Þjóðviljinn - 09.08.1978, Blaðsíða 15
Miövikudagur 9. ágiist 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Reykjavíkurleikamir í írjálsum hefjast í kvöld:
Fáum við að sjá heims-
met í kringlukasti?
Heimsmeistarinn kastar kringlunni í Laugardalnum í kvöid. Fjöldi erlendra keppenda.
Mac Wilkins heimsmeistari i kringlukasti er ekki kraftalegur aö sjá en
leggir þú leiö þina á Laugardalsvöllinn munt þú komast aö ööru. Þaö
gæti fariö svo aö hann setti nýtt heimsmet.
Hinir árlegu Reykja-
víkurleikar í frjálsum
iþróttum verða að
þessu sinni dagana 9.
og 10. ágúst nk. og fara
fram á nýja ,/Tartan-
veilinum" i Laugar-
dalnum. Er hér um að
ræöa fyrsta íþrótta-
mót, sem háð er á slík-
um velli hérlendis.
Frjálsíþróttasam-
bandið hefur nú eins og
i fyrra boðið heims-
frægum iþróttamönn-
um til mótsins, heims-
methöfum, ólympiu-
meisturum og norður-
landamethöfum.
Þekktastur þessara kappa
er Bandarikjamaöurinn Mac
Wilkins.sem á heimsmetiö i
kringlukasti, en þaö er 70,86
metrar. Hann sigraði á
ólympiuleikunum i Montreal
1976. Wilkins er mjög örugg-
ur, kastar aldrei skemmra
en 65 til 66 metra og i góöum
islenskum vindi veit maöur
aldrei hvað gerist. Kannski
veröur sett heimsmet i
fyrsta sinn i Reykjavik?
Wilkins er ótrúlega fjölhæf-
ur. Besti árangur hans i öðr-
um greinum er: Kúluvarp
20,84 m, sleggjukast 61,26 m,
spjótkast: 78,44 m.
Aðrir Bandarikjamenn,
sem örugglega koma til
mótsins eru:
Charlie Wells, sprett-
hlaupari, sem á best 10 sek i
100 m hlaupi, en tapaði þó
fyrir Vilmundi Vilhjálms-
syni á Reykjavikurleikunum
i fyrra. Hann var mjög
óhress með þaö og hyggst nú
bera sigurorð af okkar fót-
fráasta frjálsiþróttamanni.
Sex mjög góöir millivega-
og langhlauparar koma
einnig frá Bandarikjunum,
þeireru: Doug Brown3000 m
8:04,0 min, 5000 m 13:40,6
min. Jim Crawford 1500 m
3:40,2 min, 3000 m 8:01,2 og
5000 m 13:35,4. Tiny Kane,800
m 1:47,7 min, 1500 m 3:39,1
min. George Malley, 1500
n>3:40,2 min, 3000 m 7:59,8
min. Mike Manke, 800 m
1:48,5 min, 1500 m 3:37,1
min. Craig Virgin, 1500 m
3,46,1 min, 3000 m 7:54,9 min,
5000 m 13:25,4 min.
Frá Finnlandi kemur hinn
heimsfrægi kúluvarpari
Reijo Stahlberg, en hann
varö Evrópumeistari i kúlu- ‘
varpi innanhúss i vetur. '
StShlberg hefur náö aöeins
betri árangri en Hreinn I
Halldórsson eða best 21,26
metrar og er af flestum sér-
fræðingum álitinn annar
besti kúluvarpari veraldar
eins og er. Hreinn var álitinn
sá þriöji besti i fyrra eins og
kunnugt er. Þó aö Hreinn
hafi ekki varpað eins langt i
sumar og hann gerði i fyrra
vegna meiðsla er hann nú að
ná sér á strik og við skulum
vona, að hann og StShlberg
þreyti skemmtilega keppni.
Norðmenn senda okkur
sinn fræga kringiukasta
Knut Hjeltnes, sem á best
65,66 metra og kúlunni hefur
hann kastað lengst 20,04 m.
Ef Óskar nær sér vel á strik
ætti hann að geta veitt
Hjeltnes harða keppni.
