Þjóðviljinn - 19.08.1978, Page 18

Þjóðviljinn - 19.08.1978, Page 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19, ágúst 1978 Andófsmenn Framhald af bls. 1 Tékkóslóvakiunefndin 1978 er skipuö eftirtöldum aöilum: Svavar Gestsson, Kjartan Ólafs- son, Arni Björnsson, Guöjón Jónsson, Ólöf Eldjárn, Benedikt Daviösson, Svava Jakobsdóttir, Ossur Skarphéöinsson, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, Bolli Héöins- son, Svanur Kristjánsson, Vé- steinn Olason, Njöröur P. Njarö- vik, Magnús Kjartansson, Sveinn Skorri Höskuldsson. Hiörleifur Guttormsson, Atli Heimir Sveins' son, Brynja Benediktsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Thor Vil- hjálmsson, Þorbjörg Höskulds- dóttir, Jakob Benediktsson, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Pétur Gunnarsson, Haukur Jóhannsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Böövar Guömundsson, Soffia Guömunds- dóttir, Arni Bergmann og Ragnar Arnalds. íslendingasögur Framliald af 13 , siöu Laxness sem ■ hátindi þessara nýju islenzku heimsbókmennta. Halldór hefur sjálfur I einni rishæstu setningu rita sinna lýst þessum frjálsa anda hins fátæka manns, sem enginn yfirstéttar- kúgun gat drepið, en liföi sem fölskvi undir farginu og blossar upp i eldstólpa er visar veginn, þegar þjóðin er ibaráttuhug, sök- um aöstæöna, erknýja á og eggja hvern einstakling og lyfta honum til dáöa. Sú setning er þessi: ,,En andi hins fátæka alþýöu- skálds, sem hinir læröu höföu aö aungu og stórskáldin fyrirlitu, hefur búiö meö Islenzku þjóöinni I þúsund ár, 1 fastilju afdalakots- ins, i snauöri verbúð undir jökli, á hákarlaskipi fyrir Norðurlandi eftir aö öll miö voru týnd i miös- vetrarsvartnætti Dumbhafs, i tötrum flakkarans sem blundar viö hliö fjallasauöarins i viöi- kjörrum heiöanna, i hlekkjum þrælkunarfangans á Birmar- hólmi; þessi andi var kvikan i' lif i þjóöarinnar gegnum aila söguna, og þaö er hann sem hefur gert þetta fátæka eyland hér vestur I hafinu aö stórþjóö og heimsveldi og ósigrandi jaöri heimsins”.” I samtali viö blaöamann Þjóö- viljans gat Einar þess jafnframt, aö sér fyndist þessi skrif átakan- lega vitlaus, og væri greinilegt, aö Morgunblaöiö byggöi vit sitt á hlvitnunum i'mann, sem eitthvaö heföi misskiliö, hvaö væri á ferö- inni i tslendingasögunum. ,,Þvi má reyndar skjóta aö, aö til er ein undantekning I tslendingasögunum frá þvi, sem ég hefi nefnt, en þaö er Fóst- bræðrasaga. Halldór Laxness notfærir sér einmitt hana til viö- miöunar þegar hann ritar ein- hverja þá stórkostlegustu ádeilu sögu sem viö eigum, Gerpiu. Halldór gat þess I viötali i Þjóö- viljanum viö útkomu þeirrar bók- ar, aö hann heföi skrifaö hana til þess aö Islendingasögurnar yröu aldrei framar notaöar á sama hátt og til dæmis nasistar i Þýskalandi notuöu þær, þe. I á- róöursskyni fyrir sjálfa sig, stefnu sina, hermennsku og ann- aö slikt”. „Þaö er fjöldinn allur af ihalds- körlum, sem hefur látiö sér nægja aö kaupa Islendingasögurnar I fallegu bandi og sett þær siöan upp i hillu hjá sér án þess nokkurn timann aö lesa þær. Ég vil þó benda á nauösyn þess aö fólk lesi þessar sögur og tileinki sér þær, þvi þær lýsa afskaplega vel því þjóöfélagi sem hér var á söguöld, þjóöfélagi frjálsra bænda, sem höföu sér foringja, en ekki drottn- ara. Og sá er i stuttu máli munur- inn á þjóöfélagi sögualdar og tlm- um lénsveldisins”. —jsj. Eldsvoði Framhald af bls. 12. morgun. A meöan þeir voru i kaffi kviknaöi eldur i byggingunni og magnaöist hann brátt. Aö sjálf- sögöu var þegar haft samband viö siökkviliö og kom þaö bæöi frá Búöardal og Hólmavik. Fljótlega varö ljóst, aö nýbyggingunni yröi ekki bjargað og var þvt höfuö* kapp lagt á aö verja skemmdum aöra hluta hússins. Tókst það aö mestu a.m.k., að þvi er Vilhjálm- ur taldi. Orsakir eldsupptakanna eru enn ókunnar. Missir þessarar byggingar er bagalegur fyrir skólastarfiö að