Þjóðviljinn - 09.09.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. september 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7
>>
Hvaö var þad sem breyttist á vinnustööunum viö
gengislækkunina sem forsvarsmenn frystihúsanna báöu
um og fengu um daginn? Skipulagsmálin endurskoöuö?
Betri nýting fjármagnsins? Aukin áhrif starfsfólks?
(illlUKII »
(iuttonnsson
Vínnustaðurinn —
veruleiki eða blekking?
Ég hef oft saknað þess hve fá-
ir gera að umtalsefni i þessum
þáttum lifið og tilveruna á
vinnustöðum okkar. Ég vona að
skýringin séekki sii, að velunn-
urum þessa umræðuvettvangs
finnist málefni vinnustaðanna
ekki nógu merkileg til að gera
þau að umtalsefni. — í minum
huga eru vinnustaðirnir, hverju
nafni sem nefnast, hinar raun-
verulegu miðstöðvar efnahags-
lifsinsi landinu. Skipulag þeirra
og stafsemi i störu sem smáu er
ákvarðandi um lifskjör okkar I
efnahagslegu tillitá. Við skulum
ekki gleyma þvi að mörg okkar
dvelja um þriðjung ævinnar á
vinnustað. Ef við njótum okkar
ekki i starfi; ef vinnan er okkur
hálfgert böl, erum við að gera
stutta ævi styttri, og öfugt.
Vinna er samstarf, og ef við
komum okkur ekki saman á
vinnustað kemur það yfirleitt
niður á árangri vinnunnar að
ekki sé talað um andlega heiisu
okkar sjálfra. Tæknileg lir-
lausnarefni eru yfirleitt leikur
einnhjá þvi sem það er að jafna
misklið milli einstaklinga á
vinnustað. — Svona gætum við
vist haldið áfram að leggja i
púkkið.
Ég held að það sé af nógu að
taka, ef við köstum frá okkur
þeirri firru að málefni, sem
okkur er tamtað kalla þjóðmál,
skýrast til muna ef þau eru
skoðuð i samhengi við lif og
störf fölks á vinnustað. Ég nefni
uppeldismál, skólamál, félags-
mál, menningarmál og svo hin
margumræddu efnahagsmál.
Litum aðeins á uppeldis- og
skólamálin: Hvergi er betra en
á vinnustað að átta sig á þvi
hversu vel skólunum^allt frá for-
skóla til háskóla, tekst að ná
settum markmiðum i' starfi
sinu. Ég minni i þessu sambandi
aðeins á það markmið grunn-
skólans að búa nemendur undir
lif og starf i lýðræðisþjóð-
félagi, og markmið væntanlegs
framhaldsskóla þess efnis, að
veita nemendum á hverjum
tima markvissan undirbúning
undir starf eða frekara nám. í
framhaldi af þvi sem sagt var
hér að framan um mikilvægi
góðra samskipta fólks á vinnu-
stað, er það sannarlega stórmál
ef skólunum tekst að ná þvi
markmiði að þjálfa hæfni nem-
enda til samstarfe við aðra, svo
aftur sé vitnað i grunnskólalög-
in.
Er hægt að setja féiags- og
menningarmál i eitthvert sam-
hengi við vinnustaðina? Ég fæ
ekki betur séð en vinnustaðir
okkar endurspegli þau félags-
legu skilyrði, sem við hvert og
eitt bUum við. Við göngum t.d.
ekki jafn óþreytt og glöð til
starfa þann tima starfsævinnar
sem við erum (með tilheyrandi
nætur- og helgidagavinnu) að
basla við að eignast þak yfir
höfuðið. Og við greinum áhrif
hins langa vinnudags i hverf-
andi lTtiili þátttöku fjölda fólks i
félags- og menningarlifi. Og
hvað um áhrif þau sem skortur
ádagvistunarstofnunum hefurá
þátttöku sumra okkar i' atvinnu-
lifinu? Má ekki telja það til
menningarmála að aðbUnaður
og hollustuhættir á vinnustað —
vinnuumhverfi fólks — sé með
þeim hætti að ekki skaði and-
lega og likamlega heilsu þess?
Og svo er komið að efnahags-
málunum. Hvaða samhengi
skyldi nU vera milli „efnahags-
vandans” margumrædda og
þess sem miður fer i skipulagi
og rekstri vinnustaðanna? Höf-
um við ekki með áþreifanlegum
hætti verið minnt á þetta sam-
hengi siðustu mánuöina?
Kannski réttara að segja að við
séum minnt á það á degi hverj-
um.
Þegar ég á dögunum hlýddi á
fréttina um það að eigendur
frystihUsanna hefðu ákveðið að
loka þessum vinnustöðum til-
tekinn dag vegna meintra
rekstrarerfiðleika, fannst mér
ég skynja eitthvert brot af þessu
samhengi: Þaðáttiaðsegjaupp
á einu bretti um 8 þUs. manns.
