Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 WÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Læknadeild svipt
heimildinni til
fj öldatakmarkana
Sigur fyrir námsmenn, segir formaður SHÍ
A fundi háskólaráfts sl. fimmtu-
dag var samþykkt aö svipta
læknadeild rétti til aö beita
fjöldatakmörkunum. Samþykktin
var gerð meö 13 atkvæðum gegn
1, en einn sat hjá.
Fyrir nokkrum árum fékk
læknadeildin heimild til aö tak-
marka fjölda nemenda á öðru
námsári. Samkvæmt reglugerð
varðað tilkynna þannf jölda, sem
miðað skyldi við, i upphafi skóla-
misseris. Læknadeildin ætlaði að
beita þessu ákvæði i fyrsta sinn i
fyrra, en af þvi varö ekki sökum
þess að tilkynningin birtist ekki á
réttum tima skv. ákvæðum reglu-
gerðarinnar.
1 janúar sl. tilkynnti deildin
hinsvegar, að fjöldi nemenda á
öðru námsári yrði takmarkaður
við 35.1 vor stóðust 46 læknanem-
ar tálskilin próf áfyrstaáriog auk
þeirra þreyta 20 nemar nii haust-
próf. Háskólaráð beindi þeim til-
mælum til læknadeildar i vetur að
fjöldatakmörkunum yrði ekki
beitt nú, en engu að siður ákvað
deildin að halda þeim til streitu.
Menntamálaráðuneytið lagði
þá til aö reglugerð háskólans yrði
breytt á þá lund, að læknadeildin
verði ekki ein um að ákveða
fjöldatakmarkanir, heldur verði
háskólaráðlika að gefa samþykki
til þess fyrir sitt leyti. NU hefur
bæði háskólaráð og menntamála-
ráðuneytið samþykkt slika breyt-
ingu á reglugerðinni. Ekki er vit-
að hvort læknadeildin mun fara
fram á fjöldatakmarkanir sam-
kvæmt hinni breyttu reglugerð,
en viðbúið er að háskólaráö muni
hafna slikri málaleitan.
Bolli Héðinsson, formaður
Stúdentaráðs Háskóla tslands,
sagði að þessi reglugerðarbreyt-
ing væri mikill sigur fyrir náms-
menn, sem hafa lengi barist gegn
þvi að fjöldatakmarkanir væru
teknar upp i læknadeild og öðrum
deildum skólans.
Nefnd vinnur nú að gerð
skýrslu um ástand mála i lækna-
deild og ieiðir til úrbóta og er gert
ráð fyrir að skýrslan verði tilbúin
i árslok.
—eös
Islensk föt
sýnd í Höllinní
Sýningin tslcnsk föt verö-
ur opnuö á föstudagin fyrir
almenningki. 17:00. Þarmanu 23
fyrirtæki sýna föt i sérdeildum og
tiskusýningar, þar sem vetrar-
tiskan veröur kynnt, veröa dag-
lega kl. 18:00 og 21:00, en um
helgar kl. 15:30. Ennfremur eru
sýningar á hárgreiöslu og snyrt-
ingu daglega.
Aðsýningunni stendur Félag is-
lenskra iönrekenda og er tilgang-
ur hennarað vekja athygli fólks á
islenskum fataiðnað.
Félagið Ísland-DDR
Gesellschaft Island-DDR
Dr. Bruno Kress, prófessor við Ernst-
Moritz-Arndt-Universitát i Greifswald,
heldur fyrirlestur og spjallar við áheyr-
endur um efnið
„Islensk tunga í Þýska
alþýðulýðveldinu”
i Auditorium, Hótel Loftleiðum, föstudag-
innl. sept. 1978, kl. 20.30. Prófessor Bruno
Kress er vel kunnur fyrir þýðingar sinar á
verkum Halldórs Laxness og visindastörf
i norrænum fræðum.
Allir áhugamenn velkomnir.
Stjórnin
ERLENDAR FRÉTTIR
/ stuttu
máti
Vill tryggja
sjálfstæði
Namibiu
NEW YORK 30/8 (Reuter) -
Kurt Waldheim framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóöanna,
lagði I dag fram áætlun um þaö
hvernig samtökin gætu séð um
að Namibia fengi sjálfstæði, og
var i áætluninni gert ráð fyrir,
að 7500 manna herlið yrði sent á
vettvang.
Namibia var upphaflega þýsk
nýlenda, en eftir fyrri heims-
styrjöldina fengu Suður-Afriku-
menn umboðsstjórn i landinu,
og hafa þeir reynst tregir til aö
sleppa yfirráðum sinum yfir
þvi, þótt aðalþing Sameinuðu
þjóðanna hafi hvað eftir annaö
krafist þess, að landinu verði
veitt sjálfstæði. 1 áætlun Kurt
Waldheimser gert ráð fyrir þvi,
að lið 1200 óbreyttra borgara
verði senttil Namibiu til aö sjá
um kosningu stjórnlagaþings,
sem siðan semji stjórnarskrá
fyrir landið. A þessi áætlun að
taka tólf mánuði, og bjóst Kurt
Waldheim við þvi, að kosningar
gætu farið fram sjö mánuðum
eftir að þessar tillögur yröu
samþykktar. betta er umfangs-
mesta áætlun S.þ. siðan sam-
tökin sendu hermenn til Kongó
eftir 1960.
