Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 19. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 ÁFENGISLÖG í ÝMSUM LÖNDUM Nýlega tóku Frakkar f lög að lögreglan mætti stöðva bila og láta ökumenn blása i biöðruna vinsælu, jafnvel þött þeir hefðu ekkert gert af sér og akstur þeirra gæfi ekki beinllnis til kynna neina ölvun ökumanns- ins. Skyldi það teljast refsivert ef ökumaður hefði meira áfengismagn i blóðinuen 0,8 g af þúsund. Þetta eru miklar nýjungar þar i landi, þvi að til þessa gat lögreglan þvi aðeins athugað ástand ökumanns að hann hefði valdið slysi eða á einhvern hátt brotið af sér gegn umferðar- lögunum. Olli þessi nýja laga- setning talsverðum umræðum i Frakklandi, og voru margir henni mjög andvigir — bæði af efnahagsástæðum og öðrum. Sumir óttuðust að ýmis litil kaffihús og veitingahús yrðu gjaldþrota ef lögreglan færi að framfylgja þessum lögum, og var atvinnuleysistalan það há aðekki var á það bætandi. Aðrir óttuðust aukna erfiðleika hjá vinbændum, en þeir eru nægir fyrir. Loks töldu sumir að það væri skýlaust brot gegn hinum einföldustu mannréttindum aö stöðva menn svona án sérstaks dómsúrskurðarogþvinga menn til likamsrannsóknar. Lögin voru samþykkt (þótt sumir byggjust við að þingmenn vinræktarhéraða myndu reyna að stöðva þau), en frönsk lög- regla viðurkenndi þó að fram- kvæmd þeirra kynni að verða ýmsum erfiðleikum háð. Lög- regluyfirvöld ákváðu þvi að fara að öllu með gát: þegar lög- regluþjónar byrjuöu fyrst á þvi að stöðva bíla og láta ökumenn blása i blöðrur tilkynntu þeir þaðrækilega áður hvar og hven- ær þeir myndu verða á ferðinni og hvernig þeir myndu fara að, svo það ætti ekki að koma nein- um óþægilega á óvart. Þeir fengu einnig fyrirskipun um að fara sem mildilegast að öllu. En jafnvel þegar Frakkar verða farnir að framfylgja lögunum af fullum krafti, verða þau samt ein hin mildustu I álfunni. Einungis Italir hafa mildarilög, þvi þar i landi getur ökumaður hreinlega neitað að gangast undir rannsókn, og má lögreglan þá ekkert gera. En i flestum öðrum löndum eru lögin mun strangari. I Danmörku nær áfengis- löggjöfin til allra ökumanna hvaða farartæki sem þeir stýra, og eru ökumenn hestvagna ekki undan skildir. Mörkin eru eins og i Frakklandi 0,8 g af þúsund og eru tiu þúsund menn teknir fastir ár hvert fyrir ölvun við akstur. Sektin er 2.500 danskar krónur ef áfengismagnið er rétt yfir þvi' sem leyfilegt er. En ef það fer yfir 1,2 g af þúsund missir ökumaðurinn réttindin i eitt ár og hlýtur þar að auki þunga sekt sem fer eftir þvi hve auðugurhanner. Ef magnið fer yfir 1,5 g af þúsund er öku- maðurinn dæmdur I 14 daga fangelsi og missir ökuleyfið i eitt og hálft ár. Fyrir skömmu var auðugur og sauödrukkinn Dani þannig dæmdur til að greiða 40.000 d. kr. i sekt! Hollenska áfengislöggjöfin er þó enn strangari. Þar eru mörkin 0,5 g af þúsund, og fær sá sem hana brýtur 300 gyllina sekt, a.m.k. þriggja mánaða fangelsi og missir ökuleyfið i fimm ár. Það er þó siður i Hol- landi að ökumaður, sem lög- reglan gómar, getur krafist þess að fá að útnefna annan - lækni eftir eigin vali til að fram- kvæma blóðrannsókn, þannig að lögreglan fjallar ekki ein um slik mál. 1 Belgiu og Vestur-Þýskalandi eru yfirvöldin eilitið frjáls- lyndari: þar eru mörkin 0,8 af þúsund. Belgiskir lögreglu- þjónar geta stöðvað ökumenn og rannsakað ástand þeirra þegar þeir vilja, en ökumaðurinn hefur þó rétt á að biðja um hálf- tima frest áður en hann blæs i belginn. Ef niðurstöður rann- sóknarinnar eru jákvæðar er hann sviptur ökuskirteininu i — sex klukkustundir! Þá gengst hann undir nýja rannsókn og ef hún reynist neikvæð fær hann loks ökuskirteinið aftur. Annars er hann sviptur ökuskirteininu i aörar sex klukkustundir o.s.frv. 1 Vestur-Þýskalandi er nákvæmur „verðlisti” yfir hin ýmsubrot, fyrsta brot „kostar” 500 mörk, annaö 1000, hið þriðja 1500 o.s.frv. upp i 10.000 mörk. Sektirnar geta einnig farið eftir tekjum þess sem brotlegur gerist: i sumum til- vikum verður hann að borga sem svarar einum mánaðar- launum. 1 hvert skipti sem maður hlýtur dóm af þessutagi fær hann fjóra „punkta” sem skráðir eru I spjaldskrá eina. Sá sem safnar saman á þennan hátt 18 punktum missir öku- leyfið i a.m.k. sex mánuði. Ef áfengismagnið er yfir 1,3 g af þúsund fær brotlegur ökumaður fangelsisdóm frá einu ári upp i sex ár. A Englandi er hámarks- refsingin fyrir ölvun við akstur hins vegar 1000 sterlingspunda sekt, sex mánaða fangelsi og missir ökuleyfis. Sem sagt: aðgát skal höfð i nærveru skálar. („LeMatin”) „Tímar í Iffi þjódar” Almenna bókafélagið gefur út þrjár skáldsögur eftir Indriða G. Þorsteinsson Almenna bökáféfagið hefur sent frá sér sem ritröð (trilogia) skáldsögur Indriða G. Þorsteins- sonar LAND OG SYNIR, NORÐAN VIÐ STRtÐ og SJÖTIU OG NtU AF STÖÐINNI. Þessi ritröð hefur hlotið heitið TÍMAR t LtFI ÞJÓÐAR og stend- ur það heiti framan á spjöldum bökanna, en siðan heldur hver saga sinum upphaflega titli á kili og titilblaði. Þessar þrjár skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar eiga það sameiginlegt m.a. að þær gerast allar á mestu umbreytingatimum sem yfir tslendinga hafa gengið og á þeim sviðum þar sem mestu breyting- arnar áttu sér stað. Um sameiginlegar persónur er ekki aðræða og er þvi hver saga alger- lega s jálfstæð, en sögurnar leitast allar við að lýsa þvi fólki sem lifði breytingarnar, viðhorfum þess og andlegri liðan. Land og synir er hér fyrst i timanum og gerist i sveitinni fyrir striðið þegar heimskreppa Framhald á 14. siðu Ét Jafnréttis <fc_ gangan ICA- 1978 ídag kl:15.QQ Safnast verður saman vió Sjómannaskólann kl:15.QQ og gengið þaóan til HQarvalsstaða þar sem fundur veröur haldinn. Borgarstjóri og borgarfulltrúar mæta á fundinn. LúÖrasveit leikur fyrir göngunni. StuÓningsmenn jafriréttis fjölmennið Sjálfsbjörg félag fatlaóra, Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.