Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 JÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. Veikleiki Samtaka herstöðvaandstæðinga liggur m.a. í því aö þau hafa ekki náð að mynda sér neina raunhæfa baráttuáætlun. Markmiðið er lióst — ísland úr NATO — Herinn burt — en leiðin að markinu er óvörðuð. Island í NATO Herinn um kjurt Sumarið hefur verið við- burðasnautt. Pólitikin hefur einkennst af geldum vangavelt- um um næstu rikisstjórnog ráð- herrastóla. Laundrjúgir flokks- foringjar með leyndardómsfull bros tala i likingum, um gang mála en „telja annars ekki rétt að láta hafa mikið eftir sér á þessu stigi málsins” eins og komist er að orði. Eitt hefur þó allan timann verið á hreinu, herstöðvamálin, eða varnar- málin svonefndu, hafa fengið skjóta og samdóma afgreiðslu allra flokkanna, þeim skal ekki hreyft, þar skal engu breytt. Astæðurnar fyrir þvi að eng- inn vill minnast á þessi mál eru þær, að bæði Alþýðufl. og Sjálfs- stæðisfl. eru klofnir i málinu, á mismunandi hátt þó. Framsókn hefur þar tvær stefnur, sýndar- stefnu og raunstefnu. Sýndar- stefnaner: Islandi Nató, herinn burt, en raunstefnan er: tsland i Nató, herinn um kjurt. Stefna Abl. i hermálinu fer ekki saman við drauminn um ráð- herrastóla og þar sem draum- urinn á að rætast verður stefnan að vikja. Samtök herstöðvaandstæð- inga (SHA) hafa ekki haft bol- magn til að halda herstöðva- málinu vakandi, og hvorki getað skapað þrýsting á pólitikusa né stemmningu meðal almennings. Það eina sem frá samtökunum hefur komið varðandi örlög her- stöðvamálsins i stjórnarmynd- unarumræðunum erályktun þar sem það kemur fram, að þau sætti sig ekki við að nein vinstri stjórn verði mýnduð án þess að ákveðin afstaða sé tekin gegn hernum og Nató. I ályktuninni er og minnt á það, að vandamál efnahagslifsins verði ekki skilin frá herstöðvamálinu vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem herinn hafi i landinu og þess hlut- verks sem hann gegnir sem varðhundur auðvaldsins. Alykt- unþessi ergóðra gjalda verð og hárrétt hugsuð en fáir munu taka tillit til hennar þvi enginn kraftur liggur að baki. Veikleiki SHA liggur m.a. i þvi að þau hafa ekki náð aö mynda sér neina raunhæfa bar- áttuáætlun. Markmiðið er ljóst — Island úr Nató — Herinn burt — en leiðin að markinu er óvörðuð. Hugmyndin sem flest- ir virðast hafa gengið með i maganum um SHA er, aö þau verði einhverskonar þrýstihóp- ur sem pressi á þingmenn og stjórnmálaflokka, þannig að nauðugir viljugir samþykki þeir um siðir á þingi uppsögn Her- verndarsamningsins og úrsögn úr Nató Þessar hugmyndir hafa orðið æ óraunhæfarimeðhverju árinu sem liðið hefur, allt frá inn- göngunni i Nató 1949 og aldrei verið eins vonlausar og i dag. Vinstri stjórnin fyrri ætlaði sér nú aldeilis að koma hernum úr landinu. Vinstri stjórnin siðari stefndi aö þvi sama, Vinstri stjórnsú sem núer i burðarliðn- um ætlar hins vegar að hafa hér her og vera i Nató. Það kom reyndar engum á óvart. Eftir landsfund Abl. siðastliðið haust vissu allir að það myndi svikja i herstöðvamálinu. Engan grun- aði þó að það yrði gert jafn blygðunarlaust og raun varð á. Innan SHA endurspeglast þessi svik i tillögum til breytinga á lögum og stefnu samtakanna. Ætlunin er að berja þessar breytingar I gegn á landsráðstefnunni i haust. Breytingar þessar eru fólgnar I þvi, að minnka áhersluna á baráttuna gegn hernum og Nato enbeina samtökunum meira inn áalmenna þjóðernisbaráttu s.s. gegn erlendri stóriöju. Annars tala lagabreytingarnar best sinu máli. Tillögur til lagabreytinga SHA. 1. gr. hljóði svo: Samtökin heita Samtök herstöðvaand- stæðinga og þjóðfrelsis. Þau eru samfylking allra sem vilja efla sjálfstæði islensku þjóðarinnar og standa vörð um sjálfræði íslands. 