Þjóðviljinn - 11.08.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1978, Síða 10
1» SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. ágúst 1978 „Stór búrekstur í einkaeign leiðir Globus hf. Ný gerð votheysturna aðeins til offramleiðslu99 I Heimagaröi búa þau hjón Sigurður Guttormsson böndi og vörubilstjóri og Guðbjörg Jó- hannesdóttir. Bóndinn var I akstri þegar við renndum þar i hlað en húsfreyja bauð i bæinn ef við vilduni sitja fyrir honum. Hún sagði aðtiðarfariðhefði ver ið heldur leiðinlegt, spretta meö rýrara móti og sláttur ekki hafinn enn þar á bæ. Ekki sagði hún að búskapur þeirra hjóna væri stór i sniðum, enda sinnir bóndinn annarri vinnu og er að auki öryrki að verulegu leyti. Hins vegar er vörubilaakstur ekki traust at- vinna þar, helst er það akstur fyrir bændur i nágrenninu og fyrir vegagerðina. Mikill kvenna- fans umkringir Sigurð, þau hjónin eiga sex dætur og eina dóttur- dóttur sáum við þar. Húsfreyja sagðist ekki vera austfirðingur; ,,ég er að vestan enda hefur Hannibal alltaf verið uppáhald i minni fjölskyldu”. Ekki vildi hún láta uppi hver væri hennar póli- tiska uppáhald núna eftir að Hannibal fór að gamlast og gekk úr pólitik. Pólitik er ekki trúar- atriði Við spurðum Sigurð fyrst um álit hans á kosningaúrslitunum þar eystra. „Úrslitin komu mér engan veg- inn á óvart þvi fólk vildi vinstri stjórn og kaus i samræmi við það. Hér gerðist það helst aö gamla framsóknarfylgið gekk yfir til okkar, kratarnir höfðu litið upp úr krafsinu enda litið nýnæmi af þeirra frambjóðanda, hann var heldur tekinn að fullorðnast. Þaö hafði lika sin áhrif að fólk er far- ið að hugsa meira um pólitik en áður, það er ekki lengur trúar- atriði að fylgja sama flokknum ævina á enda umhugsunarlaust. Alþýðubandalagið verður þvi aö standa sig núna. Margir myndu t.a.m. hugsa sig um tvisvar i næstu kosningum ef það gengi til samstarfs við ihaldiö á þessu kjörtimabili eða lætur deigan siga á annan hátt. Það gildir hins vegar um alla flokka, hvaða nafni sem þeir nefnast, að þegar þeir eru i stjórnarandstöðu, leggjast þeir gegn öllu þvi sem stjórnin gengst fyrir og svo öfugt, til þess eins að ganga i augun á kjós- endum. Eg geri þar litið upp á milli flokkanna.” Hafði stefna Alþýöubandalags- ins i landbúnaðarmálum einhver áhrif? „Alþýðubandalagið hefur nú litiö sinnt landbúnaðarmálum fyrr en þá i vor þannig að litil reynsla er komin á stefnu þess þar. Ég er hins vegar að vona að stéttarvitund bænda sé að þroskast og þokast nær stuðningi við verkalýðshreyfinguna. Fólk vill vinstri stjórn. Þessar stéttir eiga að hafa sam- stöðu og þá er málum illa komið ef þær láta æsa sig til styrjaldar hvor gegn annarri”. Stór búrekstur Er unnt að skipuleggja land- búnaðinn á annan og betri hátt? #JStór búrekstur i einkaeign er oíraun landbúnaði og leiðir aöeins til offramleiðslu. Ég er á hinn bóginn hallur undir félagsbú- skap, slikt fyrirkomulag hefur marga ótviræða kosti, einkum i mjólkurframleiðslu. Ef hann væri fyrir hendi gætu bændur a.m.k. tekið sér fri eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, það er glórulaust