Þjóðviljinn - 10.08.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA.3 Verdur hann úr þriðja heiminum? 9/8 — Samkvæmt tilkynningu frá Ródesiuher voru 28 blökkumenn og fjórir hvltir drepnir i striöinu þar i landi siöastliöna tvo sólar- hringa. Einn hvitu mannanna, sem samkvæmt tilkynningunni var merkjamaöur viö járnbraut- irnar, var skotinn til bana af skæruliöum á járnbrautarstöö i Bulawayo, annarri stærstu borg 9/8 — Kardinálar kaþólsku kirkj- unnar, 130 talsins, héidu f dag annan fundsinn i rööá þriöjuhæö páfahallarinnar til undirbúnings leynifundinum, þar sem nýr páfi veröur kjörinn. Veröur sá, sem fyrir valinu veröur, hinn tvö hundruö sextugasti og þriöji i rööinni sem æösti leiötogi kaþólsku kirkjunnar á jöröu hér, samkvæmt þvi sem kaþólikkar halda fram.og er þá Pétur postuli meötalinn, en kaþólska kirkjan hefur fyrir satt aö hann hafi stofnsett páfadóm i Róm. Kardínálar hafa, sföan páfi lést, streymt hvaöanæfa úr heiminum til kjörsins og jaröar- fararinnar. Ýmsar tilgátur eru uppi um hver veröi næsti páfi og er taliö einna liklegast aö einhver italski kardinálinn veröi fyrir valinu, en siöan um miöja sextándu öld hafa allir pafar veriö Italir. Meiri likur munu þó til a ö lit af þvi veröi brugöiö nú en siöast, þar eö nú eru nokkru færri ttalir kardínálar en var þegar Páll sjötti var kjörinn 1963. Til greina er sagt aö komi aö næsti páfi veröi sóttur i þriöja heiminn og af kardfnálum þaöan hefur helst veriö nefndur Bernardin Gantin frá Benin (áöur Dahomey). Aöspuröur um þetta Hörð gagnrýni á Sadat 9/8 — Blöö i Sýrlandi, Kúvæt og Jórdaniu gagnrýndu i dag Sadat Egyptaforseta fyrir að hafa oröiö við tilmælum Carters Banda- rikjaforseta um aö koma til fund- ar við þá Begin, forsætisráöherra tsraels, í Bandarikjunum snemma i næsta mánuði. Hátt- settur talsmaöur aöalsamtaka Palestinumanna (PLO) sagöi aö þetta sýndi að Sadat heföi skuld- bundiö sig til aö semja sér frið viö Israel. Harðoröust er gagnrýni Sýrlend- inga, sem fordæmt hafa friðar- umleitanir Sadats við tsrael sem grófustu svik viö málstaö araba. Sýrlensku blööin segja meöal annars, að ákvöröun Sadats um að fara vestur til fundar við þá Begin og Carter sýni að hann sé i tjóöri Bandarikjanna. viö komuna til Rómar sagöist Gantin kardináli ekkert tilkall gera til þess aö veröa eftirmaöur Páls páfa sjötta og bætti þvi viö aö kardinálarnir myndu láta heil- agan anda ráöa öllu um kjöriö. Taliö er aö um 100.000 manns hafi vottað páfa viröingu meöan lik hans lá á börum á Gandálfs- kastala suöur af Róm. Mannfjöldi viö likbörur páfa f Gandálfskastala, nunnur f fremstu röö. Ródesia: Skæruliðar komnir mn í stærstu borgirnar landsins. Bendir þetta til þess aö skæruliðar láti nú til sfn taka svo aö segja hvar sem er i Ródeslu, en til skamms tima komust þeir ekki nærri stærstu borgunum og auk þess er Bulawayo I suövest- urhluta landsins, fjarri landa- mærum Mósambiks og Sambiu, þar sem skæruliðar