Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 8
>8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. ágúst 1978 „Vonumst til aö sem flestir taki virkan þátt í starfinu” segir Kristín Á. Ólafsdóttir nýkjörinn formaöur Alþýdubandalagsins á Akureyri Mikill þróttur hefur veriö I starfsemi Alþýóubandalagsins á Akureyri á súasta ári. Haldnir hafa veriö 50-60 fundir i vetur, aö meötöldum stjórnarfundum, og hefur fiokkurinn eignast mjög viöunandi starfsaöstööu aö Eiös- vallagötu 18, en nýlega komst þar I gagniö nýr fundarsalur. Starf- semi flokksfélaga hefur einnig skilaö af sér árangri, sem merkja má i fylgisaukningu fiokksins i siöustu byggöa- og alþingiskosn- ingum. Þjóöviljinn kom nýlega aö máli viö Kristlnu A. ólafsdóttur, nýkjörinn formann Alþýöu- bandalagsins á Akureyri, og innti hana frétta af fyrirhuguöu starfi féiagsins. — Viö munum fyrst og fremst leggja áherslu á fræöslustörf á komandi vetri, en þaö er þáttur, sem m jög hefur veriö vanræktur i Alþýöubandalaginu. Viö höfum ekki enn ákveöiö starfsáriö I smá- atriöum, en efnahagsmálin veröa meö fyrstu verkefnum okkar. Ætlunin er aö ganga út frá bækl- ingi Alþýöubandalagsins um efnahagsmál, sem gefinn var út skömmu fyrir kosningar. Viö munum fara i gegnum hann og átta okkur sem best á hlutunum og gagnrýna þaö efni, ef okkur sýnist þess þörf. Þaö er full ástæöa til aö félagarnir skoöi efnahagskerfi íslands, þvi flest- um finnst þaö kerfi svo flókiö, aö þaö þarfnist útskýringa viö. Einnig munum viö reyna aö fá ýmsa sérfræöinga flokksins i efnahagsmálum til aö koma og Kristin A. ólafsdóttir. halda erindi og taka þátt i um- ræöum á fundum hjá okkur. — Hvaöerfleira á dagskránni? — Þaö er mikill áhugi meöal félaga aö hefja kynningu f sósial- iskum fræöum, þviþaöhefur vilja brenna viö, aö flokksmenn hafa ekki veriönógusterkir I þeim efn- um. Þessi fræösla gæti bæöi fariö fram I fundarformi eöa i les — og umræöuhópum, og er einungis hugsuö fyrir ftokksmenn. Hins vegar er ætlunin aö halda áfram meö opiö hús fyrir alla, flokks- menn jafnt sem aöra, þar sem fjölþætt dagskrá fer fram. Viö byr juöum á þessu siöastliöiö vor, höföum opiö á sunnudögum einu sinni i viku eöa hálfsmánaöar- lega, og tókst þetta mjög vel. Viö tókum eftir þvi, aö þarna birtust ýmsir félagar, sem ekki höföu sést lengi á félagsfundum, og fengu sér kaffi og hlýddu á upp- lestur, erindi eöa tónlistarflutn- ing. Þetta er hugmynd, sem hefur náö félögunum mjög vel saman. — Hafiö þiö einhverjar nýjung- ar á prjónunum? — Vib höfum veriö meö þá hug- mynd, aö kynna ýmsa starfsemi úr bæjarlifinu. Meiningin væri þá aö fá fólk úr ýmsum atvinnu- greinum til aö halda stutta kynn- ingarfyrirlestraum starfsvið sitt, og svara spurningum. Þetta gæti oröiö bæöi gagnlegt og skemmti- legt. Svo göngum vib alltaf meö gamlan draum i maganum. Hann er sá aö gera félagshúsiö á Eiös- vallagötu aö menningarmiöstöö. Ætlunin er, aö fólk geti haldið þarna myndlistasýningar, haldiö tónleika lesiö hugverk sin og ann- ara, Meö öörum oröum: haft þarna aöstööu til aö koma ýmsum listum og menningu á framfæri. — Hefur Alþýöubandalagiö á Akureyri beitt sér fyrir bæjar- málum aö undanförnu? — í byrjun mars var stofnaö bæjarmálaráb ABA og hefur þaö haldiö vikulega fundi fram aö kosningunum. Þar var mótuö sameiginleg stefnuyfirlýsing fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar. Þetta bæjarmálaráö mun koma saman i framtiöinni hálfs- mánaðarlega og mun marka stefnu flokksins I bæjarstjórnar- málum. t ráöinu eiga sæti 11 efstu menn á frambobslista félagsins tíl bæjarstjórnarkosninga, en auk þess eiga allir félagar tillögu- og atkvæöisrétt. A.B.A. ográö þetta er sá vettvangur, sem félagarnir eiga aö nota til aö koma fram sjónarmiðum sfnum i bæjarmál- um, og leggur stjórnin mikla áherslu á aö félagarnir notfæri sér þennan vettvang sem best. — Hvaö eru margir félagar i Alþýöubandaiaginu I Akureyri? — Félagar A.B.A. eru rúmlega 120, og hefur þvi miður aöeins lit- ill hluti.