Þjóðviljinn - 09.09.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 9. september 1978
Umrædur um
Rauðsokka-
hreyfínguna og
jafnréttísmál
Viö höldum nú áfram
þar sem frá var horfið í
umræöunum viö þær Vil-
borgu Dagbjartsdóttur
rithöfund, Vilborgu
Harðardóttur blaðamann
og Guðrúnu Helgadóttur
nema um Rauðsokka-
hreyfinguna starf hennar
og stöðu. Á siðustu Jafn-
réttissiðu f jölluðu þær um
tilurð hreyfingarinnar og
fyrstu árin og enduðu á
kvennaárinu.
Láglaunarádstefnan
1975
Jafnréttissíðan: Þrátt fyrir
skiptar skoðanir um gildi
kvennaársins þá var ýmislegt
gert það ár sem hafði áhrif á
ýmsum sviðum t.d. láglauna-
ráðstefnan i jan. ’75. Viltu segja
okkur aðeins frá henni Vilborg?
Vilborg Harðardóttir: Ég
held að láglaunaráðstefnurnar
tvær sem Rsh. gekkst fyrir sé
með þvi besta sem hreyfingin
hefur gert. Sú fyrri var i Lindar-
bæ ’75. Það tók tvo mánuði að
undirbúa hana. Við byrjuðum á
þvi aðfara i verkalýðsfélögin og
reyndum að fá þau til að standa
með okkur i orði. Það þýddi ekki
einu sinni að hugsa um það á
borði, ekki stjórnirnar. Hins
vegar fengum við lista yfir
trúnaðarfólk og náðum hrein-
lega i konur úr þessum félögum
inn i undirbúningshópinn. Það
voru fluttar 8 framsöguræður og
við höfnuðum þvi að nokkur
framsögumanna væri formað-
ur i sinu félagi. Það var ein
undantekning gerð á þvi vegna
þess að sú kona vann jafnframt
starfið. Framsöguræðurnar
voru tviþættar, annars vegar
áttu þær að lýsa kjörum kvenn-
anna sem verkakonur, hins veg-
ar sem konur. Þetta tókst frá-
bærlega, þó að þetta væru allt
konur sem aldrei höfðu talað
opinberlega á fundum áður.
Vilborg Dagbjartsdóttir: Það
kom i ljós áð þegar manneskjan
fjallar um mál sem brennur á
henni sjálfri þa er hún ekki i
vandræðum með að flytja sitt
mál. Þær komu fram i sjón-
varpi, konur sem enginn vissi að
væru til og töluðu eins og ráð-
herrar...
Jafnréttissiöan: Þú sagöir i
upphafi Vilborg I). að Rsh. hefði
veriö stofnuö sem mannrétt-
indahreyfing en ekki sem '
kvennahreyfing. Hvenær
varðstu fyrst vör við breytingu i
hina áttina og hvaöa afleiðingar
höföu þær breytingar? Hvenær
tók hreyfingin að daia og hvers
vegna?
Umsjón:
Hallgerður Gísladóttii
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sólrún Gísladóttir
Steinunn H. Hafstað
Vil. Dag.: Það var fyrst og
fremst á kvennaárinu 1975.
Þessi barátta var róttæk
markviss mannréttindabarátta
um og i framhaldi af stúdenta-
byltingunni 1968. A kvennaári er
svo þessi barátta tekin og gelt
með þvi að borgarakellingum i
stjórnskipuðum nefndum um
allan heim er fengin þessi bar-
átta á silfurfati til að gera að
sinu málefni. Haldið þið að
hægri stjórnin sem hér var hefði
verið að púkka upp á eitthvað
sem ógnaði þeirra máttarstoð-
um? Kvennaárið hefur e.t.v.
komið einhverju góðu til leiðar i
löndum eins og Arabalöndunum
þar sem konur hafa svo litil
réttindi að við gerum okkur ekki
grein fyrir þvi, að það er svo
skelfilegt. En hér afvegaleiddi
það okkar baráttu. Það sem
gerðist var að kvenréttinda-
hreyfingin einangraðist i smá-
borgaralegum hugsunarhætti
og trúarvellu og öllu þvi sem
sigað er á róttækt fólk til að
þagga niður i þvi. Útvarpið var
fyllt af alls konar nöldri, tauti og
suði um eintóm aukaatriði þar
til allir fengju kligju þegar
minnst var á kvenréttindi. En
auðvitað verðum við fyrst og
fremst að lita á þá sem eru
verst settir. Það er viða i heim-
inum hægt að tala um kven-
frelsisbaráttu þó að það sé ekki
hægt hér hjá okkur.
