Þjóðviljinn - 09.08.1978, Síða 11
Miövikudagur 9. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Dálitil umfjöllun um skrif
Alþýduflokksmanna eftir slit
Yinstriyidræönanna
Eftir lok vinstri viðræðnanna hafa forystumenn
Alþýðuflokksins haldið uppi einhverjum umfangs-
mestu pólitísku skrif um sem menn muna eftir, utan á
endaspretti kosningabaráttu.
Athyglisvert er að sá vettvangur sem þeir hafa
kjörið sér til skrifanna er einkum f lokkspressa íhalds-
ins. Þeir hafa ekki látið sér nægja kjallaragrein-
ar í Dagblaðinu og greinar í eigin smáblaði, Alþýðu-
blaðinu. Þeir hafa einnig haldið uppi f jörugum skrif-
um í Morgunblaðinu og Vísi.
Auk þess hafa blaðamenn Morgunblaðsins nánast
haldið í hendina á formanni Alþýðuflokksins allt frá
viðræðuslitunum. Ferðast með honum í einkabifreið-
inni og haft við hann heilsíðuviðtöl. Þetta er allt ákaf-
lega skiljanlegt, því varla hefur stjórn fengið betri
syndakvittun frá stjórnarandstöðuf lokki, en þá sem
Alþýðuf lokkurinn veitti stjórn Geirs Hallgrímssonar,
er Benedikt rauf vinstri viðræðurnar.
Mörg orö —
litill sannleikur
Helvítis
kommarnir
Skrif Alþýðuflokksbroddanna
aö undanförnu eru ákaflega
skemmtilegt dæmi um heila-
þvott inn á við sem breiðist út
fyrir hina heilaþvegnu sam-
komu.
Allra handa mannskapur,
sem ekki hefur getað lagt sam-
an tvo og tvo, svo mönnum sé
kunnugt, ritar nú heilsíðugrein-
ar um efnahagsmál og þykist
sjá ,,göt” viðsvegar i tillögum
Alþýðubandalagsins.
Tónninn i skrifum kratanna er
ákaflega athyglisverður.Þannig
er greinilegt að Vilmundarlinan
hefur orðið ofan á. Alþýðu-
bandalagið er þannig jafnan
kallað kommúnistar, og þvi ætl-
að allt illt. Það er sannkallaður
Morgunblaðstónn i skrifum
þeirra þessa dagana. Enda eru
jieir sjálfsagt að reyna að verða
sér úti um meira kratagull frá
Skandinaviu. Skilyrði fyrir
þeim varningi er „einangrun
kommúnista”, eins og kunnugt
er.
Viö sigruöum
viö ráöum
Það væri að æra óstöðugan að
eltast við þann hafsjó af rang-
færslum og beinum lygum, sem
kratabroddarnir hafa látið frá
sér fara að undanförnu.
En það er viðráðanlegra að
lita á svo sem eina ritsmið eða
tvær og athuga hvað þar er að
finna. Við skulum kikja á grein-
ar eftir tvo hinna hógværari i liði
Alþýðuflokksmanna, þá Sigurð
E. Guðmundsson og Sighvat
Björgvinsson. Sigurður skrifaði
sina i Dagblaðið á laugardag, en
Sighvatur i Morgunblaðið hinn
sama dag.
Þeir eru báöir mjög sárir yfir
þvi að Alþýðubandalagið skyldi
afdráttarlaust neita að taka þátt
i viðræðum um svonefnda ,,ný-
sköpunarstjórn”, sem i dag
hefði ekki orðið annað en af-
skræming á þeirri merku stjórn.
Sighvatur: „Án samráðs við
Alþýðubandalagsmenn i verka-
lýðshreyfingunni höfnuðu hinir
pólitisku liðsoddar flokksins al-
farið öllum viðræðum um „ný-
sköpunarstjórn”, þótt vitað
væri, að sú hugmynd ætti riku-
legan stuðning meðal almenn-
ings, þ.á.m. kjósenda Alþýðu-
bandalagsins”.
1 stuttu máli tekst Sighvati að
koma fyrir tvennum ósannind-
um. 1 fyrsta lagi var nýsköpun-
arstjórn ekki hafnað án sam-
ráðs við verkalýðsforystuna.