2. gr. hljóði svo: Markmið samtakanna eru: • að herstöðvar hér á landi verði lagðar niöur. • að island segi upp aðildinni að Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga • að standa vörð um efnahags- legt sjálfstæði islands gegn itökum fjölþjóða auðhringa og fjármálastofnana. • að island taki virkan þáft i baráttu smáþjóða fyrir þjóð- frelsi en gegn vigbúnaðar- kapphlaupi stórvelda og allri heimsvaldastefnu. Undir þetta skrifar ýmist stór menni bæði úr Abl., Eik m/1 og utan flokka. Amböguleg nafnbreytingin ein sýnir hvert stefnir. Strax i annarri setningu er svo megin- tilgangur samtakanna skil- greindur: Efla sjálfstæði þjóð arinnar og verja sjálfræði lands ins. Þarna er sami hluturinn tvitekinn til áherslu (Sé ekki „sjálfræði landsins” hreint bull hefur það svipaða merkingu og „sjálfstæði þjóðarinnar”). Þessi borgaralegu þjóðernis- slagorð hafa þann tilgang að breiða yfir fyrirbrigði sem allir almennilegir sósialistar vilja afhjúpa — andstæður borgara- legs þjóðfélags og stéttaskipt- ingu. Þarna er vegið að þeim stóra hópi herst. andst. sem setja vilja herstöðvamálið i stétt'arlegt samhengi og telja aö eitt meginhlutverk hersins hér sé að tryggja sjálfstæði (og sjálfræöi) Isl. borgarastéttar- innar gagnvart lágstéttunum. Þriðja og fjórða setning i 2. gr. lagabreytinganna eru I svip- uðum dúr. Þriðja setningin mið- ar að þvi að beina krafti SHA frá herstöðvabaráttunniog að ýms- um smáaðgerðum gegn auð- hringum og erlendri stóriðju, t.d. á borð við aðgerðina við Al- verið nú i sumar, þegar farið var i mótmælastöðu af þvi til- efni að félögum I Stjórnunar- félagi Islands var boðið f skoð- unarferð og kaffi til Straums- vikur. Fjórða setningin lyktar öll af smáþjóðarómantik — eðli- leg afleiðing af þjóðernisremb- unni sem gagnsýrir allt plaggið. Það verður ekki annað sagt en plagg þetta sé i fullu samræmi viö þá niðurlægingu sem her- stöðvamálið og herstöðvaand- stæðingar hafa orðið fyrir I póli- tiskri umræðu sumarsins. Ég veit satt að segja ekki hvort SHA er við bjargandi. Þó vil ég setja fram ákveönar til- lögur i þeim efnum. Ég legg til að Samtök þjóðfrelsis verði stofnuð og rekin óháð SHA. Þar geta menn barist fyrir fjárræði og sjálfræði Islands, lofsungið smáþjóðina, mótmælt kaffiboð- um í Alverinu, barist gegn fjár- málastofnunum og fullnægt þjóðernisástinni sinni. I öðru lagi legg ég til a ð steinh æt t verði að treysta á þingmenn og alþingi i herstöðvamálinu, en SHA setji sér það verkefni að vinna upp raunhæft starfsplan sem miðist að þvi einu aö koma hernum og Nató úr landinu og mun það ærinn starfi. Baráttuáætlunin verður að miðast við það að gengið sé að verkinu skref fyrir skref. Unnið skal aö aukinni einangrun her- stöðvanna, bæði menningar- legriog efnahagslegri. Efla þarf verkalýðsfélög á Suðurnesjum svo þau verði fær um að standa gegn atvinnuleysi og sjá vallar- starfsmönnum fyrir nýrri vinnu. Efla þarf slysavarnir svo komist verði af án hinnar frægu björgunarþyrlu varnarliðsins, os.frv. Megin verkefnið sem tengir saman öll þessi smærri mál verði svo barátta fyrir þjóðaratkvæði um herinn og Nató. A þann eina hátt fæst hreyfing á málið og á þann eina hátt fæst sigur. Arni Hjartarsor Fyrirhugud útgáfa á 10 plötum med sígildri tónlist Ofthefur verið kvartað yfir þvi, hve lítið væri gefið út af hljóm- plötum með sigildri tónlist eða