Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Þaö er ekki auövelt aö komast um Tryggingastofnun rikisins I
hjólastól. Einn starfsmaður þar Arnór Pétursson sem sést á þessari
mynd lét taka hljólhlifarnar af minnstu gerðinni af hjólastól og I
honum kemst hann inu um lyftudyrnar.Tröppurnar eru þó Þrándur I
götu hans eftir sem áöur.
Athugasemd
Svör Lækna-
deildar T.R.
vegna lækkunnar örorkumats
A timum bættrar endurhæf-
ingar og þrýstings á að fólk með
skerta starfsgetu fái störf við sitt
hæfi, hefur það færst i vöxt að
þeir sem áður hafa setið heima
sökum örorku fari út á vinnu-
markaðinn. Margir reisa sér hins
vegar með þvi hurðarás um öxl
og verða að hætta við, þar sem
þarfir hvers einstaklings og geta
er mjög mismunandi en atvinnu-
framboð takmarkað og einhæft.
Konur sem eru i þeirri aðstöðu og
hafa auk þess um heimili og barn
að hugsa eins og Elsa Stefáns-
döttir geta tæplega unnið úti allt
árið, enda kom fram i viðtali Þjv.
við Elsu að hún notaði tækifærið
meðan drengurinn var i sveit og
för að vinna i tilraunaskyni yfir
sumartimann. Hún er ekki fast-
ráðin þar og hefur ekki ákveðið að
starfa hjá Reykjalundi til 67 ára
aldurs. Starfsmenntun Elsu er
skrifstofuvinna en á Reykjalundi
vinnur hún við sauma. Trygg-
ingayfirlæknir segir sjálfum sér
að nú hafi Elsa fundið starf við
sitt hæfi. Hjólastóll hennar kémst
ekki undir saumavélarborðið og
þvi situr hún rammskökk við
vinnu sina, sem vart getur talist
við hæfi nokkurs manns.
2. Af sjálfu sér leiðir að aðstæð-
ur bótaþega eru metnar við mats-
gerð. Spurt var um hvernig tekjur
Elsu Stefánsdóttur hefðu verið
reiknaðar út til þess að sú niður-
staða fengist að þær næmu meira
en fjórðungi af 2.5 miljónum.
Mánaðartekjur konunnar nema
69.000 krónum. Hún hóf störf i
endaðan mai. Lokað var á
Reykjalundi frá 18. júli - 18.
ágúst, og sé reiknað með að hún
vinni út allt þetta ár verða tekj-
urnar (að óbreyttum launum) um
420.000 krónur. Fjórðungur af 2,5
miljónum er hins vegar um
620.000 krónur, svo læknadeildin
hlýtur að hafa reiknað Elsu aðrar
tekjur en vinnutekjur út árið.
Hverjar eru þær tckjur? Er rétt,
sem kom fram i viðtali Þjv. við
Elsu að henni hafi verið reiknuð
69000 króna laun 12 mánuði þessa
árs?
3. 37 ára gömul kona, sem er
lömuð og hefur verið metin 75%
öryrki fær sér vinnu 4 tima á dag
yfir sumartimann. Trygginga-
yfirlæknir álitur eftir tæplega 2ja
mánaða reynslu að þegar hafi
verið sýnt fram á að konan geti
unnið sér inn meira en fjórðung
árstekna fullfrisks manns til 67
ára aldurs og geti því ekki talist
75% öryrki skv. 12. gr. trygg-
ingarlaga. Er ekki lágmark að
öryrki sé kominn i fast starf sem
sýnt er fram á að hann geti unnið
árið um kring, þegar tekin er
ákvörðun um að fella niður rétt
hans til lifeyris fram til 67 aldurs?
—AI
I gær birtust hér i Þjóöviljanum
5 spurningar til læknadeildar
Tryggingastofnunar rikisins I til-
efni af skyndilegri lækkun
örorkumats ElsuStefánsdóttur úr
75% niður i 65%.
Svör bárust fljótt og vel frá
læknadeildinniogtilþess að menn
geti áttaö sig betur á þeim eru
spurningarnar prentaöar hér á
nýjan leikog skotið inn i svarbréf
læknadeildarinar:
Spurning nr. 1
Telur læknadeildin að blaða-
skrif eða umfjöllun sjónvarps um
aðstöðuleysi hreyfifatlaðra i
Tryggingastofnun. rikisins skaði
stofnunina eða torveldi framfarir
i þessum efnum?
