Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA —- ÞJÓÐVILJINN j Ftmmtudagur 31. ágúst 1978 Ný bók frá Máli og menningu Samfélags- fræði Komin er út hjá Máli og menn- ingu námsbók i samfélagsfræði cftirGísla Pálsson, mcnntaskóla- kennara. Bókin nefnist Samfé- lagsfræði — samhengi félags- legra fyrirbæra. Bókinni er ætlað aö bæta úr hinni brýnu þörf fyrir námsefni i samfélagsfræði i fyrstu bekkjum eða áföngum framhaldsskólastigsins. Ilöf- undurinn hefur stundað kennslu um nokkurra ára skeið i Mennta- skólanum við llamrahlíð. Ilann hefur skrifaö allmargar ritgeröir og greinar samfélagslegs efnis. Höfundurinn gerir sér far um að sneiöa hjá fræðilegum mála- lengingum en leggur rika áherslu á að skirskota til áhuga nem- andans og almennra félagslegra markmiða. 1 formála bókarinnar segirm.a.: ,,Ef Samfélagsfræðin kemur til móts við spurningar lesandans er mikið unnið. Rétt er þó að taka þaö fram að bókinni er ekki ætlað að bera á borð fyrir nemandann endanlegan sann- leika. Nær væri að segja að mark- mið hennar væri að benda nem- andanum á samhengi félagslegra fyrirbæra og auðvelda honum að skoða samfélagið á gagnrýninn hátt.... Sá þráður sem tengir ein- staka hluta þessa námefnis er áhrifin sem samfélagið hefur á lif manna, kjör þeirra, hugsun og reynslu.” Hverjum kafla fylgja leiðbein- ingar um aðgengilegt islenskt itarefni. Auk þess eru felldar inn i textann allmargar spurningar sem snerta viðfangsefnið hverju sinni. Aftast er rækileg heimilda- skrá. Bókin er prýdd fjölda ljós- mynda og teikninga. -eös «*Wf T* Sólarlanda- ferðir hækka Félag islenskra ferðaskrifstofa hefur ákveðið að frá og með 30. ágúst munu allar ferðaskrifstofur taka 19% álag ofan á allar hóp- ferðir til útlanda, vegna yfir- standandi stöðvunar á gengis- skráningu. Ráðstöfun þessi er nauðsynleg þar sem skrifstofurnar fá ekki yfirfærðan gistikostnað fyrr en við brottför hverrar ferðar, og i öðru lagi eru allir leiguflugs- samningar gerðir i erlendri mynt. Neytendasamtökin álykta um samnorræna verðkönnun Rannsaka þarf af hverju innkaupsverðið er 21-27% hærra A fundi i stjórn Neyt- endasamtakanna, sem haldinn var 25. þ.m. var fjallað um samanburð þann á innkaupsverði nokkurra vörutegunda, sem verðlagsstjóri hefur nú nýlega skýrt frá i f jöl- miðlum. Stjórn NS fagnar þvi frum- kvæði. sem verðlagsstjóri hefur átt i þessu máli og lýsir fullum stuðningi viö störf hans að þvi. Niðurstaða könnunarinnar stað- festir þann grun, sem lengi hef- ur veriðuppi um, að tslendingar gera mun óhagstæðari innkaup en aðrar Norðurlandaþjóðir. Stjórn NS telur nauðsynlegt, að við frekari verðsamanburð verði heimilað að birta verð- samanburð einstakra vöru- flokka, þar sem slikur saman- burður mundi segja mun meira og hvetur verðlagsstjóra til að vinna að þvi. Stjórn NS telur þær niður- stöður, sem birtar hafa verið, uggvænlegar og beinir ein- dregnum tilmælum til stjórn- valda, að þau láti rannsaka hverjar séu ástæðurnar fyrir Ekki mikiö aö grœöa á svona meöaltali segir Gisli Jónsson þvi, að tslendingar búi við 21- 27% hærra innkaupsverð þeirra vöruflokka, sem umrædd könn- un náöi til, en aðrar Noröur- landaþjóðir. Vegna þessarar ályktunar sneri Þjóðviljinn sér til Gisla Jónssonar prófessors sem er i stjórn Neytendasamtakanna og spurði hann nánar úti málið. — Okkur þykir miður að ekki fást birtar einstakir þættir þess- arar könnunar. Það er ekki mikið að græða á svona meðal- tali. í þvi geta verið litlir vöru- flokkar sem vega mikið en vega litið i meðalneyslu venjulegrar fjölskyldu. — Hvað finnst þér um um- boðslaunin? — Ef það er rétt hjá verðlags- stjóra að sumir bæti sér upp lága álagningu hér heima með umboðslaunum þá er mjög mið- ur íarið. Störf og þjónusta um- boðsaðila er mjög mismunandi. Sumir þurfa að leggja fram mikla vinnu en aðrir gera litið annað en þiggja umboðslaunin. Gleggsta dæmið um slikt eru þeir sem hafa umboð fyrir hin- um ýmsu áfengistegundum. Umræöa og skrif gera mikið gagn — Fyrir allnokkru skrifaði ég grein i Dagblaðið um filmukaup tslendinga, og sýndi fram á að innkaupsverð innflytjenda hér væri svipað og verð út úr búð i Englandi. Útaf þessu boðaði fé- lag áhugaljósmyndara til fund- ar með innflytjendum filma en þeir sáu sér ekki fært að mæta. — Hvað cr til ráða? — Ég legg áherslu á að stjórn- völd geri eitthvað i málinu. En fyrst þarf að koma hreinskilin og opin umræða um málið. — Við tslendingar erum mjög sofandi i verðlagsmálum yfir- leitt. Það er kannski eðlilegt i öllum þeim verðbreytingum sem