Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJóÐVILJINN’ Fimmtudagur 31. ágúst 1978
MINNING
Anna Aradóttir
t dag er til moldar borin Anna
Aradóttir, Hamrahlið 9. Hún var
Austfirðingur að ætt og uppruna:
fædd á Stöðvarfirði 14. nóvember
1914 og ólst þar upp i föðurhúsum
fram undir fermingaraldur. For-
eldrar hennar voru Ari Stefáns-
son trésmiður i Laufási og kona
hans Marta Jónsdóttir. Ari var
sonur Stefáns Höskuldssonar og
Ragnheiðar Aradóttur, búandi
hjóna að Þverhamri i Breiðdal,
en Marta dóttir Jóns Sigurðsson-
ar og Oddnýjar Marteinsdóttur
sem bjuggu að Gestsstöðum i Fá-
skrúðsfirði.
Ari Stefánsson var rómaður
hagleiksmaður og vann mest að
smiðum, en hafði til búdrýginda
nokkra gripi, stundaði einnig sjó
og gerði út báta. En lif hans var
aldrei eintómt hverdagsstrit.
Hann átti sér áhugamál mörg,
eignaðist meðal annars eitt
stærsta steinasafn i einstaklings-
eigu á íslandi og mikið skelja-
safn, sem nú er i eigu Sambands
islenskra barnakennara. Var þó
ekki alltaf til setunnar boðið, þvi
börn þeirra Mörtu urðu sjö að
tölu. En hjónin voru tápmikil og
sambúð þeirra svo ástúðleg, að á
orði var haft, heimili þeirra ,,við-
brugðið fyrir gestrisni og mynd-
arskap, þar áttu allir hlýju að
mæta og besta beina, enda var
húsfreyjan ágæt kona, mikil hús-
móðir, virt og vel metin”, segir
gamall sveitungi þeirra. Anna
átti því hamingjurík bernskuár
við þennan svipfriða fjörð, þar
sem flest var enn með grónum
sveitabrag, en smáverslun og
veiðistöð bentu til vaxandi þétt-
býlis við sjávarsiðuna.
Haustið 1928 fluttust þau Ari og
Marta með fjölskyldu sina til
Reykjavikur, og þar ól Anna ald-
ur sinn upp frá þvi i hálfa öld. A
fyrsta vori sinu i höfuðstaðnum
fermdist hún i dómkirkjunni. Sið-
ar á ævi var hún um fjölda ára
tengd þessu aldna virðulega húsi
sem söngvari i dómkirkjukórn-
um, og þaðan er útför hennar
gerð að eigin ósk.
Anna átti heima i foreldrahús-
úm, meðan hún var ung stúlka og
ógift, en vann mörg ár á heimili
föðurbróður sins Brynjólfs
Stefánssonar sem um langa hrið
rak þekkta skóverslun á horni
Laugavegs og Klapparstigs. barf
sist að efa, að fullur sómi hafi
verið að verkunum hennar, þvi að
hún var með fádæmum húsleg i
sér, eins og það var kallað i minni
sveit. Henni gat ekki liðið vel á
heimili sinu, ef hi n vissi ein-
hversstaðar af bletti eða ryk-
korni. Ef til vill þótti sumum
þetta ganga út i öfgar. En hún var
nú einu sinni þannig gerð: ná-
kvæmt snyrtimenni fram i fing-
urgóma. Það lá raunar hverjum
manni i augum uppi við fyrstu
sýn: ég sá hana að minnsta kosti
aldrei svo til fara, að hún hefði
ekki fyrirvaralaust getað gengið
inn i veislusal.
Hinn 14. október 1939 giftist
Anna Stefáni Jónssyni sem þá var
ungur og ástsæll kennari við
Austurbæjarskólann, en varð siö-
ar kunnari sem einn mikilhæfasti
og stórvirkasti rithöfundur þjóð-
arinnar.
Þótt Anna væri sjálfstæð kona
og hefði staðið teinrétt á eigin fót-
um, ef forlögin hefðu ætlað henni
að giftast ekki, er hitt jafnvist að
frá þessum degi var lif hennar
öðru fremur helgað Stefáni, starf
hennar óaðskiljanlegt ætlunar-
verki hans sem kennara og
skálds. Engum duldist að hún
dáði hann um alla menn fram og
taldi sig hafa orðið mikillar gæfu
aðnjótandi að eignast slikan
maka, eins og auðvitað rétt var.
