Þjóðviljinn - 19.09.1978, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN- Þriðjudagur 19. september 1978
a/ erlendum vettvangi
„Svarti
fijádagur”
í Teheran
Laugardagskvöldið 19. ágiíst
var kveikt i kvikmyndahtisi einu
að nafni „Rex” I irönsku oliuborg.
inni Abadan við Persaflóa. Verið
var að sýna „mynd fyrir alla fjöl-
skyiduna” og voru þvi konur og
börn i meirihluta meðal kvik-
myndahúsgesta. Samt gat enginn
vafi leikið á þvi að ætlun brennu-
varganna var sii að verða sem
flestum að bana, þvi að dyrum
kvikmyndahússins hafði verið
lokað og kveikt var i á mörgum
stöðum i einu. Aðeins tiu menn
komust lifs af, en allir hinir fórust
I eldinum, fjögur hundruð eöa
fleiri — tölunum bar ekki saman.
Lik þeirra sem fórust i kvikmyndahússbrunanum
íranskur almenningur rís
upp gegn spilltum valdhöfum
Þetta voru alvarlegustu at-
burðir sem gerst höfðu i íran um
langtskeið, e.t.v. siöan óeirðirnar
miklu urðu þar i júni 1963, en þó
höfðu þess sést ýmis merki næstu
mánuði á undan að nokkur ólga
væri að grafa um sig meðal
landsmanna. 1 janúar birti
stjórnarmálgagn eitt mjög niðr-
andi grein um trúarleiötogann
Khomeini, sem dvalist hefur i út-
legö i Irak i fimmtán ár, og olli
hún nokkuð viðtækum uppþotum,
þar sem einir sextiu menn biðu
bana. Samkvæmt irönskum venj-
um fór fram sorgarathöfn um
hina látnu 40 dögum siðar, og
urðu þá enn óeirðir og menn létu
lifið. Eftir þetta kom stöðugt til
uppþota 1 landinu á fjörutiu daga
fresti eða svo, þangað til föstu-
mánuöurinn Ramadan hófst i á-
gúst.
Rómaður i vikublöðum
Þessi ólga virðist þó ekki hafa
komið Vesturlandabúum sérlega
á óvart. Eins og allir vita sem
flett hafa erlendum fjölskyldu-
blöðum hefur oliukeisarinn
straumlinulagaöi Reza Pahlavi
yfirleitt mjög góða pressu i iðn-
væddum löndum: hann hefur
nefnilega þann kost að likjast
bæði i framkomu og útliti þeim
auðkýfingum vestrænum, sem
vikublöð af ýmsu tagi viðfrægja
sem fyrirmynd, og hefur auk þess
skapað um sig þá sögu að hann
stefni að þvi að gera trana að nú-
tima menningarþjóð, þ.e.a.s. aö-
laga þá á sama hátt að efnahags-
kerfi kapitalismans og hann sjálf-
ur hefur tileinkað sér lifnaðar-
hætti yfirstéttar kapitaliskra
rikja .Vegna þessarar sérstöku aug-
lýsingamyndar af manninum —
sem margútbásúnuð fjölskyldu-
mál hans hafa siðan breitt út með-
al almennings — virðast menn
gjarnan lita svo á aö stöðugt
stefni i „framfaraátt” i Iran og
andstæðingar keisarans séu ann-
að hvort launaðir undirróðurs-
menn i þágu.erlends valds eöa of-
ofstækisfullir Múhameðstrúar-
menn, sem vilji righalda i mið-
aldaþjóöfélag. Um hvoruga þess-
ara manna veröur sagt aö þeir
njóti sérstakrar samúðar á
Vesturlöndum og hafa menn
eignað þeim allt sem illt gerist i
íran.
Yfirvöldin brugðu því skjótt við
eftir kvikmyndahússbrunann og
skelltu skuldinni á „marxiska
Múhameðstrúarmenn”, hverjir
sem það nú voru, og bergmálaöi
þessi skýring um viða veröld
gegnum fréttastofur. Svo virðist
sem menn hafi gjarnan trúaö
a.m.k. seinnihluta ákærunnar, og
talið sennilegt að brennuvargarn-
ir hafi verið heitttrúaðir Mú-
hameðstrúarmenn, sem ekki hafi
þolaö kvikmyndasýningu i miðj-
um Ramadan. En stjórnarand-
stæðingar i Iran visuðu ákærun-
um hins vegar á bug, og gengu
ýmsir þeirra svo langt að ásaka
leynilögreglu keisarans (hina ill-
ræmdu „Savak”) eða einhvern
annan slikan aðila fyrir að hafa
framið ódæðið — til þess einmitt
að sverta andstæðingana og fá á-
tyllu til að ofsækja þá. Bentu þeir
á ýmis undarleg atvik ikringum
brunann máli sinu til sönnunar —
t.d. það að björgunarstarfið gekk
svo klúðurslega að engú var íik-
ara en tafið væri fyrir af ásettu
ráði — og sögðu einnig að heitt-
trúaðir tilræðismenn hefðu e.t.v.
kosiðað beina geirum sfnum gegn
öörum en konum og börnum sem
voru að horfa á fjölskyldumynd.
