Þjóðviljinn - 10.08.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. ágúst 1978 —169. tbl. 43. árg. Viðræður þriggja flokka að nefjast t fyrramálið, föstudag, hefj- ast viðræöur þriggja flokka um myndun rikisstjórnar. Geir Hallgrimsson formaöur Sjálf- stæðisfiokksins ákvað i siðustu vikuaökanna möguleikaá mynd- un fjögurra flokka stjórnar. Hef- ur sú athugun tekið um eina viku án þess að árangur yrði af henni. Telur Geir að ekki sé ..grundvöll- ur fyrir þvi” að halda þeim könn- unum lengur áfram. Geir Hallgrimsson lagöi á það áherslu i viðtali við rikisútvarpið i gærkvöld að það væri engum sérstökum „um aö kenna” að myndun þjóðstjórnar væri ekki talin árennileg. Sem fyrr segir hefjast viðræður um þriflokkastjórnina i fyrra- málið. Verður engu spáð um árangur en bent á þaö að allir flokkarnir þrir hafa svipaða stefnu að þvi er varðar lausn þess efnahagsvanda sem viö er aö glima þessa mánuðina. Þingflokkur Sjáifstæðisfiokksins kom saman til fundar f gær. Þar greindi Geir Haligrimsson frá þvi að hann teldi ekki ráðlegt að eyöa tima i að reyna að mynda „þjóðstjórn”. Myndin er tekin I upphafi þing- flokksfundar Sjálfstæðisflokksins: Jón G. Sólnes, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og Geir Hallgrimsson. Þjóðviljinn ræddi i gær við for- þessara tiöinda og eru viðtölin við menn allra flokkanna i tilefni þá birt hér neðar á siðunni. Rekstrarstödvun frystihússanna Um 3000 manns að verða at- vinnulausir Um 500 manns hafa misst at- vinnu sina á félagssvæöi Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- vikur og nágrennis. Að sögn Karls Steinars Guðna- sonar formanns félagsins þá er hér um að ræða 250 manns sem starfa I frystihúsum á félags- svæðinu og svipaður fjöldi sjómanna. Eitthvaö á milli 70 og 100 manns hafa skráð sig á atvinnuleysisskrá. Þá gat Karl Steinar þess að fjöldauppsagnir væru á döfinni hjá tslenskum Aöalverktökum á Keflavikurflug- velli og mætti gera ráð fyrir að þar væri um að ræða nokkra tugi manna. Það er þvi ljóst að náiægt 3000 manns ganga atvinnulausir eöa eru að verða það vegna stöövunar frystihúsanna á Suðurnesjum og i Vestmannaeyjum. En i Vest- mannaeyjum hefur um 1100 starfsmönnum i frystihúsum veriö sagt upp auk þess sem 500- 600 sjómenn eru að missa atvinn- una vegna þess að móttöku á fiski hefur veriö hætt þar. —Þig Halldór E. sendir svar við bila- kaupskveðju Sjá 2. síðu Dagheimilið i Suðurhólum vantar 40 miljónir króna Sjá baksíðu Rðstt við forsvarsmenn flokkanna um þríflokkatilraun Geirs Hallgrimssonar Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins: Virðast vera sam- mála um stefnu i efnahagsmálum — Um þessa tilraun hef ég ekki margt aö segja annað en að mér þykir þetta ekki óeðlilegt að þessir þrir flokkar reyni aö hnýta saman rikisstjórn. Það hefur þegar komið fram að þeir viröast allir vera meö svipaða afstöðu I efnahagsmálum þ.e. að það eigi að leysa vanda efna- hagslifsins á kostnaö launa- fólks, sagði Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Þjóðviljinn spurði hann álits á þvi að Geir Hallgrimssyni hefði verið faliö aö reyna mynd- un samstjórnar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Ennfremur sagði Lúðvik: — Rikisstjórnarflokkarnir settu iög um launalækkun eins og öllum er kunnugt. Um þá stefnu var kosið i kosningunum og barðist Alþýðuflokkurinn gegn þessari kjararánsstefnu. Hann hefur snúist alveg til fylg- is við þessa stefnu eftir kosning- arnar, og jafnvel lýst sig fúsan til þess að ganga ennþá lengra til kauplækkunar en rikisstjórn- arflokkarnir höfðu gert. Þegar þetta ligguf fyrir er eðlilegt aö þessir flokkar finni hvern annan og sameinist um aö framfylgja þessari stefnu sinni. — Hefur þú trú á að þessi Einar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins: Erfitt að segja fyrir um á hverju gæti strandað Framsóknarmenn samþykktu á miöstjórnarfundinum á föstu- dagskvöldið s.l. að taka þátt I viðræöum um myndun