Ég fór að hugsa um þetta með
hliðsjón af markmiðskafla
grunnskólalaganna: „...bUa
nemendur undir lif og starf i
lýðræðisþjóðfélagi...”. Já,þaðer
nU þetta með lýðræðið. Hversu
margir einstaklingar skyldu
hafa staðið að þessari ákvörð-
un? Hver skyldi i reynd vera
réttur þessara 8 þUsund sálna,
sem með stakri virðingu fyrir
lögum og rétti myndu möglun-
arlaust yfirgefa vinnustaði
sina? Ósjálfrátt kom lika upp i
huga minn orðið: sjálfs\irðing,
og ég fór i þvi sambandi að geta
mér til um hve stór hluti þessa
hóps myndi með sama æðru-
leysinu hlýða kallinu um að
koma stundvislega til vinnu
þann dag sem atvinnurekendur
teldu að „rekstrargrundvöllur”
hefði skapast á ný.
Góðu heilli þurfti verkafólk
ekki að gera upp við sig þessa
spurningu;ekki i þetta sinn. En
það er önnur spurning sem upp
á framtiðina gæti verið fróðlegt
að verkafólk reyndi að leita
svara við: Hvað var það sem
breyttist á vinnustaðnum við
gengislækkunina sem forsvars-
mennfrystihUsanna báðu um og
fengu? Voru skipulagsmál fisk-
vinnslunnar i heild tekin til
endurskoðunar? Batnaði nýting
allrar fjárfestingar i starfs-
greininnitil muna? Fékkstarls-
fólkið aukin áhrif á vinnuskil-
yrðin og alla tilhögun vinnunn-
ar? — Og þannig mætti halda
áfram að spyrja.
Af þvi sU frétt slæddist ein-
hvern ti'ma með (þegar for-
stöðumenn frystihUsanna voru
að lýsa bágindum sinum i fjöl-
miðlum) að finna mætti frysti-
hUs sem ekki aðeins stæðu á
núlli, heldur skiluöu umtals-
verðum hagnaði við þær að-
stæður sem riktu fyrir gengis-
lækkunina, þá væri afar fróðlegt
að lesa hér i þessum dálkum
stutta frásögn einhvers sem vel
þekkir til, hvað það raunveru-
lega er sem gerir gæfumuninn i
rekstri þessara hUsa og hinna
sem sögð eru á heljarþröminni.
t upphafi þessa spjalls var
óskað eftir þvi að fleiri létu frá
sér heyra um málefni vinnu-
staðanna.Þessi ósker sett fram
af alveg sérstökum ástæðum.
Bak við hana býr óttinn við að
margt verkafólk sé farið að
hugsa sem svo, að það muni
aldrei fáneinuráðið um málefni
vinnustaða sinna: málum efna-
hagslifsins eigi að ráða til lykta
af samtökum atvinnurekenda,
og skriffinnum stjórnarstofn-
ana, af þeim sem skrá gengi
krónunnar, af þeim sem stjórna
bönkunum og öllum sjóðunum.
Þannig eigi þetta aö vera, þvi
þetta séu hinar eiginlegu mið-
stöðvar efnahagslifsins, ekki
vinnustaðirnir þar sem verö-
mætasköpunin fer fram.
Eitthvað á þessa leið birtist
mérsUfirringvinnunnar.sem er
að grafa um sig meðal okkar:
Veruleikinn er ekki á v innustöð-
unum þar sem við störfum sam-
an, frumkvæði að breytingum
geturekki komið frá oldtur. Við
erum einskis megnug. — Er
þetta ekki ákjósanlegasti jarð-
vegurinn fyrir skriffinnskuveld-
ið, samþjöppun valdsins og
stjórnun að ofan — jarðvegur
fyrir allar andhverfur lýðræöis-
ins sem okkur er öllum svo annt
um. — Eigum við ekki að
staldra við og athuga okkar
gang?
Gunnar Guttormsson
Ráðamenn og fíkniefni
í Rómönsku Ameríku
7. ágúst siðastliðinn gerðust
þeir atburðir i Hondúras að for-
setanum Juan Alberto Meigar
Castro var bolað frá vöidum en
við tóku vægast sagt hægrisinnaðir
ráðamenn í hernum. Valdaræn-
ingjarnir afsaka aðgerðir sinar
með sivaxandi óánægju verka-
manna og menntamanna með
rýrnandi lifskjör i landinu. öliu
liklegriþykir þó sú skýring að nú-
verandi ráðamenn séu viðriðnir
fikniefnasmygl.