En ég tel gæfu hans hafa verið
engu minni. Mörgum listamönn-
um er svo djúprætt þörf á ástúð
og aðdáun, að án þeirra fá þeir
ekki notið hæfileika sinna. Auð-
velt væri að sanna með tilvitnun-
um i orð Stefáns sjálfs, aö hjá
honum var þessi þörf sérstaklega
sterk: hann varð dapur, allt að
þvi örvilnaður, ef honum þóttu
skáldverk sin vanmetin, en meö-
lætið varð honum örvun til átaka.
Auk þess vildi ég mega itreka hér
fáein orð úr formála aö Vinum
vorsins: Anna ,,lét sér afar annt
um, að hann nyti sem flestra
næðisstunda til ritstarfa. Þegar
við dáumst að verkum eftirlætis-
höfunda okkar, mættum við oftar
en við gerum leiða hugann að þvi,
hvort þau hefðu nokkurn tima
orðið til, ef skáldið hefði ekki not-
ið hinnar þöglu hjálpar lifsföru-
nautar sins”.
beim Stefáni og önnu varð ekki
barna auðið. Það má nærri geta,
hvort jafnbarnelskum hjónum
hefur ekki fallið þetta þungt. En
aldrei varð ég var við hjá önnu,
að þessu mótlæti hefði „slegið
inn:” valdið henni beiskju eða fá-
læti um annarra manna börn.
öðru nær. Framan af kynnum
okkar furðaði ég mig oft á, hve
hún kunni deili á feiknarlega
mörgu ungu fólki hér i bænum, af
ýmsum stéttum og stigum, og tal-
aði um það eins og þessi ung-
menni væru henni vandabundin.
Venjulega kom ein og sama skýr-
ing úr kafinu, þegar á samræð-
urnar leið: þau höfðu verið ,,i
bekknum hans Stefáns”. Þetta
sýnir, að hún lét sig kennslustörf
hans miklu varða ekki siöur en
ritstörfin og leitaðist við að fylgj-
ast með, hvernig þeim farnaðist
sem Stefán hafði á sinum snærum
einhvern hluta ævinnar. Nemend-
ur hans voru með vissum hætti
börnin þeirra beggja. Ég veit
þess dæmi fleiri en eitt, að gamlir
nemendur Stefáns sóttu þau hjón-
in heim við áfangasigra á náms-
'brautinni, t.d. að loknu stúdents-
prófi, til að veita þeim hlutdeild i
gleði sinni. Slikar heimsóknir ylj-
uðu ævilangt.
Framan af hjúskaparárum sin-
um voru þau Anna og Stefán
leigjendur, bjuggu þá við Eiriks-
götu og ef til vill viðar, mér er
ókunnugt um það. En siðar
byggðu þau allstóra ibúð að
Hamrahlið 9 og bjuggu sér þar
mjög vistlegt heimili. Ég var eng-
inn heimagangur þar, meðan
Stefán lifði, en við hjónin áttum
með þeim eitt þeirra barna sem
voru „i bekknum hans Stefáns”,
og það leiddi til hlýrra tengsla.
Stefán Jónsson var kvaddur af
vettvangi án fyrirvara 12. mai
1966, liðlega sextugur. Það varð
önnu að vonum þungt áfall. Hún
sagði mér, að sér hefði lengi á
eftir fundist sem hún ætlaði aldrei
að komast yfir þann torfæra
hjalla. En hún var af sterkum
stofni og hélt þegar frá leið óbug-
uð brautina fram. bá fór hún aö
vinna hálfan daginn við sima-
vörslu hjá læknum i Domus
Medica. Þetta starf var henni
mikils virði: það veitti henni færi
á að koma daglega út á meðal
fólks, dró úr einsemdinni og gaf
lifi hennar nýtt inntak. Mér finnst
þetta muni vera býsna vanda-
samt verk. Fólk vitjar ekki læknis
nema eitthvað sé að, og oft er það
mjög illa á vegi statt. Þá er margt
sem mæðir á þessum milliliðum
læknis og sjúklinga: þeir þurfa
mannþekkingar við og verða
ýmist að beita lagni, mildi eða
festu til að alit fari vel. Ég veit, að
Anna gerði sér far um að skila
þessu starfi sem öðrum eins vel
og henni var auðið og lagði ekki
árar i bat, fyrr en starfsþrek
hennar var þrotið. 1 Domus
Medica eignaðist hún góða máta
meðal lækna og starfsfélaga, sem
reyndust henni þá best þegar
þörfin var mest.
