Þjóðviljinn - 04.11.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1978, Síða 4
4 StÐA ^ ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1978 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýós- hreyfingar og þjóöfrelsis tHgefandi: Otgáfufélag ÞjóOviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Om Stefánsson, Erla Sig- urðardóttir, Guðjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaður: Asmundur Sverrir Pálsson. Þingfréttamaður: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjömsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, óskar Albertsson. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: RUnar SkarphéBinsson, SigrlBur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuðrUn GuBvarBardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn BárBardóttir. HUsmóBir: Jóna Sigurðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: SIBumUla 6. Reykjavlk, simi 81333 Prentun: BlaBaprent h.f. Það er ekki bara karbaratorinnl „Það er karbaratorinn”, sagði hrossið i sögunni sem var nærstatt þegar bill bilaði út i sveit. Þegar bileigandinn fann að þvi við bóndann að „sjúkdóms- greiningin” hefði ekki verið rétt sagði sá siðar- nefndi. „Bessaður vertu, taktu ekki mark á Grána, hann hefur ekkert vit á vélum.” Þeir eru margir þessa dagana sem þykjast bera gott skynbragð á verðbólguvélina líkt og hrossið á bilvélina. Það er visitalan segir einn, það er vaxta- stefnan segir annar, það er kaupið segir sá þriðji. Það er lengi hægt að telja upp verðbólguhvat- ana i islensku þjóðfélagi: Velgengni verðmyndun- arkerfisins er einn, sveiflur i sjávarútvegi annar, offjárfesting og léleg nýting fastafjármuna sá þriðji. Á einhverju stigi verður svo skuldasöfnun rikisins við útlönd, visitölubinding launa, ofvöxtur- inn i yfirbyggingu efnahagskerfisins, gengisfelling- ar og væntingar almennings og atvinnurekenda um verðbólguhagnað að oliu á verðbólgubálið. Svona væri hægt að halda áfram til þess að sýna fram á að verðbólguvél okkar er flóknara fyrirbæri en svo að einhver ein aðgerð, eitt pennastrik þar og ann- að hér, dugi til þess að stilla ganginn á hægari snúningshraða. Þeir sem halda þvi fram að hægt sé að hægja á verðbólgunni með einu pennastriki verða ætið sak- aðir um að hafa ekki vit á vélum eins og hrossið Gráni. Þar dugir ekkert minna en samræmd heild- arstefna, skipulagshyggja og áætlunarbúskapur ef ætlunin er að vinna þjóðina út úr verðbólguvandan- um. Þótt þetta séu orðaleppar sem eru orðnir býsna slitnir i pólitiskri umræðu hafa þeir þó sitt innihald. Einmitt nú er tækifæri til þess að móta slika stefnu i samráði rikisstjórnarflokkanna og verka- lýðshreyfingar sem miðaði að þvi að halda uppi mannsæmandi lífskjörum i landinu um leið og hægt yrði á verðbólguhjólinu. Takist það ekki, er launa- fólk illa á vegi statt. Takist ekki að fylkja pólitisk- um meirihluta á Alþingi kringum leið út úr vandan- um mun illa fara. Takist það hinsvegar að rikis- stjórn og verkalýðshreyfing nái samstöðu um stefnu i efnahags- og kjaramálum til nokkurrar frambúðar þurfa ramakvein verðbólgubraskara, atvinnurekendasamtaka og ihaldsmálgagna ekki að valda áhyggjum. I blaðaviðtali drepur Svavar Gestsson við- skiptaráðherra á þennan vanda og segir meðal ann- ars: „Meginatriðið er það að við fikrum okkur út úr þeim vitahring verðbólgunnar, sem nú umlykur okkur í þessu þjóðfélagi. Það verðum við að gera með samræmdum aðgerðum, þar sem við beinum átakinu að peninga- og bankamálum, að fjárfest- ingunni, innflutningnum og versluninni og að við náum þannig árangri stig af stigi með sameiginleg- um heildaraðgerðum. Engin ein aðferð dugir til þess að leysa vandann og samræmdar aðgerðir leysa vandann heldur ekki á einu augnabliki. Það tekur tima. Vonandi fær núverandi rikisstjórn tima til þess að vinná sig út úr þessum vanda. Annars er hætta á þvi að framundan sé ný kollsteypa stærri og hættulegri en nokkru sinni fyrr. Sú kollsteypa gæti i senn haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir kjör fólksins i landinu og fyrir allt atvinnulifið á islandi. Sú koil- steypa gæti þýtt það, að við glötuðum efnahagslegu forræði okkar með einhverjum hætti i hendur út- lendina. Þess vegna er barátta núverandi ríkis- stjórnar öðrum þræði sjáifstæðisbarátta”. Það er semsagt ekki bara karbaratorkin heldur verður að gera alla vélina upp með skipulegum hætti. Raunasaga hávaxtamanna Af hálfu hávaxtamanna eru settar fram kenningar um aö raunvextir tryggi i senn hags- muni sparifjáreigenda og leysi veröbólguvandann. Háleit