Þjóðviljinn - 09.08.1978, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. ágiist 1978
Rætt við nýbakaðan íslandsmeistara í 800 metra hlaupi, Jón Diðriksson
„Hefði alveg eins getað
faríð og mjólkað beljur”
„Eí ég hefði ekki sett metið í 800 m. í Píteá,” sagði lón Diðriksson
Jón Diðriksson sést hér leiöa hlaup á Laugardalsvelli fyrir stuttu. Hann
er nú tslandsmeistari i 800 metra hlaupi og spurningin er hvort hann
nær aö setja tslandsmet 11500 metrunum i kvöld en þar fær hann haröa
„Ef ég hefði ekki sett
metið þarna i Pitea þá
hefði ég alveg eins getað
farið upp í sveit og m jolkaö
beljur það sem eftir væri.
Ég segi þetta með fullri
virðingu fyrir sveita-
mönnum."
Það er hinn nýbakaði Isiands-
meistari i 800 metra hlaupi, Jón
Diðriksson, sem hefur orðið.
Hann sló hið 11 ára gamla met
Þorsteins Þorsteinssonar Ur KR i
800 m hlaupi á alþjóðlegu móti
sem haldiö var i Piteá i Sviþjóð
fyrir stuttu. Hann hljóp vega-
lengdina á 1 min 49,3 sek. en eldra
metið var 1,50,1.
,,Ég byrjaði að æfa frjálsar
iþróttir árið 1973 er ég kom til
Reykjavikur i Menntaskóla”,
sagöi Jón. ,,Ég hafði áður lagt
stund á körfuknattleik en ákvað
að láta hann lönd og leiö og snúa
mér að frjálsum. Samt sem áður
þótti mér körfuknattleikurinn
skemmtilegastur allra iþrótta
sem ég hafði þá stundað.”
Missti af móti vegna
dagblaðanna
Hvenær keppir þú fyrst á móti
i frjálsum?
,,Það var á Drengjameistara-
móti Islands sáma ár og ég byrj-
aði. Ég hafði misst af 17. júni
mótinu þá um sumarið vegna
þess hve dagblöðin bárust seint
heim i Borgarf jörð og þótti mér
það afar leiðinlegt. En á meist-
aramótinu hljóp ég á 2,02,0 og
þeir voru margir sem komu og
óskuöu mér til hamingju með
hlaupiö en ég vissi ekki mikiö um
það hversu góöur árangur þetta i
rauninni var.
Seinna sama sumar hljóp ég 800
metrana á Meistaramóti Islands
á timanum 1,58,0 og bætti mig
töluvert.”
Kunni ekki að
hlaupa
Nú hefur þú dvaliö lengi erlend-
is viö nám, æfingar og keppni.
Hvenær keppir þú fyrst á móti er-
lendis?
„Það var að mig minnir i ung-
lingalandskeppni við Dani sum-
arið 1973. Þar keppti ég i 1500
metra hlaupi og setti nýtt
drengjamet, hljóp á 4,03,8 og varð
þriðji þrátt fyrir það aö ég kynni
ekki að hlaupa.
Nú á siðustu árum hef ég bætt
mig nokkuð og þegar ég hafði
dvalið nokkuð i Englandi hjá
þeim Agústi Asgeirssyni og Sig-
fúsi Jónssyni var ég kominn niður
i 1,53,9. Þetta var sumarið 1974.
Um sumarið 1976 fer ég aftur til
Englands og dvel þar víð æfíngar
og fer siðan þaðan beint i Kalott-
keppnina. I millitiðinni haföi ég
dvalið i fjóra mánuði i Þýska-
landi.
Þá hljóp ég 800 á 1,52,8 og 1500
metrana á 3.52,1, og var ég mjög
ánægður með þá tima. Þá um
sumarið fékk ég tilboð frá tveim-
ur Bandariskum háskólum um að
koma til USA og æfa þar og
keppa. Ég neitaði þvi vegna
hræðslu við að verða notaöur sem
hlaupamaskina en geta ekki
hlaupið af frjálsum vilja.”
Vann í „hernum”
Þú heidur áfram aö bæta þig
sumarið 1977 ekki satt?
„Jú þaö geri ég. Þá fer ég til
Þýskalands til Lilju Guðmunds-
dóttur og Vilmundar og þar var
þrælaö i „hernum” eins og við
kölluðum vinnu okkar þá. Viö
unnum á þvottahúsi rikisspital-
anna i átta tima á dag sem er
langur vinnudagur þar i landi,
fyrir litið kaup. Þá náði ég timan-
um 1,50,7 i 800 m og Gunnar Páll
Jóakimsson hljóp þá sama sumar
á 1,51,5 min.