Reykhólum. Að þvi var stefnt, aö álman yröi tilbúin til notkunar i haust, en nú verður aö byrja al- gjörlega á nýjan leik. Vilhjálmur taldi trúlegt, að eitthvaö af byggingarefni hafi verið þarna innan húss og mun þaö hafa farið ,,veg allrar veraid- ar”, auk þess sem smiöir munu hafa misst áhöld sin. —mhg Úrbóta er þörf Framhald af bls. 1 hjólastólar til afnota fyrir hreyfi- hamlaða. Aðstaða i búningsklef- um þyrfti að stórbatna og eins þyrftu að koma lyftur viö sund- laugarbarminn. Sem dæmi um hvaö þessi mál væru litið hugleidd af arkitektum og öörum ráöamönnum um byggingar nefndu þeir félagarnir aö ekkert orlofshús á vegum verkalýösfélaganna heföi veriö hannað meö fatlaða i huga. En þegar þeir hefðu bent á þetta hefði strax veriö brugöist viö og bætt úr. Benda má á aö ekkert sam- komuhús i borginni er hannaö með tilliti til þessa fólks. Hlýtur þetta aö leiða til þess að fólk sem svona er ástatt meö veigrar sér viö að koma á svona staöi, þvi finnst einsog þaö sé alls staðar fyrir. Atvinnumál eru vægast sagt bágborin. Til eru reglugeröir fyr- ir þvi aö fatlaðir eigi aö ganga fyrir hjá riki og bæjarfélögum en Sigursveinn og Rafn töldu aö mikið skorti á að nóg væri farið eftir þessu. Jón Björnsson sál- fræðingur hefur gert úrtakskönn- un á þvi hvernig ástæður hjá þessu fólki eru og kom i ljós aö fjöldinn allur af þvi vildi komast i vinnu ef aðstæöur væru skapaðar fyrir þaö* Mjög erfiölega hefur gengiö að fá fyrir þetta fólk hálfs- dags vinnu eða létta vinnu við þess hæfi. Það er greinilegt að við þurfum að gera stórátak i þessum málum sögðu þeir félag- ar að lokum og eru það orö að sönnu. h.H. Frá Verðskrá húsasmiða Ný blöð hafa verið gefin út og send i póst- kröfu til eigenda verðskrárinnar, sam- kvæmt spjaidskrá. Þeir eigendur verðskrárinnar sem ekki hafa fengið þessa sendingu, eru beðnir að hafa samband við afgreiðslu Verðskrár húsasmiða, hjá Trésmiðafélagi Reykja- vikur fyrir 15. september 1978, ella verða nöfn þeirra tekin út af skrá. Athygli skal vakin á þvi, að fyrri útgáfa er fallin úr gildi. VERÐSKRÁ HCSASMIÐA Hallveigarstig 1, Reykjavik. Minning Sigurður Þórðarson, Vestmannaeyjum F. 24. jan. 1894 D. 10. ág. 1978 1 dag veröur til moldar borinn i Vestmannaeyjum aldraöur ööl- ingsmaöur, Siguröur Þóröar- son. Hann haföi á langri ævi lifaö mikla breytingatima og kunni frá mörgu aö segja sem nú tilheyrir liöinni tiö, m.a. haföi hann i uppvextinum kynnzt melskuröi og nýtingu þess korns, og hann haföi ungur róiö á þvi fræga skipi „Pétursey” sem nú stendur uppi og til sýnis i byggöasafninu I Skógum. Siguröur var vestur- skaftfellingur aö ætt, fæddur á Sléttabóli á Brunasandi 24. jan. 1894 og sonur hjónanna Þóröar Magnússonar og Eygeröar Magnúsdóttur. A Sléttabóli ólst hann upp til fermingaraldurs, en fluttist þá meö foreldrum sinum og fimm bræörum aö Neöradal i Mýrdal. Þar i sveit kynntist hann svo konu sinni, Margréti Stefánsdóttur, hinni mestu mannkostakonu sem siöan hefur staöiö ótrauö viö hliö hans til hinzta dags. Þau Margrét og Sigurður bjuggu fyrstu búskaparár sin i Vik. En þótt Vikin sé vinalegt þorp, var þar litið um atvinnu, svo þau brugöu á þaö ráö aö flytjast til Vestmannaeyja þar sem um- svifin voru meiri. I Vestmanna- eyjum bjuggu þau fyrst i alltof þröngu húsnæöi viö Skólaveg, þangaö til Sigurður réöist I þaö stórræöi á verstu kreppu- árunum aö byggja sér lltið en snoturt ibúðarhús á Boöaslóö 2. Þar hafa þau svo búiö lengstaf, eða þangaö til fyrir þremur árum aö þau fluttu til Hávaröar sonar sins i nýtt og fallegt hús viö Bröttugötu. Þar hefur fariö vel um gömlu hjónin, og þar kunni Sigurður alltaf betur og betur viö sig og haföi sérstaka ánægju af aö fylgjast meö skipaferðum viö eyjarnar, enda sér þar vitt yfir. 1 Vestmannaeyjum vann Siguröur Þóröarson Siguröur aöallega viö fisk- vinnslu, lengst hjá Einari Sigurössyni. Hann var ákafur dugnaöarmaöur aö hverju