Þjóðviljinn - 12.09.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.09.1978, Qupperneq 3
Þriöjudagur 12. september 1978 J>JOÖVILJINN — SIÐA 3 ERLENDAR FRÉTTIR istuttu ✓ Akœrðir fyrir morð á fanga BLOEMFONTEIN, Suður-Afrlku, 11/9 (Reuter) — Sex leyni- lögreglumenn og tveir óbreyttir borgarar komu fyrir rétt i dag og voru þeir ákæröir fyrir morö og illa meöferö á föngum. Þessir menn voru ákærðir fyrir að hafa handtekið sex svert- ingja, sem gert höfðu tilraun til innbrots i bóndabæ, hengt þd nakta i keðjur og pyndað þá siðan með barsmiðum og raflosti. Hefði einn svertinginn látið lifið viku siöar af afleiðingum með- ferðarinnar. Mennirnir neituðu ákærunni, en ljósmyndir, sem teknar höfðu verið af svertingjunum eftir pyndingarnar, voru lagðar fram sem sönnunargögn. Tvö önnur mál af svipuðu tagi eiga að koma fyrir rétt i Suður- Afriku innan skamms: i öðru málinu eru þrir menn ákærðir fyrir að myrða svartan fanga, og hitt málið er rannsókn á dularfull- um dauðdaga annars svarts fanga, sem hrapaöi til bana i lög- reglustöð. Hafa öll þessi mál beint athygli manna að meðferðinni á svörtum föngum i Suður-Afriku. Þrir farast í flugslysi CASTRO URDIALES, Spáni, 11/9 (Reuter) — Litil flugvél, sem var að taka þátt i flugkeppni, rakst utan i hæð i grennd við Castro Urdiales, og biðu þeir þrir menn sem um borö i henni voru, allir bana. Flugvélin lagöi af stað frá flugvellinum i Bilbao á laugar- daginn og týndist skömmu eftir flugtak. Fjárhirðir fann flakiö siðan i gær. Meðal þeirra sem fórust var fréttamaöur frá spænska sjónvarpinu. Jack Warner er látinn LOS ANGELES 11/9 (Reuter) — Jack Warner, siöasti stóri kvik- myndaframleiöandinn frá gullöld Hollywood, lést i Los Angeles áJaugardagskvöldiö úr hjartabilun. Hann var 86 ára. Jack Warner var siðastur eftirlifandi af þeim fjórum bræðrum sem stofnuðu kvikmyndafélagið „Warner Brothers” árið 1912 og var hann aðaldriffjöðurin i þvi til 1967. Aratugum saman var hann einn helsti kvikmyndaframleiðandi Hollywood og komust fáir til jafns við hann nema helst Samuel Goldwin og Louis May- er, sem báðir eru látnir fyrir löngu. Meðal þeirra leikara, sem Jack Warner hafði á sinum snærum, voru John Barrymore, Humphrey Bogart, Errol Flynn, Edward G. Robinson, James Dean, Bette Davis og Doris Day. Bette Davis sagði um Jack Warner að hann hefði ekki komið nálægt kvikmyndaiðnaðinum nema til þess eins að græða pen- inga. En hann var mjög útsjónarsamur hvað snerti kvikmynda- tækni, og er hann m.a. þekktur i kvikmyndasögunni fyrir að hafa framleitt fyrstu hljóðmyndina, „Jass söngvarinn”,með A1 Jolson i aðalhlutverki árið 1927. Hœtta á hungursneyð RÓM, 11/9 (Reuter) - Yfirforseti Matvælastofnunnar Samein- uöu Þjóðanna (FAO), Edouard Saouma.sagöi I dag, aö þjóöir Afriku gætu nú séö fram á fæðuskort og engisprettuplágu, nema skjótt yröi gripið til aögcröa. Sautján þjóöa Afriku biöur nú alvarlegur fæöuskortur vegna þurrka, flóöa og styrjalda. Astandiöer sérstaklega slæmt i Eþiópiu, Nigeriu, Mali, Tsjad og Ghana. Engisprettuplágan getur breiðst yfir meginland Afriku og' valdið verulegu tjóni ef ekki verður samstundis tekið i taumana. Matvælastofnunin hefur gert áætlun um uppbyggingu landbún- aðar i álfunni, sem miðast við sjálfsþurftarbúskap. Aætlunin mun verða rædd á ráðstefnu á vegum stofnuninnar i Tansaniu 18,— 29. september i ár. Hann minntist á að mikilvægt væri að friður kæmist á i Afriku, svo auðveldara yrði að berjast gegn engisprettuplágunni, svo og að send yrðu matvæli til þeirra svæða þar sem fæðuskorturinn er alvarlegastur. Nitján menn láta lífið DELHI 11/9 (Reuter) — Nitján menn létu lifið, þegar vörubill steyptistniðuri diki nálægt landamærum Indiands og Pakistans i fylkinu Jammu og Kasmir. Sjö aðrir slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Vörubillinn var i eigu indverska landamæravarðliðs- ins. Hœttulegar mölflugur TÓKIO 11/9 (Reuter) — Gifurlegur flokkur af mölflugum settist á brú eina i norðurhluta Japans i dag og myndaöi þar e.k. „teppi” sem var um einn sentimeter á þykkt. Olli þetta „teppi” nitján árekstrum og særðust tveir menn, þegar bilar runnu i skordýrakássunni. Brú þessi er 700 m löng og er hún skammt frá Utsonomiya. Allir komu þeir aftur PEKING, 11/9 (Reuter) — Fréttastofan Nýja Kina skýrir frá þvi i dag að margir menntamenn sem ofsóttir voru i menningarbylt- ingunni hafi nú fengið uppreisn æru. Meðal þeirra er konrektor háskólans, sagnfræðingurinn Tsjien Po-Tsan sem beið bana vegna ofsókna i menningarbyltingunni, Annar er efnafræðingur- inn FuYing, en að sögn fréttastofunnar liggur hann i kör vegna, auðmýkingar þeirrar sem hann hefur mátt þola. A þess- um fundi, þar sem mönnum voru gefnar upp sakir, var sagt að meirihluti kennara og ráöamanna I háskólanum heföi unniðgottstarf i uppbyggingu menntunar og visinda. Þær röngu ákærur sem á menn þessa voru bornar hafa nú verið teknar til baka. Háskólinn i Peking var einn af miðpunktum menningar- byltingarinnar á sinum tima. Norrænt hlióðvarp Qg_ sjónvarp um servihnött: Viðamikil könnun franiundan Ráöherrancfnd Noröurlanda (Samgöngu- og menntamálaráö- herrarnir) ákvaö hinn 12. mars 1978 aö efnt skyldi til framhalds- könnunar á hugmyndum um norrænt hljóövarp og sjónvarp um gervihnött. Greint er frá skipulagi könnunarinnar, sem venöur mjög umfangsmikil, i ný- legu fréttabréfi menntamála- ráðuney tisins. Að framhaldskönnuninni skal unnið með þeim hætti að eigi siðar en 15. júni 1979 liggi fyrir niðurstöður sem geri ráðherra- nefndinni kleift, eftir umsagnar- meðferð haustið 1979, að taka vorið 1980 ákvörðun um frekari meðferö málsins. Atriði þau sem framhalds- könnun þessi beinist að má flokka i tæknileg og tækni/fjárhagsleg mál, mál sem varða menningar- og dagskrárstefnu, lögfræðileg málefni og f jármögnunarmál. Um hvern þessara málaflokkaer könnunaraðilum falið að draga saman svo traust gögn, að þjóð- þing og rikisstjórnir geti á grund- velli þeirra tekið afstöðu til máls- ins. Könnunin skal að meginstefnu miðast við beina dreifingu um gervihnött á öllum landsdag- skrám norrænna hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva. Huga ber sér- staklega að möguleikum á að færa út kviarnar i áföngum og vandamálum sem þvi kunna að vera samfara. Ætlast er til að könnunaraðilar gefi gaum að hugsanlegri þörf á sérstökum at- hugunum varðandi móttöku hljóðvarps- og sjónvarpssendinga i Færeyjum og á Grænlandi. Framhaldskönnunin heyrir beint undir ráðherranefndina. Starfið að könnun hinna tækni- legu þátta gervihnattasendinga, fram að þeim tima er unnt yröi að ganga frá samningi milli Norður- landarikjanna, skiptist i tvo áfanga. I fyrri áfanga felst að gerð verði ýtarlegri kerfisathugun frá tækni/fjárhagslegu sjónarmiði. A niðurstöðum þessa áfanga þarf að vera unnt að reisa stjórnmála- lega stefnuákvörðun um málið. Könnunin skal sérstaklega beinast að atriðum sem ráða úr- slitum um fjárhagslega hag- kvæmni kerfisins og forsendur fyrir framkvæmd þess, svo og að tæknilegum vandamálum sem enn kann að þykja óljóst um hvernig leysa skuli. Siðari áfanginn er háöur þvi að tekin hafi verið jákvæð stjórn- málaleg ákvörðun á sam- norrænum vettvangi og felst i gerð rækilegrar verkkönnunar sem leiðir til sundurliðaðrar kerfislýsingar. Sú skilgreining yrði ásamt öörum nauðsynlegum gögnum lögð til grundvallar út- boði á næsta framkvæmdastigi verksins. Gert er ráð fyrir, að könnun á kostnaöi og skipulagsatriðum i sambandi við uppbyggingu og rekstur hugsanlegs jarðbundins kerfis fari fram i hverju