Þjóðviljinn - 19.09.1978, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. september 1978
DJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón meB sunnudagsblaBi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiBsla, aug-
lýsingar: SiBumiila 6, Simi 81333 Prentun: BlaBaprent hf.
A ð hrökkva
eða stökkva
í áratugi hafa íslenskir sósialistar barist gegn vantrú á
islenskum atvinnuvegum og möguleikum þeirra til að
standa undir sjálfstæðu efnahagslífi. Þeir eru til sem
halda því f ram að ekkert það stórverkef ni blasi nú við á
þessu sviði sem réttlæti að Alþýðubandalagið slái af
kröfum sínum um þjóðfélagsbreytingar og herlaust
land, og gangi í „fjósverkin" fyrir íhaldsöflin með
stjórnarþátttöku.
Á mörg slík stórverkefni má þó benda, enda þótt skipt-
ar skoðanir kunni að vera á möguleikum bremsustjórnar
í efnahagsmálum að koma stórvirkjum fram.
Það var mat Magnúsar Kjartanssonar er hann settist í
stól iðnaðarráðherra árið 1971 að iðnbyltingar væri þörf
á Islandi. I samræmi við það lét hann vinna að áætlun
þar að lútandi. Og minna má á að í tillögum Alþýðu-
bandalagsins í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosn-
ingar var lögð áhersla á að gerð yrði áætlurí um íslenska
iðnþróun til loka næsta áratugs.
Brýn nauðsyn er á því að vinna með skipulegri hætti að
iðnþróunarmálum hérlendis og verja miklu meira fé til
rannsóknarstarfsemi og vöruþróunar en nú er gert. Það
nauðsynjamál má þó ekki skyggja á það sem vel hefur
verið gert til þessa. Á mörgum sviðum þarf að taka póli-
tískar ákvarðanir um hvort hrökkva eigi eða stökkva.
Slíkar ákvarðanir geta haf t mun langærri áhrif en skrif-
borðslausnir og pappírsáætlanir sem hafna oftar en ekki
í ráðuneytisskúffum og rykfalla þar.
Tökum dæmi: íslendingar eiga þess kost að koma sér
upp töluverðum rafeindaiðnaði. Slíkur iðnaður þjónar
öllum þeim markmiðum sem felast í íslenskri atvinnu-
stefnu. Tækifærið er nú. Eitt tapað ár og það getur glat-
ast. Vilja menn hrökkva eða stökkva?
Páll Theodórsson forstöðumaður Eðlisfræðistofu
Raunvísindastofnunar Háskólans rekur þá möguleika
sem íslendingar hafa á að koma upp rafeindaiðnaði í
fróðlegu viðtali við Þjóðviljann síðastliðinn sunnudag.
AAeð nýrri og mun ódýrari tækni hafa skapast ný við-
horf í rafeindaiðnaði. Fram til þessa hafa nær öll raf-
eindatæki sem við notum verið flutt inn og nemur inn-
flutningsverðmæti þeirra þremur til fimm miljörðum á
ári. Vegna hinnar miklu vinnu sem framundan er við
endurhönnun eldri tækja og hönnun nýrra býður
rafeindatæknin upp á einstakt tækifæri til að hef ja tölu-
verðan rafeindaiðnað. Nægilegur heimamarkaður er
fyrir hendi til þess að upp úr honum geti þróast úrf lutn-
ingsmöguleikar. Þá er ætíð þörf fyrir sérhönnun tækja
til ákveðinna verka og grundvöllur gæti verið fyrir sam-
setningarframleiðslu á rafeindatækjum.
Innlend tækniþekking er fyrir hendi og íslenskir hug-
vitsmenn hafa sýnt fram á getu sína á þessu sviði. Raf-
eindavinnustofa öryrkjabandalagsins hefur fæ'rt mönn-
um heim sanninn um að í rafeindaiðnaði bjóðast at-
vinnutækifæri sem falla vel að íslenskum aðstæðum.
