Þjóðviljinn - 19.08.1978, Síða 14

Þjóðviljinn - 19.08.1978, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. ágúst 1978 Eftir dr. Gunnlaug Þórdarson Fyrir rúmum 3 vikum f lutti ég í útvarpi erindi um jafnrétti kynjanna, m.a. um þaö/ hve mjög hlutur kvenna er fyrir borö bor- inn á hinu nýkjörna Alþingi Islendinga og áréttaði þar þá<4koðun mína að einasta lausnin til réttlætis væri sú/ að lögboðin verði jöfn skylda til þátttöku í stjórn- máluiri/ á þann hátt að konur skipi annað hvert sæti á framboðslistum. Erindi þetta fór aö sjálfsögðu misjafnlega fyrir brjóstiö á mönnum. Ýmsar konur sögöu mér, aö þær væru nú aö átta sig á þvi, aö þetta væri einasta leiöin til lausnar á þessu máli, þvi þaö væri sannfærir.g þeirra, aö jafn- retti kynjanna gæti naumast orö- iö aö veruieika á annan hátt. Það er athyglisvert, að þessi hugmynd iéll ekki siöur i góöan jaröveg hjá mörgum karlmönn- um. Þó voru að sjálfsögöu undan- tekningar frá þessu. Þannig réöst maöur aö mér nánast meö fúk- yröum i heita pottinum i Laugar- dalslauginni örfáum kvöldum eftir aö erindiö var flutt. Hann átaldi mig m.a. fyrir aö reyna aö koma mér i mjúkinn hjá konum á lævisan hátt. Fannst honum og hin mesta fjarstæða, aö konur Flestar þeirra myndu fá nei, ef þær spyröu aö þvi, hvort hann myndi samþykkja aö hún byöi sig fram til Alþingis. Hins vegar myndi körlum sjaldnast koma til hugar að spyrja eiginkonur sinar aö þvi, og ef svo bæri viö, þá myndu langflestar þeirra ekki treysta sér til aö neita þeim um þetta þvi þetta væri aö þeirra áliti einkasvið karlmannsins sam- kvæmt gamalli uppeldishefö. Kona þessi spuröi mig að þvi, hvort ég teldi, að þaö hefði mann- bætandi áhrif á konur aö þær fengju þann rétt eöa þá skyldu samkvæmt lögum, aö þær skyldu taka annaö hvert sæti á öllum framboöslistum. Hún sagöist efast um, aö konur myndu batna viö þaö, þær væru oft æöi þröng- sýnar og erfiöar kynsystrum sinum og þvi erfiðari sem þær heföu lent ofar I mannfélagsstig- ann ekki sist ef þær kæmust i ein- hverjar áhrifastööur. Aö hennar áliti væru stjórnmálin ekki þess eölis, að þau væru mannbætandi. Andsvar mitt var, aö þaö væri sannfæring min, aö kvenþjóöinni i heild myndi vaxa ásmegin og þroski við þaö aö vita þaö væri ekki aöeins einhver óljós réttur að taka þátt i stjórnmálum heldur hrein skylda. Allur réttur kvenna nú viröist sá, aö það þætti gott vörumerki aö hafa svona eina til tvær i sæmi- legum sætum á lista flokks eöa flokka. Þegar jafnréttiö væri Kvæði um kvenréttindi? ættu aö fá laun eöa fæöingarorlof i eitt ár frá rikinu eftir fæöingu barns tii þess að geta sinnt þvi, og þaö væri eftir mönnum eins og mér að vilja koma öllu á rikiö. Urðu nokkur orðaskipti út af þessu og skulu þau ekki rakin hér. Siöustu áratugi hefur mér runnið til rifja sú ómannúölega meöferð, sem .fjöldi kornabarma á fyrsta ári verður að þola alla virka daga og þó er það átakan- legast i skammdeginu þegar þau eru rifin upp úr værum svefni fyrir allar aldir til þess aö vera troöiö i feröaföt og farið meö þau út i kalda kerru eöa barnavagn, I besta tilviki bil til þess aö sofna aftur einhvers staöar á vöggu- stofu úti i bæ. Slik meöferö er svo ómannúöleg, aö ekki tekur neinu tali. Ef konum yrðu greidd laun fyrsta áriö eftir fæðingu barns og þær sinntu þá ekki ööru