Þjóðviljinn - 09.08.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 09.08.1978, Side 7
Miðvikudagur 9. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Vid hernámsandstæðingar verðum að vita hvar viö stöndum, Ef Alþýðubandalagið er fáanlegt til að semja um eitthvað i þessu máli, og þá eingöngu til bráðabirgða, þá hvað? Jon Thor Haraldsson 55 Eitthvað minna”? „Hernámsandstæðingar i Al- þýðubandalaginu, sameinixt!” Það mætti ætla eftir borgara blöðunum að þessi verði næsta krafa dagsins á „vinstrivæng” eins og þaö heitir með tizkuorði. Þess er heldur ekki að dyljast, aönd hafa þeir hlutir komið upp á yfirborðið i flokknum að við verðum að fara að ræða málin opinskátt. Föstudaginn 21. júli, meðan almennur blaðalesandi mátti ætla að allt stefndi óðfluga að vinstri stjórn, spurði margur maðurinn sig hvað væri að ger- ast þegarhann sá fjórdálka fyr- irsögn i „Morgunblaðinu” svo- hljóðandi: „Alþýðubandalag vill breytingar á fjárhagslegum tengslum við Keflavlkurvöll”. Undirfyrirsögn var hin athygl- isverðasta: „Sveigjanlegra i varnarmálumen búiztvar viö”. Eitthvað hefur „Þjóðviljan- um” þótt ástæða til að minnast á þessi mál þvi að þennan sama dag ræðir hann i leiðara um vinstri stefnu en lýkur þeim hluta leiöarans á þvi að „ein- angra” þurfi herinn og skera á öll efnahagsleg tengsl við her- stöðina á meðan hún sé hér, en stefna að þvi að landið verði herlaust eins fljótt og hersamn- ingurinn leyfir. Svona höfum við sósialistar ekki oröað kröfur okkar i hernámsmálunum hing- að til Daginneftir, laugardaginn 22. jáli, hét fyrri leiöari „Morgun- blaðsins” að sjálfsögðu „Al- þýðubandalagið leggur blessun sina yfir varnarliðið” og þóttist ritstjóri bersýnilega hafa him- in höndum tekið.Ekki mótmælti „Þjóðviljinn” á laugardag i leiðara skrifum „Morgunblaös- ins” um „sveigjanleik” Alþýðu- bandalagsins í hernámsmálun- um, hann var meinlaust ofan- þindargutl um skipasmíöar og járnblendi. Aftur á móti Itrekaði Svavar Gestsson i forsiðuviðtali rundvallarkröfuna um brottför ersins, það væri bráðabirgða ráðstöfun að höggva á öil efna- hagstengsl hersins við islenzkt þjóðlif meðan verið væri að koma honum Ur landi. Það var raunverulega ekki fyrr en á þriöjudag 25. júll sem „Þjóðviljinn” tók á þessum málum. 1 leiðara þá segir að hálft annað ár þurfi samkvæmt hersamningnum að liða frá þvi krafizt sé brottfarar hersins og þangað til Bandarikjamönnum sé skylt að vera komnir á burt. „Þjóöviljinn” segir: „Hvaö áað gera i málefnum herstöövar innar á slikum biðtima? A allt að vera óbreytt eöa á aö undir- búa brottförina með einangrun herstöðvarinnar? Það er mál- ið”. Leiðarhöfundur hefur á þessu stigi málsins ekki vitað þaö sem mér varð um svipað leyti full- kunnugt, aö kratarnir höfðu i fyrsta lagi alls ekki fallizt á uppsögn hersamningsins, eins °g þh mátti lesa úr leiðaranum, og i öðru iagi að forysta flokks- ins var tilbúin aö faila frá kröf- unni um uppsögn samningsins og brottför hersins á kjörtima- bilinu gegn margumræddri „einangrun”. Nú hef ég aldrei verið einn i þeirra hópi sem sjá ýmist svart eða rautt þar sem flokksforyst- an er ( en að visu stundum grátt). Það kom lika fram á deildarfundi á þriðjudags- kvöld, þar sem kom einn al þingismaðurinn, að þingflokk- urinn telur sig réttilega ekki hafa umboð til að semja um annað en brottför hersins. Ef eigi aö semja um „eitthvað minna” eins og það var orðað verði stofnanir flokksins, m.r.. flokksráð.að taka þá ákvörðun. En það er sem sagt komið á daginn að „þetta minna” sem flokksforystan er að fengnu leyíi íáanleg til að semja um er einangrun hersins, þá sem fyrsta skrefið i brottför hans, þótt þaö sé ekki tekið fram sér- staklega og samningnum ekki sagt upp. Sjálfur er ég logandi hræddur við hugmyndina, girð- ingar hafa lekiðfyrr og hræddur er ég um að erfið verði fram- kvæmdin. Aðrirflokksmenn eru hugmyndinni fylgjandi. Þaurök sem ég hef einkum heyrt eru þau að ef takist með öllu að