Guðrún Helgadóttir: Það sem
helst afvegaleiddi okkar baráttu
var hvað hún var slitin úr
tengslum við allt annað. Deil-
urnar sem komu upp á ráð-
stefnunni i Mexikó sýna það.
Konurnar frá þriðja heiminum
voru að tala um allt aðra hluti.
Þær voru að ræða almenn
vandamál i sinu þjóðfélagi sem
konum frá tslandi fannst bara
asnalegt. Þær skildu ekki að
jafnréttisbarátta verður ekki
slitin úr tengslum við það sem
gerist i þjóðfélaginu. Það þýðir
ekkert að loka sig inni á sinu
heimili og berjast þar einar eða
i einhverjum hreyfingum þar
sem við sitjum og kjöftum um
það hvað við séum kúgaðar. Við
verðum aldrei neitt frjálsari en
þjóðfélagið sem við lifum i leyf
ir. Svo lengi sem einhver kúgun
er til staðar hljótum við að vera
kúgaðar lika.
Þrasað og þrasað
fund eftir fund
Vil. Harö.: Sannleikurinn er
sá að fyrst eftir kvennadaginn
og árið á eftir komu mjög marg-
ir nýir inn i hreyfinguna, en við
vorum ekki tilbúin til að taka
við þeim. Við höfðum ekki bol-
magn til að skipuleggja starf
handa öllu þessu fólkiog um leið
gerðist annað sem varð afdrifa-
rikt. Ýmsir þrælpólitiskir og vel
skipulagðir hópar sáu að það
væri kannski hægt að „nota”
Rsh. Þetta fólk gekk inn, sem i
sjálfu sér var ekki neikvætt, alls
ekki. En það sem gerðist var, að
fund eftir fund var þrasað og
þrasað og allur timinn fór i deil-
ur milli þessarra hópa. Allt
þetta venjulega fólk sem kom
óviðbuið og hafði aldrei áður
staríað með neinum pólitiskum
samtökum hrökklaðist burt. En
verkefni Rsh. var einmitt að
virkja þetta fólk og gera það
meðvitað. Svo að ég tali nú ekki
um þær sem fyrir voru og höfðu
ekki áhuga á að standa i póli-
tiskum deilum á þessum vett-
vangi. Koma þessarra hópa inn
i hreyfinguna skapaði gifurlega
tortryggni. Það lamaði alveg
starf hreyfingarinnar um tima.
Þær voru ekki komnar vegna
þess að þær væru konur og hefðu
fundið til þeirra vandamála sem
þvi fylgja, heldur komu þær
sem fulltrúar sinna pólitisku
hópa. A timabili mátti varla
Vid
betri
heim
— og
það
strax!
Við viljum betri heim — og
þaö strax!
Annar hlutí
Kauösokkur komu fyrst fram opinberlega f kröfugöngunni 1970.
J
minnast á kynferðislega kúgun
þvi þá var það bara „femin-
ismi” sem var hræðilegasta
skammaryrði sem til var. Þó
stóð skýrum stöfum i stefnuyfir-
lýsingunni að kúgun kvenna sé
tviþætt, annars vegar efna-
hagsleg, hins vegar kynferðis-
leg. Það þýðir ekkert að vera að
starfa i kvennahreyfingu án
þess að viðurkenna að það rikir
kynferðiskúgun og það er hún
sem tengir okkur til samstarfs.
Gegn hinni efnahagslegu kúgun
erum við hvort sem er að berj-
ast á öðrum vettvangi. Það er
ekkert sem mælir gegn þvi að
við sameinumst og gerum það
þarna, en þá megum við ekki
gleyma hinni tvöföldu kúgun.
Hennar vegna erum við að
þessu, er það ekki?
Guðrún H.: Ég kom inn i
hreyfinguna sem róttæk kona og
var á þeirri skoðun að hreyf-
ingin þyrfti að taka stéttarlega
afstöðu, og að kvenfrelsisbar-
átta sé stéttabarátta. Ég var
ekki nógu vel inni i málum
hreyfingarinnar, en eitt það
fyrsta sem ég varð vör við var
að það geisaði gifurlegt til-
finningastrið milli gömlu félag-
anna og þeirra nýju. Það lá við
að sagt væri við mann „Látið
okkur i friöi. Leyfið okkur að
hafa hreyfinguna okkar á-
fram.” En nú erum við komnar
yfir þetta timabil og þess vegna
ættum við að eiga möguleika á
að hefja starfið aftur af fullum
krafti.
