Þjóðviljinn - 10.08.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJ)NN Fimmtudagur 10. ágúst 1978
DJODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandí: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Hver er
kauplœkkunarpostulinn?
Þær deilur sem jaf nan standa um ef nahagsmál snúast
um það hvernig skipt er milli landsmanna afrakstri
þjóðarbúsins. Deilan er um það hve mikið á að koma í
hlut launamanna, hve mikið í hlut milliliða og svokall-
aðra eigenda f ramleiðslutækjanna. Deilan er með öðrum
orðum stéttabarátta. Á undanförnum f jórum árum hafa
hægriflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar-
f lokkurinn, skert kaupgetu launafólks með pólitískum
ráðstöf unum og þeir hafa átt í látlausu striði við verka-
lýðshreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur haldið þvi
f ram að unnt sé að skipta af rakstri þjóðarbúsins á annan
hátt, þar sé spurningin fyrst og fremst um pólitískan
vilja. I kosningunum 25. júní 1978 höfðu tveir stjórnmála-
flokkar gert kjörorð verkalýðssamtakanna að sínum.
Annar f lokkanna hafði meira að segja mótað efnahags-
stefnu sem lið fyrir lið var kynnt meðal kjósenda fyrir
kosningar. Hinn flokkurinn hafði almenn orð uppi um
kjarasáttmála. Úrslit kosninganna urðu þau að þessir
tveir flokkar sem áður höfðu 16 menn samanlagt á al-
þingi fengu nú 28 þingmenn, bættu við sig 12 þingmönn-
um eða sem samsvarar einum f immta alþingis. Aldrei í
sögu lýðveldisins hef ur önnur eins tilfærsla átt sér stað i
einum kosningum. Það áttí því að vera unnt fyrir flokk-
ana tvo að knýja stefnu sína og verkalýðshreyf ingarinn-
ar f ram til sigurs. Hinir f lokkarnir sem að vísu hafa enn
meirihluta á alþingi hafa enga burði til þess að standa
gegn þeim flokkum sem sigurinn unnu ef rétt er á mál-
unum haldið. En það hefur því miður ekki verið gert;
annar þeirra flokka sem vann kosningasigur á kjörorð-
um verkalýðshreyfingarinnar ákvað aðeins réttum
mánuði eftir kosningar að svíkja þau hin sömu kjörorð
og þá stef nu sem í þeim fólst. Þar með var kosningasig-
urinn að engu orðinn.
Þessi niðurstaða hefur orðiðöllum vinstrimönnum og
verkalýðssinnum ákaflega mikil vonbrigði. Alþýðu-
f lokkurinn sneri baki við bandamönnum sínum en kaus í
staðinn að gerast pólitískur liðhlaupi — hann skipar sér
nú í raðir andstæðinganna. Hvað sem því hnútukasti
liður sem gengur nú manna á milli misjafnlega vel
grundað eftir að slitnaði upp úr viðræðunum um vinstri-
stjórn er hitt alveg augljóst að hér hafa gerst mikil póli-
tísk tíðindi og ill. 14 manna þingf lokkur Alþýðuf lokksins
hef ur sameinast um að svíkja þau loforð sem frambjóð-
endur hans gáfu kjósendum.
Eftir að slitnaði upp úr vinstristjórnarviðræðunum
hef ur Alþýðublaðið og þingmenn Alþýðuf lokksins f ullyrt
hvað eftir annað að forystumenn í verkalýðshreyfing-
unni haf i verið tilbúnir til þess að f allast á þá skerðingu
launa sem Alþýðuflokkurinn krafðist í viðræðunum um
vinstristjórn. Ekki hefur Alþýðuflokknum þó tekist að
særa fram einn einasta forystumann í verkalýðshreyf-
ingunni sem opinberlega vill kannast við það að hann
sætti sig við tvöfalt meira kjararán en hann barðist á
móti fyrir kosningarnar. Það er þó engin ástæða til þess
að ætla annað en að Alþýðuf lokksmenn hafi við einhver,
rök að styðjast þegar þeir fullyrða aftur og aftur að 1
verkalýðsleiðtogar styðji kjaraskerðingarstefnu þeirra.
Varla færi hinn nýi flokkur siðgæðisins að fleipra um
hlutina, ef þeir hefðu ekki við nein rök að styðjast! En til
þess verður að ætlast að kauplækkunarleiðtogar verka-
lýðshreyf ingarinnar stfgi fram. Þjóðviljinn skorar á Al-
þýðuf lokkinn að draga fram á sjónarsviðið þó ekki væri
nema einn einasta verkalýðsleiðtoga sem játar kaup-
lækkunarstefnu Alþýðuf lokksins. Fyrr er ekki unnt að
taka mark á upphrópunum Alþýðuflokksins. Þegar
kauplækkunarpostulinn hefur stigið f ram munu hinir al-
mennu félagsmenn í verkalýðshreyf ingunni draga af því
viðeigandi ályktanir: verkalýðsleiðtogi er enginn annar
en sá sem hefur tiltrú verkalýðsins.