tónlist, sem gæti ekki flokkast sem svonefnd „söluvara”. NU hefur hljómplötuútgáfan Steinar hf. og Hljóðriti hf. i Hafnarfirði i hyggju, að bæta Ur þessu og stefna á útgáfuröð hljómplatna, tiu alls, með ýmsu efni af þvi tag- inu, sem ekki hefur náð inn á vin- sældalista eða er leikið i diskótek- um nútimans. Útgáfuröð þessi verður meö efni bæði eftir innlenda og er- lenda tónlistarmenn, en flytjend- ur verða allir islenskir. Fyrirhug- að er að gefa út fyrstu tvær plöt- urnar í röð þessari nú fyrir næstu jól, en það eru annars vegar tón- verkeftir Jón Þórarinsson og hins vegar flautuleikur Manuelu Wiesler. Eftir áramót er svo fyr- irhugað að gefa út tónverk eftir Askel Másson.ogmunhannsjálf- ur leika á plötunni, ennfremur tónverk eftir Atla Heimi Sveins- son og s vo „ Vorblót” S travinskis I flutningi þeirra Gisla Magnús- sonar og Halldórs Haraldssonar, en þeir félagar léku þetta verk á Listahátiðinni nú I ár við mikinn fögnuð þeirra sem heyrðu. Ennfremur er á döfinni aö gefa út verk eftir Jón Asgeirsson, Þor- kel Sigurbjörnsson, Leif Þórar- insson og Gunnar Reyni Sveins- son, auk hljómplötu með söng Hamrahliðarkórsins. Alls verður þvi um tlu hljómplötur aö ræða. Framhald á 14. siðu Um þrjátiu manns tóku þátt I Zukovsky-námskeiðinu i Tónlistarskólanum I Reykjavik. Myndin er tekin i einum timanum. Kaimnertónleikar í MH r _ Arangur af Zukofsky- námskeiði Tónlistarskólans Mikið hefur verið um að vera I Tónlistarskólanum i Reykjavik siðustu daga. Þar hefur staðið yfir námskeið i kammertóniist undir stjórn bandarfska fiðluleik- arans Pauls Zukovskys, sem er einn þekktasti framúrstefnu-tón- smiður fyrir strengjahljóðfæri I heimi. Um þrjátiu manns hafa tekið þátt i námskeiðinu, bæði strengjaleikarar og blásarar, is- lenskir tónlistarmenn og erlendir, þvi námskeiðið var auglýst i mörgum tónlistarskólum erlend- is. Af viðfangsefnum á námskeið- inu má nefna Konsert f D eftir Stravinsky, Octrandre eftir Var- ese, Quiet City eftir Copland, Un- answered Question eftir Ives og Kvartett opus 7 eftír Schönberg. Ikvöld, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 20.30, veröa haldnir tónleikar i Menntaskólanum við Hamrahlið þar sem leikin verða einhver af verkunum, sem hafa verið æfð undanfarið. Meðal annars munu þau Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Sesselja Halldórs- dóttir, Auður Ingvadóttir og Gunnar Egilsson flytja Kvartett op. 7 eftir Schönberg. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öll- um heimill. LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJALP: Erindi um vandamál foreldra Agnete Schou frá Danmörku er hér í heimsókn Dagana 3.-10. september mun Agnete Schou, f ulltrúi frá Landssamtökum for- eldra þroskaheftra í Dan- mörku, dvelja hér á landi í boöi Landssamtakanna Þroskahjáip. Agnete Schou mun flytja erindi um vandamál foreldra þroska- heftra barna, um fræðslu- og upp- lýsingastarf fyrir foreldra, svo og samstarf á milli foreldra og starfsfólks stofnana, á fundum sem fyrirhugáðir eru i Domus Medica þann 4. september kl. 8.30, á Akureyri 5. september á Hótel KEA og á Egilsstöðum 6. september. Agnete Schou hefur mikla reynslu og þekkingu á málefnum vangefinna og þroskaheftra, bæði af eigin raun sem foreldri vangef- innar dóttur, svo og vegna starfs sins i Landssamtökunum Evne- svages Vel i Danmörku. Hún hef-j ur flutt marga fyrirlestra viöa á Norðurlöndum og ritað fjölda greina um málefni þroskaheftra. Erindin verða flutt á dönsku, en túlkuð á islensku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.