Auk simavörslunnar og heim-
ilisstarfa hafði Anna eftir fráfall
Stefáns ekki litlu embætti að
gegna sem einkaeigandi höfund-
arréttar að öllum ritverkum
hans. 1 þvi fólst m.a. að semja um
útgáfur utanlands og innan, flutn-
ing á verkum i útvarp og sjón-
varp, vaka yfir að höfundarrétt-
urinn væri virtur i hvivetna og
sóma höfundar hvergi misboðið.
Þó að hún væri sliku vafstri óvön
áður, vita þeir best sem gerst til
þekkja, að hún stóð með mestu
prýði i stöðu sinni og hafði það
jafnan að leiðarljósi að standa
dyggan vörð um höfundarheiður
Stefáns.
begar ég var beðinn að sja um
heildarútgáfu á barnabókum
Stefáns Jónssonar, var ég mjög
hikandi i fyrstu. Þetta var ákaf-
lega vandasamt verk: lýjandi ná-
kvæmnisvinna sem ég hafði litla
reynslu af. Tvennt var mér á hinn
bóginnhvatning: iþessum bókum
er flest sem góðar barnasögur má
prýða, og þvi eiga þær jafnan að
vera á boðstólum i góðri útgáfu —
hitt var þakkarskuld min við
Stefán sem ég vildi fúslega sýna
lit á að gjalda að' nokkru. Eftir
langa umhugsun svaraði ég for-
laginu, að ég skyldi taka að mér
þetta mikla verk með þeim skil-
yrðum, að ég hefði óbundnar
hendur um alla ytri gerð þess og
ekkja Stefáns samþykkti, að ég
sæi um útgáfuna. útgefandinn
féllst á hið fyrra og sagði mér
jafnframt, að til min hefði verið
leitað að ósk önnu. Mér var ljóst,
að svo miklum trúnaði mátti ég
ekki bregðast. Siðan er liðið á sjö-
unda ár, og allan þann tima höf-
um við átt ákaflega náið samstarf
að útgáfumálunum. Ég tók þá
stefnu i upphafi að fá hana til að
lesa eina próförk af öllum bókun-
um i öryggisskyni, og vafaatriði
stór og smá sem við höfum velt
fyrir okkur i sameiningu gegnum
árin skipta mörgum þúsundum. I
þessu amstri öllu var einkum
tvennt i fari hennar sem ég dáðist
að: hve gjörhugul hún var og
vönd að virðingu sinni.
Það kom af sjálfu sér sem
aukauppskera þessarar sam-
vinnu, að Anna varð náinn heim-
ilisvinur ojkkar, og þar var eng-
inn flysjungsháttur á: hún var
trölltryggur vinur vina sinna og
þeirra vina og spurðist af áhuga
fyrir um hagi þeirra jafnlengi og
hún mátti mæla.
Eins og að likum lætur hef ég
verið tiður gestur á hinu fallega
heimili þeirra Onnu og Stefáns
þessi siðustu ár. bað er aðdáun-
1*1 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
A
'V
DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277
Staða forstöðumanns við leikskólann
Arnarborg er laus til umsóknar. Fóstru-
menntun áskilin. Laun samkvæmt kjara-
samningi borgarátarfsmanna. Umsóknar-
frestur er til 10. september.
Umsóknir skilist til skrifstofu Dag-
vistunar Fornhaga 8 en þar eru veittar
nánari upplýsingar.
arvert og á vissan hátt átakanlegt
að sjá, af hve fögrum söknuöi hún
rækti minningu Stefáns i smáu og
stóru. 1 skrifstofu hans var allt
með sömu ummerkjum og þegar
hann hvarf út úr henni siðast,
nema á skrifborðinu stóð mynd af
honum, og þar voru ávallt blóm i
vasa. Við töluðum alltaf um hann
eins og hann væri lifandi.
