Þjóðviljinn - 09.08.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1978, Blaðsíða 6
, 6 StÐA — ÞJODVILJINN jlVliftvikudagur 9. ágUst 1978 Flateyjarbók fundin HENRIK LUND HEILRÆÐI HREYSTI, FEGURÐ, MÁTTUR HALLGRÍMUR JÓNSSON ÍSLENSKAÐI REYKJAVÍK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG MCMXXVII Flateyjarbók er f undin. Að vísu ekki þessi gamla, fræga skrudda, heldur mun merkari bæklingur frá því herrans ári 1927. Bókin ber nafnið Heilræði og er ef tir norskan rithöf- und og umbótamann, Henrik Lund að nafni. Þessi bæklingur hefur verið týndur í öll þessi ár, en einu velktu eintaki skáut upp í Flatey á dög unum og var það sent samstundis til ritstjóra Notaðs og nýs. Heilræðin eru mörg og þvi úr vöndu að ráða, en við munum birta þessar ábendingar um hreysti, fegurð og mátt eftir bestu getu í f ramtiðinni. Henrik Norðmaöur varar mjög við kjöti og bendir á ýmsa vankanta á þeirri fæðu. Hann segir svo: Gallar kjötsins. 1. t>að hefir i sjer eiturefni. 2. Það æsir, og menn neyta þess i óhófi. 3. Það vekur vfnlöngun. 4. Það eykur æxiunarhvöt. 5. Það gerir manninn grimman og taugaóstyrkan. 6. Það gerir menn gráleita og hvorfna. 7. Það fyllir likamann eiturefn- uin og orsakar gigt og aðra kviila. 8. Það er orsök Hfláta og annara mannlegra svivirðinga. 9. Það er orsök hörmunga i dýrarikinu. 10. Konur mjólka illa af kjöti, og mjólkin er óholl. 11. Kjöt er fóstrum skaðlegt, höfuð þeirra verða stór og fæð- ing erfið. 12. Það er dýr fæöa. 13. Það getur flutt neytanda sýki, sem dýrið haföi. 14. Það heldur sjer illa og skemmist fljótt. 15. Það gerir mann lata og svefnuga. Þá veit fólk það. Þarna sann- ast enn einu sinni hve fáránleg stefna Alþýðubandalagsins er i landbúnaðarmálum. Mönnum er nær að hlusta á rödd Henriks gamla Norðmanns, sem vissi betur. Eða eins og hagyrðingur- inn sagði: ,,Ég gef fret i ket.” öllum áhugamönnum um heilsurækt, hreysti, fegurð og mátt er bent á að hafa augun op- in. Meira frá Henrik Lund er i vændum. lieilsudeild NoN. þlÓDVIUINN fyrir 40 árum Læknirinn: Góðan daginn frú, hvernig liður yður? Frúin: Mér liður ágætlega. Læknirinn: En manninum yð- ar? Frúin:Sömuleiðis. Læknirinn: En börnunum? Frúin: Læknirinn verður að fyr- irgefa að við erum öll sömul frisk. ** Hvað er þetta, þú ert kominn i nýjan frakka. Já, ég skal segja þér hvernig það vildi til. Ég gat nefnilega ekki komið með gamla frakkann lika heim úr veitingahúsinu. ** Tveir stúdentar voru að ræða saman um hvernig þeir ættu að eyða kvöldinu. Loks urðu þeir ásáttir að varpa hlutkesti um hvað gera skyldi og kasta upp 5- eyringi: ** ,,Ef krónan kemur upp, förum við i bió. Komi hin hliðin upp lörum viö á dansleik, en ef pen- ingurinn kemur niður á rönd sitjum við heima og lesum.” Breiðablik Þjóðviljans, þriöju- daginn 9. ágúst 1938. Ólafsvaka á Þingvöllum Aumt er að vera utan stjórnar umhverfis sálarþokan dimm. Framsókn ei krafin meiri fórnar fallnir eru þeir réttir fimm lllt er a tarna elsku Geir ekki getum við stjórnað tveir. Hvernig á réttan veg að rata rutlið þegar að á mann fer Nú væri hægt að nota krata neyðarráðstöfum samt það er ill nauðsyn er nú þetta Geir ekki getum við stjórnað tveir. Allt ber þetta að sama brunni Benediktsráð á okkar svið gamlir kratar á nýjum grunni gengislækkunar úrvalslið Allt nema Vilmund elsku Geir ekki getum við stjórnað tveir. Á.A. Um ástalíf í hamrahöll Kratapíslir kúventu í kenningunni. Viðreisnar í vanaböndum vængstýfðir af íhaldshöndum. Eiga von í Ihaldssængur ástalífi. Framsókn þar til fóta lúrir falleruð og dösuð kúrir. Afbrýðin er ofarlega i beggja blóði. í Heiðnabergsins hallar sölum hjákonurnar þjást af kvölum. Báðar elska Heiðnabergsins hamraþursa. Um hylli hans þær bljúgar biðja sitt bænakvak í verki iðja. SkE FERDiNAND Eftirfarandi umsókn er gott dæmi um næma tilfinn- ingu fyrir nánasta umhverfi og ástá Utbreiddasta húsdýri Islendinga, bilnum. Hér kemur umsóknin. Umsækj- andi er Gisli Jónsson menntaskólakennari. „Að forðast nauðgun” A þjóðveginum finnst best að billinn er ekki skynlaus. Sist af öllum sjálfskiptir bil- ar. Þeir eru einkennilega næmir á menn og möl. MQli min og bilsins hans tengda- föður mins hefur myndast einhvers konar trUnaðar- samband. Það er erfitt að lýsa þvi, en ég finn þetta glöggt, og þetta er alveg nauösynlegt, einkum á lang- leiðum. Blllinn finnur að ég bertraust tibhans. Hann finn ur að ég hugsa hlýtt til hans, og hann kann að meta vænt- umþykju. Hann finnur að ég forðast eins og eldinn að nauðga honum, og það þykir honum mikilvægast af öllu. ....Við erum i albestu sam- bandi eftir svona sex-átta tima linnulitla ferð. Ég er ennþá óþreyttur, upplagöur og bjartsýnn. Hann oröinn mátulega heitur og rennur áfram áreynsiulaust, gengur fýrir loftinu einu, heldur bensinvisinum kyrrum kiló metrum saman. Hann gætir þess vandlega að láta ekki springa á sér, dettur ekki I hug að slita viftureimina og gætir gírskiptingarinnar eins og sjáaldurs ljósa sinna. Ef ég skynja ekki beygjur og brekkur, holur og hnjóska I tæka tið, þá er hann vis að láta mig einhvern veginn vita hvað i vændum er. Við erum alveg einhuga i þvi að allt skuli ganga vel. ....En eins og þreyttur hestur pissar sem fastast eftir of langan áfanga milli áninga rstaða, þá rennur allt I einu myndarlegur oliu- lækur undan bílnum, þegar staönæmst hefur verið á snyrtílegu hlaöinu á Flóka- lundi og ég er að hugsa um að hraða mér inn i hlýjuna og kræsingarnar, en vinur minn stendur einn og yfirgefinn I vesta nrosanum sem þeysir Ur og gjósti inn yfir flóann. Svona er mannskepnan en við sættumst á morgun. Páll er strax búinn aö panta okkur dýralækni. (Visir 29/7) Ályktun: Inngönguheimild veitt! Með ást, Hannibai ö. Fannberg formaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.