I sjávarútvegi og fiskvinnslu bíða fjölmörg verkefni
islensks rafeindaiðnaðar. Færð hafa verið rök fyrir þvi
að auka megi verðmæti sjávarafla um 2-3 miljarða
króna á ári með bættri nýtingu hráef nis sem ná má með
rafeindatækjum í frystihúsum.
I nýjum skuttogara eru rafeindaræki fyrir 100 til 150
miljónir króna og í öllum skipa- og bátaflota Islendinga
er markaður á heimsmælikvarða f yrir rafeindatæki sem
við eða aðrir munu færa sér í nyt.
Islensk stjórnvöld þurfa að leggja sitt af mörkum ef
þróa á íslenskari rafeindaiðnað. Ekki þyrfti að verja
nema svo sem andvirði eins 300 tonna fiskibáts á ári
næstu ár til þess að koma fótunum undir töluverða raf-
eindatækjaframleiðslu hérlendis. Þegar í stað þarf að
gera nokkurra ára áætlun úm uppbyggingu þessarar iðn-
greinar og tryggja framkvæmd hennar með nægu fé og
skipulegri stjórnun.
Mál horfa áreiðanlega við á fleiri sviðum en í raf-
eindaiðnaði á þann hátt sem Páll Theódórsson lýsir:
„I þessu máli held ég að við verðum okkar eigin gæfu
eða ógæf u smiðir. Við getum leyst þetta verkef ni sjálf ir,
en það þarf hinsvegar ekki nema dálítið sinnuleysi, jafn-
vel hik, til að við missum af því tækifæri sem nú bíður
okkar."
Að skila þvi
sem tekið var
AlþýBublaBiB útskýrBi
kaupgjaldsbreytingarnar m.a.
á eftirfarandi hátt á föstudaginn
var:
,,Þegar kjaraskerBingarlögin
voru sett var mismunandi mikiö
tekiö af launþegum. Af sumum
var tekiö litiö sem ekkert, en af
öBrum verulegar fjárhæBir.
Þegar núverandi rikisstjórn
setur svo samningana aB mestu
igildi, þá er mismunandi miklu
aöskila til baka. Þannig fá þeir
sem litiö sem ekkert var tekiö
af, litiB sem ekkert til baka, en
þeir sem meira var tekiö frá
meira til baka. Þetta á viö
þegar talaö er um daglaun,
hvort sem þau eru greidd i
mánaöarkaupi eöa vikulega.
Varöandi yfirvinnu er nú gerö
veruleg leiörétting sem allir fá
notiö sem hana vinna.
En hvers veena eetur bá
kaupiB lækkaö? Visitalan mælir
breytingar verölags. Þegar
verölag visitöluvara lækkar
eins og nú á sér staö þá lækkar
visitalan og þar meö kaupiö,
nákvæmlega eins og áöur þegar
hún hækkaöi kaupiö. Allt kaup
lækkar þvi vegna lækkunar visi-
tölu, en vegna þess aö þaö ber
upp á sama tima og veriö er aö
skila til baka þvi sem fyrri
rikisstjórn tók frá launþegum,
þá getur það litiö út þannig að
veriðsé að lækka laun sumra en
hækka laun annarra. Meö kaup-
ránslögunum i febrúar var tekiö
mismunandi mikið frá
launþegum , þess vegna
er mismunandi miklu aö skila
viö gildistöku samninganna
nú.”
Heggur sá er
hlífa skyldi
Maður nokkur sem kallar sig
Grandvar ritar lesandabréf í
annaö siödegisblaöið i gær og er
hinn reiöasti i garð Morgun-
blaösins:
,,Ekki er þeim Morgunblaös-
mönnum vandi á höndum þegar
gripa þarf til ófrægingar um hið
frjálsa framtak, einstaklings-
frelsi og þess konar utangarös-
hugtök og um þær stéttir sem
helststarfaá þessum vettvangi,
svo sem innflytjendur,
kaupmenn og atvinnurekendur
hvers konar.