en barn- inu, þá myndi barnið losna viö þessa illu meöferö, a.m.k. fyrsta árið, og um leið yrðu vöggustofu- vandræöin leyst. Meö þvi aö gefa öllum mæörum kost á þvi aö sinna barni sínu algjörlega fyrsta árið, þarf sem sagt ekki vöggu- stofur fyrir þessi börn, þau fá þá aö sofa i friði áfram og verða ekki strax ofurseld þeirri miklu streitu, sem þessum morgun- og kvöld flutningum fylgir einmitt á þvi æviskeiöi, sem barniö þarf mesta ró og sem sambandiö þarf aö vera nánast milli móöur og barns og getur haft þýðingu fyrir þaö allt lifiö. Þaö atriöiö, aö rikið borgi kon- um fæöingarorlof, en þaö lendi ekki af hendingu og með mismun- andi þunga á baki atvinnuveit- enda, er auövitaö sjálfsagöara en flest önnur útgjöld rikisins. Þess eru ótal dæmi, aö atvinnurekandi i einhverri atvinnugrein þurfi e.t.v. á einu eða tveimur árum aö taka slik útgjöld á sig vegna Kafli úr „ Um daginn og veginn” fjölda kvenna, meöan annar vinnuveitandi i sams konar rekstri þarf engin slik útgjöld á sig að taka. Hjá þeirri háfélagslega sliguöu þjóö, Svium, er ósjaldan krafist vottorðs um að kona, sé ekki barnshafandi, þegar hún ræöst til starfsins, ella fær hún þaö ekki. Einnig hefur boriö viö hjá opin- berum stofnunum hér, að yfir- mönnum þeirra hafi veriö gefin fyrirmæli um, aö gengið sé úr skugga um, að konur séu ekki barnshafandi áður en þær ráöist til starfs. A þessu máli eru svo margar hliðar, en allar renna þær stoöum undir fyrrgreinda rétt lætiskröfu. Mætti benda á sitt- hvaö fleira málinu til stuönings. í þessu sambandi kemur mér i hug, að það er iskyggileg staöreynd, aö barnsfæöingum hér á landi hefur fækkaö verulega miðaö við fólksfjölda og það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá, sem vilja viðgang og framtiö islensku þjóöarinnar. Þeim mun fremur er ástæöa til aö konum sé sýnt veröskuldaö þakklæti, mæöur fái tiltekin laun i ár eftir barnsburö. Gæti þaö átt sinn þátt i þvi aö snúa þessu á rétta braut hjá okkur. Auðvitaö væri þaö skilyröi, aö þessar mæöur ynnu ekki utan heimilis á meðan þær nytu þessa fæðingarorlofs. Til leiöréttingar á erindi, sem ég flutti fyrir 3 vikum, skal þess getið, að hinn svokallaði fæðinga- styrkur hefur verið afnuminn og er það eftir forráöamönnum kerfisins aö hafa gert þaö. Fæö- ingarstyrkur þessi var litilræði en gat komið konum vel, einkum einstæöum mæðrum, I sambandi við kostnaö viö fæöingu hvers barns, en nú hefur þetta verið af- numið sem fyrr sagði, en trygg- ingarnar greiöa kostnaöinn viö sængurleguna. Auövitaö er sjálf- sagt, aö einmitt þetta smáræði, 40-50 þús. króna fæöingar- styrkur héldist Kvöldið eftir aö áöurnefnt erindi var flutt, hringdi kona til min utan af landi til þess aö þakka þá baráttu, sem erindið fæli i sér, en hún vildi ekki segja til nafns. Mér varð að orði, að flestir menn með sæmilega skyn- semi og eðlilegar tilfinningar fyrir nútimanum, réttlæti og lýö- ræði, gætu flutt betra erindi en ég gerði. Kona þessi fór meö kvæöi fyrir mig i simanum, sem hún kvaö vera eftir Þóru frá Kirkjubæ. Kvæði þetta heitir „Hvers vegna”. Ég hafði ekki heyrt þaö áöur, og ég vil leyfa mér hér með, að flytja það: Hvers vegna? Hvers vegna bergja þann bikar I grunn, sem beiskasti mjööurinn fyllir? Hvers vegna reika um rökkurstig, ef röðull þann næsta gyliir? Hvers