verða frá degi til dags, að fólk sljóvgast gagnvart þessu. Hin siöari ár hafa stórmarkað- irnir þó breytt miklu, en betur má ef duga skal Gisli Jónsson prófessor Staða Neytendasamtak- anna Hver er staða Neytendasam- takanna núna? — Starf Neytendasamtakanna er algjörlega háð áhuga al- mennra félagsmanna. Ég held að það sé aigjört einsdæmi með- al nágrannalandanna. Annars staðar er þetta svo og svo mikið rikisstyrkt. Þær verðkannanir sem við höfum birt að undan- förnu hafa t.d. verið unnar af formanni neytendasamtakanna i hans fritima. — Hefurðu trú á einhverjum breytingum á næstunni? — t röðum þeirra sem eru að mynda stjórn þessa dagana hef ég fundið mikinn stuðning við neytendur. Má þvi vænta ein- hverra átaka i þessum málum á næstunni. HH Innlendar vörur standa vel aö vígí i samkeppni við innfluttar vörur Greinargerö verðlags- stjóra um verðkönnun á innfluttum vörum, sem nýlega hefur veriö skýrt frá i f jölmiölum, hefur að vonum vakið mikla at- hygli og umtal. Þar kem- ur fram, að innkaup til Islands séu að meðtaltali 21-27% óhagstæðari en innkaup hinna Norður- landaþjóðanna. Könnunin náði til 30-40 vöru- tegunda, en þar sem samkomu- lag varð á milli landanna um að birta ekki opinberlega niður- stöður könnunarinnar um ein- stakar vörutegundir, er ekki vitað um hvaða vörur er hér að ræða eða á hvaða vörutegund- um innkaupin eru óhagstæðust. Kaupmenn hafa kveinkað sér mjög undan þessari verðkönn- un, og hafa að vanda bent á þaö að eina lausnin væri að gefa alla innflutningsverðlagningu frjálsa, þá myndi vöruverö' lækka i skjóli „frjálsrar sam- keppni”. Reynslan bendir hins vegar i gagnstæða átt. Könnun, sem verðlagsstjóri geröi 1976 á verði leikfanga, sem búa við frjálsa álagningu, leiddi einmitt i ljós að álagning á þeim var ó- eðlilega há miðað við innkaups- verð. Ýmsar spurningar vakna i sambandi við hinar athyglis- verðu niðurstöður verðkönnun- Björn Guðmundsson: ódýrari gallabuxur héren annars staðar á Norðurlöndutn. arinnar á innfluttum vörum. Hvernig er t.d. ástandiö þar sem innfluttar vörur mæta sam- keppni við samskonar vörur, sem framleiddar eru hér á landi? Engin samanburðar- könnun hefur verið gerð á þess- um vörum á vegum Verölags- skrifstofunnar. Þjóöviljinn hafði samband við þrjá islenska iðnrekendur, sem framleiða vörur sem keppa við innfluttar vörur á markaðinum. Gunnar J. Friðriksson, for- stjóri sápugerðarinnar Frigg, sagði að þeir stæöu býsna vel að vigi i samkeppni við innfluttar vörur. Hann sagðist reyndar hafa orðið var við þveröfuga til- hneigingu miðað við það sem fram kemur i könnun verðlags- stjóra, þ.e. að um undirboð væri að ræða á erlendum vörum. Gunnar taldi það ótvirætt, að innlendur iðnaður héldi niðri innflutningsverði á samskonar vörum erlendum. Hann sagði, aö innlendu vörurnar i þessari framleiðslú, þ.e. sápur, þvotta- efni og hárlöður, væru yfirleitt ódýrari, nema þegar um undir- boð væri að ræða. Hann sagði, að auðvelt væri að framleiða allar þessar vörur hér heima fyrir innanlandsmarkað. Hann giskaði á, að innlend framleiðsla næmi um 80% af neyslunni að undanskilinni handsápu, en þar væri hlutfallið liklega öfugt, þ.e. 80% innflutt. Magnús Helgason, forstjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu hf., sagði, að islenska framleiöslan seldist mjög vel. Hér starfa nú fjórar málningar- vöruverksmiðjur og þar að auki er flutt inn máining, einkum frá Norðurlöndum. tslenska máln- ingin er að jafnaði mun ódýrari en innflutt málning, og afkasta- geta islensku verksmiðjanna er miklu meiri en innanlands- Gunnar J. Friðriksson: ótvirætt að islenskur iðnaður heldur niðri innflutningsverði á sams- konar vörum erlendum. markaður getur annað. Harpa hefur t.d. selt 1000 tonn af máln- ingu til Sovétrikjanna á ári und- anfarin ár. Sportver er ein þeirra fata- verksmiðja, sem sauma sport- buxur úr denim, flaueli og álika efnum. Björn Guðmundsson, forstjóri sagði, að þessar buxur væru nú 1200-1500 krónum ódýr- ari út úr búð heldur en sambæri- legar buxur væru innfluttar frá Norðuriöndum. Denimbuxur kosta um 5900 frá verksmiðj- unni. Björn taldi, að islenska framleiðslan hefði fyllilega staðist samkeppni við erlenda vöru, en hins vegar væri erfitt að keppa við vörur, sem fram- leiddar væru i Hong Kong og viðar i Austurlöndum, þar sem vinnulaun og annar fram- leiðslukostnaður væri lægri en hér. —eös íslenskur iðnaður heldur niðri innflutningsverði á samskonar vörum, segir Gunnar J. Friðriksson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.