ein- angra herinn muni það breyta mjög öllum viðhorfum Islend- inga til hans og auk þess kunni svo að fara að Bandarikja- mönnum þyki herstöðin ein- faldlega ekki svara kostnaöi, þurfi þeir að ala sig að öllu leyti sjálfir. Hvernig sem þvi er farið, þetta verðum við að ræða i okk- ar röðum og komast að niöur- stöðu. Þessi hugmynd hefur þegar verið túlkuð sem undan sláttur og svik i blöðum and- stæðinganna, það getum við lát- ið okkur i léttu rúmi liggja. En viö hernámsandstæðingar verö- um að vita hvar við stöndum. Ef Alþýðubandalagið erfáanlegt til að semja um eitthvaö i þessu máli, og þá eingöngu til bráða- birgöa, þá hvaö? Sé þaö ekki meö öllu ljóst gæti þetta mál eitraö allt andrúms- loft I okkar rööum. Og þá kynni svo aö fara að við eignuðumst hugtök eins og „hernámsand- stæðingar i Alþýðubandalag- inu”. Jdn Thor Haraldsson Garðar Mýrdal eðlisfræðingur V ísi ndastvrkir NATO á Islandi Flestum er eflaust ljóst, að náið samband er á milli visinda- og tækniframfara annars vegar og vigbúnaðar- brjálæðisins i veröldinni hins vegar. Vopnaiðnaður og her- foringjar stórvelda hafa yfirleitt náð á ótrúlega stuttum tima að mis- beita tækniframförum i þágu manndrápstækn- innar. Augljósasta dæmið um þetta er liklega kjarn- orkuvopnaframleiðslan, sem kom i kjölfar stór- stigs þekkingarauka i eðlisfræði á fyrri hluta þessarar aldar. Það er augljóst hve helsjúkt það samfélag manna er, sem sóar öllu þvi hugviti og f jármaghi i vigbúnaðarbrölt, sem ella gæti leyst mörg stærstu vandamál mannkynsins, s.s. hung- ur, vanþekkingu, félags- legt misrétti o.s.frv. Ég ætla mér ekki i stuttri blaða grein aö reyna að greina, hvernig orsaka samfélagssjúkdóms þessa er að leita I eðli og útþensluþörf auömagns og ekki geri ég um- fangi á misnotkun striðshöfðingj- anna á visindaþekkingu nein tæmandi skil i stuttu máli. I grein þessari vil ég f jalla lítil- lega um þann hluta af ásælni NATO eftirvöldum á Islandi, sem felst i styrkveitingum hernaðar- bandalagsins til visindastarfa á Islandi. Ég vil þó byrja á að nefna dæmi um misbeitingu á nýrri visinda- og tækniþekkingu frá striðs- rekstri bandariska hersins i Indó- kina og er heimild min breska visindaritið .jNature”, hefti 271 frá 16. febr. 1978. Flísasprengjur og eiturhernaður í grein sem birtist I þessu hefti „Nature” er m.a. minnst á flisa- sp-engjur þær, sem bandaríski herinn beitti I Viet Nam og voru svo hugvitsamlega hannaðar að ekki var unnt að nota röntgen- myndatöku, til að finna flisar frá þeim i holdi manna. Tilgangur slikrar sprengju er væntanlega aö valda meiri kvöl- um en með málmflisasprengjum og gera hjúkrunarstörf erfiðari. Aöallega fjallar þó greinin i „Nature” um áhrif eiturhernaðar bandariska hersins i Viet Nam, en á árunum 1961-1971 dreifðu bandariskar herflugvélar 50 þús. tonnum af efnablöndum, sem innihéldualls ca. 100 kg. afefninu „DIOXIN” yfir skóga og akur- lendi i Indókina. Eitrið „DIOXIN” kom m.a. við sögu i heimsfréttum, þegar efna- verksmiðja i Seveso, nærri Milanó á N-ltaliu sprakk 10. júli 1976 og nokkur kg. af „DIOXIN” dreiföust um nágrennið. Ekki eru öll áhrif af efninu þekkt, en þó er ljóst að það veldur m.a. húðsjukdómum, krabba- meini ýmis konar, fóstursköðun og það gerir land óhæft til rækt- unar um áratuga skeið. Ahrif af slikri misbeitingu á þróaðri visindaþekkingu i striös- rekstri USA veldur enn i dag hörmungum i Viet Nam og stór- felldum vanda við endurreisn efnahagslifs þess striðshrjáða lands. „Nature” vitnar til visinda- manns, sem rannsakar áhrif „DIOXIN”s á vegum viet- namskrayfirvalda, dr. Tran Tri, um að óliklegt sé að vestrænir visindamenn fái aðgang að niður- stöðum hans. Þetta kemur til af að út frá reynslu sinni hafa Vlet- Namar þá rökréttu afstöðu til vis- indamanna á Vesturlöndum, að þeir séuhlutiaf vestrænu hernað- arvélinni. Bandariski herinn var m.a. að gera tilraun með áhrif eiturs á likami og akurlendi Viet- Nama. Ef sá sami bandariski her