Þjóðviljinn - 10.08.1978, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1978
Stórgóður árangur á Reykjavíkurleikunum í gærkvöidi
Glæsileg afrek unnin —
Hreinn við 21m í kúlu
Mörg vallarmet fukti og íslandsmet hjá lónl Diðrlkssyni 11500 m.
Þau voru mörg glæsileg afrekin
sem unnin voru á Reykjavikur-
leikunum sem hófust á hinum
nýja og glæsilega velli i Laugar-
dalnum i gærkvöldi. Eitt Islands-
met var sett i 1500 metra hlaupi
og aö sjálfsögðu var það Jón Dið-
riksson UMSB sem setti metið,
hljóp á 3,44,3 min. en eldra metið
varieign Agústs Asgeirssonar 1E
og var það 3,46,5.
Keppnin hófst á kringlukasti og
þar tók Óskar Jakobsson ÍR
snemma forustuna en brátt kom i
ljós að við ofurefli var að etja.
Hann kastaði fljótlega 60,40
metra sem er skammt frá hans
besta en fyrrverandi heimsmeist-
ari Mac Wilkins USAkastaöi siö-
ar 66,90 metra og tryggöi sér sig-
ur. Annar varö Norðmaðurinn
Knut Hjeltnes og kastaði hann
63,72 m. Var greinilegt að kastar-
Metíð
fauk
Bandarík jamaöurinn
Mac Wilkins sem
keppti á Reykjavikur-
leikunum í gærkvöldi
missti heimsmet sitt
rétt um kvöldmatar-
leytiö er Vestur Þjóð-
verjinn Wolfgang
Schm dt kastaði
kringlu íni 71/60 metra.
Eldra metið hans Wilkins
var 70,86.
Það verður þvi fróðlegt að
sjá hvort Wilkins tekst að
bæta heimsmetið og gera
það að sinni eign i kvöld en
þá halda leikarnir áfram og
hefst keppnin kl. 19,30. SK.
ana vantaöi vind til að geta kast-
að lengra og ef vel blæs i kvöld
getur allt skeð.
t kúluvarpinu var það Hreinn
Halldórsson KRsem var hinn ör-
uggi sigurvegari, kastaði 20,56
metra sem er hans besti árangur
i ár. Greinilegt að Hreinn er aö ná
sér verulega á strik. Flest öll köst
hans voru yfir 20 metra.
Annar i kUlunni varð Knut
Hjeltnes varpaöi 19,64 sem er
hans besti árangur i ár. Þriðji
varð óskar Jakobsson iR sem
kastaði 18,73 sem er hans besti
árangur.
Tvitaka varð 100 metra hlaup
karla. Fyrst er hlaupið átti að
hefjast kom i ljós að þjófstartað
haföi verið en þeir Steve Riddick
USA, Vilmundur KR og Bil Coll-
ings USA heyrðu ekki i flautu
ræsisins er hann kallaði keppend-
ur til baka og hlupu i mark. Þeir
Charlie Wells USA og Sigurður
Sigurðsson 1A hreyfðu sig hins
vegar hvergi.
Er skotið var af stað i annað
sinn sigraði Carlie E Wellsá 10,5.
Annar varð Steve Riddick á 10,6
og þriðji Bill Collins á 10,7 Vil-
mundurhljóp einnig á 10,7 en var
dæmdur i fjórða sætið.
I hástökki var mættur til leiks
gormur einn mikill.
Var hann vel yfir tvo metra á
hæð en engu að siður hafði hann
mýkt kattarins til að bera. Það
var ekki fyrr en að ráin var komin
i tslandsmetshæð, 2.10 að kappinn
Ben Fields USAstökk. Fór svo að
lokum að hann stökk 2.21 metra -
sem er nýtt vallarmet.
Annar varð Stefán Friðleifsson
UlAog stökk hann 2 metra sem er
hans besti árangur. Sannaði hann
þar með að sigur hans á
Meistaramóti Islands á dögunum
var engin tilviljun.
Úrslit i öðrum greinum. 100
metra hlaup kvenna vann hin fót-
fráa Lára Sveinsdóttir A á 12,5
400 metrana vann Sigriður Kjart-
ansdóttir KA á 56,9 sem er nýtt
Valur og Skagínn
leika til úrslita
Lánleysi blika samt við sig
Tvö bestu knattspyrnulið
landsins/ Valur og IA,
munu leika til úrslita i
Bikarkeppni KSÍ. Eftir
sigur IA yfir botnliði 1.
deildar, UBK, er þegar út-
séð um að þessi lið skipta
meö sér tveimur efstu sæt-
unum i aðal knattspyrnu-
mótum sumarsins.