Nokkur ár eru liðin siðan Anna
kenndi þess sjúkdóms sem likam-
ann bugaði að lokum. Margt i orð-
um hennar og breytni finnst mér
eftir á benda til, að hún hafi þá
þegar haft sterkan grun, ef ekki
vissu um, hvert stefndi. En hún
bar veikindi sin af miklum hetju-
skap, uns yfir iauk. Hún lést i
Borgarspitalanum 24. ágúst.
Ég sendi systrum hennar og öðr-
um vandamönnum hugheilar
samúðarkveðjur.
Einar Bragi
Þegar ég minnist önnu Ara-
dóttur á kveðjustund, þá er mér
rikt i hug, hve prúðu og hljóðlátu
lifi hún lifði við hlið manns sins,
Stefáns Jónssonar kennara og rit-
höfundar.
Ég kynntist þeim hjónum, þeg-
ar ég réðist kennari að Austur-
bæjarskólanum fyrir hartnær
aldarfjórðungi. Þá var skólinn
þrísetinn og enn starfandi fjöldi
þeirramerku skólamanna og rit-
höfunda, sem varpað hafa ljóma
á þá stofnun, meðal þeirra Stefán
Jónsson. Kennarafélagið starfaði
mikið og oft voru kvöldvökur og
dansleikir eða komið var saman
til að spila. Æfinlega kom Anna
með Stefáni á þessar kvöld-
skemmtanir og þótti dauflegt, ef
þau vantaði, þvi þau kunnu
manna best að skemmta sér og
öðrum. Lengi vel haföi ég ekki
önnur kynni af önnu, en frá þess-
um samkvæmum i skólanum.
Hún var frið kona og hæversk,
jafnan fallega klædd og yfir henni
dömulegur þokki. Stefán var tiu.
árum eldri og mótaðist samband
þeirra af þvi, að hún var ung
stúlka, þegar þau giftust, enhann
þroskaður maður. Hún leit upp til
hans og lét sér annt um að búa
honum sem fallegast heimili, þar
sem riktikyrrláturfriðurog hann
átti víst næði til ritstarfa. Hún fór
ekki að vinna úti, þó þau væru
barnlaus.
Þegar Anna var fimmtug, eða
vorið 1966, veiktist Stefán snögg-
lega og dó samdægurs. Hún bar
sorg sfna með virðulegri reisn.
Fljótlega fékk hún vinnu, sem
simavörður i Domus medica.
Henni likaði vinnan vel, og líf
hennar féll I fastar skorður, slétt
og fellt á yfirboröinu. Stefán var
farinn, en verk hans voru eftir.
Hún vakti yfir þvi með stakri
kostgæfni að útgáfur.eða flutning-
ur, á verkum hans væri sem best
úr garði gerðar. A þessum árum
kynnist ég henni á nýjan hátt, og
mat hana stöðugt meira eftir þvi
sem ég þekkti hana betur. Ég
komst að þvi hve mikinn þdtt hún
hafði tekið í störfum Stefáns. Hún
hafði reiður á öllu. Hún vissi hvað
hann lagði áherslu á I kennslunni
og hvernig hann undirbjó sig,
geröi áætlun á sumri og skipu-
lagði mjög nákvæmlega hvaö
hann ætlaði að fara i um veturinn.
011 þessi plögg geymdi hún i
skrifstofu hans eins og hann gekk
frá þeim. Hún þekkti nemendur
hans og fylgdist með þeim,
hvernig þeim vegnaði siðar.
Ég kom nokkrum sinnum til
hennarmeðan húnlá banaleguna
á Borgarspftalanum. Hún hafði
lengi vitað að hverju fór, en lét
ekki á neinu bera. Talaði aldrei
um liðan sína, en bar sjúkdóminn
með hæglátu æðruleysi. Hún lá á
einbýlisstofu og þegar ég kom til
hennar þar, varð mér fyrst ljóst
hve sterk persóna hún var. Ein-
hvern veginn hafði henni tekist að
setja mjög persónulegan svip á
sjúkrastofuna, þó var þar ekki
annað inni, en vant er að vera á
slikum stað.
Vinir hennar við Austurbæjar-
skólann senda systrum hennar og
öðrum ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Vilborg Dagbjartsdóttir
Anna Aradóttir er fallin frá.