Fundur var haldinn i verkalýðs-
málaráði Alþýðubandalagsins
áður en boðinu var hafnað.
I öðru lagi er þaö ekki rétt að
„nýsköpunarstjórn” hafi átt
stuðning .kjósenda Alþýðu-
bandalagsins. Skv. skoðana-
könnunum beggja siðdegisblað-
anna, og þetta er það eina sem
við getum stuðst við, vildi yfir-
gnæfandi meirihluti kjósenda
Alþýðubandalagsins að mynduð
yrði vinstri stjórn, minna en
10% vildu nýsköpun. Og, kæru
kratar, meðal ykkar kjósenda
var meiri stuðningur við vinstri
stjórn en við nýsköpun.
Viðbrögð Sigurðar eru enn
merkilegri, en eru þó i samræmi
við annað i málflutningi Alþýðu-
flokksins þessa dagana. „Það er
umhugsunarefni, að Lúðvik Jó-
sepsson kom fyrri tilrauninni
(vegna nýsköpunarstjórnarinn-
ar) fyrir kattarnef á skemmri
tima en 24 timum. Þetta varð
Alþýðuflokknum auðvitað áfall,
eftir stærsta kosningasigurinn i
rúmlega 60 ára sögu flokksins.”
Röksemdin er semsé þessi:
„Kommarnir” höfðu ekkert
leyfi til að vera ósammála þeim
flokki sem jók fylgi sitt mest i
kosningunum.
Þetta er nú hægt að kalla'
samningsvilja i lagi. Og minnir
á ummæli Arna Gunnarssonar i
blöðum fyrir skömmu: Ef
Alþýðuflokkurinn fær ekki
stefnu sina fram á að kjósa að
nýju.
Var einhver að tala um mikil-
mennskubrjálæöi?!
Vondir mennta-
kommar —
gódir verkalýds-
kommar
Kratar hafa fundið sinar
skýringar á þvi hversvegna
vinstri viðræðurnar rofnuðu.
Það var ekki út af efnahagsmál-
unum. Nei, nei, það var bara á
yfirborðinu. Hin raunverulega
ástæða var hermálið (sem
reyndar var varla farið að ræða
um). Verkalýðsforystan vildi,
að sögn krata, bæði nýsköpun og
kjaraskerðingu, „en allt kom
fyrir ekki, hún var ofurliði borin
af göngudeild og hvitflibba-
kommum Alþýðubandalags-
ins”, segir Sigurður E. Guð-
mundsson (hvitflibbakrati, eða
hvað?).
Sigurður segir einnig: „Eð-
varð Sigurðsson, eini verkalýðs-
foringinn i þingflokki þess er
sagður hafa setið hjá þegar
samþykkt var tillagan i þing-
flokknum um að hafna viðræð-
um við Alþýðuflokkinn og Sjálf-
stæðisflokkinn um myndun ný-
sköpunarst jórnar”.
Þetta er hrein lýgi. Eðvarð
Sigurðsson greiddi atkvæði með
þvi aö neita viðræðum við Sjálf-
stæöisflokkinn.
Hinn hlutinn, um flibba-
komma og verkalýðsforystu er
bara þetta venjulega hjal, ein-
ungis ætlað til þess að sá sundr-
ungu í liöi Alþýðubandalags-
manna.
En þannig er allur málflutn-
ingurinn. Kratar vita sem er að
það er erfitt að réttlæta það að
hafa tekið upp kjaraskerðingar-
stefnuna frá fyrri stjórn og
svara þvi i austur þegar spurt er
i vestur.
Segja að Keflavikurgöngulið-
ið hafi sprengt viðræöurnar,
þegar spurt er um hina nýju
kjaraskerðingarstefnu.
Gatið og sér-
fræðingarnir
Útleggingar flokksins á tillög-
um Alþýðubandalagsins eru
einkar skemmtilegt fyrirbæri.
