Þjóðviljinn - 12.09.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 12.09.1978, Page 11
Þriðjudagur 12. september 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11 Enn tapa Framarar ÍBViFram 3:2 Það er nú orðið heldur langt siðan Fram hefur unnið leik i 1. deildinni, reyndar ekki i sex sið- ustu leikjum. Ekki mátti þó miklu muna að þeir jöfnuðu gegn Vest- manneyingum, en lánleysi þeirra er algjört. Vestmanneyingar voru komnir i 2-0 eftir stundarfjórðungsleik á laugardaginn, með mörkum Karls Sveinssonar og Sigurlásar Þorleifssonar. Og þeir áttu enn eftir að auka muninn gegn daufu Framliði. Undir lok hálfleiksins skoraði Karl annað mark sitt og þótti það hálf klúðurslegt. En Mummi hefur greinilega talað yfir hausamótunum á sinum mönnum i hálfleik og Framarar léku mun betur i þeim siðari og börðust þá af reglulegum krafti. Þessi barátta bar árangur strax á 7. min. er Guðmundur Steinsson minnkaði muninn i 3-1. Skömmu fyrir leikslok minnkaði Pétur Ormslev muninn enn betur. Hann skoraði úr viti eftir að brotið hafði verið á hinum bráðefnilega Guð- mundi Steinssyni. Vestmanney- ingar áttu mjög i vök að verjast siðustu minúturnar, en tókst að halda báðum stigunum. Með þessum sigri tryggðu Eyjamenn sér 4. sætið, en Fram- arar verða að láta sér 6. sætið nægja vegna þess hve þeir gáfu eftir i lok mótsins. S.S. Lokastaðan 1. deild: Valur 18 17 1 0 45-8 35 Akranes 18 13 3 2 47-13 29 Keflavik 18 8 4 6 31-25 20 ÍBV 18 8 3 7 29-24 19 Vikingur 18 9 1 8 27-31 19 Fram 18 7 2 9 23-31 16 Þróttur 18 4 6 8 23-27 14 KA 18 3 5 10 14-39 11 FH 18 2 6 10 22-37 10 Breiðablik 18 3 1 14 19-45 7 Markhæstu leikmenn: Pctur Petursson, Akranes, 18 Ingi Björn Albertsson, Val, 15 Matthias Hallgrimsson, IA 11 Atli Eðvaldsson, Val 10 Sigurlás Þorleifsson, IBV, 10 Guðm. Þorbjörnsson, Val, 8 Gunnar örn Kristjánsson, Vik 8 2. deild: KR 18 13 4 1 48-9 30 Haukar 18 8 5 5 27-22 21 ísafjörður 18 7 6 5 31-25 20 Þór 18 7 6 5 18-16 20 Reynir 18 7 4 7 22-21 18 Austri 18 6 6 7 17-19 18 Þróttur 18 7 4 7 25-30 18 Fylkir 18 7 2 9 21-22 16 Armann 18 5 2 11 22-33 12 Völsungur 18 2 3 13 18-48 27 Lið Hauka, sem vann sig upp I 1. deild. A sunnudaginn tóku leikmennirir við verðlaunum sinum á Laugardalsvelli. — Ljósm. Leifur. Haukar í 1. deild Sigruöu Ármann 5:3 Haukar gerðu sér litið fyrir og sigruðu Armann á föstudagskvöldið. Er liðið þvi komið upp i fyrstu deild þar sem iBI og Þór gerðu aðeins að ná jafntefli i sinum leikjum um helgina. Skipta þvi Hafnarf jarðarliðin um hlutverk að þessu sinni. Armenningar komust i 2:0, en með harðfylgi tókst Haukum að jafna fyrir leikhlé. I siðari hálf- leik tóku Haukar öll völd á vell- inum og með mörkum þeirra Lárusar Jónssonar, Guðjóns Sveinssonar oe Sieurðar Aðal- steinssonar, náðu Haukar sliku forskoti, að sigur þeirra var aldrei i hættu. Undir lokin bættu þó Ármenningar stöðu sina ögn með marki Smára Jósafats- sonar. Héðan fylgja Haukum aðeins góðar óskir upp i l'yrstu deild. Ef vel verður haldið á