vegna vilja, en voga ei, svo vænsta takmarkiö náist? Hvers vegna eiga sitt athvarf þar, sem andinn visnar og þjáist? Kvað áðurnefnd kona megin- ástæöu til þess að hún hringdi vera þá, að hún vildi vekja at- hygli mina á inntaki þessa kvæöis, sem hún taldi túlka vel tilfinningar þeirra kvenna, sem ekki heföu komist áfram á þjóö- málasviöinu. Aö minnsta kosti kvaðst hún skilja það á þá lund og þaö ætti aö hennar áliti fyrst og fremst við þær giftu konur, sem væru ofurseldar yfirráöum eigin- manna sinna, en þeir væru oft og tiöum helstu dragbitarnir á að þær tækju sér eitthvaö sjálfstætt fyrir hendur, einkum á opinber- um vettvamgi. En hún bætti þvi við að sem betur fer væru margar undantekningar frá þessu. Aö sjálfsögðu var ógerlegt fyrir mig að átta mig á innihaldi kvæðisins I þessu simaviðtali, sem kom viöa við. Viö nánari athugun varö mér ljóst aö hér var um mjög vel ort kvæði að ræða, sem tók miö af lifinu sjálfu og til- verunni i heild, en hvorki baráttu- söngur i anda rauðsokka né niö- kvæði um hjónabandiö sem slikt. Auövitaö eru skáld og rithöf- undar berskjaldaðir fyrir þeim skilningi, sem aðrir kunna að leggja i verk þeirra. Mér er óhætt aö fullyrða aö þeir, sem igrunda þetta kvæöi og komast aö kjarna þess muni meö niðurstööum sinum valda hinni óþekktu konu i landsimanum vonbrigöum. Aö ööru leyti fannst mér ég geta samsinnt simhringjandanum aö mörgu leyti, a.m.k. er reynsla min slik, aö of mikil almenn sann- indi eru i þeim skilningi, sem hún vildi leggja i kvæöiö. Kúgun kvenna Það er án efa svo, aö of oft telja giftar konur sig þurfa aö bera hvað eina undir eiginmenn sina og aö þær voga sér sjaldan aö taka sjálfar ákvarðanir. tryggt með löggjöf mundi sjón- deildarhringur þeirra vikka að sama skapi og hugir þeirra losna úr þeim viðjum sem hann er nú beint eöa óbeint i af völdum hins kynsins, fordóma og uppeldis. Þegar það verður oröið lögfest, aö konur skuli taka annað hvert sæti á listum flokkanna munu koma fram þær konur, sem eru vandanum vaxnar, þvi þær eru ekki fáar, eins og maður gæti haldið eftir mynd Alþingis i dag; þær skipta þúsundum. Einn af forustumönnum Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna sagði við mig, þegar honum var bent á, að Samtökin hefðu haft jafnmargar konur ofarlega i sætum á framboðslist- um sinum og allir hinir listarnir til samans, að samt hefðu konur ekki kosið þann lista. Mér varð aö orði, að vera mætti, að aðrar ástæöur lægju þar að baki, og það væri skoðun min, aö ef stjórn- málaflokkur tæki þetta jafnréttis- mál upp sem eitt af baráttu- málum sinum og að konur fyndu hvilikt réttlætismál þetta væri þeim flokki en ekki aðeins innan- tdmt kosningarloforð, þá myndi ekki standa á þvi, að konur myndu veita slikum flokki lið- sinni sitt. Mannúðar- og menningar- frömuöurinn mikli John Rocke- feller 3ji sá er stjórnaði hinum miklu gjöfum til Rockefeller stofnunarinnar til menningar- og mannúðarmála um allan heim var eitt sinn að þvi spuröur hvers vegna hann væri svona mikill kvenréttindamaður og hann svaraöi eitthvaö á þessa leiö: Astæöan væri sú að hann hefði vegna starfs sins kynnst flestum þjóöhöföingjum heims og eigin- konum þeirra og reynsla sin væri sú aö þær væru körlum sinum fremri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.