Þeir segja að í tillögunum hafi
verið „gat” upp á tiu miljarða,
að mati „efnahagssérfræð-
inga”. Sighvatur: „tók það þó
hlutlausa sérfræðinga Seðla-
banka og Þjóðhagsstofnunar,
sem voru flokkunum til ráðu-
neytis, ekki meira en röskan
sólarhring að breyta tölunum til
núgiidis og leiða i Ijós að i tillög-
ur Alþýðubandalagsins vantaði
10 miljarða..”
Ja, hverjir voru nú þessir
efnahagsmálasérfræðingar?
Þaö hefur aldrei komið fram.
Hvorki Þjóðhagsstofnun né
Seðlabanka var nokkru sinni
faliö að fara i gegnum tillögur
Alþýðubandalagsins. Þeim var
visað frá meö þaö sama, af
Benedikt Gröndal.
Undirrituðum er ekki ör-
grannt um að það hafi verið
Benedikt Gröndal, sem tók á sig
gervi „hlutlausra sérfræðinga
Þjóðhagsstofnunar og Seðla-
banka”. Og þá verður mér
hugsað til orða gamals Fram-
sóknarmanns á Vesturlandi hér
eina tiö þegar Jónas Arnason
fór i framboð fyrir Alþýðu-
bandalagið fyrsta sinni, en Jón-
as er aö mati Vilmundar og
fleiri krata dæmigeröur fyrir
kunnáttuleysi Alþýðubanda-
lagsmanna i efnahagsmálum.
En Framsóknarmaðurinn sagði
hér um árið: „Nú ætla komm-
arnir aö setja Jónas i framboö.
Hann er vist hérumbil jafn vit-
laus i efnahagsmálum og Bene-
dikt.”
I grein i Morgunblaðinu sl.
laugardag segir Ragnar Arn-
alds um röksemdirnar um gat-
iö: „Það er óvéfengjanleg stað-
reynd að I nýafstöðnum stjórn-
armyndunarviðræðum voru
engin gögn lögð fram þvf til
stuðnings, að tölulegar upplýs-
ingar okkar Alþýðubandalags-
manna væru rangar. Sagan um
tiu miljarða króna gatið er
áróðursbragð manna, sem ekki
treysta sér til að ræða nýjar
leiðir I efnahagsmálum”.
Hví ekki
„viðreisn”?
Alþýöuflokkurinn hefur sakaö
Alþýöubandalagið um „pólitiskt
ábyrgðarleysi” og fleira. Það sé
bara að hugsa um flokkshags-
muni og að reyna að styrkja
stöðu sina gagnvart Alþýðu-
flokknum með tilliti til hugsan-
iegra kosninga.
1 þvi sambandi er vert að
benda á tvennt: 1 fyrsta lagi
hefur Jónas Kristjánsson bent á
það að Benedikt Gröndal hafi
ekkert meint með vinstri við-
ræðunum, og að Alþýðubanda-
lagið beri ekki öðrum fremur
sök á þeim viðræðuslitum.
Ástæða þess að á þetta er bent
er sú að Dagblaðið hefur jafnan
verið talið Alþýðuflokknum
hliðhollt.
í öðru lagi er ljóst að Alþýðu-
flokkurinn hefur með tillögum
sinum i efnahagsmálum, sem
hann gerði að úrslitakröfu i
vinstri viðræöunum, stillt sér
við hliðina á stjórnarflokkun-
um, og þó nær Sjálfstæðis-
flokknum. Hann hefur nánast
stoiíð „Sjálfstæðisstefnunni”.
Úr þvi málefnaleg samstaða
er fyrir hendi og þessir flokkar
hafa meirihluta á þingi, hvers
vegna fara þeir ekki saman i
stjórn? Skýring kratanna á þvi,
er það næsta sem þeir hafa
komist hreinskilni að undan-
förnu: Það er vont fyrir fylgið.
Finnur Torfi: „Alþýðuflokks-
menn eru þess sérstaklega vel
minnugir hvernig þaö stjórnar-
starf lék fylgi flokksins áður en
yfir lauk.” (Alþýðublaðið 4.8.)
Það eru semsé atkvæöaveiðar
en ekki málefnaágreiningur
sem forðar mönnum frá „við-
reisn”.
Engilbert Guðmundsson.