spööunum, er ástæðulaust að ætla annað en að liðið spjari sig. ASP. ÍBK — Víkingur 3:1 r Isal-keppnin: Góö þátttaka en slakur árangur isal golfkeppnin var háð um helgina og var barist um hin glæsilegustu verðlaun. Heldur viðraði illa fyrir golf fyrri daginn, en veðrið var dæmalaust gott á sunnudaginn, og golfleikarar nutu útiverunnar. Arangurinn var heldur slakur og e.t.v. hefur það sitt að scgja að landsliðs- mennirnir voru ekki enn komnir af N.M. i Kalmar. Keppendur voru 116ails,sem er mjög góð þátttaka. Að keppni lok- inni afhenti Ragnar álforstjóri sigurvegurunum hin glæstu verð- laun, sem tsal gaf til keppninnar. Keppnin var án forgjafar i karla- flokkum, eins og venja er i flokkakeppni, én einhverra hluta vegna léku konurnar með forgjöf. Úrslit urðu þess-i Mfl. karla: 1. Magnús Halldórsson, GK. 161 högg. 2. Július R. Júliusson, GK. 164 högg. 3. Eirikur Þ Jónsson, GR. 167 högg Mfl. kvenna: 1. Agústa Guðmundsdóttir, GR: 149 högg nettó. 2. Sólveig Þorsteinsdóttir, GK 152 högg nettó. 3. Agústa Dúa Jónsdóttir, GR: 156 högg nettó l. fl. karla: Keflvíkingar kræktu í UEFA-sætið Meö sigri sinum i þessum leik varð Keflavíkurliðiö i 3. sæti fyrstu deildar og tryggði sér þar með rétt til þátt- töku i Evrópukeppni félagsliða næsta sumar. Fæsta grunaði/ að liðið næði þessum árangri/ en síöari hluta keppninnar spjaraði það sig vel og sér nú árangur erfiðis sins. 1 fyrri hálfleik léku Keflvik- ingar undan sterkum vindi og sóttu nær látlaust. Vikingar áttu skyndisóknir, sem ekki nýttust. Strax á 5. min. skoraði Einar A. Ölafsson fyrsta mark Keflvikinga eftir slæm mistök Diðriks i mark- inu. Annað markið kom á 18. min. Þórði Karlssyni var brugðið illa inni i vitateig og vitaspyrna tafarlaust dæmd. Úr henni skor- aði Steinar Jóhannsson. Með vindinn i bakið þjörmuðu Kefl- vikingar enn að Vikingum og á siðustu min. hálfleiksins átti Einar þrumuskot að marki, en einn leikmaður Vikings varði með hendi. Sjálfur tók Einar vita- spyrnuna og brást ekki boga- listin. 1 leikhléi höfðu Kefl- vikingar þvi skorað 3 mork, en Vikingar ekkert. 1 siðari hálfleik snérist dæmið við og vindurinn aðstoðaði iiú leikmenn Vikings, en þeir náðu aldrei verulegum tökum á sóknarleiknum. Til þess létu þeir knöttinn ferðast of mikið um há- loftin. Arangurinn varð eitt mark, sem Jóhann Torfason skoraði af 35 m færi og reyndist skotið al- deilis óverjandi. Sem sé: 3:lfyrir Keflvikinga. Guðni Kjartansson lék nú i vörninni i stað Gisla Torfasonar, sem þessa dagana nýtur sólar úti i heimi. Stóð Guðni sig með af- brigðum vel. Einnig léku þeir Einar A. ölafsson og óskar Færseth stórvel. 