upphaflega höfðu aðalbækistöövar sfnar. Hinir þrir hvitu mennirnir, sem voru drepnir, voru bóndi og tveir hermenn. Hinir drepnu blökku- menn voru samkvæmt tilkynn- ingunni 13 skæruliöar, 11 „sam- starfsmenn skæruliöa” og fjórir óbreyttir borgarar. Samkvæmt' opinberum tilkynningum hafa. 2800 manns verið drepnir i Ródesiustriðinu þaö sem af er ár- inu, eða nærri 13 aö meðaltali á dag. Bendir þetta til þess aö mannfallið hafi á þessum tima verið miklu meira en nokkru sinni fyrr i striðinu, sem staöiö hefur yfir i um sex ár. — Allar tölur i frétt þessari eru frá ródesiskum yfirvöldum og ekki vitaö hve áreiðanlegar þær eru. Robert Mugabe, teiötogi ZANU- skæruliða f Ródesfu — menn hans vinna á, skref fyrir skref. Næstí páfí sá 263. í röðinní „Pálsstormur” í Ölpunum: Eitt mesta óveður í manna minnum — 25 hafa farist 9/8 — Aö minnsta kosti 25 manns' hafa farist f Alpahéruðum Sviss, Frakklands og italiu undanfarna daga i versta veöri, sem komið hefur á þeim slóðum svo áratug- um skiptir. Óttast er að tala lát- inna veröi hærri er öll kurl koma til grafar, þvi frést hefur aö 18 500 far- ast í ölp- unum á ári 9/8 — Yfir 16.000 manns hafa farist I ölpunum frá lokum siðari heimsstyr jaldar, samkvæmt skýrslu frá vest- ur-þýskum fjallgöngu- mannasamtökum. Nú farast að meðaltali um 500 manns i Ölpunum á ári eða um tiu viku hverja. Dauðaslysunum fer fjölgandi ár frá ári. Iskýrslunni er skrá yfir öll dauöaslys i frönsku, sviss- nesku, vestur-þýsku, austur- risku og itölsku ölpunum siöan heimsstyr jöldinni lauk. Flestir hafa farist þeg- ar þeir klifruöu og er I skýrslunni einkum kennt um kæruleysi, reynsluleysi og ófullnægjandi útbúnaöi. fjallgöngumenn séu týndir I hlið- um Mont Blanc i Frakklandi, en þaðer hæsta fjall Evrópu. Þeirra og margra annarra er nú leitaö. Mest varö manntjóniö i Ossola-dal i itölsku ölpunum, en þar uröu 12 manns aö minnsta kosti undir sjtriöum. Auk þeirra sem fórust af völdum skriöufalla hafa nokkrir dáið úr kulda, drukknað og hrapaö. öveöriö hófst með miklum rigningum á sunnudagskvöld og varö veöur- hæöin og úrfelliö meö eindæmum. I svissnesku kantónunni. Ticino, þar sem menn eru kaþólskir, sögöusumir aö þetta stæöi i sam- bandi við fráfall Páls páfa sjötta, enóveöriðskallá um svipaö leyti og hann lést. Ekki hefur þó heyrst að Páll hafi beðiö Guö um aö láta nokkurn minnisveröan atburö gerast er hann dæi, eins og ólöf rika gerði, en aö bæn hennar brast á sem kunnugt er hinn nafn- kunni ólafarbylur, er geröi mik- inn skurk í skipum og mannafla óvina hennar Englendinga. Þótt veörið væri skæðast i ölp- unum, virðist þaö hafa fariö yfir mikinnhluta meginlands Evrópu. A Italiu var ofsarok og sökk heill floti af smábátum viö strönd Tos- cana. 1 Rin var vatnsboröið tveimur til þremur metrum hærra en venjulegt er i ágúst og varöað stöðva umferöina á fljót- inu á kaflanum frá Basel i Sviss niöur að Karlsruhe i Vestur- Þýskalandi. I svissnesku