Þjóðviljinn - 19.08.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1978, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. ágúst 1978 AF BANATILRÆÐI Einsog allir vita lætur íslenskur almenning- ur þjóðmál mjög til sín taka og ekki hvað sist um þessar mundir. Það sem f ólki er ef st í huga þessa dagana er að sjálfsögðu landbúnaðarsýningin á Selfossi. Með þessari sýningu hafa íslenskir bændur sýnt og sannað andskotum sínum úr þéttbýl- inu, að íslensk bændamenning stendur á göml- um merg, merg sem enn er ekki búið að sjúga úr beinum né bora úr eyrum. Þá gefst fólki þarna kostur á að sjá hvernig bændur hafa tekið nýjustu tækni og vísindi i sína þjónustu, hvernig hokur hef ur breyst í búskap og búand- karlar í bændur, og er það ef til vill merkasti þáttur sýningarinnar. Það talar raunar sínu máli að nær fimmtungur allra landsmanna hefur þegar séð sýninguna. Það ber því að fordæma alla tilburði í þá átt að fella rýrð á þetta stórkostlega framtak, en það hafa vissir aðilar svo sannarlega gert, eins og raunar alltaf þegar bændur eiga í hlut. Talað er í blöðum um skipulagsleysi. Allar slikar staðhæfingar eru úti hött. Eins og vera ber er gestum sýningarinnar fyrst smalað í ,,almenning'', síðan er dregið í dilka. Sú ný- breytni hefur þarna verið upptekin að sleppa sjálf ri slátruninni og ber að lofa það. Háþróuð nútíma tækni í landbúnaði hefur verið tekin í þjónustu sýningarinnar. Þarna eru sjálfvirkar færikviar , stekkir og stallar, básar og búr, garðar og geilar, krókar, kvíar, krær, stíur og öll þau aðhöld, sem nöfnum tjáir að nefna. Það skemmtilegasta við sýninguna er það hvernig gamla og nýja tímanum er tef It sam- an. Þarna eru til dæmis til sýnis naut með hnyðju og naut án hnyðju. Þá getur að líta gamlan forystusauð og það nýjasta í þeim efnum, Halldór E. Sigurðsson. Sýningargest- um er gef inn kostur á því að fylgjast með því hvernig kúm var áður haldið undir farandsæðingameistara og við hliðina eitt hið fullkomnasta tæki sinnar tegundar í veröld- inni í dag, fjarstýrð sæðingavél (fjarska- bryndill). Gömul klofakerling er þarna til sýn- is, en við hliðina á henni það nýjasta, Stefán í Vorsabæ með handknúna sporreku f yrir spor- láta f jármenn, kúasmala og víðavangshlaup- ara. I básunum á landbúnaðarsýningunni eru or- lofskonur úr kvenfélaginu á Selfossi til sýnis, en í stíunum förumenn og niðursetningar úr Hreppum og Flóa. Af gömlum tækjum og tólum er tvímæla- laust merkastur þúfnabaninn. Hann var mikið notaður fyrr á öldum og raunar einhvern tímann ort um hann vísa, sem endaði svona „og troddonum ínni þúfu". Þá eru til sýnis gamlar mjólkurbyttur og bullustrokkar, en til samanburðar hefur það nýjasta verið sótt til Reykjavíkur og Hveragerðis, nýtísku bullur og byttur. Af því sem að f raman er sagt má sjá að hér hef ur tekist frábærlega vel til. Sýningin gef ur glögga yf irsýn yf ir aldagamla menningarhefð íslendinga í landbúnaði. Hún sýnir og sannar kjark, hug, þrek, þol, drengskap, búhyggju, fórnarlund, einhug, samstöðu og hæfni ís- lenska bóndans, hæfni, sem breytt hef ur hokri í búskap og hokrurum i bændur. Það er því létt verk að kveða niður fjand- samleg ummæli í blöðum og f jölmiðlum. í grein, sem birtist í Visi s.l. þriðjudag heldur „Svarthöfði" því fram að Stefán í Vorsabæ hafi sýnt ritsjóra Dagblaðsins, Jónasi Kristjánssyni, banatilræði með því að bjóða honum í kapphlaup. Það er sannarlega Iét1 verk að visa slíku til f öðurhúsanna. Víst er, að hefðu bændur ástæðu til að lóga nokkurri mannskepnu, þá er það Jónas Kristjánsson, jafn hart og hann hef ur gengið f ram í þvi aí klifa i sífellu á þvi sem sannara reynist um landbúnaðarmál á (slandi. En jafnvíst er þaó, að væri bændum alvara í því aé kála Jónasi, þá hefði verið hæg1 um heimatökin að senda honum eitthvað, sem heimsvísindin hafa sannað óyggjandi að sé bráðdrepandi, eins og til dæmis land- búnaðarafurðir: mjólk, rjóma, osta, bringu- kolla, síðubita mör og annað feitmeti. Það hefði sennilega nægt að senda honum væna smjörklípu. En hvað hefur verið gert í þeim efnum? Smjörið var hreinlega hækkað rétt fyrir landbúnaðarsýninguna um hundrað prósent, og ég er sannfærður um að sú ákvörð- un hefur beinlinis verið tekin til að bjarga lífi Jónasar, því hann var að sögn nærri. búinn að drepa sig á smjöráti. Algerlega forfallinn, snarfeigur. Nú getur hann