Eðvarð Sigurðsson segir í viðtali við Þjóðviljann í gær
að ekki einn einasti forystumaður verkalýðshreyfingar-
innar hafi léð kauplækkunarkröfum kratanna stuðning.
Þegar forystumenn Alþýðusambands Islands hafi fjall-
að um það hversu þeir ættu að mæta á viðræðufundi með
flokkunum þremur sem ræddu vinstristjórn hafi
verkalýðsleiðtogarnir fengið eitt veganesti: Samning-
ana í gildi. Þrátt fyrir þessar upplýsingar Eðvarðs Sig-
urðssonar heldur Alþýðublaðið því fram að i forysturöð-
um verkalýðssamtakanna séu menn sem vilji fallast á
kauplækkun. Þess vegna endurtekur Þjóðviljinn áskorun
sína: Framásviðiðmeðkauplækkunarpostulann! —s.
Hugsjónir
jóns og
sérajóns
Þjóðviljinn er enn einu sinni að eltast við ráðherra
vegna bílakaupa. Það gerir hann alltaf nema á
tímabilum vinstri stjórna, þá eru bílakaup ráðherra til
fyrirmyndar, eins og kunnugt er — og krafa
vinstristjórnar-ráðherra um VlP-meðferð á flugvöllum
og annars staðar allt að því þjóðarnauðsyn!
Siðlaust og vitlaust \
Morgunblaöiö birtir i gær vin-
samlegan umvöndunarleiöara
þar sem hnýtt er i þaö hvernig
ráöherrar nýta sér Urelt forrétt-
indi sin út i ystu æsar. Þaö er
ánægjulegt aö þessi leiöari skuli
vera til kominn vegna skrifa
Þjóðviljans um bilakaup ráö-
herra á gengisfellingartimum.
Ritstjórum Morgunblaösins
skal bent á þaö aö Þjóöviljinn
gerir engan greinarmun á þvi
hvort ráöherrar i vinstri eöa
hægri stjórnum nýta sér þessa
möguleika til tollfrjálsra bila-
kaupa. Þaö er hugsanlegt aö
Magnús Kjartanssonog Magnús
Torfi Ólafsson heföu, ef þeir
heföu setiö tvö kjörtimabÚ á
ráöherrastóli, reynt aö græöa á
bilaskiptum eins og Matthias,
Halldór E. og Gunnar Thor. eru
aö gera nú. Þó finnst oss þaö
einhvernveginn ekki passa viö
skaplyndi þeirra.
Höfuömálið er hinsvegar þaö
aö meö bilaskiptunum nú eru
ráöherrarnir ekki einvörðungu
aö hafa miljónir af rikissjóöi
heldur græöa þeir einnig milj-
ónir sjálfir á þessum viöskipt-
um. Þaö er bæöi siðlaust og vit-
laust, þótt löglegt sé.
Lygamaskina krat-
anna
Lygamaskfna kratanna sem
malaö hefur siöustu daga i dag-
blööunum er sannarleg ósvifin.
Benedikt: Fullt samráö viö
stjórn verkalýösmálaráös.
Ekki stendur þar steinn yfir
steini þegar grannt er skoöaö.
Ein fullyröingin er aö viö-
ræðunefnd Alþýöubandalagsins
hafi ekkert ssimráö haft viö
verkalýösforystu flokksins.
Þessu áróðursbragöi er i raun-
inni þegar svaraö i viötali sem
Þjóðviljinn átti viö Benedikt
Daviösson, formann Verkalýös-
málaráös Alþýöubandalagsins,
laugardaginn 22. júli, tæpri viku
áöur en slitnaöi upp úr viöræö-
um um myndun vinstri stjórnar.
Benedikt segir:
„Stjórn verkalýösmálaráös
hefur átt tvo formlega fundi
meö þingflokki og fram-
kvæmdastjórn Alþýöubanda-
iagsins. Einnig hefur veriö haft
náiö samráö viö viöræöunefnd
Aiþýöubandalagsins. A fundum
hefur veriö fariö yfir helstu
málafiokka og sérstaklega fjall-
aö um þau mál sem verkalýös-
hreyfingin leggur áherslu á.
Aö okkar dómi er þaö grund-
vallaratriöi aö rikisstjórn sem
mynduö yröi viröi kjarasamn-
inga. Hver sem ætlar sér aö
mynda rlkisstjórn og viröir ekki
kjarasamninga iendir I and-
stööu viö verkalýöshreyfinguna
I heild”.
Mygluð kratalumma
Og Þjóöviljinn spyr sföan
Benedikt um eina kratalumm-
una i viöbót:
,,— Sagt hefur verið I ýmsum
blööum aö „menntamenn I
þingflokki Alþýöubandalags-
ins” hafi boriö verkalýösforystu
Alþýöubandalagsins ofurliöi og
ekki virt óskir hennar um sam-
stjórn meö Sjálfstæðisflokkn-
um?