Einhliða frelsi
Jafnréttissiðan: Vilborg
Ilarðardóttir sagði að kyn-
ferðiskúgunin hefði verið af-
greidd með þvi að hún væri
„feminismi”. Þar ekki að hefja
umræðu að nýju um þessa hlið
kvennabaráttunnar?
Vil. Harð.: Jú, eins og ég sagði
eru þessi mál orðin svolitið tabú
i Rsh. — sem privatmál. En
sannleikurinn er sá að þrátt
fyrir umræðurnar um aukið
frelsi i kynferðismálum á sið-
ustu árum þá er það frelsi mjög
einhliða, það hefur skapað ný
vandamál. Það eru bara gerðar
enn meiri kröfur til konunnar.
Guðrún H.: Frelsið til að
segja nei er ekkert eftir tilkomu
pillunnar. Þú ert gamaldags,
þreytt og útslitin ef þú ert ekki
til hvenær sem er. Eða þá kyn-
köld,og eins er frelsið til einlifis
ekkert.
Vil. Harð.: Reynslan sýndi
okkur fyrstu árin að konur höfðu
mikla þörf á að ræða sin per-
sónulegu mál þegar þær komu
inn i hreyfinguna. Þær gátu ekki
farið að starfa fyrr en þær voru
búnar að fá útrás fyrir sin
vandamál. Þetta varð auðvitað
svolitið leiðigjarnttil lengdar en
við leystum þetta með nýliða-
hópum sem lásu saman efni og
ræddu, og gátu þá um leið komið
eigin reynslu að. Svona hópar
held ég að séu nauðsynlegir. Út
úr þeim komu súperkonur sem
voru tilbúnar til starfa.
Jafnréttissiðan: Konur þurfa
að finna að þær eigi sameiginieg
vandamál og slik umræða skap-
ar einmitt þá samstöðu sem er
nauðsynleg i hreyfingu eins og
Rsh.
Guðrún H.: Ég held að það
sem hái Rsh. i dag sé ekki það
að við getum ekki tjáð okkur um
okkar kvenlegu reynslu, heldur
það að hún er allt of einangruð.
Hvar er Sokkholt?
Jafnréttissiðan: Er það ekki
staðreynd að i hvert sinn sem
hreyfingin snýr starfinu út á við
þá biómstrar hún, sjáið t.d. 8.
mars.
GuðrúnH.: Mér hefur fundist
starfið og umræðan beinast of
mikið að þvi að ná konum inn i
hreyfinguna i stað þess að við
eigum að fara út til annars
fólks. Ekki bara til kvenna.
Starfið gengur alltaf betur þeg-
ar fengist er við ákveðin verk-
efni.
Jafnréttissiöan: Þarf starfið
út á við ekki að verða miklu
meira? Rsh. er að verða eins og
lokaður klúbbur. Þegar árs-
fjóröungsfundirnir eru auglýstir
er bara sagt: Fundur i Sokk-
holti. Hvar er Sokkholt? Hvern-
ig á fólk að vita það? Er ekki
bara verið að höfða til ákveðins
hóps sem er þarna dags dag-
lega? Auk þess eru þetta einu
fundirnir sem eru auglýstir. Svo
koma konur sem vilja kynna sér
hreyfinguna og þær mega sitja
undir skýrslum um hópastarf,
fjármál og húsnæðismál og eru
litlu nær þegar upp er staðið,
nema um það hvað fjárhagurinn
sé fjári bágborinn.
Guðrún H.: Það þarf fleiri
opna fundi, þeir eru alltaf vel
sóttir.
Vil. Harð.: Ég vil geta um
glæsilegt framtak hjá Rsh. s.l.
vetur þar sem var útgáfa 8.
mars bókarinnar. Þar var um
verk að ræða sem sýnir hvað
hægteraðgera. Enda hefur hún
verið notuð eins og til var ætlast
úti á landi. Ég þekki tvö slik
dæmi. Annars vegar á Akureyri
og hins vegar i Vestmannaeyj-
um. I Eyjum bættu konurnar við
frá eigin brjósti þvi sem var