Þótt leynilögreglan teygi viða
út armana hefur rannsóknin á i-
kveikjunni ekki borið neinn ár-
angur þegar þetta er ritað, — og
bendir það fremur til þess að eitt-
hvað sé gruggugt við þetta mál.
En hvernig sem það er, hefur
hlotist af brunanum meiri háttar
uppgjör milli keisarastjórnar-
innar og trúarleiötoga landsins,
og var það e.t.v. það sem til var
ætlast. í þeim flóknu atburðum,
sem siðan hafa gerst, hefur keis-
arinn fylgt mjög markvissri
stefnu, sem miðar að þvi annars
vegar að vinna sér samúð hins al-
menna trúaða borgara, en berja
hins vegar niður með öllum til-
tækum ráðum þá sem eru eða
gætu verið i virkri stjórnarand-
stöðu.
„Svarti frjádagur”
Rúmri viku eftir brunann skip-
aði keisarinn þannig nýja stjórn,
sem átti að hafa það að höfuð-
verkefni að „vinna að markmiö-
um Múhameð6trúar” og fá þann-
ig hylli trúaðra manna. Fyrsta
verk stjórnarinnar var að loka
öllum spilavitum og taka aftur i
gildi timatal Islams, sem látið
hafði verið vikja fyrir „keisara-
timatali” árið 1976; varð þá ártái-
ið „1357 eftir flótta Múhameös” I
stað ártalsins 2537 sem verið
hafði eftir „keisaratimatalinu”.
En þessar aðgerðir nægöu þó ekki
til aðlægja ólguna, og héldu mót-
mælaaögeröir áfram. Föstudag-
inn 1. september urðu gffurlegar
óeirðiri Teheran; um 20.000 menn
komu saman við Fatemie-bæna-
húsið til bænahalds, en þeir fóru
fljótlega að hrópa nafn trúarleið-
togans Khomeinis og vigorð eins
og „Islam, Islam”. Þá var hern-
um beitt gegn þessum mönnum,
og er talið að einir 30 hafi fallið.
Þetta mannfall olli mikilli reiði
almennings. Trúarhátiðin Aid el
Fitr, sem markar enda Ramad-
an-mánaöar og var að þessu sinni
haldin hátiðleg mánudaginn 4.
september, breyttist i gifurleg
mótmæli gegn yfirvöldunum. I
þaöskipti hafðist herinn ekki að,
og töldu menn þá að stjórnin réöi
ekki lengur við ástandiö. Þess
vegna var efnt til mikillar göngu
til að mótmæla framferði hersins
1. september, og fór hún fram
fimmtudaginn 7. september.
Þessi mótmælaganga var talin
ein hin stærsta i sögu landsins:
um hálf miljón manna mun hafa
tekið þátt i henni og hrópuðu
menn vigorð til stuðnings við
Khomeini, eins og „dauðann eða
Khomeini” eða „Iranerlandokk-
ar og Khomeini er okkar leið-
togi”. öðrum vigorðum var hins
vegar beint gegn keisaranum eins
og „burt með keisarann æru-
snauða”.
Þegar svo var komið virðist
keisarinn hafa ákveðið að beita
öllum ráðum, hversu grimmúðleg
þau væru, til að berja niður and-
spyrnu almennings. Morguninn
eftir var lýst yfir herlögum i tólf
borgum landsins. Almenningur
efndisamt til mótmælaaðgerða, i
Teheran.en I þetta sinn urðu viö-
brögð hersins önnur. Að sögn
franska dagblaðsins ,,LeMonde”
hóf herinn skyndilega skothrið á
2000 vopnlausa stúdenta, sem
sátu á aðalgötu i Jale-hverfi og
höfðust ekki að. Mikið mannfall
varð, og þegar sú frétt breiddist
út, urðu alls staðar uppþot og
mótmælaaðgerðir. Götuvigi voru
byggð, enherinn braut alla þessa
andstöðu miskunnarlaust á bak
aftur. Þeir sem tilþekkja telja að
mannfallið hafi verið nálægt 3000,
ef ekki meira, og hafa þessir
atburðir þegar fengið nafniö
„svarti frjádagur” I sögu Irans.
En meðan þessufórfram á götum
höfuðborgarinnar stóð lögreglan
íyrir mjög viðfækum hándtök-
um, og eltist þá einkum við trúar-
leiðtoga en einnig við foringja
Mannréttindahreyfingar og aðra
slika.
Enn er óvíst hver verður niður-
staða þessa uppgjörs, en svo mik-
ið hefur þó þegar komið i ljós að
hæpið er að tala um deilur keis-
arastjórnarinnar við „trúarleið-
toga” — eða „ofsatrúarmenn” —
eins og oft hefur verið talað um:
Það getur enginn vafi leikið á þvi
að þessir „heittrúuðu Múhameðs-
trúarmenn1* eru yfirgnæfandi
meirihluti irönsku þjóðarinnar og
þvi fer fjarri aö orsakir uppreisn-
arinnar séu einungis af trúarleg-
um rótum.