Frá Sovétrikjunum koma
fjórir iþróttamenn, þaraf ein
kona. Þeir eru: Nikolai
Walahanovitsch, kúluvarp-
ari meö um 20 metra best.
Iwan Morgol, spjótkastari,
kastaði 82,50 metra i fyrra.
Starowoitow Michail,
spretthlaupari, á best 10,3
sek i 100 m., Kowaltschuk
Irina, keppir i millivega-
lengdum 400 og 800 m hlaup-
um. Hún á aðeins betri tima
en islensku stúlkurnar.
'Eins og af þessari upptaln-
ingVmá sjá fáum við að sjá
margan frægan kappann i
kvöld og annaö kvöld. Verð-
ur sett heimsmet i kvöld?
Það er spurning sem brenn-
ur á vörum margra.
Kringlukastarinn Mac
Wilkins sem á heimsmetið
eins og áður sagði gæti hæg-
lega gert það ef islenskir
vindar verða hagstæöir.
Þó verður fróðlegast aö sjá
hvort islensku keppendunum
Hreini Halldórssyni, Óskari
Jakobssyni, Jóni Diörikssyni
og Vilmundi Vilhjálmssyni
tekst að standa i andstæöing-
um sinum og ef svo verður
verða e.t.v. sett Islandsmet.
Jón Diðriksson hinn ný-
bakaði tslandsmeistari i 800
metra hlaupi hefur lýst þvi
yfir (m.a. i viðtali hér á siðu
14) að hann sé staðráðinn i aö
setja nýtt tslandsmet. En
menn mega ekki gleyma þvi
að mikið veltur á áhorfend-
um. Þeir mega ekki láta sig
vanta á leikana. Með mikl-
um stuðningi þeirra geta
islensku keppendurnir gert
vel og ef þeir fá góðan stuðn-
ing frá áhorfendum má telja
fullvist að svo verði. Þetta er
einstakt tækifæri sem enginn
má láta fram hjá sér fara.
Keppnin hefst klukkan
19,30 i kvöld og verður þá
keppt i eftirtöldum greinum.
Karlar:
400 m hlaup, 800 m hlaup (B
hlaup)m hástökk, 100 m
hlaup, 1500 m hlaup, kúlu-
varpi, kringlukast.
Konur:
100 m hlaup, 400 m hlaup,
1500 m hlaup.
SK.
Jón tryggði Val í úrslrt
Valur sigraöi Þrótt i undanúr- aði eitt mark en Þróttarar náðu
slitaleik Bikarkeppni KSl en leik- ekki að skora þrátt fyrir mýmörg
urinn var háður á Laugardals- tækifæri.
vellinum i gærkvöldi. Valur skor- Staðan i leikhléi var 0:0.
Vantar þjálfara
Sunddeild Armanns óskar
eftir að ráða sundþjálfara
fyrir komandi keppnistima-
bil. Umsóknir sendist undir-
rituðum, eigi siðar en 15.
ágúst 1978, sem einnig veitir
nánari upplýsingar um
starfið.
Siglfirðingar spreyta
sig a ny í urshtum
(irslit i 3. deildinni eru nú
óðum að verða ljós, og er t.d.
langt siöan Siglfiröingar
tryggðu sér á ný sæti i úr-
slitakeppninni. Sigurpanga
KS-ingahefuri sumar verið
óslitin og þegaraöeins einum
leik er ólokiö hafa þeir fengið
14s tig úr 7 leikjum, eða 100%
vinningshlutfall. Markatalan
er þrjátiu mörk gegn aðeins
þremur og segir það sitt um
yfirburöina.
Siglfirðingar leika I D-riðli
og eiga aðeins einum leik
ólokið, en þaö er gegn
Sauöárkróki. Arangur Sigl-
firðinga er athyglisveröur,
1 og ekki dregur það úr ágæti
hans að I sumar hafa þeir
„innfæddan” þjálfara, Frey
Sigurðsson, Siglfiröing I húö
og hár.
