnrýndi Antunes rót-
tækari félaga sína fyrir gerræöis-
legar ráöstafanir, en spurning er
hvort hann er ánægöari meö
kringumstæðurnar nú.
Allir atkvæöamestu leiötogar
stjórnarbyltingarmanna hafa
fyrir löngu veriö sviptir áhrifum.
Þeirra hvaö róttækastur var tal-
inn Othelo de Carvalho, fjölda-
sjarmör og skipuleggjandi góöur,
sem talinn er hafa verið heilinn á
bak viö valdatökuna 25. aprll.
Hann var lækkaður I tign i hern-
um og sat I fangelsi um skeið. Nú
er hann leiðtogi litils vinstri-
flokks, en er bannaö aö láta i ljós
opinberlega skoöanir á stjórn-
málum. Vasco Lourenco, sem tók
viö af Carvalho sem yfirmaöur
hersins i Lissabon og nágrenni,
var sviptur þeirri stööu i
vor og var hann sá slðasti
af leiötogum apriluppreisnarinn-
ar 1974, sem haföi herstjórn á
hefidi. Hann var jafnframt lækk-
aður úr tign hershöföingja i
majórstand.
„Valdaránstilraun"
1975
Aö Carvalho frátöldum var
Vasco Goncalves þekktastur af
leiötogum „nellikubyltingar-
manna”. Hann varö forseti
Portúgals nokkru eftir að Spinola
hershöföingi, sem uppreisnar-
menn höfbu á oddinum fyrst,
haföi verið staöinn aö samsæris-
bralli viö hægrimenn og flúiö
land. Undir forustu Goncalvesar
voru innleiddar flestar þær um-
bætur, sem hægrimenn vilja nú
fyrir hvern mun fá afnumdar:
landbúnaöarumbætur, þjóönýt-
ingar á bönkum og sumum iön-
fyrirtækjum.
1 nóvember 1975 var endir
bundinn á vinstrisveifluna i
Portúgal og vinstrimenn i hern-
um sviptir áhrifum. Þeir voru
sakaöir um tilraun til valdaráns,
en óljóst er hvort svo var i raun og
veru eöa aö hægrimenn lugu þvi
upp á þá til aö fá átyllu til aö
klekkja á þeim. Sá sem þá haföi
forustu fyrir hægrimönnum i
hernum var núverandi forseti,
Ramalho Eanes. Hann og félagar
hans sökuöu Goncalves um aö
vera i vitorði meö „valdaræningj-
unum”. Goncalves var sviptur
bæöi forseta- og hershöföingja-
tign og settur á eftirlaun.
hann allmjög tekinn aö gamlast.
Eini herforinginn, sem fær i
raun og veru aö láta aö sér kveða
i Portúgal i dag, er Eanes forseti.
Hann átti engan hlut ab „nelliku-
byltingunni” og fáir vissu aö hann
var til fyrr en hann skaust upp á
yfirboröiö i nóvember 1975, þegar
vinstrimenn i hernum voru brotn-
ir á bak aftur. Hann var þá fyrir
nokkrum mánuöum kominn heim
úr herþjónustu i Angólu. Rúmu
hálfu ári siðar var hann orbinn
forseti. Hann er sagöur stefna aö
þvi aö efla vald Portúgalsforseta
til jafns viö það sem Frakklands-
forseti hefur — aö minnsta kosti.
dþ.
AB A VESTURLANDI
Þórsmörk
11.-13. ágúst
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vest-
urlandi verður i Þórsmörk i ár. Verður
dvalist þar helgina 11.-13 ágúst.
Góðir leiðsögumenn verða með i ferð-
inni. Farið verður frá Akranesi föstudag
11. klukkan 14.30 og frá Borgarnesi kl.
16.00.
Þessir taka við þátttökutilkynningum:
Akranes: Jóna ólafsdóttir simi 1894
Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson
s. 7190 Og 7122
Hvanneyri: Rikharð Brynjólfsson
s. 7013
Búðardalur: Kristjón Sigurðsson
s. 95-2175
Hellissandur: Sæmundur Kristjánsson
s. 6767
Grundarfjörður: Ragnar Elbergsson
s. 8715
Reykjavikursvæðið: Engilbert Guð-
mundsson. s. 81333 Gisli ól. Pétursson
s. 42462
Skráið ykkur sem fyrst.
Verð 4500-5000 kr.
Allir velkomnir