1 liði Vikings átti Viðar Eliasson langbestan leik. Jóhann Bárðarson og Gunnar örn unnu vel i leiknum, en athygli vakti, að Óskar Tómasson var látinn leika á miðjunni og nýttist hann illa þar. SSt/ASP 1. Björgvin Hölm, 165 högg ________Framhald á 14. siðu Þórsarar ekki á skotskóm Leikmenn Þórs fró Akureyri urðu að sjá á eftir voninni um 1. deildarsæti, er þeir gerðu markalaust jafntefli við Austra frá Eskifirði á laugardaginn. Það hefur eflaust verið þeim litil sára- hót að sama dag fengu K.A.menn staðfestingu á áframhaldandi veru sinni i 1. deild. Austri sótti heldur meira undan vindinum i fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér veruleg tækifæri. Þórsarar sneru dæminu við i siðari hálfleik og sóttu nær lát- laust. Þeir bókstaflega óðu i tæki- færum, en allt kom fyrir ekki. Draumur Akureyringa um að eignast tvö lið i 1. deild er þvi orð- inn að engu. g s | Heimsmeistarakeppnin í handknatt- \ leik í Vestur-Þýskalandi árið 1982 IÞingi Alþjóðahandknattleiks- sambandsins lauk á sunnudag að Hótel Loftleiðum. Fulltrúar fjörutiu og einnar þjóðar höfðu Iatkvæðarétt á þinginu. Komu þeir sér saman um, að næsta HM-keppni verði haldin i V- Þýskalandi. IFleiri nýjungar voru sam- þykktar fyrir næstu HM-keppni, , m.a. á i framtiðinni að leika sér- Istaklega um hvert sæti frá 1-16, og einnig munu þrjú lið halda áfram i milliriðla, i stað tveggja áður. Tillögu um Evrópukeppni landsliða var visað til stjórnar- innar og nánari umfjöllunar. Það voru aðallega sterkari þjóðirnar sem lögðust gegn þessari tillögu vegna mikilla verkefna landsliðanna. Akveðið var að láta allar reglubreyt- ingar biða til næsta þings þ ,á .m. tillöguna um að engin sókn megi standa lengur en i 45 sekúndur. Þessari reglu hefur verið fylgt i rússneskum hand- knattleik siðan 1970, með góðum árangri. F'jörugasta málið sem tekið var fyrir á þinginu var eflaust ósk Færeyinga um að fá að halda næstu C-keppni i hand- knattleik árið 1980. Voru margir þingfulltruar uggandi vegna samgönguerfiðleika og veður fars i Færeyjum, á þeim árs- tima sem keppnin fer fram. Hinn eldhressi færeyski fulltrúi kvað þá allan þingheim i kútinn er hann sagðist hafa talað til Færeyja i morgun, og þeir hefðu sagt sér að veðurútlitið fyrir 1980 væri bara þokkalegt! Tillagan var siðan samþykkt með nokkrum yfirburðum. Þetta gæti þýtt það að Færey- ingar fái tvö ný iþróttahús fyrir keppnina. Þess má geta að islensku fulltrúarnir studdu frændur vora dyggilega i þessu máli og er það vel. Næsta þing Alþjóðahand- knattleikssambandsins mun verða haldið i Moskvu eftir tvö ár. Þetta þing bar ákveðin merki þess að handknattleikurinn er i sókn um alian heim, þvi þarna voru mættir fulltrúar frá Afriku I ■ og Asiu, en ekki hefur farið I mörgum sögum af handknatt- | leiksiðkan i þessum löndum. ■ Fulltrúi Sýrlands iét m.a. hafa það eftir sér að ekki væri óalgengt að 19 þús. áhorfendur , mættu á 1. deildarleiki þar i i landi. Ennfremur sagði hann að þeir væru með þjálfara frá toppþjóðunum og stefndu hátt. , Segja má að framkvæmd þingsins hafi verið mjög góð og H.S.l. til mesta sóma. Skipu- lagning þingsins mæddi mest á Gunnari Torfasyni, sem stóð sig frábærlega, en allir stjórnar- | menn H.S.l. hafa verið á þön - ■ um undanfarna daga og eru nú eflaust hvildinni fegnir. A.S.P./S.S. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.