ekki lengur étið smjör. Hann hefur hreinlega ekki ráð á því fremur en aðrir landsmenn. Kominn í „Sól- blóma" eins og allir hinir. Það má því segja að bændur hafi ekki sýnt Jónasi banatilræði, heldur bjargað líf i hans og ótal mannslífum með því að hækka smjörid um hundrað prósent. Hvað segir raunar ekki Jónas í vísunni forð- um: Ef þú étur ekki smjer eða það sem banvænt er lengi mun þá lífið þér leika við og endast. Margarín og magran fisk á matardisk mun þér vera hentast. Ath! Síðasta orðið í síðustu Ijóðlínunni þarf að bera fram á norðlensku. Flosi. Bréf frá tékkneska „LISTY-hópnum” Voriö 1968 kom út i Prag tima- ritið „Literarni Listy” og var það málgagn Rithöfundasam- bands Tékkóslóvakiu. Timaritið tók virkan þátt i þeirri sósial- isku endurnýjunarhreyfingu, sem þá átti sér staö og birtust þar m.a. greinar sem gagn- rýndu hvaö harðast þann skort á tjáningarfrelsi sem rikt haföi. Eftir innrásina 21. ágúst 1968 urðu margir aðstandendur timaritsins að yfirgefa Tékkó- slóvakiu og eiga þangaö nú ekki afturkvæmt. beir hafa þó ekki lagt niöur baráttuna fyrir lýö- ræðislegum sósialisma i heima- landi sinu, heldur hafa þeir haldið áfram útgáfu timaritsins erlendis. Það er sá hópur fólks sem stendur að útgáfunni sem sendir eftirfarandi bréf. „Bréf frá „LISTY-hópnum” til forystumanna þeirra flokka sósfaldemókrata, sósialista og kommúnista sem fordæmdu hernaðarinnrásina i Tékkó- slóvakiu áriö 1968. Heiðruðu félagar. Við snúum okkur til ykkar, forystumanna flokks sem fylgd- ist af skilningi meö sókn „Vors- ins i Prag” til sósialiskrar end- urnýjunar, og tók ákveðna af- stööu gegn hernaðarihlutun fimm Varsjárbandalagsrfkja i málefni Tékkóslóvakiu. Þann 20. ágúst eru 10 ár liöin siðan þessi vopnaihlutun i innri málefni lands okkar átti sér stað Afleiöingar hennar veröa bæöi tékknesku þjóðinni og hinni al- þjóðlegu sósialisku hreyfingu sem opið sár. Hin s.k. „þróun til eðlilegs ástands” hefur ekki leyst nein af hinum brennandi vandamálum tékknesks samfé- lags. Hún hefur einungis haft i för með sér brottrekstur hálfrar miljónar kommúnista úr flokknum og útiiokun þeirra frá þátttöku i opinberu lifi, kúgun hundruð þúsunda borgara, brot á lögum og alþjóðlegum samn- ingum, brot á mannréttindum þ.á.m. réttinum tu vinnu, ot- sóknir á hendur þeim sem ekki samþykkja innrásina og afleiö- ingar hennar. 1 þvi „eðlilega á- standi” sem rikir i Tékkó- slóvakiu eru þeir sem berjast fyrir mannréttindum fangelsað- ir og ofsóttir, nú undanfarið einkum þeir, sem skrifuðu undir „Charta 77”, visindamenn og listamenn. Flokkur ykkar for- dæmdi þessar aðgerðir og mun örugglega i framtlðinni, i anda hinnar alþjóölegu samstöðu, styðja baráttuna fyrir sósialisk- um og lýðræðislegum breyting- um á ástandinu i landi okkar. í „Moskvusamningunum” frá • 26.8. 1968 og i öðrum samning- um við þáverandi fulltrúa Tékkóslóvakiu, hétu forystu- menn Sovétrikjanna þvi, að sov- ésku hersveitirnar sem sendar voru inn i Tékkóslóvakiu skyldu aðeins verða þar skamjnan tima og yrðu kallaðar heim eins fljótt og „eðlilegt ástand kæmist á”.Þrátt fyrir að forystum.sov- éska og tékkneska kommúnista- flokksins hafi hvað eftir annað lagt áherslu á að „eðlilegt á- stand” sé komið á, hafa sovésku hersveitirnar ekki verið kallað- ■ar heim frá Tékkóslóvakiu. Við teljum að það væri i samræmi við þá afstöðu sem þið tókuð ár- ið 1968 sem þið haldið enn fast við, ef þið, af miklum þunga, gerðuð þá kröfu til forystu sov- éska og tékkneska kommúnista- flokksins að sovéskar hersveitir verði fluttar brott af tékknesku landsvæði eins og samkomulag- ið fyrir 10 árum gerir ráð fyrir. Það væri einnig i samræmi við niðurstöður Helsinkiráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu i Evrópu. Þrátt fyrir að það leysi i sjálfu sér ekki innri vandamál Tékkóslóvakiu, myndi það þó á þýðingarmikinn hátt stuðla að bættu pólitisku andrúmslofti i þessu landi og I Evrópu. Allt frumkvæði ykkar i þessu máli yrði mjög vel þegið, jafnt af tékknesku þjóðinni sem af al- menningsálitinu i heiminum, og mun án efa verða til þess að efla framgang hins lýðræðislega sósialisma. Fyrir hönd tékkneska sósial- Iska andófshópsins „LISTY”: Eduard Goldstiicker Zdened Hejzlar Antonin J. Liehm Zdenék Mlynar Adolf Miiller JiH Pelikán Ota §ik Róm, þann 15. júli 1978”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.