1 Mbl. miövikudaginn 13.
september er þannig enn ein
árásin á ofannefndar stéttir,
innflytjendur og kaupmenn, og
núna i formi napurs háös. 1
skopmynd þeirri sem blaöiö
birti þennan dag eru innflytj-
endur sýndir sem einhvers
konar „mafiu-glæpamenn”
(meö hatt, sólgleraugu og
digran vindil), en yfir þeim
trónar hinn nýi viöskipta-
ráöherra, sem látinn er segja
meö meöfylgjandi mynd: Ég
var oröinn úrkula vonar um aö
mér tækist nokkurn tima að
komast i aðstööu til þess aö læra
svinariiö”. ... hér er vegið
nokkuö djarft aö ákveöinni stétt
i landinu ... (og) ... beinlinis
veriö að gefa i skyn aö þessar
stéttir, innflytjendur og
kaupmenn, séu stéttir sem
stundi „svínari” og hinn nýi
viðskiptaráöherra sé sá sem
þaö muni uppræta. Allar skop-
myndir hafa gildi, sumar jafn-
velboöskapað flytja, ogeru þær
oft ekki ómerkarien heil grein i
blaöi og geta þess vegna valdið
deilum, ekki siöur en greinar.
Og ef slikar skopmyndir heföu
ekki þessa eiginleika, væru þær
þar meö einskis nýtar, og varla
myndu teiknarar viöurkenna
slikt! ” — Þetta segir Grandvar,
og til áréttingar orðum hans er
hér birt smækkuö útgáfa af
umræddri teikningu.
Tekið í lurginn
á Mogga
og Vísi
„Blekkingavefur flokks-
blaöa” var fyrirsögnin á rit-
stjórnargrein Dagblaösins á
laugardaginn, og fjallaöi hún
aðallega um misvísandi skrif
Morgunblaðsins og Visis um
aögeröir vinstri stjórnarinnar i
launa- og verölagsmálum. Þar
sagði ma.:
„Morgunblaöiö stillti i gær
(þe. á föstudaginn) upp i fjór-
dálk á baksiöu fyrirsögninni
„Ahrif bráðabirgðalaga rikis-
stjórnarinnar. 2/3 launþega
landsins lækka i dagvinnu-
launum.” Daginn áður var stór-
fyrirsögn: „övænt áhrif bráöa-
birgöalaga rikisstjórnarinnar:
Lægstu taxtar BSRB lækka frá
fyrri lögum”. Visir haföi þann
dag gert mikið úr frétt um, að
lægstu laun „lækkuðu” um
þúsundir króna. Vísir haföi
meira að segja eftir utanríkis-
ráöherra, aö hann liti á þetta
sem „mistök”.
A meðan geröu þessi blöö
sáralitið úr verölækkun, sem af
aögerðum rikisstjórnarinnar
leiöir. Þau ætluðu sér aö gera
launþega sárreiöa. Þeim átti aö
finnast sem rikisstjórnin hefði
verið að taka eitthvað af lág-
launafólki. Hver er sannleikur-
inn?
Maliöerþannig vaxiö, aö ekki
er tilefni til æsifyrfrsagna.
Þetta eru i rauninni ekki mikil
tiðindi. Vegna þess hve verö-
lækkunin er mikil, milli 7 og 8
prósent af framfærsluvisitölu,
verður veröbótin, sem hinir
lægstlaunuöu fá, minni en veriö
heföi undir lögum gömlu
stjórnarinnar við óbreytt og
hærra verölag. Þetta gerist
þrátt fyrir það að kjara-
samningar taka gildi gagnvart
þessu fólki.”