Júra-héruðunum, nálægt frönsku landamærunum, hefur orðiö mik- iö tjón á akurlendi, sem er á stór- um svæöum undir allt aö 80 senti- metra djúpu vatni. Yfir Berlin skullu skýföll meöslikum firnum aö járnbrautarsamgöngur bæði ofanjaröar og neöan stöövuöust svo og starfræksla flugvalla i báðum borgarhlutum. Veöurstofa þar i borg sagöi aö i gær heföi rignt þar álika mikiö og i einum mánuöi, miöaö viö þaö sem venjulegt væri. I Tékkóslóvakiu og Póllandi varö mikiö tjón á upp- skeru og hætta varö vinnu við hafnirnar i Gdansk (Danzig) og Gdynia i gær. Sókn Eþíópíuhers stöÓYud 9/8 — Talsmaður EPLF, annarrar af tveimur sjálfstæðishreyfingum Eritreu, sagði i Kartúm, höfuðborg Súdans, i dag að skæruliðar sjáif- stæðishreyfinganna hefðu nú stöðvað sókn eþiópska stjórnarhers- ins, þá mestu i 17 ára frelsisstriði Eritreu- manna. í sókninni tók stjórnarherinn allmarg- ar borgir og bæi óg rauf umsátur sjálfstæðis- sinna um Asmara, höfuðborg Eritreu, sem þeir höfðu setið um i tiu mánuði. Talsmenn eritreisku sjálf- stæöishreyfinganna, ELF og EPLF, og sjálfstæðishreyfingar Tigrafylkis (nyrst i Eþiópiu) sögðu aö skæruliðar þeirra heföu þegar hafiö árásir á samgöngu- leiðir og stöövar stjórnarhersins langt að baki viglinunni og myndi þaö gera frekari sókn hans ómögulega. Eritreiskir skæruliöar — hafa þeir staöiö af sér mestu sókn Eþiópiuhers til þessa? Kínverska öryggis- lögreglan sökuð um ögranir 8/8 — Hin opinbera frétta- stofa Vietnams sakaöi i dag kinversku öryggislögregluna um aö hafa hvatt Vietnam- Kinverja, sem biöa á landa- mærum rikjanna eftir þvi aö komasl inn i Kina, til ofbeld- is gagnvart vietnömsku fólki. Heföi kinverska öry ggislögreglan látiö óeiröaseggjunum i té hnifa, barefli og fleira og heföu þeir slasaö um tuttugu manns, þar af tiu alvarlega. Meöal þeirra er vietnamskur lækn- ir, kona. Einnig segir vietnamska fréttastofan aö illindasegg- irnir hafi ráöist á fréttamenn á staðnum, siasaö þá og eyöilagt myndavélar þeirra. — Fulltrúar Kina og Vietnams ræöast nú við i Hanoi um réttarstöðu kin- verska þjóðernisminnihlut- ans 1 siöarnefnda landinu. PáfikaU- aöur „gamall bjáni” 9/8 — Breska útvarpsstöðin London Broadcasting Company brá viö hart i dag og rak einn af helstu frétta- mönnum sinum, Ian Gilchrist að nafni, eftir aö hann hafði fariö miður alúð- legum oröum um Pál páfa sjötta i fréttaþætti. Kallaöi fréttamaðurinn hinn nýlátna páfa „gamlan bjána (silly old fool), sem leiddi eymd yfir miljónir auötrúa fólks”. Útvarpsstööin ætlar að láta rannsaka málið. Nærri 950.000 atviimu- lausir á Spáni 9/8 — Atvinnuleysi fór vax- andi á Spáni á öörum fjórö- ungi þessa árs og eru nú um 938.000 manns skráöir at- vinnulausir þar i landi. Er hér um aö ræöa 7.14% vinnu- aflsins i landinu, samkvæmt skýrslum frá stjórnarvöld- um. Hætt mun þó viö aö at- vinnuleysiö sé i raun talsvert meira en skýrslur gefa til kynna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.