Nafn hennar mun ekki gleymast
um langan aldur. Og hennar mun
verða minnst i sambandi við
brúðguma sinn, Stefán Jónsson,
hið ljúfa skáld, sem lést fyrir
rúmum tólf árum, i maimánuöi
1966.
Anna Aradóttir varð aldrei
ekkja hans. Hann var alltaf brúð-
guminn hennar og hún var alltaf
brúður hans. Þegar Stefán féll
frá, mátti af ýmsu álykta að hann
hefði brugðið sér frá um stundar-
sakir, en að hans væri von inn úr
dyrunum á hverri stundu með
bros á vör. Að visu skyggði sá at-
burður á sól vordagsins i tilveru
hennar, en harmurinn eft-
ir ástvininn var haffnn yfir
grát og kveinstafi. Minning-
in um hann skyldi lifa. Þess-
vegna skyldi allt vera, eins
og örlagadaginn þann, er hann
kvaddi. Skrifborðið skyldi vera,
eins og hann stóð upp frá þvi I
hinsta sinn, munirnir á skrif-
borðinu og handrit hans. Um-
búnaður i herbergjum skyldi vera
eins og þegar þau bjuggu þarna 1
saman kyrrlátu lifi og sameinuö.
Hún varð þvi aldrei ekkja. öll
hennar tilvera eftir þetta var lif i
tveimurheimum. Hver dagur var
minning um hann, jafnframt þvi
aðhver dagur var bið eftir þvi að
hitta brúðguma sinn. Það skiptir
engu máli, hvort vonin i þessari
bið var blekking eða ekki. Hún
var fylling i lifsþrá, sem var
henni sá styrkur, að ekkert gat
verið fullkomnara og meira I lifi
hennar árin tólf.
Anna Aradóttir var austfirsk.
Hún fæddist i Stöðvarfirði 14.
nóvember 1914 og ólst þar upp h já
foreldrum sinum, Ara trésmið
Stefánssyni og konu hans, Mörtu
Jónsdóttur. Með þeim fluttist hún
svo til Reykjavikur og átti heima
i foreldrahúsum, þar til hún gift-
ist Stefáni Jónssyni 14. október
1939. Hún hafði stundað ýmis
störf og i hvivetna getiö sér orð
lipurðar, árvekni og trúmennsku.
Hún var glaðleg I orði, en engin
yfirborðsmanneskja. Hún var
söngvin, æfði söng i mörg ár, til
þess að syngja I kórum.
Margir sáu einstaka fegurð i
samlifi önnu og Stefáns i sam-
bandi við söng og ritstörf. Þau
leiddust á kóræfingu i Dómkirkj-
unni. Hann fékk sér kannski
kaffibolla á Skálanum I Austur-
stræti með kunningja sinum,
meðanhann beið, svo kom hann á
réttri stundu að kirkjunni og þau
leiddust heim. Þegar heim kom,
gat hann sest að skrifborðinu og
skrifað sögur, sem hann kallaði:
Undir morgunsól.
Anna Aradóttir var vaskleg og
hispurslaus iframkomu. Hún var
snyrtileg og hibýlaprúö, alit var
hreint og fágað innan dyra hjá
þeim Stefáni. Og hver hafði sér
blett eða hrukku á fatnaði henn-
ar? Var hún ekki alltaf að koma
inn úr laufvindi, sem hafði strok-
ið af henni hvert fis.
Til voru þeir, sem undrast hafa
yfir þvi, að Anna skyldi öll þessi
ár vera ein I iveru þeirra Stefáns
með öllum ummerkjum, eins og
þegar Stefán fór. Ég veit ekki,
hvaðkalla ber slikt lif. En ég segi
ogskrifa: Þaðer hamingja hvers
og eins að vera ekki steyptur i
sama mót og nokkur annar,.
Drottinn minn, ef svo væri, að
nokkur væri steyptur gjörsam-
lega I annars mót, hvað þyrftum
við þá að vera að tjasla við sál.
Og eftir allt eru það gleðitíð-
indi, þegar brúðurin veröur lögö
við hlið brúðgumans i Fossvogs-
kirkjugarði, þar sem hann hvilir
undir steininum tigulega, sem
hún reisti honum.
Gunnar M. Magnúss.