Þjóðviljinn - 09.08.1978, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 9. ágúst 1978
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í
Hafnarfirði, Garðakaupstað •
og Bessastaðahreppi í ágúst
og september 1978.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miövikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miövikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miövikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriöjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
14.8. G-5851 til G-6000
15.8. G-6001 til G-6150
16.8. G-6151 til G-6300
17.8. G-6301 til G-6450
18.8. G-6451 til G-6600
21.8. G-6601 til G-6750
22.8. G-6751 til G-6900
23.8. G-6901 til G-7050
24.8. G-7051 til G-7200
25.8. G-7201 til G-7350
28.8. G-7351 til G-7500
29.8. G-7501 til G-7650
30.8. G-7651 til G-7800
31.8. G-7801 til G-7950
1.9. G-7951 til G-8100
4.9. G-8101 til G-8250
5.9. G-8251 til G-8400
6.9. G-8401 til G-8550
7.9. G-8551 til G-8700
8.9. G-8701 til G-8850
11.9. G-8851 til G-9000
12.9. G-9001 til G-9150
13.9. G-9151 til G-9300
14.9. G-9301 til G-9450
15.9. G-9451 til G-9600
18.9. . G-9601 til G-9750
19.9. G-9751 til G-9900
20.9. G-9901 til G-10050
21.9. G-10051 til G-10200
22.9. G-10200 og þar yfir.
Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnar-
firði frá kl. 8.15 til 12.00 og 13.00 til 16.00
alla framangreinda skoðunardaga.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. At-
hygli skal vakin á þvi að skráningarnúmer
skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferða-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna
1 jósastillingar vottorð.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga
að máli.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og
Garðakaupstað.
Sýslumaðurinn i Kjósasýslu, 8. ágúst 1978.
Einar Ingimundarson
Innskriftarborð -
Vélritun
Blaðaprent h.f. óskar eftir að ráða starfs-
kraft.
Góð islensku- og vélritunarkunnátta nauð-
synleg. Uppl. i sima 85233.
tl n apa
Q renr
LAUS STAÐA
Staða ritara í skrifstofu Æfinga- og tilraunasköla Kenn-
araháskóla tslands er laus til umsöknar.
Laun samkv. iaunakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, Reykjavík, fyrir 15 ágúst n.k. — Nánari upplýsing-
ar um starfiö eru veittar í skrifstofu Æfingaskólans.
Menntamálaráðuneytið,
4. ágúst 1978.
Patreksfjörður
Vestfirskar konur þinga
Samband vestfirskra kvenna
hélt sinn aöalfund á Patreksfiröi
2. og 3. júni sl. Fyrri daginn skil-
uðu fulltrúar starfsskýrslum fé-
Iaga sinna, sem sýndu hina
miklu starfsemi, sem fram fer á
vegum kvenfélaganna, sérstak-
lega I liknar- og mannúðarmál-
um. Einnig ber þar hátt um-
hyggju fyrirýmsum stofnunum,
svo sem kirkjum, elliheimilum,
sjúkrahúsum o.fl.
I sambandinu eru nú 14 félög
með um 720 félögum.
Gestir fundarins voru: Sigur-
laug Bjarnadóttir, alþm., og
Sigriður Haraldsdóttir, ráðu-
nautur Kvenfélagasambands
Islands. Sigurlaug flutti erindi á
fundinum, sem hún nefndi: Við-
horf til skólamála.
Að erindinu loknu urðu miklar
umræður um efni þess og sið-
an voru eftirfarandi ályktanir
samþykktar:
1. Aö starfsemi grunnskóla i
kauptúnum veröi samræmd i
sjö og hálfan mánuð.
2. Að starfskynning verði fast-
ur liöur i efstu bekkjum grunn-
skóla, og skal hún vera mjög
ýtarleg.
3. Að próf skuli ekki lögð niður
en mati þeirra breytt þannig, aö
vinna nemenda yfir veturinn
veröi rétt metin, en ekki ein-
göngu eölisgreind einstakra
nemenda.
4. Að skora á fræðsluyfirvöld i
landinu, að tryggð veröi fram-
kvæmd þingsályktunartillögu
um tónmenntafræðslu i grunn-
Nýr
slökkvi-
bíllá
Sudur-
nes
Brunavarnir Suðurnesja eiga
nú i vændum nýjan slökkvibil.
Er hann af Ford-gerð og svipar
mjög til þess bfls, er slökkviliðið
fékk áriö 1973.
Billinn er meö háþrýstidælu,
sem dælir 750 gallonum á min-
útu og ber 3 tonn af vatni.
Brunavarnir Suðurnesja eiga
einn tankbil, sem ber 12 tonn af
vatni. Er hægt að tengja hann
við slökkvibilinn og hefur
slökkviliöiö þá til umráða 15
tonn af vatni. Fjórar rúllur eru
á bilnum með slöngum, sem
fljótlegt er að vinda niður. í
biínum er og rúm fyrir 600-800
m. af lausum slöngum, sem
hægt er að tengja saman ef
langt er i vatnsból, auk þess
sem skáparými er fyrir nauð-
synleg tæki til slökkvistarfa.
Billinn kostaði um 20 milj. kr.
Fyrir eiga Brunavarnir 3 dælu-
bila, 1 tankbil og 1 tækja- og
mannflutningabil.