landi fyrir sig. Könnunaraðilum þeirra atriða er varða menningarmála- og dagkrárstefnu er ætlab að athuga menningar- og dagskrárlegar af- leiðingar af samnorrænni dag- skrárdreifingu um gervitungl, með hliðsjón af meginmark- miðum menningarmálastefnu og menningarsamvinnu á Norður- löndum, þ.e. að stuðla að betri málskilningi og viðfeðmara menningarsamfélagi norrænna þjóöa, skapa skilyrðitil aö ráðast i mikils háttar verkefni sem of- viða eru hverjujandi fyrir sig og m.a. með þessum hætti að efla og auka menningarlif i viðtækari merkingu i hinum einstöku löndum og meðal mismunandi þjóðernis- og málhópa á Norður- löndum. Meðal annars ber að taka saman yfirlit um niðurstöður af vixindarannsóknum varðandi þyðingu sjónvarps og hljóðvarps fyrir einstaklinga og þjóðfélag, að þvi leytí sem þær skipta máli i sambandi við samnorræna dag- skrárdreifingu um gervihnetti. Gefa ber sðrstakan gaum að þvi hvort ætla megi að notendahæitir almennings (áhorfendatimi oe val dagskrárefnis) muni breytast með auknum valmöguleikum. Kanna skal sérstaklega áhrifin á börn i hópi sjónvarpsáhorfenda. Camp David Leynd yfir ráðstefnunni THURMONT, Maryland, 11/9 (Reuter) — Mikil leynd hvflir yfir ráðstefnu Carters Bandarikjaforseta, Sadats Egyptalandsfor- seta og Menahem Begins forsætisráðherra tsraels i Camp Dav- >d- Setiö er á fundum án afláts, en ekkert hefur verið sagt um innihald fundanna annað en að mjög hafi miöaö i áttina en þó sé munurinn á afstöðu tsraela og Egypta slikur að allt sé óvist um lokaniðurstöður ráöstefnunnar. Haft var eftir Menahem Begin I gær að ráðstefnan gengi vel, en sagt var að Egyptar væru alls ekki svo bjartsýnir. I dag sat Carter á fundi með Sadat Egyptalandsforseta, og var það fyrsti fundur þeirra siðan á föstudag, en i gær sat Carter lengi á ráðstefnu með Menahem Begin. Ýmsir fréttaskýrendur telja að það komi i ljós eftir tvo eða þrjá daga hvort þessi ráðstefna ber nokkurn árangur eða ekki. | Kona lési} ! úr kúabólu BIRMINGHAM 11/9 (Reuter) — Janet Parker, enska konan | sem veiktist af kúabólu, fyrir rúmlega hálfum mánuði, iést i ■ ■ dag, og cr hún sú fyrsta scm hefur dáið úr þeim sjúkdómi I ellefu I | mánuöi. Siðast skaut bólufaraldur upp kollinum I Sómaliiandi I október i fyrra, og lést þá ein stúlka. Skömmu áður en Janet | | Parker lést, lýstu heilbrigðisyfirvöld I Birmingham þvi yfir að ■ ■ „bólufaraldurinn” i borginni hefði verið stöövaður. I Janet Parker starfaði á rannsóknarstofu, þar sem m.a. voru I gerðar tilraunir með kúabóluveiru. Ekki er vitaö með vissu um I neina aðra sem veikst hafa af þessum sjúkdómi, .m þrlr aðrir eru ■ • ieinangrunog hefur veriö skýrt frá að þeir haf'ýmis sjúkdóms- I I einkenni sem gætu verið merki um kúabólu, cn gætu llka veriö I merki um einhvern hættulausan sjúkdóm. | Þessir þrir menn voru meðal 260 manna sem höfðu verið I 1 ■ námunda við Janet Parker og settir voru I einangrun þegar hún I I sýktist, en eftir sextán daga var talið tryggt að þeir hefðu ekki I i I smitast, og fengu þeir þá að fara ferða sinna, allir nema þessir I I þrir. 1 ■ Janet Parker er annaö fórnarlamb þessa bólusóttarmáls, þvi I eftir að hún var flutt á sjúkrahús, svipti yfirmaöur rannsóknar- I stofunnar, þar sem hún vann, sig lifi. 1 bréfi sem þessi maður, I I prófessor Henry Bedson, skildi eftir, sagöi hann að hann bæri * • alla ábyrgð á þessu sjúkdómstilviki. Bedson var þekktur sér- j I fræöingur i kúabólu og hafði tekið virkan þátt I baráttunni gegn sjúkdómnum. Rannsóknarstofan i Birmingham var ein af þremur rann- 1 ■ sóknarstofum I Englandi, þar sem kúabóluveiran var geymd, en Ihenni hefur nú verið lokað. Málið er enn I rannsókn, en ekki er vitað hvers vegna Janet Parker sýktist.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.