Pólskri far-
þegavél rænt
VESTUR-BERLIN 30/8 (Reut-
er) — Pólskri farþegaflugvél
með 63 farþega og átta manna
áhöfn, sem var á leið frá Varsjá
til Austur-Berlinar, var rænt i
dag, og var flugmaðurinn
neyddur til að lenda á banda-
riskum herflugvelli i Vest-
ur-Berlin. Að sögn bandarisks
talsmanns ákváðu tiu
Austur-Þjóðverjar að verða eft-
ir fyrir vestan.
Að sögn bandariskra starfs-
manna á flugvellinum voru það
maður og kona með 10-12 ára
barn sem rændu flugvélinni, og
tóku þeir fram, að þau hefðu
ekki verið gift. Eftir lendinguna
tóku bandariskheryfirvöld þau I
sina vörslu. Aðrir sjö
Austur-Þjóðverjar fóru einnig
fram á að verða um kyrrt I
Vestur-Berlin, og var sagt að
þeir hefðu farið I yfirheyrslur I
flóttamannamiðstöð. Aörir far-
þegar fóru með áhöfn vélarinn-
ar til Austur-Berlinar i bifreiö.
1 Austur-þýskur embættismað-
ur krafðist þess aö þeir tiu sem
eftir urðu yrðu framseldir, en
honum var sagt aö máliö væri
nú i höndum heryfirvalda
Berlinar. Sú venja hefur verið
til þessa, að þeir, sem rænt hafa
flugvélum i Austur-Evrópu til
að fíýja vestur hafa fengið
stutta fangelsisdóma en ekki
verið framseldir.
Fyrir sex vikum ákváðu
stjórnir Vestur-Þýskalands og
sex annarra rikja að banna allt
farþegaflug til landa ef stjórnir
þeirra neituöu aö framselja
flugvélarræningja.
Dollarinn rúU-
ar enn
niður á rið
LONDON 30/8 (Reuter) —
Bandarikjadollar féll i gjald-
eyrisbönkum i dag, og er nú
greinilegt, að vöruskiptajöfnuð-
ur Bandarikjamanna i júli, sem
er óhagstæður svo nemur þrem-
ur miljörðum dollara, hefur eytt
öllum áhrifum af þeim ráðstöf-
unum, sem stjórnin I Washing-
ton gerði til styrktar dollaran-
um.
Fall dollarans hófst I New
York og Evrópu seint I gærdag,
strax og fréttin um vöruskipta-
jöfnuö Bandarikjamanna i júli
barst út. Þegar gjaldeyrisbank-
ar voruopnaðir i Tokió I morgun
féll dollarinn þegar um sex jen,
niður I 188,20 jen, og er það að
sögn mesta fall hans á einum
degi i Japan. Þegar gjaldeyris-
bankar voru siðan opnaðir i
Evrópu varð staða dollarans
enn veikari en i gær, en þó var
þar ekki eins mikil ólga og i
gærkvöldi. Gullverðið hækkaði
mjög mikið og varð að lokum
eins hátt og það hafði verið fyrir
fáum dögum, þegar staða doll-
arans var sem veikust.
Fréttaskýrendur telja, að
þetta ástand i gjaldeyrisvið-
skiptum sýni, að fjármálamenn
viða um heim gefi miklu meiri
gaum ástandinu i efnahagsmál-
um Bandarikjanna en þeim ráð-
stöfunum sem stjórn Carters
boði til að styrkja stööu gjald-
miðilsins.
Ólga i
Libanon
BEIRtJT 30/8 (Reuter) — Elias
Sarkis, forseti Libanons, sagði I
dag, að gera þyrfti itarlega
rannsókn vegna dauða sex
manna, sem talið var að sýr-
lensku friðarsveitirnar hefðu
handtekið og fundust siöar
myrtir.
Meðal þessara sex manna
voru ættingjar tveggja þing-
manna, og fundust þeir myrtir I
bænum Bsharre i norðurhluta
Libanons I gær, en útvarpsstöð
falangista fullyrti að sýrlenskir
hermenn hefðu skömmu áður
tekið þá höndum. Selim al-Hoss,
forsætisráðherra, sagði, að
þessir menn væru saklaus fórn-
arlömb friðargæslusveitanna.