Svæði Brunavarna Suður-
nesja nær frá Garöskaga til
Hafnarfjarðar og að þeim
standa fimm sveitarfélög á Suð-
urnesjum: Keflavik, Njarövik,
Vogar, Garður og Hafnir.
(Heim.: Suðurnesjatiðindi).
—mhg.
skóla, sem samþykkt var á slð-
asta alþingi.
5. Aö héraðsskólum verði
tryggður starfsgrundvöllur meö
áframhaldandi framhaldsnámi
eftir grunnskóla til þess að
koma i veg fyrir fólksflutninga
úr héraði. Einnig veröi ráðið
starfsfólk við héraðsskólana,
sem hafi þaö starfssvið, að vera
nemendum nokkurs konar fóst-
urforeldrar.
6. Að beina eindregnum til-
mælum til fræðsluyfirvalda, að
þeim ákvæöum, sem i gildi eru,
samanber grunnskólalög, um
kennslu i heimilisfræðum i
grunnskóla, sé framfylgt af
fremsta negni eftir þvi, sem tök
eru á á hverjum stað. Einnig að
unnið verði markvisst gegn
þeirri óheillaþróun, sem orðið
hefur i málum húsmæðraskól-
anna i landinu.
Telur fundurinn að stefna beri
að þvi aö endurskipuleggja starf
þeirra, eftir þvi, sem hentar á
hverjum staö i stað þess að
leggja þá niöur. Einnig aö sú
menntun til munns og handa,
sem þar er veitt á lengri eöa
skemmri tlma (námskeiðum),
sé metin með tilliti til fram-
haldsnáms á hússtjórnarbraut.
Sigriður Haraldsdóttir kynnti
störf Kvenfélagasambands Is-
lands og skiröi sýningu þá, sem
hún setti upp i sambandi við
fundinn: Börnin og umhverfið.
Meöal annarra mála er rædd
voru, voru málefni aldraöra og
heilbrigðisþjónusta á Vestfjörð-
um.
Alvarleg óánægja og gagnrýni
kom fram á sjónvarpið varð-
andi glæpa-, morö- og sora-
myndir og þætti sem þar eru
sýndir og flæddu inn á hvert
heimili.
Fundinn sátu 35 konur af sam-
bandssvæðinu en það spannar
yfir frá innstu hreppum Djúps-
ins og vestur á Barðaströnd.
Formaður er frú Þorbjörg
Bjarnadóttir, skólastjóri á ísa-
firði.
Kvenfélagið Sif á Patreksfirði
tók á móti fundinum af mikilli
rausn á öllum sviðum.
þb/mhg
Stjórn Iðju, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri, kom
saman til fundar um miðjan
þennan mánuð og lét frá sér
fara svohljóðandi álitsgerð:
,,A stjórnarfundi I Iðju, félagi
verksmiðjufólks á Akureyri,
sem haldinn var 14. júli 1978
voru teknir fyrir til umræðu þeir
erfiðleikar, sem steðja nú að
hverskonar iðnaðarframleiðslu
I landinu, vegna hins gegndar-
lausa innflutnings erlends iðn-
varnings og hinnar ört vaxandi
innanlands verðbólgu, sem nú
er að tröllrfða öllum atvinnu-
rekstri og afkomu aimennings.
Stjórn Iðju lítur svo á, aö
brýna nauðsyn beri til, meö til-
liti til atvinnuöryggis iönverka-
fólks, að takmarka svo sem
frekast má innflutning iönaöar-
vara, sem fluttar eru inn I land-
ið til samkeppni viö Islenskan
iðnað. Sérstaklega ber að hafa I
huga að banna eöa draga veru-
lega úr innflutningi á skófatn-
aöi, vinnufötum og öðrum
hlífðarfötum, sem islenskur iön-
aður getur framleitt og stenst
samanburö um verð og gæði.
vor.
Stjórn Idju á Akureyri
Ándmælír
hóflausum ‘
innflutningi
iðnaðarvara
Stjórnin bendir einnig á, að á
sl. 10-20 árum hafa oröiö stór-
kostlegar framfarir i vélabún-
aði iðnaöarins, húsakosti hans
og tæknimenntun, allt byggt á
þvi grundvallarsjónarmiði, að
geta séð landsmönnum fyrir
nauðsynjum i þessu efni og
spara gjaldeyri og auka at-
vinnumöguleika i landinu.
Það er þvi hörmulegt til þess
aö vita, aö islensk stjórnvöld
skuli af ráðnum hug leyfa ótak-
markaðan innflutning á iðn-
aðarvörum og skapa með þvi
rekstrarerfiðleika og i sumum
tilfellum algera lömun iðnaðar-
ins, sem hefur i för með sér, að
hundruöum iönverkafólks hefur
veriö sagt upp störfum og óviss-
an er framundan.
Stjórn Iöju skorar þvi á
stjórnvöld að taka hér upp nýja
stefnu, sem marki þau sjónar-
mið, að efla islenskan iðnað og
veita honum þá aðstööu og vaxt-
armöguleika, að landsmenn all-
ir geti sem best búiö að sinu nú
og I framtiðinni.”
—mhg
f
r
Umsjón: Magnús H. Gislason