sem hann gekk og kunni ekki aö fara sér hægt; það læröi hann reyndar aldrei og ekki einu sinni eftir að svo var komiö aö heilsan og aldurinn kröföust þess. Alltaf skyldi hann mæta fyrstur til vinnu sinnar á morgnana, og ekki þurfti hann vekjaraklukku. Þannig var hugurinn og sinnan, og þess vegna átti hann stund- um bágt meö aö laga sig eftir þeim sjúkdómi sem hrjáöi hann verst siöustu æviárin, en þaö var asma. Nokkrum sinnum dvaldi hann tima og tima á Vifilsstöðum sér til heilsubótar og nú siðast i vor, og virtist hann þá fá mikla bót, þótt sú bót yröi skammvinn. Ég held aö þaö sé ekki ofmælt aö hann hafi verio hvers manns hugljúfi þarna á spitalanum, enda sérlega þakk- látur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Og mikiö gladdi þaö hann i sumar aö fá tvær starfs- stúlkur þaöan I heimsókn. Eins og áður segir bjuggu þau Margrét og Sigurður lengst á Boöaslóö 2, og oft hef ég oröiö þess var, aö gamlir nágrannar minnast þessa heimilis meö sér- stakri hlýju. Þótt húsiö væri ekki stórt, var þar alltaf rúm innan dyra, þegar einhverjum lá á. Þaö fékk dóttir þeirra aö reyna, þegar hún stóö ein uppi meö tvö ung munaöarlaus börn. Þá tóku þau hana til sin meö bæöi börnin, og þaöan fóru þau ekki aftur, fyrr en börnin voru komin aö fermingu og móöir þeirra fékk starf i Reykjavik og fluttist meö þau þangaö. Ekki get ég stillt mig um aö geta þess hér, hvaö Siguröur var alltaf heill og hreinn i félagslegri samstööu meö sinni stétt,og liföi hann þó þá tima aö þaö gat kostaö atvinnumissi og margskonar kárinur aö láta sjá sig i námunda viö kröfugöngu. Róttækur i skoöunum var hann alltaf, og enginn sem þekkti hann varö þess var aö þaö eltist af honum, eins og stundum vill þó veröa. Raunar var hann allt- af óvenjuiega ungur i anda og haföi mikiö yndi af bóklestri, þótt hann kvartaði stundum yfir þvi i seinni tiö, aö hann væri hættur aö muna þaö sem hann las. Barngóöur var hann meö afbrigöum,ogsegja má aö hann hafi verið allra barna afi i sinu nágrenni. Þau Margrét og Siguröur eignuðust fimm börn, og eru þau þessi, talin i aldursröö: Margrét, sem dó ungbarn, Sigurgeir, simaverkstjóri, Magnús, sjómaður, Sigurbjörg, talsimavöröur, og Hávaröur, yfirverkstjóri hjá Vestmanna- eyjabæ.Siöan hafa svo bætzt viö barnabörn og barnabarnabörn sem ekki veröa talin upp hér. Það er i sjálfu sér ekkert hryggöarefni, þegar góöu og heiðarlegu lifi hefur verið lifaö til enda. En kærri tengdamóöur biö ég huggunar, þvi hennar missir er mestur. Og kærum tengdaföður þakka ég alla hlýju i minn garð og góö og skemmti- leg kynni sem svo gjarnan heföu mátt verða lengri. Geir Kristjánsson & 1 ShtPAUTr.tRÖ RlhtSISS M/S Baldur fer frá Reykjavik þriöjudag- inn 22. þ.m. til Patreksfjaröar og Breiöafjaröarhafna (tekur einnig vörur tii Tálknafjaröar og Bildúdals um Patreks- fjörö). Móttaka alla virka daga nema laugardag til 21. þ.m. M/S Esja fer frá Reykjavik miöviku- daginn 23. þ.m. vestur um land til isafjaröar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: isafjörö, Bolungarvik, Súg- andafjörö, Flateyri og Þing- eyri. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 22. þ.m. M/S Hekla fer frá Reykjavik föstudaginn 25. þ.m. austur um land til Vopnafjaröar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vest- mannaeyjar, Hornafjörö, Djúpavog, Breiödalsvik, Stöövarfjörö, Eskifjörö, Nes- kaupstaö, Seyöisfjörö, Borg- arfjörö eystri og Vopnafjörö. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 24. þ.m. Blaðberar ;;§f óskast ' [ -i' Bólstaðahlið (1. september) Tómasarhagi (frá 20. ágúst) Grettisgata (18. ágúst) Skaftahlið (1. september) Óðinsgata (1. september) Laufásvegur (1. september) Lindarbraut Seltj. (1. sept.) Neðri Hverfisgata (frá 19. ágúst) afleysingar Múlahverfi MÖOMHNN Siðumúla 6. Simi 8 13 33 Augiýsing í Þjóðviljjanum ber ávöxt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.