Pótemkintjald
Sú iðnvæðing, sem á samkvæmt
orðum keisarans sjálfs að skipa
irönum i hóp fimm voldugustu
þjóða heims, er nefnilega eitt hiö
furðulegasta „Pótemkin-tjald”
sem um getur. Þegar keisarinn,
sem bandariska leyniþjónustan
CIA hafði sett aftur á valdastól
1953 til að hafa þægilegan lepp i
þvilandi, boðaði „hvita byltingu”
i Iran skömmu eftir 1960, virtust
skilyrðin nokkuð góö til að vinna
þar að verulegum framförum.
Landið bjó yfir oliuauölegð, sem
gerði það að verkum að ekki
þurfti að óttast neinn fjárskort til
framkvæmda. En þær gifurlegu
fjárfestingar, sem siðan hafa ver-
ið gerðar, virðast algerlega
gagnslausar og hafa ekki stuölað
að þvi á neinn hátt að bæta kjör
almennings. Sem dæmi má nefna
að Iransstjórn, sem þarf vitan-
lega ekki að óttast neinn orku-
skort i landinu vegna hinna miklu
birgða þess bæði af oliu og jarö-
gasi, hefur samt gert samninga
við erlendar stjórnir um — kaup á
kjarnorkuverum! Þannig hafa
Frakkar samþykkt að selja þeim
fjögur slik ver. Auk þess hafa
Iranir keypt af Bandarikjamönn-
um vopnabirgðir sem eru ekki i
nokkru minnsta samræmi við
þarfir þjóðarinnar og það hlut-
verk sem hún getur gert sér vonir
um að leika; fara nú 30% útgjalda
i vopnakaup og eru Iranar stærsti
viðskiptavinur bandariskra
vopnasala. Þær skipulagsbreyt-
ingar, sem gerðar hafa verið á
landbúnaði hafa haft þær afleiö-
ingar einar að bændur hafa flosn-
að burtu og jarðirnar komist i
eigu auðhringa (með bandarisku
fjármagni), Sem rekið hafa rán-
yrkju án nokkurs tillits til stað-
hátta og spillt jarðveginum.
1 fljótu bragði er erfitt að sjá
hver er ætlunin með framkvæmd-
um af þessu tagi — t.d. byggingu
kjarnorkuvera i einu mesta oliu-
landi heims. En ástæðurnar virð-
ast þó einkum veía tvær: annars
vegar hrein sýndarmennska, eða
vilji til að láta þetta vanþróaða
land lita út eins og það væri i far-
arbroddi i tækniþróun, og hins
vegar þjónkun við bandariska
hagsmuni sem kemur fram i þvi
að setja oliudollarana, sem inn i
landið streyma, strax i umferð
aftur. Við þetta mætti svo bæta
þriðju ástæðunni, sem er sú að i
skjóli þessara miklu „framfara”
blómstrar i íran gerspillt afætu-
stétt, sem dregur til sin ómældan
gróða, og eru ýmsir nánir ætt-
ingjar keisarans sjálfs meðál
þessara gróðamanna.
I öllu þessu hefur hagsmunum
almennings i Iran hins vegar ver-
iö fórnað með öllu. Hefðbundið
þjóðfélagskerfi hefur verið eyði-
lagt og ekkert komið i staðinn, og
hafa t.d. bændur flosnaö upp af
jörðum sinum i mjög miklum
mæli, og flust i blikktunnuhverfi
stórborganna þar sem þeir verða
algerir öreigar. Iranar, sem voru
fyrir skömmu aflögufærir um
landbúnaðarvörur og fluttu þær
út, verða nú að flytja inn helming
allra þeirra landbúnaðarvara,
sem þeir þurfa. Talið er að 28%
ibúa séu vannærðir, og hrein
hungursneyð vofir yfir ef inn-
flutningur bregst. Gifurleg
örbirgð rikir þvi meðal almenn-
ings.
Fylgismenn Aiis
Það er svo engin tilviljun að
eini farvegurinn fyrir óánægju
almennings er trúarbrögðin:
„marxistar” þeir, sem keisaran-
um verður tiörætt um, eru mjög
fáir i landinu og miskunnarlaus
harðstjórnin hefur bælt niður alla
skipulega stjórnarandstöðu. Þá
er fátt eftir nema prestastéttin,
enda hefur almenningur i landinu
skynjað þær miklu „framfarir”,
sem orðið hafa i landinu og svo
mjög hafa dregið niöur lifskjörin,
sem árás á Múhameðstrúna
sjálfa og það forna þjóðfélag sem
af henni mótaðist. En við þetta
bætist þó eitt, sem mönnum hætt-
ir gjarnan til að gleyma:
Múhameöstrúarmenn skiptast i
tvo flokka, Súnnita, sem eru
reyndar yfirgnæfandi meirihluti
þeirra og hafa skapað þá hefð-
bundnu menningu Islam, sem
vesturlandabúar þekkja best, og
Sji’ita. sem eru mjög viða ofsótt-
Framhald á 14. siðu