Þjóðviljinn - 19.09.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. september 1978
íþróttlr og útivist
eru líka fyrlr fatlaða.
Styðjum
jafnréttisbaráttu
fatlaðra.
íþróttasamband íslands
ENSKAN
Kennslan í hinum vinsælu enskunámskeiðum
fyrir f ullorðna hefst f immtudag 22. september
Byrjendaf lokkar
Framhaldsf lokkar
Samtalsflokkar hjá Englendingum
Ferðalög
Smásögur
Bygging málsins
Verslunarenska
Síðdegistimar — kvöldtímar
Sfmar 10004 og 11109
(kl. 1 — 7 e.h.)
Málaskólinn Mímir
Brautarholti 4
Blaðberar
óskast
Tómasarhagi (1. október)
Laugarásvegur (sem fyrst)
Sunnubraut (sem fyrst)
D/OOVIUINN
Siðumúla 6. Simi 8 13 33
/ |j| %
2
w
Tilboð óskast i salt til hálkueyðingar
fyrir hreinsunardeild
Reykjavikurborgar
Otboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri
Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. ,5
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 10. okt. 1978 kl. 11.00 fyrir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELE-X 2006
Svanhvit Magnúsdóttir
Björn Jóhannesson
Magnús GarAarsson.
CJ
nr
LJ
a
A
O
O
0
0
/
F'
Rætt
ÞJÁLFARASKOLI HSÍ
við nokkra
/Éi nemendur
Fyrir skemmstu var hér fjallað
um þjálfaranámskeiö i handknatt
leik, sem haidið var á vegum sér-
staks þjáifaraskóla HSt. Sökum
mikiliar aðsóknar þá varð að end-
urtaka námskeiðið og miðviku-
daginn 13. þ.m. til laugardagsins
16. var svo gert i Haukahúsinu i
Hafnarfiröi. Á þessum námskeið-
um tóku nemendur próf á A-stigi,
en það er aðeins eitt af fjórum
stigum skólans. Þegar blaöamann
bar að garði, voru kennarar skói-
ans að afhenda nemendum vott-
orð um, að þeir hefðu staðist kröf-
um þessa stigs. Meðal nemenda
aö þessu sinni voru þau Björn Jó-
hannesson, Svanhvit Magnús-
dóttir og Magnús Garðarssonjöll
voru þau ánægð meö kennsluna,
sem þau fengu á námskeiðinu.
Björnhafði þetta meðal annars
að segja: ,,Ég er búinn-að vera
þjálfari i tvö ár hjá yngri flokkun-
um i Armanni og oft hafa vaknað
spurningar sem mér hefur veist
erfitt að svara, en hér hef ég feng- .
ið svör við mörgum þeirra. Ég er
hrifinn af þvi, hve leiðbeinend-
urnir hér fóru vel I undirstöðu-
atriöi þjálfunar. Næstum hvern
einasta þjálfara yngri flokka
skortir þekkingu á þessum undir-
stööuatriðum og þvi er þetta
námskeið mjög brýnt. Viöa á
landinu er æfingaaðstaða léleg.
Þrátt fyrir það má byggja grunn-
inn en til þess þarf þekkingu, ef
allt á að fara vel”.
Svanhvithefur þjálfað 3. flokk
kvenna hjá FH i tvö ár. Sagði hún,
að áframhaldið á námskeiöinu
hefði verið svolitið stift. Betra
hefði verið að fá meiri tima til að
glugga i viðfangsefnin og ræða
þau. Ennfremur sagði hún: ,,Ég
sé það núna, að ég hef litið kunnað
fyrir mér sem þjálfari, en eftir
þetta námskeið er ég mun betur
undirbúin til að sinna starfinu. Ég
hef t.d. aldrei hugsað út i það, að
þjálfari ber ábyrgð á leikmanni,
sem meiðist, en hér var haldinn
mjög góður fyrirlestur um það
efni. Mikil áhersla var lögð á
iþróttasálarfræði, sem er mjög
nauðsynleg. Ég hef alltaf haldið
þvi fram, að þessi þáttur þurfi að
vera um 50% af starfi þjálfara.
Þjálfarinn veröur að gera sér það
ljóst, að hann er að einhverju
leyti uppalandi, bæði hvað varðar
aga og siðferði”.
Magnús hefur verið þjálfari 4.
flokks karla i Keflavik s.l. tvö ár.
,,Ég sé nú best viðvaningsbrag-
inn, sem hefur verið á tilsögn
minni”, sagði Magnús. „Hérhafa
kennarar verið að banna margt af
þvi, sem ég hef verið að gera. Það
sem kom mér einkum á óvart var
sálfræðilega hliöin. Ég hef eigin-
lega ekki hugsaö út i það, né heyrt
um það talað, að sálfræðin hangi
svo saman við önnur atriði þjálf-
unar. I Keflavik er mjög illa á
handknattleiksþjálfun haldið. Þó
að æfingaaðstaðan sé ekki góð
suður frá, má samt talsvert gera
með þá þekkingu sem við öðluð-
umst hér.”
Þau Björn Svanhvit og Magnús
ætla sér öll að halda áfram i skól-
anum og hvetja þjálfara til að
sækja hann.
Kennarar á námskeiðinu voru
Jóhann Ingi Gunnarsson, Jó-
hannes Sæmundsson, Jens G.
Einarsson, Janus Guðlaugsson og
Halldór Matthiasson.
Gruia
Vegna viötals í laugar-
dagsblaðinu viö Rúmenann
loan Kunst- Ghermanescu/
hafa nokkrir lesendur
blaðsins komið að tali við
okkur og óskað frekari
upplýsinga um þá Gruia og
Birtalan. Ekki þarf að
segja þeim, sem vel hafa
fylgst með handknattleik,
hvernig þessir menn eru
viðriðnir íþróttina. Engu
að síöur er sjálfsagt, að við
gef um þær upplýsingar um
mennina, sem okkur eru
tiltækar í augnablikinu.
Gruia og Birtalan eru kunnir af
skothörku sinni og hittni. Ot á það
m.a. hafa þeir orðið einhver allra
stærstu nöfnin i handknattleikn-
um. Báði eru þeir Rúmenar og
einhverjar mestu driffjaðrir i
rúmenska landsliðinu, hvor á sin-
um tima.
Eins og fram kom i viötalinu er
Gruia nú þjálfari i Mexico. Hann
var markahæstur í rúmenska
landsliðinu sem varð heims-
meistari árið 1970. Þá skoraöi
hann 30 mörk i keppninni og
skorti aðeins 1 mark til að deila
markakóngsnafnbótinni með
Makismov frá Sovétrikjunum.
Birtalan með þrumuskot.
Enn urðu Rúmenar heims-
meistarar árið 1974 eða i fjórða
sinn frá upphafi keppninnar, og
þá skoraði Birtala 43 mörk fyrir
liö sitt, sem voru jafnframt fleiri
mörk en nokkur annar ein-
staklingur skoraði i þeirri keppni.
A HM i Danmörku á þessu ári
geröi hann aftur 43 mörk og kom
næstur á eftir þeim Klempel frá
Póllandi og Kovacs frá Ungverja-
landi, sem skoruðu 47 mörk hvor.