að þeir eigi ekki kost á orlofi. Tækin nýttust lika betur og óhag- kvæmur akstur um langan veg eftir faeinum tugum litra legðist af. Um leið skapaðist grundvöllur fyrir léttan iðnað til sveita, Ilannibal var alltaf uppáhald I minni fjölskyldu. sjálfur tel ég mjög heppilegt að bændur eigi þess kost að sækja tekjur utfyrir búskapinn einkum yfir dauða timann. Um sauðfé gegnir öðru máli. Menn eru þar lausari við á sumrin og svo er lika heppilegt að dreifa fénu til að verjast ofbeit. Annars tel ég að umræða um þessi mál öll sé ekki nægileg meðal bænda. Ef til vill skortir á félagslegan þroska hjá okkur?” Niðurgreiðslur á grip „Ég er hlynntur þvi kerfi sem ég hef heyrt að bretar hafi á niðurgreiðslum landbúnaðar- vara, þ.e. að menn fái niöur- greiðslur á grip en ekki á afurðir. Þessum niðurgreiðslum yrði auð- vitað að setja einhver mörk, miðað við einhvern ákveðinn gripafjölda, þannig að þeir sem fleiri eiga missi þær þegar upp- fyrir markið kemur. Áhuga- bændurnir á þéttbýlinu eiga auð- vitað ekki að fá þessar greiðslur, enda er um hobbý að ræða hjá þeim, sem ekki þarf að styrkja. Annars má það koma fram að þessar niðurgreiðslur eru engu fremur styrkur til bænda en til neytenda.” Beinir samningar „Já, ég er fylgjandi þvi aö samið sé beint og milliliðalaust. Það tekur engu tali að menn fái vinnulaun sin allt að þvi ári seinna en þeir vinna fyrir þeim eins og venja er með fjárbændur til dæmis. Og tæpast er hægt aö láta kaupfélögin um þetta, þau geta ekki keypt vöruna og borgað úti hönd og legið svo með birgðir langan tima án þess að koma þeim i verði’ — Ertu hlynntur fóðurbætis- skatti? „Nei, mér þykir það óeðlilegt að bændur, stétt sem er 30% lægri en viðmiðunarstéttirnar, fari að skattleggja sjálfa sig. Þar er ekki á bætandi.” , ös/öt — Við munum vera með á Landbúnaðarsýningunni sérstaka gerð heygey msluturna, sem ætlaðir eru til geymslu á for- þurrkuðu heyi, cn slikir turnar hafa verið þekktir I Bandarlkjun- um frá þvi um 1940, sagði Þorgeir Kliasson hjá Glóbus hf. Turnar þessir eru úr stáli og á þá er soðinn eða bræddur sérstak- ur glerungur. Þeir eru 6 m. breið- ir og hæð getur verið allt upp i 24 m. Heyið er forþurrkaö þannig að það er með 40-60% vatnsmagni', þegar það er sett i turninn. Það er hakkað niður eða klippt, þannig að meðallengd stráanna verður svona 7-8 mm. Heyið er tekið beint upp af velli þegar það er að- eins búið að þorna, blásið upp i vagn, siðan „sturtað” i box er matar blásarann, sem blæs gras- inu beint upp i turninn. Þegar hann hefur svo verið fylltur er honum lokað með loftþéttum um- búnaði. Til þess að koma i veg fyrir hitamyndun i heyinu er það verkað i súrefnislausu lofti. Hinar loftsæknu bakteriur nýta súrefnið og framleiða þá mjólkursýru og þegar súrefnið er þrotið þá taka loftfælnu bakteriurnar við. A þennan hátt er heyið verkað. Þessir turnar hafa, sem fyrr seg- ir, verið notaðir i Bandarikjunum frá 1940 og er nú búið að selja um 60 slika um allan heim. Hér hafa þeir ekki verið reyndir og bændur, sem séð hafa þá úti, draga i efa að notkun þeirra sé gerleg hér vegna kostnaðar. En