sam- stjórnar Sjálfstæöisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, og munum viö leggja málefnasamning, ef samkomu- lag verður um hann I viðræðun- um, fyrir miðstjórnarfund á nýjan leik. Þannig fórust Einari Agústs- syni, varaformanni Fram- sóknarflokksins, orð er Þjóð- viljinn leitaöi álits hans á þeirri samþykkt þingflokks Sjálf- stæöisflokksins að hafnar yrðu viðræður undir forystu Geirs Hallgrimssonar um slika stjórnarmyndun. Einar sagði að það yröi ákveðið I dag, fimmtudag, á þingflokksfundi Framsóknar- manna hverjir verða i viðræöu- nefndinni af hálfu flokksins. AðspurðurskýrðiEinar þá frá þvi að deildar meiningar hefðu verið i þingflokki hans um hvort stef na ætti að þjóðstjórn, en þar hefði komiö m.a. fram að óframkvæmanlegt væri aö koma slikri stjórn á fót. Hins vegar vildi Einar ekki kenna Al- þýðubandalaginu einu um hvernig fór með þessa hug- mynd. Þá var Einar spuröur hvort hann væri bjartsýnn á það hvort hægtveröi aðmynda stjórneftir hinu svonefnda „stefaniu- mynstri”, þ.e. samsteypustjórn allra fiokkanna nema Alþýöu- Kjartan Jóhannsson varaform. Alþýðufl: Get ekkert sagt um vid- horf þing- flokksins Lúðvik Jósepsson stjórnarmyndunartilrauntakist? — Ég skal ekkert segja um þaö, en ef þetta tekst þá þýöir það enn eina verðbólguskriðu I kjölfar gengisfellingar og frek- ara kaupráns vegna þess að al- þýða manna mun risa upp gegn þeim aðgerðum af fullri hörku. Það var hægt að reyna nýjar leiðir til lausnar á efnahags- vandanum en þessi leið sem nú á að reyna hefur verið marg- reynd og alltaf kollsiglt sig.-þig Alþýðuflokkurinn mun ræða það á þingflokksfundi á morgun hvaða afstöðu hann tekur til myndunar samsteypustjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks þannig að aðsvo komnu málivil ég ekki tjá mig um þennan möguleika, sagði Kjartan Jóhannsson for- maður Alþýöuflokksins I sam- tali við Þjóöviljann I gærkveldi. Kjartan sagðist ekkert geta sagt um það hver væri vilji þingflokksins til þessa þar sem hann hefur ekki komið saman um nokkurt skeið. Aðspurður um afstöðu til Kjartan Jóhannsson þjóðstjórnarsagðiKjartan. Það er mál Geirs að skýra af hverju sú tilraun fór út um þúfur, en ætli það hafi ekki veriö heidur dræmur áhugi á þvi i þingflokki Alþýöuflokks þótt sjálfsagt hafi verið rétt að reyna myndun slikrar stjórnar. Kjartan vildi að lokum ekki tjá sig um það hvort hann væri bjartsýnn á að tilraun til mynd- unar þriflokkastjórnar tækist. —Þig Einar Agústsson bandalagsins. — Einar svaraði þvi til að hann gæti ekki sagt að hann væribjartsýnn, en taldi erfittað segja til um þaö á hverju gæti strandaö, en málefnaskrá Framsóknarmanna yrði lögö fyrir fundina. Einar vildi aö lokum ekki tjá sig um þaö hvort áframhaldandi samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kæmi til greina, en taldi litinn áhuga á sliku bæði hjá Sjálfstæöisflokks- mönnum og Framsóknarmönn- um. —Þig Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Almenn vantru á þjóðstjórn A þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins I dag var skýrt frá þessum könnunarviðræðum um Þjóðstjórnarhugmyndina og menn voru á einu máli um það að hún væri lokin saga I bili a.m.k. og yrði þvi að snúa sér að öðrum möguleikum sem enn hefðu ekki veriö reyndir. Um þetta var almennt samkomulag, sagði Geir Hallgrimsson i stuttu samtali við Þjóðviljann i gær- kvöldi. Aöspuröur um orsakir þess að Þjóðstjórnarhugmyndin fór út um þúfur sagði Geir að þaö heföi veriö almenn vantrú á þvi Geir Hallgrimsson að slik tilraun tækist. Þjóð- stjórnarhugmyndin er þvi úr sögunni sem stendur. Það er þvi nærtækast að taka þann mögu- leika að reyna myndun stjórnar meö Framsóknarflokki og Alþýöuflokki. Það er skylda okkar að mynda meirihluta- stjórn á þingi okkar sem höfum verið kjörnir til þess. Hvaöa möguleikar eru, aðrir i mynd- inni skal ég ekki fjalla á þessu stigi málsins. .þ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.