þess hóps veriö virkur. Fyrir kosningar kom þó mikill hópur fólks til starfa, bæöi gamlir félagar og nýtt fólk. Viö bindum vonir viö aö þessir félagar og aör- ir taki sem virkastan þátt I starf- inu, sem framundan er, sagöi Kristin aö lokum. I M „Tek hagsmuni hreyfíngarinnar framyfír hagsmuni flokksins” Rætt viö Þröst Haraldsson, ritstjóra Norðurlands / Mynd og texti: IM helstu fréttum og atburöum I kjördæminu Einnig birtum viö greinar og viötöl. En þaö er gef- ið mál, aö landsbyggðarblöðum eru þröngar skorður settar, bæöi vegna stærðar, sem tak- markar efni og vegna þröngs lesendahóps er ekki hægt aö leggja áherslu á alhliða fréttir, heldur miöast fréttaflutningur og skrif aöallega við kjördæmiö. ■ — Komst ekki einhver kippur I útgáfustarfsemina fyrir kosn- ingar? — Jú, ekki er þvi aö neita. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar var 2-3 aukablöðum dreift á Akureyri, ólafsfiröi, Húsavik og Dalvik. Fyrir Alþingiskosn- ingarnar gáfum við út tvö blöö, annað sem höfðaöi til bæjarbúa og hitt, sem höföaöi til fólks til sveita. Þvi blaði var dreift á hvern bæ ibáöum sýslunum. öll þessi vinna var unnin i sjálf- boðavinnu og afköstuöu félag- arnir ótrúlega miklu fyrir kosn- inga rnar. — Hver eru helstu vandamál biaösins? — Askrifendur eru alltof fáir. Þaðhefur þvi miður ekki unnist timi né verið nægur starfskraft- ur fyrir hendi til aö fara I skipu- lagba áskriftar- og auglýsinga- herferö. Einnig þyrfti aö auka auglýsingar I blaöinu, en þaö er þungur róöur. — Hverjir iesa Noröurland? — Þaö er fyrst og fremst Alþýöubandalagsfólk, en blaöiö hefur þó eignast þá stööu á Akureyri, aö valdamenn kom- ast eúci hjá þvf að lesa þaö. Annars hefur aldrei veriö gerö lesendakönnun hjá okkur, svo þaö er dálítið erfitt aö segja til um þetta. Noröurland er málgagn sósialista i Noröurlandskjör- dæmi eystra. Biaöiö kemur út I 1700 eintökum og er 6-8 siöur. Þjóöviljinn kom nýlega aö máli viö Þröst Haraldsson, ritstjóra biaösins og ræddi viö hann um útgáfu blaösins, sósíalisk blaöa- skrif og biaöaútgáfu aimennt á Akureyri. — Við erum tvö, sem stönd- um aö blaðinu, segir Þröstur. Kristin ólafsdóttir sér um bók- hald og fjármál en ég stússast i öllu ööru, er sendill, Ijósmynd- ari, útlitsteiknari og prófarka- lesari. Þar aö auki er starfandi ritnefnd, eni henni eiga sæti þau Helgi Guömundsson, Soffia Guömundsdóttir, Böövar Guömundsson og Þórir Stein- grimsson. Þau skrifa leiöara og pistla, jafnframt reynum við aö halda vikulega fundi, og leggja linurn- ar fyrir næsta blaö. Blaöiö er svo prentaö i prentsmiöju Björns Jónssonar ásamt mál- gagni Sjálfstæöismanna, Is- lendingi. 1 þeirri prentsmiöju á reyndar Alþýöubandaiagiö á Akureyri prentvél. Menn dreymdi nefnilega um þaö áöur fyrr, að eiga eigin prentun, og getafylgt blaöinu algjörlega úr hlaöi sjálfir. Sú varö þó aldrei raunin á. — Hvernig er dreifingu blaös- ins háttaö? — Noröurlandi er dreift um mest allt landiö. Viö eigum áskrifendur I flestöllum sýslum landsins, en hinu er ekki aö neita.aöuppiagiö er allt of litiö, og fjarskortur mikill. Þarna veröur aögeramikiöátak.en ab mínum dómi ber heldur aö reyna aö fjölga áskrifendum en aö freista þess aö ná inn fleiri auglýsingum. Markaöurinn fyr- Þótt tvö ár séu liöin frá þvi Noröurland hóf göngu sina, hangir gamla spjald Alþýöubandalagsbiaösins þó ennþá utan á húsinu á Eiösvallagötu 18. 1 húsinu, sem Lárus Björnsson gaf Alþýöubandalaginu á Akureyri, fer öll flokksstarfsemin fram. ir auglýsingar er mjög þröngur hér og ekki breytinga von. — Hvaö er Noröuriand gam- alt biaö? — Þaöeryngsta og jafnframt minnsta blaöið á Akureyri. Blaðiö er tveggja ára gamalt, en á sér reyndar eldrisögu. Þaö ■hét áöur fyrr Alþýöubandalags- biaöiö.en þaö hóf göngu sina ár- TÖ 1969. "Þegar Hannibal og Björn Jónsson klufu sig út úr hreyfingunni 1968 tóku þeir mál- gagniö „Verkamanninn” meö sér og drápu þaö endanlega nokkru siöar. Verkamaöurinn haföi þá komiö út i áratugi á vegum sósialista. Aiþýöubanda- lagsblaöiö var þvi stofnaö til aö fylla upp i þaö skarö, sem myndaöist þegar Verkamaöur- inn hvarf. Viö þaö blaö starfaöi var aöeins maöur i hálfu starfi, en hagur biaösins batnaöi mik- iö, þegar Vilborg Haröardóttír var ráöin sem ritstjóri þess 1976. Var nafninu þá breytt I Noröurland. Hún vann þar fyrst ein, en siðar var hálfu starfi bókhaldara og gjaldkera bætt við. Blaöiö hefur veriö i blýi þangað til fyrrasumar, en þá var þaö prentað i offset. — Hvaöa efni er helst i biaö- inu? — Viö reynum aö segja frá >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.