Elias Sarkis forseti sagði, að
sérstök nefnd Libanonsmanna
og Sýrlendinga, sem sett var á
fót i febrúar, myndi rannsaka
þetta mál. Rikisstjórnin hélt
sérstakan fund til að ræöa það
ástand, sem skapast hefur
vegna bardaganna milli hægri
sinna og sýrlenskra hermanna.
En Bashir Gamayel, yfirher-
foringi hægri manna, sagði, að
þessi rannsókn hefði ekki annan
tilgang en þann að kasta ryki I
augumanna. Siöan nefndin var
sett á fót hefði hún ekki komist
að neinni niðurstöðu um neitt
mál.
Kann ekki á
apparatið
PAFAGARÐI 30/8 (Reuter) —
Jóhannes Páll páfi ákvað i gær
að hafna allri viðhöfn i sam-
bandi við krýningarathöfnina,
sem fram á að fara á sunnudag-
inn. Ætlar hann i staðinn að hafa
einfalda messu undir berum
himni, og vill hann ekki láta
krýna sig hinni hefðbundnu þre-
földu kórónu og ekki heldur láta
bera sig i burðarstóli eins og
jafnan hefur veriö áður.
Alþýðleiki hins nýkjörna páfa,
sem var tiltölulega litt þekktur
áður, hefur unnið honum mikilla
vinsælda, og hafa menn á orði,
aðhann sé ,,fremur Jóhannes en
Páll”, en varla er unnt að hrósa
kirkjuhöfðingja meir nú enlikja
honum við Jóhannes 23.
Páfi ávarpaði kardinálana I
ræðu i dag og lýsti hann þvi m.a.
yfir, að hann væri ókunnur öll-
um venjum og siöum I stjórnar-
apparati Páfastóls. Baö hann
kardinála að vorkenna sér og
veita sér nauðsynlega aðstoð.
Blæjur og
blásýra
LONDON 30/8 (Reuter) — Um
tuttugu nunnur urðu aö flýja
klaustur og sex menn voru flutt-
ir á sjúkrahús i gærkvöld,
þegár tunna með banvænu blá-
sýrusalti datt af vörubil ogopn-
aðist.
1 tunnunni voru 22 kiló af
þessu salti, sem breytist i
hreina blásýru þegar það kemst
i samband við vatn, og tóku
slökkviliðsmenn með öndunar-
grimur þegar til við að hreinsa
það burt og koma i veg fyrir að
þaö kæmist i vatnslagnir. Tals-
maöur vatnsveitunnar á þess-
um stað sagöi, að saltið sem fór
á veginn hefði verið nægilegt til
að drepa tugi þúsunda manna ef
þaö hefði komist i vatnsveitu-
kerfið.
Reykingar
kUpptar
MOSKVU 30/8 (Reuter) — Sov-
éskir kvikmyndahöfundar, sem
láta hetjursinarpúa sigarettur I
tima og ótima, mega búast við
því að kvikmyndaeftirlitið
gramsi i verkum þeirra með
skærum sinum, sagði sovéska
timaritið „Sovietskaya kult-
ura” („Sovétmenning”) I gær.
Vitnar timaritiö i fyrirmæli
frá kvikmyndayfirvöldum
landsins til ræmusmiða og sjón-
varpsmanna, þar sem þeim er
skipað að sýna ekki I verkum
sinum reykingar á þann hátt, að
þaögætihvatt fólk, einkum ung-
linga, til að reykja. Það kæmi
alltof:; oft fyrir að kvikmynda-
hetjur væru látnar leysa flókin
vandamál, gera stórkostlegar
visindauppgötvanir og vera ein-
staklega skemmtilegar og
merkilegar á bólakafi i tóbaks-
reykskýi, sagði timaritið og
bætti við að árangurinn væri
einungis áróður fyrir reyk-
ingum án þess aö menn gerðu
sér grein fyrir þvi.
Skotíð á
löggur
PARIS 30/8 (Reuter) — Tveir
franskir lögregluþjónar særð-
ust, annar þeirra alvarlega,
þegar strokufangar skutu á þá
fyrir utan skotfæraverslun i
Paris i gær. Strokufangarnir
náðust báðir skömmu siðar eftir
mikinn eltingarleik um götur
borgarinnar.
Fangar þessir stungu af fyrr á
þessu ári, þegar þeir höföu
fengið fjarvistarleyfi úr fang-
elsinu i Colmar, og eru þeir
grunaðir um allmörg rán. Lög-
regluþjónarnir tveir ætluðu aö
góma þá, þegar þeir komu út úr
versluninni, og fékk annar
þeirra skot i lungu og háls.
Átta farast
i flugslysi
LAS VEGAS 30/8 (Reuter) — Aö
minnsta kosti átta menn létu lif-
ið, þegar flugvél fórst I flugtaki
á flugvellinum i Las Vegas.
Vél þessi var i leiguflugi, og
voru tiu menn um borð I henni.
Að sögn lögreglunnar rakst hún
i flugturninn.