Ég held að við höfum haft mjög
mikið gagn af þessari ferð þegar
á heildina er litið”.
Grátilegt að
missa metið
Þú varst nálægt meti í einnar
milu hlaupi þetta sumar?
„Já ég fór til Skotlands meö
Hreini Halldórssyni á skoska
meistaramótiö og var þar einum
10. frá Islandsmeti hljóp á 4,07,2
og þar var sárgrætilegt að missa
það met. En ég er staðráðinn I að
bæta það met snarlega á næsta
ári og hlaupa þá undir 3 min.
Þrældómur á svelli
Er ekki mikill munur á aöstööu
til æfinga hér heima og erlendis?
„Jú hann er gifurlegur. Erlend-
is þarf maður ekki að þræla sig
dauðan á svelluðum gangstéttum
eins og hér. Þar þarf maður ekki
að hafa áhyggjur af þvi. Ég
mundi segja að veðrið væri aðal-
kosturinn við aö æfa erlendis.
Einnig er þar mun meiri breidd
en hér.
Ég hef samt trú á þvi að nýja
hlaupabrautin hér heima eigi
eftir að lyfta frjálsum iþróttum
mikið á komandi árum.
En ég held einnig að hún sé
ekkert svar við erfiðleikum
frjálsra iþrótta hérlendis. Það
þarf fyrst og fremst fleiri iðkend-
ur og fleiri sérhæfða þjálfara”.
Staðráðinn í að
slá metið i 1500
í kvöld
Hvaö hyggst þú fyrir I framtfö-
inni?
„Númer eitt hjá mér er aö eign-
ast Islandsmet i 1500 metra
hlaupi 1000 og 2000 m hlaupi auk
milunnar og 800 m. Ef það tekst
er ég ánægður,fyrr ekki.
Ég er staðráðinn i þvi að setja
met i 1500 metrunum i kvöld á
Reykjavikurleikunum. Ég mundi
telja það mjög jákvætt. Metið
sem er i eign Agústs Asgeirssonar
er orðið tveggja ára gamalt og
þarf endurnýjunar við,” sagöi
hinn nýbakaði Islandsmeistari og
hávaxni Borgfirðingur að lokum.
Framhald á 18. siðu
Góður árangur hjá fötluðum
Þátttakendur þeir er tóku þátt I Alheimsleikunum fyrir islands hönd. Taliö frá
Viöar Guönason, Höröur Barödal, Guöný Guönadóttir og Arnór Pétursson.
v
. Elsa Stefánsdóttir,
j Á alheimsleikum fatlaðra í Englandi
Alheimsleikar fatl-
aðra (Stoke Mandeville
leikarnir i Bretlandi)
fóru fram 23.—29. júli
s.l. Þátttakendur voru
alls tæplega sjö hundr-
uð.
Fimm íslendingar
tóku þátt i leikunum:
Hörður Barðdal i 100 m
skriðsundi og 100 m bak-
sundi, Arnór Pétursson í
lyftingum og spjótkasti
og Elsa Stefánsdóttir,
Guðný Guðnadóttir og
Viðar Guðnason i borð-
tennis. Fjórir af þessum
fimm keppendum eru i
hjólastól.
1 sundinu var keppt I riðlum og
komst Höröur Barödal i úrslita-
riðil I báðum sundunum. Hann
varö4. ibaksundi á 1:29.6 min og
5. i skriðsundi á 1:16.1 min.
Arnór Pétursson varð fimmti i
sinum þyngdarflokki i lyftingum
með 95 kg. og i spjótkasti varð
hann 7. og kastaði 11,84 metra.
Þátttakendur i borötennis kom-
ust ekki i úrslit. Samhliða leikun-
um var efnt til borðtennislands-
keppni milli einstakra landa og
lentu saman i kvennaflokki:
England, Italia, trland og Island.
Elsa og Guðný kepptu f.h. Is-
lands og uröu I þriðja sæti.
Enda þótt allir islensku þátt-
takendurnir næðu betri árangri
en áður, urðu þeir aftar en á s.l.
ári miðað við aðra. Framfarir eru
mjög miklar og var t.d. settur
fjöldi heimsmeta i sundi.
Fararstjóri i þessari ferð var
Sigurður Magnússon en þjálfarar
og aöstoðarmenn voru: Július
Arnarsson, Sveinn Aki Lúðviks-
son og Aslaug Magnúsdóttir úr
Reykjavikog Þröstur Guðjónsson
frá Akureyri.
A aðalfundi Stoke Mandeville
samtakanna sem haldinn var
meðan leikarnir stóðu var m.a.
greint frá undirbúningi Ólympiu-
leika fatlaðra 1980. Verða sumar-
leikarnir i Arnheim i Hollandi en
vetrarleikarnir i Geilo I Noregi.