kostnaðurinn við þá er svipaður, samkvæmt matsverði og við byggingu á venjulegum hlöðum og turnum, sé tillit tekið til fóður- gildis heysins og þess, hve turnarnir rúma mikið af þvi að grasið er saxað svo smátt. Þar að auki er innifalinn i verðinu sá vélabúnaður, sem nota þarf við svona hirðingu. Turnarnir eru tæmdir neöan frá, með sérstökum losunarbún- aði, sem snýst i hring i botni turnsins. Þannig er bæði fylling og losun sjálfvirk. Þar sem alltaf myndast þrýstingsmunur i turninum Ein eiguleg. vegna mismunandi hitastigs, fylgir þeim sérstakur „öndunar- útbúnaður", en það er gúmmi- blaðra, sem komið er fyrir efst í turninum og er i beinu sambandi við loftið útifyrir. Reynsla hefur sýnt, að fóður- gildi þess heys, sem verkað er i svona turnum, er mjög mikið. Það er ekki nema 1,2-1,25 kg. af þvi i fóðureininguna. Þurrefnis- tap er mjög litið eða innan við 3%. Heyið helst mjög vel og þvi fylgir engin óþægileg lykt. A sýningunni verðum við með hluta af svona turni til þess að kynna mönnum þessa nýjung. Svo sýnum við þarna fjóra- hjóladrifinn traktor, en á þeim hafa nýlega verið iækkaðir tollar. Sömuleiðis italskan heyhleðslu- vagn, sem var reyndur hér í fyrra en kemur nú mikið endurbættur. Einnig loftræstiútbúnað fyrir gripahús. Þá verðum við og með bagga- hleðsluvagn, sem er áhugaverður að þvi leyti að hann tekur upp baggana, hleður þeim á sig og losar þá siðan af sér á sjálfvirkan hátt á færiband, inn i hlöðu. Vagninn tekur 88 bagga. Hleðslu- timi er 8-10 minútur og losunar- timi aðeins styttri. Afköstin má svo sjá af þeirri timalengd, sem fer í akstur. Tveir svona vagnar voru prófaðir hér i fyrra sumar. Þeir reyndust mjög vel i þurru veðri en um leið og þeir blotnuðu var notkun þeirra erfiðleikum bund- in. Þessir tveir vagnar voru svo seldir bændum á Suðulandsundir lendinu og hafa reynst ágætiega. Trúlega stafa þeir annmarkar, sem i ljós komu i upphafi af þvi, að lakkið hefur ekki verið farið af og heyið bitið sig i það þegar það blotnaði og allt orðið stamara fyr- ir vikið. Við höfum jafnan reynt að fylgjast sem best með öllum Nýjungum á þessu sviði og mun- um halda þvi áfram. —mhg Grænmetisverslun landbúnaöarins Rekjum þróunina — Já, það er nú bara þannig, að þótt viðtökum þátt i landbúnaðar- sýningunni þá er hún, þvl miður fyrir okkur, haldin á þeim tima árs, að við höfum bókstaflega ekkert að sýna nema þá einhverj- ar erlendar framleiösluvörur, sagði Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverslunar landbúnað- arins. Uppskera á okkar söluvörum er cnnþá ekki hafin.enda háð veður- lagi eins og allir vita og það hefur lengst af i ár ekki verið sem heppilegast. Hjá okkur verður þetta þvi bara þróunarsýning i myndum. Við leitumst við að sýna hvernig ástatt var um þessi sölumál þegar við byrjuðum að hafa afskipti af þeim, hvar við er- um á vegi staddir nú i þessum efnum og hvernig salan hefur verið á undanförnum árum. Vörusýningu getum við sem sagt enga haft,en tökum annars þátt i sýningunni á þennan hátt. —mhg ‘ •: >.. ■ Ætli þau séu ekki úr Þykkvabænum?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.