Svar
Nei. Eðlilegt veröur þó aö telja,
að fjölmiðlar hafi samband við
starfsmenn T.R. áöur en skrif eru
birt, svo i ljós komi ávallt það
sem sannara reynist.
Spurning nr. 2
Hafa verið gerðar ráðstafanir
til þess aðöryrkjar sem bundnir
eru við hjólastól komist leiðar
sinnar að og um Tryggingastofn-
un rikisins? Hefur veriö pöntuð
ný lyfta i húsið?
Svar:
Já, m.a. er i ráöi aö fengin veröi
ný lyfta og reynt er eftn- föngum
að aöstoöa þá hreyfihamlaöa,
sem erindi eiga til stofnunarinar.
Spurning nr. 3.
Hvers vegna tilgreinir lækna-
deildin ekki ástæður þess, að ör-
orkumat hafi veriö lækkaö i bréf-
um sinum til bótaþega?
Svar:
Ekki hefur veriö taliö rétt aö
senda i almennu bréfi slikar upp-
lýsingar sem um er spurt, en
hinsvegar er Læknadeildin ávallt
til reiöu aö ræöa viö viökomandi
öryrkja um sin einkamál og hagi.
Spurning nr. 4
Hvaða reikningsaðferðum er
beitt til þess að finna út að árs-
tekjur Elsu Stefánsdóttur fari yfir
fjórðung þess tekjumarks sem
Tryggingaráð setur?
Svar:
Viö matsgerö lækna er ávallt
miöaö viö aöstæöur bótaþega
þegar matsgerð fer fram.
Spurning nr. 5
Getur læknadeildin vinsam-
lega skýrt það hvers vegna deild-
inmiðar við mánaðartekjurx 12 i
stað raunverulegra árstekna og
um leið hvers vegna trygginga-
yfirlæknir og læknar deildarinnar
sem telja sig bundna af 12. grein-
inni br jóta gegn þeim reglum sem
Tryggingaráð setur um að árs-
tekjur megi ekki vera nema 1/4
af 2,5 miljónum króna?
Svar:
Að nokkru leyti er þessari
spurningu svaraö meö svari við
næstu spurningu á undan, en þó
gætir nokkurs misskilnings i
þessari spurningu.
Þar sem allar þessar spurn-
ingar erunátengdarfréttblaðsins
i gær, enda nafn Elsu Stefáns-
dóttur nefnt i spurningalistanum,
vill Læknadeild upplýsa m.a. að
svo virtist sem Elsa hefði fundið
starf við sitt hæfi á Reykjalundi
og heilsufar hennar verið óbreytt
i mörg undanfarin ár taldi
Læknadeildin, að hennar félags-
legu ástæður hefðu breyst það
mikið til batnaðar, að ástæða
væri til breytts örorkumats til
samræmis við aörabótaþega.í lok
siöustuspurningar blandast sam-
an réttur til örorkulifeyris og
reglugerð Tryggingamálaráðu-
neytis við úrskuröi örorkustyrkja
til þeirra, sem náð hafa örorku-
stigi milli 50—75%, en þar segir
m.a.: „Tryggingastofnun rikis-
ins er heimilt að úthluta örorku-
styrkjum til þeirra öryrkja, sem
missthafa frá 50—75% starfsorku
sinnar samkvæmt mati
tryggingayfirlæknis og eru á
aldrinum 16—67 ára. Ekki skal
úrskurða örorkustyrk til þeirra,
sem eru i fulllaunuðu starfi, nema
sannað þyki að örorka hafi I för
með sér verulegan aukakostnaö,
svo sem aö ums. sé nauðsynlegt
aöhafa bifreið til að komast að og
frá vinnustaö.” Tryggingamála-
ráðuneytið ákveöur einnig tekju-
mörk viö úrskurði örorkustyrkja,
þannig að fari tekjur yfir kr.
2.925.000,- fellur rétturinn til
styrks til þeirra, sem eru I starfi,
en þurfa á bifreið að halda til að
geta stundað starfið, en kr.