I fyrra komst KS I úrslita-
keppnina og lék gegn Fylki
um 2. deildarsæti. Skildu
liðin jöfn I viöureign sinni, og
urðu þvl aö mætast aftur, en
þá sigraði Fylkir eftir fram-
lengdan leik.
Knattspyrna yngri flokka
KS er gróskumikil, en þar
þjálfar Haraldur Erlends-
son, fyrrum Breiðabliks-
maöur, alla flokka.
Valsmenn voru frískari I fyrri
hálfleik eða fyrri helminginn af
honum en þá tóku Þróttarar að
vakna til lifsins og sóttu þeir stift
lokaminútur fyrri hálfleiks en án
árangurs. Baldur Hannesson var
næst þvi aö skora er hann stóð
einn og óvaldaður fyrir framan
mark Vals viö markteig en skot
hans fór framhjá Rétt áður átti
sér stað umdeilt atvik. Þá átti Atli
Eðvaldsson gott skot aö marki
Þróttar en Olfar Hróarsson
bjargaði á marklinu og vildu
margir meina að hann hefði stað-
iö fyrir innan marklinuna þegar
hann spyrnti frá, en dómarinn,
Ragnar Magnússon sá ekkert at-
hugavert og lét leikinn halda
áfram. Rétt fyrir lok hálfleiksins
átti Sverrir Brynjólfsson i höggi
við varnarmann Vals og hafði
beturog varkominn einn innfyrir
en skot hans fór viðs fjarri mark-
inu.
Þaö var siðan á 39. minútu sið-
ari hálfleiks aö Jón Einarsson
skoraöi sigurmarkiö eftir góðan
undirbún „
Hann hafði áður fengiö góða
sendingu frá Magnúsi Bergs og
lagði Atli boltann vel fyrir Jón
sem var einn og óvaldaður I vita-
teig Þróttar og skot hans rataði
rétta leið. 1:0 og sigur Vals i höfn.
Hjá Val var Sævar Jónsson
bestur. Gerði vart vitleysu en
einnig áttu þeir Atli Eövaldsson
og Magnús Bergs góðan leik.
Valsmenn hafa nú leikið i 1016
minútur i' sumar án þess að fá á
sig mark og er það einsdæmi.
Að leika knattspyrnu i 16
klukkustundir og 56 minútur er
met sem seint verður slegið.
Hjá Þrótti var Sverrir Einars-
son einna skástur en einnig áttu
þeir Rúnar Sverrisson I markinu
og Jóhann Hreiðarsson góðan
leik.
Leikinn dæmdi Ragnar
Magnússon og gerði þaö illa. SK
Jón Einarsson skoraði sigurmark
Vals i undanúrslitaleik Bikar-
keppninnar i gærkvöldi
►
„Þetta er mjög léleg framkoma”
„Þetta finnst mér mjög léleg
framkoma hjá FRÍ og beinlinis
móðgandi við kvenfólkið” sagði
Guðrún lngólfsdóttir er við spurð-
um hana út i Reykjavikurleikana
sem hefjast i kvöld. A dagskrá er
ekkert sem heitiö getur kastgrein
hjá konum.
„Það veröur ekki annað sagt en
að með þessari framkomu sé FRI
að gera út af við þær fáu stelpur
sem leggja á sig að æfa köst. Það
hefði verið hægt að fá kastkonu
frá einhverju Noröurlandanna ef
vilji heföi veriö fyrir hendi, en svo
var ekki. Þetta finnst mér mjög
lélegt og beinliiss móðgandi”
sagði Guörún.
Það verður aö taka undir þessi
orö Guðrúnar. Það að hafa ekki
neina kastgrein fyrir konur á
leikunum er fyrir neðan allar
hellur og virðing þeirra sem
með slik mál fara virðist ekki
vera til. Sérstaklega er þetta
slakt þegar haft er i huga aö Guð-
rún á mjög svo frambærilegan
árangur i kringlukasti og hefði
getað veitt hvaða kringlukastara
sem er á Norðurlöndum veröuga
keppni.
Er vonandi að slikt endurtaki
sig ekki. SK.