úrslitaleikurinn fer fram
á Laugarda Isvellinum
þann 28. september og er
þetta þriðja árið í röð sem
Valur leikur til úrslita í
bikarnum, iA hefur verið 8
sinnum áður í úrslitum en
aldrei borið gæfu til að
vinna keppnina.
Leikurinn i gær undirstrikaði
enn einu sinni hið stórkostlega
lánleysi Breiöabliks. Þrátt fyrir
mjög góöa knattspyrnu oft á tið-
um, einkum iseinni hálfleik, tókst
þeim aldrei að skora þrátt fyrir
nokkur góö tækifæri. Fyrri hálf-
leikur var svo til allan timann i
járnum. Tækifærin voru fá en þó
áttu Skagamenn öllu fleiri.
Fyrsta og eina mark leiksins kom
á 38 min. Matthias Hallgrifnsson,
sem nú lék aftur með 1A eftir
stutta hvild, gaf skemmtilega
fyrir markið þar sem Karl Þórð-
arson var staðsettur og hann
skoraði með föstu skoti uppi þak-
netið. Stuttu siðar átti Matthias
sannkallaö dauðafæri, einn fyrir
næstum opnu marki, en brást
herfilega bogalistin.
1 seinni hálfleik var leikurinn til
að byrja með mjög jafn. Sóknir
Skagamanna voru þó öllu hættu-
legri, einkum var það Pétur
Pétursson sem skapaði mikinn
usla i vörn Blika með hraða sin-
um og tækni. Þegar á leið fóru þó
Blikar aö sækja I sig veðrið og
brátt tóku þeir leikinn aigerlega i
sinar hendur. Besta tækifæri
þeirra átti Hákon Ólafsson er
hann komst einn innfyrirvörnina
eftir skemmtilegan samleik, en
var of seinn og Jón i markinu
varði vel.
Undir lokin var ljóst að vörn IA
myndi standast öll áhlaup og Ur-
slitin urðu þvi 1:0 IA i vil.
Mac Wilkins gerði harða hrlö að hinu nýja heimsmeti I kringlunni en tókst ekki að bæta það. Hann fær
annað tækifæri i kvöid.
stúlknamet. 400 metra hlaup
karla vann Tony Darden USA á
47,3. Friðrik Þór Óskarsson ÍR
vann langstökkið, stökk 7,15m .
1500 m hlaup kvenna vann Guö-
rún Arnadóttir FH hljóp á 4.56,0
min. 1500 m hlaup karla vann
Tiny Kane USA á 3.41.0 (Jón
varð fjórði) 800 metra hlaup
karla, B hlaupj vann Hafsteinn
Óskarsson ÍR á 1,56,9 min.
SK.
„Máske met í kvöld”
Sagði Mac Wilkins
„Ég get ekki annað
en verið ánægður með
árangur minn hér í
kvöld" sagði fyrrver-
andi heimsmethafinn í
kringlukasti Mac Wilk-
ins er við ræddum við
hann eftir keppnina í
gærkvöldi.
„Aðstæður hér i kvöld voru
ekki uppá það besta. Það var
MAC WILKINS: „Ef það
blæs vel i kvöld set ég ef til
vill heimsmet”.
aðallega vindurinn sem spil-
aði inni en hann hefði að
ósekju mátt vera meiri.”
NU misstir þU heimsmetið i
kvöld. Hvað viltu segja um
það?
„Nú það er nú litið um það
að segja. Það er aldrei gam-
an að tapa meti.”
Hefur þú trU á að þú náir
heimsmetinu aftur i kvöld?
„Það verður reynt til hins
ýtrasta. Ef vindur verður
hagstæður er ég bjartsýnn á
að svo verði” sagði Mac
Wilkins að lokum.
SK.
Jón Diðriksson:
..Anægður með tímann
ekki sætið”
Svo virðist sem
Borgf irðingurinn Jón
Diðriksson geri ekkert
annað þessa dagana en
að hnekkja á gömlum
íslandsmetum. Hann
er nýbúinn að setja
nýtt islandsmet í 800
metra hlaupi og í gær-
kvöldi bætti hann einni
skrautfjöður í hattinn
og setti nýtt glæsilegt
islandsmet i 1500 metr-
unum.
„Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með tímann en ég
get þvi miður ekki sagt aö ég
sé ánægður með sætið sem
ég hafnaði i”.
NU sagöir þU i viðtali viö
Þjóðviljann fyrir stuttu að
takmarkið hjá þér væri að
eignast Islandsmet i 800,
1500, 1000, 2000 og einnar
milu hlaupi. Megum viö eiga
von á fleiri metum i náinni
framtið?
„Ég geri mitt besta. Ætli
við getum ekki sagt sem svo
að ég sé lagður af stað”.
sagði Jón að lokum. SK-
Jón Diðriksson setti nýtt
islandsmet i 1500 metra
hlaupi i gærkvöldi. Hans
annað met á einni viku.