Vísir sem
síðdegisútgáfa
Morgunblaðsins
Það er vitaskuld alveg rétt
sem Dagblaðiö segirað leiöandi
n
æsifyrirsagnir eru ekki llklegar
til aö rugla fólk I riminu nema
um takmarkaöan tima. Reynsl-
an sjálf er ólygnust um þaö,
hver kaupmátturinn er, og fólk
á kost á þvi aö sannreyna þaö,
hvort aögeröir rikisstjórnar-
innar hafa haft áhrif til hækk-
unar eða lækkunar Utgjalda,
miöað viö þær krónur sem fólk
fær í kaup.
Undanfarnadaga hefur komiö
fram marktækur munur á
siödegisblööunum tveimur,
hvaðsnertir túlkun á þeim efna-
hagsaögeröum sem rikis-
stjórnin er nú aö framkvæma.
Dagblaöiö hefur skjrt hlutlægt
frá kaupgjalds- og verölags-
breytingunum, en Visir hefur
mjög eindregiö hallaö á rikis-
stjórnina i fréttum sinum. Þetta '
hefur gengið svo langt aö Visir
hefur orðið villandi I frétta-
flutningi sinum, engu siöur en
sjálft Morgunblaöiö.
Þetta minir á dagana fyrir
siðustu kosningar. Þá kastaöi
Visir hlutleysisgrimunni mjög
eftirminnilega og varö ein-
dregiö stjórnmálagagn þ.e.
málpipa innsta hrings Sjálf-
stæöisflokksins og formælandi
áframhaldandi stjórnarsam-
vinnu við hægri öflin i Fram-
sókn.
Alltaf þegar á reynir, velur
Visir þann kost aö vera „Sjálf-
stæöisblaö” en hafnar þvi aö
vera sjálfstætt blaö.
r
Islenskur
Glistrup til að
skerða kjörin?
Indriöi G. Þorsteinsson rit- H
höfundur ritar grein i Visi á |
föstudaginn þar sem hann færir ■
rök aö þvi að Islendingar séu aö 1
verða aö pólitiskum aumingjum '
og ef til vill þurfi að fara aö efla |
þjóöarflokk til aö afnema skatt- ■
heimtu, niðurgreiöslur og visi- ■
tölutryggingu en efla einka- „
framtakiö. Indriði skrifar ma.: ■
„Hin nýja rikisstjórn verður I
farin aö verða niöurlút á næstu J
vordögum. Almenningur mun |
bráölega heimta kosningar að ■
nýju, vegna þess aö hann sér aö I
hann hefur veriö svikinn um B
þær úrlausnir, sem hann óskaði ■
eftir, þ.e. friö fyrir veröbólgu, *
frið fyrir stööugum verðhækk- J
unum og frið fyrir stöðugu rikis- I
kvaki út af afganginum af þvi ■
einkaframtaki, sem enn stendur I
halt og meitt vib biöstofur rikis- ■
báknsins og þykist vera i út- |
gerð. Innflutningsverslunina J
Verður að gera normala. Visi- .
töluna verður aö leggja niöur aö I
mestu. Og einkareksturinn ■
veröur að skilja þaö, aö hætti |
hann ekki að liggja eins og bón- ■
bjargamaður við hvers manns I
dyr þýöir það þjóönýtingu fyrr \
eöa siðar. Skattheimtan og ■
niöurgreiöslan er ekki annað en I
lausn handa pólitiskum aum- J
ingjum, sem hugsa bara um |
helminginn af þjóöinni eöa svo. ■
Og þessi aumingjatimi hlýtur I
einhverntima að enda.'Sé málið „
iraunog sannleikasvo vaxið, að ■
allir flokkar landsins séu svo ■
bundniu af itökum, að þeir geti J
engar lausnir fundiö, verður aö |
fara að efla þjóöarflokk, sem ■
gerir kröfu til aö vitleysunni I
ljúki:’.
Danski stjórnmálam aöurinn
Glistrup. Svipaöar hugsjónir og