fær nú aðgang að niðurstöðum frá tilraunum þessum, þá getur hann endurbætt eiturefna-hertækni sina. Þessi dæmi úr „Nature” frá Viet Nam-striðinu sýna að það eru ekki einungis menn á raun- visindasviðum eins og eölisfræði og efnafræði, sem þurfa að kann- astviðstöðu sina og ábyrgö gagn- vart hergagnaframleiðslu. Lif- fræðingar, vistfræðingar, sál- fræðingar, félagsfræðingar o.fl. þyrftu að átta sig betur á stööu sinni og hlutverki i þessu sjúka þjóðfélagi, og afhjúpa það eftir bekkingu sinni og getu. NATO fjármagn i vísindum Væntanlega verða þó enn um sinn margir visindamenn, sem velja að telja sjálfum sér og öðr- um trú um að visindin séu „ópóli- tisk” og „hlutlaus” og þróun vis- inda sé aö mestu óháð þjóöfélags- legum átökum. Flestir hljóta þó að kannast við að rannsóknarstörf eru háö þvi fjármagni, sem til þeirra er veitt. Það má vera ljóst, að það er hvorki tilviljun né heldur „ópóli- tiskur menningarlegur áhugi”, sem veldur þvi að hernaðar- bandalagið NATO stendur að fjármögnun vfsindastarfa i aöild- arrikjum sinum i siauknum mæli. Upphæðin, sem NATO veitir til námsdvalarstyrkja, einstakra rannsóknarverkefna, fyrirlestra- ferða fræöimanna, ráðstefnu- halda og slikra verkefna hefur vaxið úr U.S. $ 1,15 milj. árið 1957 i U.S. $ 10 milj. árið 1976 og hefur væntanlega vaxið enn siðan þá. Þetta erue.t.v. ekki stórar upp- hæðir, samanborið við það fjár- magn, sem fer til þeirra herfræði- legu visindastofnana, sem heyra beint undir NATO og það fjár- magn, sem veitt er af rikisstjórn- um aðildarrikja NATO til rann- sóknarstarfa, m.a. innan hernað- arneta þeirra. Þarna er einungis á ferö það fjármagn, sem NATO veitir til aö stýra þróun visinda i háskólum og öðrum visindastofnunum, i aðild- arrikjum sinum. Hlutdeild íslenskra visindamanna Það er leitt að sjá nöfn ýmissa virtustu visindamanna islensku þjóöarinnar á listum yfir nefnd- armenn, sem starfa I þágu her- foringja NATO, til aö auðvelda þeim að misbeita visindarann- sóknum, m.a. hér á landi. Ogekkiergæfulegraað lita yfir lista þeirra allt of mörgu Islensku visindamanna, sem þegið hafa mútufé þetta frá NATO, til að fjármagna verkefni sin á visinda- sviðinu, Abyrgð allra þessara visinda- manna er mikíl.þó þeir e.t.v. geri sér ekki allir grein fyrir henni. Þeir eru að greiða leið hernaðar- bandalagsins að þeirri valdaaö- stöðu I islenskri visindastarfsemi, sem það greinilega ásælist. Ég tek ekki að mér hér að kynna uppbyggingu og starfsaö- ferðir sem NATO hefur I gangi til að stýra i þágu herforingja sinna visindastörfum i aðildarrikjum sinum. Þeir eru vist nógu margir samt, sem koma áróöri NATO á framfæri á tslandi. Þannig kom forstöðumaður Norrænu eldf jallarannsókna- stöðvarinnar, Guðmundur E. Sig- valdason, með áróðurserindi i is- lenska rikisútvarpið, föstudags- kvöldið 4. ág. sl., i tilefni af tutt- ugu ára afmæli visindanefndar NATO. Guðmundur talaði m.a. um að mikilvægi ýmissa visindarann- sókna á Islandi væru fólgnar I þvi, sem hann nefndi „METNAÐAR- GILDI”, þ.e. sköpun þeirrar á- sýndar, sem tsland ber gagnvart öðrum þjóðum. Mér fannst ömurlegt að heyra Guðmund hælast yfir þvi i erindi sinu að slik ásýnd þjóöarinnar hefði á tveim siðustu áratugum verið fjármögnuð með ca. U.S. $ 1/2 millj. Slik upphæð var, að sögn Guðmundar, sexfóld sú upp- hæð, sem islensk yfirvöld veita i sjóð þennan. Taldi hann þetta bera vott um traust, sem visinda- störf Islendinga njóta hjá NATO — og þá væntanlega traust um- fram það sem visindastörf i öðr- um aðildarrikjum NATO njóta (sic!). Þegar NATO veitir miklu fjár- magni til visindastarfa á tslandi, þá dregur slikt að sjálfsögðu úr islenska rikisvaldinu að veita fjármagni til visindasjóðs og svipaðra stofnana, og um leið færist stýringarvaldið, sem fjár- mögnunin gefur,i hendur hernað- arbandalaginu i auknum mæli. Þetta útskýrði Guðmundur að sjálfsögðu ekki i áróðurserindi sinu 4. ág. Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.