Mörg erlend dagblöð svo sem
mexikanska dagblaðið Excelsior,
spænsÆ dagblaðið E1 Pais og
enska timaritið Latin America
Political Report benda á að hinn
nýi forseti landsins, Policarpo
Paz García hershöfðingi hafi
verið og sé sennilega enn viðrið-
inn sölu og smygl á fíkniefnum.
Valdarániö hafi þvi átt að koma i
veg fyrir uppljóstranir i sam-
bandi við þau viöskipti.
I byrjun ágústmánaöar birti
dagblaðið E1 Tiempo sem kemur
Ut í Tegucigalpa höfðuborg lands-
ins greinaflokk, þar sem kom
fram að f jöldinn allur af háttsett-
um ráðamönnum i hernum væru
viðriönir fikniefnaverslun, auk
þess sem þeir bæru ábygö á þeim
fjölmörgu morðum og mannrán-
um sem tröllriðið hafa landinu að
undanförnu. Ritstjóri blaösins
var handtekinn en látinn laus sex
dögum seinna vegna kröftugra
mótmæla gegn handtökunni.
1 aprilmánuði ásakaöi Interpol
marga ráðamenn I hernum fyrir
fikniefnaverslun og afhenti nU-
verandi forseta landsins nafna-
lista i' þvi' sambandi. En eins og
áður er getið ér nUverandi forseti
landsins Paz herforingi bendlaö-
ur við slika glæpastarfsemi.
Rannsóknarnefnd var sett á fót
undir forystu Paz, og ætti engan
að undra aö nefndin hefur aldrei
hafið störf fyrir alvöru. Til
gamans má geta þess að Paz
hershöfðingi var fulltrUi Hond-
úras á þingi andkommúnista-
hreyfinga í Rómönsku Ameriku i
Paraguay i marsmánuði 1977.
1 Rðmönsku Ameriku er siður
en svo óalgengt að herinn og lög-
reglan eigi aðild að fikniefna-
verslun. A siðustu árum hafa
viöskipti af þessu tagi færst
mikið frá Asiu til Rómönsku Am-
eriku. Kókain sem breiðist sifellt
meir Ut er framleitt Ur blöðum
coca-runnans. Coca-runninn vex
einkum í Andesf jöllunum I
Kólombiu, PerUogBólivíu. Halda
sumir þvi fram að kókain sé oröin
ein helsta Utflutningsvara
þessara landa, og sé verslunin
aðallega i höndum manna Ur her
og lögreglu þessara landa. Er
jafnvel talið að rannsðknir á
ýmsum glæpum, svo sem morö-
um og mannránum strandi af
þessum sökum.
I PerU nemur lögleg notkun á
kókaini aðeins fjórðung ársupp-
skerunnar. Arið 1974 nam ársupp-
skeran 20 miljónum kilógramma
af coca-blöðum en það er helm-
ingi meiri uppskera en var 1950.
Af þeim 5 miljdnum kilógramma
sem neytt er á löglegan hátt i
landinu fá bændur fjórar miljón-
ir. Þar er gamall og viðurkenndur
siður að tyggja coca-blöðin sem
draga Ur sulti og þreytu. 770.000
kilógrömm eru notuð til fram-
leiðslu á Coca-Cola en aðeins
66.000 kg eru notuð til lyfjafram-
leiðslu. Yfirvöld i PerU hafa beitt
sér gegn coca-ræktun á þeim
svæðum sem dcki hafa fengið
leyfi til sliks. Vikublaðið Marka
sem gefið er Ut i PerU skýrir frá
þvi að þetta valdi mörgum bænd-
um á hálendinu áhyggjum. Þeir
hafa byrjað að rækta coca-jurt-
ina, þar sem ræktun á mais,
maniok, soja og ananas gefur
ekki nógu mikið i aðra hönd.
Bændur á coca-rætkunarsvæð-
unum eru skuldugir landbúnaðar-
bankanum. LandbUnaðarbankinn
á Tingo Mariasvæðinu hefur ráö-
lagt bændum að rækta coca svo
auðveldara verði að borga skuldir
sinar. Ræktun mais gefur aöeins
40% af þvi sem coca gefur.
Tilraunir stjórnvalda til að
stemrna stigu við ræktun kókains,
marihúana og valmúa eru i beinu
samhengi við afskipti Banda-
rikjamanna af fikniefnaverslun.
Skemmst er að minnast afskipta
þeirra af valmúa-ræktun i
Tyrklandi fyrir nokkrum árum.
Aðgerðir yfirvalda i þessum
löndum eru þó mjög loðnar og
ekki að undra þegar haft er i huga
hversu margir Ur röðum hers og
lögreglu eru viöriðnir þennan at-
vinnuveg.
(Þýtt ogcndursagt úr Informati-
on)
Lögreglumenn hella niður kðkaini.
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468