2.438.000,- til húsmæöra til að
mæta aukakostnaði við heimilis-
haldið vegna örorku sinnar.
Björn önundarson
tryggingayfirlæknir
Jón Guögeirsson
tryggingalæknir
Þrátt fyrir vaxandi endurhæfingu eiga menn meö skerta starfsgetu
ekki auövelt með aö finna starf viö sitt hæfi. Myndin er frá endur-
hæfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Frá adalfundi Stéttarsambands bænda
Kvótakerfí eða fóðurbætisskattur
Þegar þessar linur eru
ritaðar stendur yfir aðal-
fundur Stéttarsambands
bænda og er hann að þessu
sinni haldinn á Akureyri.
Aðalfundir Stéttarsam-
bandsins eru ávallt merkar
samkomur, enda tiðum
teknar þar ákvarðanir og
gerðar ályktanir, sem
megin þýðingu hafa fyrir
bændastéttina, bæði efna-
hags- og félagslega.
Aö þessu sinni mun geröum
aðalfundarins þó trúlega veitt
jafnvel meiri eftirtekt en oft áður.
Framleiðsla búvara hefur farið
vaxandi að undanförnu en sala
innanlands minnkandi og hefur
þetta leitt til þess, að vaxandi
magn búvara hefur orðið að flytja
úr landi, með ærnum verðafföll-
um.
Stéttarsambandið og einstakir
bændafundir hafa mikið rætt
Frá aöalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn er aö Mööruvöllum, húsi Menntaskólans á Akureyri
þessi vandamál. Allir eru sam-
mála um að til einhverra ráða
verði að grípa, en lengra hefur
samkomulagið ekki náð til þessa,
enda málið viðkvæmt og vand-
meðfarið.
Tillögur hafa komið fram um
fóðurbætisskatt og/eða kvóta-
fyrirkomulag og hefur meiri hluti
fulltrúa á Stéttarsambandsfundi
fremur hallast að fóðurbætis-
skatti, til þessa. Hinn 24. april sl.
skipaði landbúnaðarráðherra sjö
manna nefnd, til þess að gera til-
lögur um skipulag og stjórn á
framleiðslu búvara. Nefndin
lagði drög að tillögum um þessi
mál fyrir aðalfundinn og haföi
Gunnar Guðbjartsson, formaður
Stéttarsambands bænda, fram-
sögu fyrir þeim, en hann á sæti i
nefndinni.
Meginefni tillagna nefndar-
innar er það, að heimilt sé að
beita kvótakerfi til þess að hafa
hemil á framleiðslunni og þá til
vara að skattleggja innflutt
kjarnfóður. Nokkrar umræður
urðu um þessar tillögur og á-
greiningur, eins og vænta mátti,
en svo virtist sem menn hölluðust
fremur að kvótakerfinu. A þess-
ari stundu liggur endanlega af-
greiðsla tillagnanna ekki fyrir en
frá henni verður skýrt við fyrstu
hentugleika.
Þetta er 33. aðalfundur
Stéttarsambandsins. Formaður
þess, Gunnar Guðbjartsson. áetti
fundinn, bauð fulltrúa og gesti
velkomna og minntist þeirra
fulltrúa, er látist hafa frá þvi aö
siðasti aöalfundur var haldinn.
Gat hann þess, að Halldór E.
Sigurðsson gæti ekki mætt á fund-
inn vegna stjórnarmyndunarvið-
ræðnanna, auk þess sem hann
hefði nú ákveðið að láta af störf-
um sém landbúnaðarráðherra.
hvað sem liði nýrri stjórnar-
myndun.
Hákon Sigurgrimsson, fulltrúi,
las og skýrði reikninga Stéttar-
sambandsins og Bændahallar-
inar. Tekjur Sambandsins um-
fram gjöld árið 1977 voru kr.
66.956.571.- og eingir i árslok
námu kr. 416.536.210.-.
Þá var kosið i nefndir fundarins
og síðan fluttu þau ávörp frú Sig-
riður Thorlacius, formaður Kven-
félagasambands Islands og As-
geir Bjarnason, formaður
Búnaðarfélags Islands. —mhg