— Þetta stenst ekki. Alþingis-
kosningarnar beindu Alþýöu-
bandalaginu beinlfnis inn á þá
brautaö stuöla að vinstri stefnu.
Þaö var kosiö um stefnuna I
efnahagsmálum. Rikjandi var
hægristefna, en andstæöa henn-
ar er vinstri stefna. Sjálfstæöis-
og Framsóknarflokkar réöu
feröinni I siöustu stjórn og þeir
eru ekki liklegir til aö breyta
efnahagsstefnunni. Þaö er al-
gerlega Ur lausu lofti gripiö aö
verkalýöshreyfingin telji Sjálf-
stæöisflokkinn llklegan til aö
fylgja stefnu er verkalýössam-
tökin geti sætt sig viö. í kosning-
unum var kosiö gegn Sjálf-
stæöisflokknum og efnahags-
stefnu hans. Þingflokkur og
framkvæmdastjórn Alþýöu-
bandalagsins hafa haft fullt
samráö viö stjórn verkalýös-
málaráös viö undirbúning
stjórnarmyndunarviöræön-
anna.”
Lygin hrakin
Þvl hefur veriö haldiö fram af
Eövarö: Vildum ekki svfkja
meginkröfu verkalýössamtak-
anna.
krötum aö Eövarö Sigurösson
hafi setið hjá þegar þingflokkur
Alþýöubandalagsins neitaöi
þátttöku i viöræöum um ,,ný-
sköpunarstjórn. Þessu svarar
Eövarö Sigurösson i Þjóöviljan-
um I gær:
„Segja þeir þaö já. Þaö er hel-
ber þvættingur. Allur þingflokk-
urinn stóö aö þessari samþykkt,
þar var enginn á móti og allir
einhuga. Þar á meöal ég.”
Þar meö er einni kratalyginni
I viöbót hrundiö.
Krosstréð brást
Enn halda kratar þvi fram aö
verkalýösforysta Alþýöubanda-
lagsins hafi veriö „svfnbeygö”
og hún hafi haft ógnaráhuga á
aö framkvæma efnahagsstefnu
Alþýöuflokksins i félagi viö
hann.
Sunnudaginn 30. júli svaraöi
EBvarö Sigurösson þessari full-
yröingu I Þjóöviljanum, þar
sem hann leggur áherslu á aö
Alþýöubandalagiö hafi hafnaö
gengisfellingu og tvöföldu kaup-
ráni.
,,Ég harma þaö aö Alþýöu-
flokkurinn skuli nú hafa brugö-
ist stefnu verkalýöshreyfingar-
innar I kjarabaráttunni, þvi ég
tel aö verkalýöshreyfingin þurfi
á þvl aö halda aö Alþýöuflokk-
urinn stæöi viö hliö hennar eins
og Alþýðubandalagiö gerir.”
Kratabroddar einir
mæla sér bót
Og Eövarö hrekur f viötali viö
Þjóöviljann i gær þær fullyrö-
ingar kratabrodda, þingmanna
og embættiskrata ýmissa aö til-
lögur Alþýöuflokksins um 7%
kjaraskeröingu i kjölfar gengis-
fellingar eigi hljómgrunn i
verkalýöshrey fingunni:
Karl Steinar: Ekkl einu sinni
hann hefur lýst stuöningi viö
kjaraskerðingarhugmyndir Al-
þýöuflokksins beinum orðum.
„Ég minnist þess ekki aö einn
einasti verkalýösforingi hafi
tekiö undir þaö aö verkalýös-
hreyfingin ætti aö taka á sig
þessa kjaraskerðingu. Hvorki I
okkar rööum né I Alþýöuflokkn-
um .
ÞJV: En Karl Steinar hefur
mælt þessu bót?
EÐVARÐ: Ég minnist þess
ekki einu sinni aö hann hafi
beinlinis stutt þetta, ekki bein-
um oröum.
ÞJV.: Þaö er þá enginn I
verkalýöshreyfingunni sem
mælir þessu bót?
EÐVARÐ: Enginn sem ég
veit til. Og ég vil benda á aö
þegar miöstjórn ASl undirbjó
fund sinn meö fulltrúum viö-
ræöunefnda flokkanna nú um
daginn (fundinn sem Benedikt
aflýsti, innskot Þjv.) þá fengu
fulltrúar ASl aöeins eitt vega-
nesti, og aöeins eitt: Samning-
ana I gildi.”
Af þessu má ljóst vera hvert
öfugmæli þaö er aö Alþýöu-
bandalagiö hafi skorast undan
aö taka meö ábyrgum hætti á
vandamálunum. Þaö neitaöi
hinsvegar að standa aö svikum
viö yfirlýst stefnumiö Verka-
lýössamtakanna ásamt Alþýöu-
flokknum. Þaö er glæpurinn
sem kratar vilja nú dæma Al-
þýöubandalagiö út úr islenskri
pólitik fyrir aö hafa drýgt.
—ekh.