Þjóðviljinn - 09.08.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. ágúst 1978 Aðeins um 2000 manns sóttu Rauðhettu heim um að þessu sinni, um helm- ingi færri en i fyrra. Rauðhettumótið var nú haldið í þriðja sinn og nýjabrumið því farið af samkomunni, en engu að síður var aðsóknin minni en áætlað var. Mun færri viröast hafa sótt útiskemmtanir um þessa versl- unarmannahelgi en oft áöur, þrátt fyrir gott veöur um allt land. Kannski má kenna of miklu framboði um, enda voru útiskemmtanir mjög vlöa og einnig þvi að þjóðhátiðin lenti á sömu helginni. Aberandi var einnig að unglingar sóttu á staði, þar sem ekkert var um að vera eins og t.d. Laugarvatn, og fóru þaðan i sætaferðum á böll i nágrenninu, Arnesog Aratungu. Rauðhettumótið einkenndist þvi af meiri rólegheitum en vant er; veðurguðirnir voru hagstæð- ir og ekki er hægt að kenna skemmtidagskránni um litla aðsókn, enda voru þarna saman komnir margir bestu skemmtikraftarnir i bransán- um. Skemmtiatriðin voru vel sótt af krökkunum og var þeim ágætlega vel tekið. Dansaö var á tveimur pöllum og diskótek var i stóru tjaldi. Brunaliðið spilaði öll kvöldin, Tivoli lék laugardags- og sunnudagskvöld ásamt Fjörefni, Basil fursti tróð upp á föstudagskvöldinu og Mannakorn, Þursaflokkurinn, Megas, Baldur Brjánsson, Rut Reginalds og þýsku ræflarokk- ararnir voru einnig með i spil- inu. A svæðinu var einnig hesta- leiga, bátaleiga, þúfubió og Þetta er Amma hennar Rauöhettu, stærsta sjoppan á staönum. Rusliö flýtur út um allt og vist er aö skátarnir hafa nóg aö gera á næstunni viö aö hreinsa til. Aberandi var þó,að nær engin glerbrot voru á öllu svæöinu, enda var aöeins selt gos I dósum en ekki i glerflöskum. Eitthvaö hefur nú veriö boröaö af samlokum hér i gær, — gætu þessi veriö aö segja. Myndin sýnir kamarhreinsarana á Rauðhettu að störfum. Aöeins um 2000 ungmenni sóttu Rauöhettumótiö aö þessu sinni, helmingi færra en i fyrra. Rauöhetta ’78 Pönkið virðist hafa haft einhver áhrif á þennan kranamann, sem vakti kátinu Rauðhettugesta. t glampandi sól og sumri fylgdust gestir Rauöhettu meö skemmtiatriðum á laugardeginum. náárœ' : fti ■ ** Keppt var i nýjustu iþróttagreininni, og kysstust sigurvegararnir I 6 klukkutima keppninni og gefiö var 5 minútna hlé á hverjum klukkutima. margt fleira var við að vera i góða veðrinu. Starfsmenn Rauðhettu voru um 200 og unnu þeir á vöktum við allt sem til féll. Þá voru einnig löggæslumenn og læknar á staðnum og Hjálparsveit skáta i Reykjavik sá um slysa- vaktir. Sem betur fer fór allt vel fram og þessir starfsmenn höfðu litið að gera, nema hvað löggan átti annrikt við að hella niður vini á föstudeginum. Gengu laganna verðir svo vasklega fram i þessum að- gerðum sinum að varla sást vin á mönnum á sunnudagskvöld- inu. Einstaka þurfti þó að taka úr umferð vegna ölvunar, en til þess var á staðnum Hótel Hressó, þar sem menn fengu súpu og aðhlynningu meðan rann af þeim. Myndir tók Orn ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.