og góö markmiö f sjálfu en leiöin er ekki einhlit. Lúövik Jósepsson geröi þvi m.a. skil i þingræöu nýveriö aö aldrei heföi veriö fariö ver meö sparif járeigendur heldur en eftir aö byrjaö var aö fikra sig eftir hávaxtalinunni á vegum Seölabankans sem völd- in hefur i þessum efnum. Nú skal stuöst viö nokkrar rök- semdir Lúöviks. Vaxtaaukareikningarnir voru myndaöir 1. mai 1976 og fólki gefinn kostur á aö leggja inn á þá fé og greiddir 22% vextir. Næsta stökk á eftir varö 1. ágúst 1977. bá voru vextir á þessum reikningum færöir upp I 26%. Slöan 21. nóv. 1977 voru þessir. vextir færöir upp i 29% og 21. febr. 1978 voru þessir vextir færöir upp I 32% og þaö eru þeir enn i dag. A árinu 77 var einnig ákveöiö aö binda vexti viö veröbólgu- stigiö meö veröbótaþætti á þriggja mánaöa fresti, en þegar skyndilega átti samkvæmt for- múlunni aö hækka vexti um 13% úr 32% í 45%. Viö næsta útreikn- ing þrem mánuöum siöar þoröu hávaxtastefnumenn heldur ekki aö taka stökkiö. Þeir gáfust ein- faldlega upp á framkvæmdinni. Veltum, veltum vöxtunum En hvernig tókst til um þaö markmiö aö vernda hag spari- fjáreigenda á þessu tilrauna- timabili I hávaxtastefnu Ef miöaö er viö þjóöarframleiöslu- verömæti voru raunvextir nei- kvæöir um 21.4% 76, 22,4% 77 og áætlaö er aö þeir veröi nei- kvæöir um 28 til 31% I ár. Bent hefur veriö á þaö aö vaxtastefna geti veriö árang- ursrfkt hagstjórnartæki I öörum efnahagskerfum en þvf fs- lenska. Eitt eöa tvö % hækkun á vaxtakjörum geturoröiö til þess aö skilja á milli hinna veikari og hinna sterkari i efnahagskerf- inu þannig aö hinir fyrrnefndu neyöist til þess aö hætta van- buröugum rekstri. Við búum hinsvegar viö allt annaö verömyndunarkerfi. Ná- lega allir sem þurfa aö greiöa háa vexti hafa rétt til þess og möguleika innan okkar verö- myndunarkerfis aö velta há- vöxtunum út i verölagiö og þurfa ekki aö standa undir þeim sjálfir. Vaxtavelta atvinnuveganna Verslunin i landinu er skráö fyrir24 miljaröa lánum i banka- kerfinu og hún þarf ekki aö taka á sig þá 2.4 miljaröa króna viö- bót sem leiddi af 10% vaxta- hækkun. A reikningum er vaxtakostnaður og hækkanir á honum færöir upp sem hver annar kostnaöarliöur og velt út i verölagiö eins og öörum liöum. Sama gildir um landbúnaö og iönaö, sem hafa 14 og 17 milj- aröa króna aö láni i bankakerf- inu. Vaxtakostnaöurinn kemur ekki sem skattlagning á bændur og iönrekendur heldur er honum velt út i verölagiö á heröar neyt- enda. 1 ágúst sl. var sjávarútvegur- inn skráöur fyrir tæplega 52 miljaröa króna lánum i banka- kerfinu. Og hann hefur lika fundiö leiö til þess aö velta af sér vöxtunum þótt hann búi viö fast útflutningsverölag. Hann heimtar fleiri krónur fyrir framleiðsluna, gengislækkun m.a. til þess aö velta vöxtunum af sér þangaö til ný umferð hefst. Okkar verölags og verö- myndunarkerfi er einfaldlega þannig aö vaxtaútgjöld lenda annaöhvort út i verölagiö og / eöa kalla á gengisfellingu. Spekúlantarnir sjá um sig Lágvaxtastefna er gróðalind veröbólgubraskara sem skapa sér eignir án uppgefinna tekna eöa rekstrarafgangs. Satt var oröiö I mörgum tilfellum en þó veröur aö taka tillit til þess aö meginhluti fjárfestinga I sjávarútvegi, iönaöi og verslun er ekki veröbólguspekúlation og þessutan aö meginhluta til komin vegna opinberra stjórn- valdsákvarðana. Og meöan hávaxtastefnan eöa aörar aögeröir stööva ekki veröbólguna og þetta sjálfvirka verömyndunarkerfi þar sem nánast allir geta velt af sér hverskyns kostnaöarauka út A verölagiö munu þaö alltaf veröa þeir hinir fjáöu verö- bólguspekúlantar og lánamenn sem græöa og hafa hag af aö velta lánum hversu há sem vaxtaprósentan er. Til þessara aöila þarf aö ná meö skattlagn- ingu. Vinnan og vextirnir En hvaöa áhrif heföi þaö éf vextiryröu hækkaöir um rúman helming til þess aö ná jákvæö- um raunvöxtum. 1 fiskiðnaðin- um þar sem taliö er aö vextirnir séu nú um 10% aö meöaltali af kostnaöarveröi framleiöslunnar myndi tvöföldun þeirra leiöa til þess aö vaxtakostnaöur yröi svipaöur og vinnulaun, og yröi þá annaöhvort aö lækka vaxta- kostnaöurinn eöa vinnulaunin. Hávaxtastefnan leiöir lika til þess aö þaö borgar sig ekki aö vinna viö framleiösluvöruna nema tiltekinn tima og þegar er svo komiö' aö framleiöendur flytja frekar út óverkaöan salt- fisk en verkaöan vegna vaxta- kostnaöar á verkunartimanum. 175 þásund í vexti Dæmiö af kjallaraibúöinni i Reykjavik sem kostaöi 9,5 milj- ónir er oröiö þekkt. í 5,5 miljón króna útborgun þurftu viðkom- andi aö leggja fram 4,5 miljónir umfram sparifé. Tvö vaxta- aukalán meö 33% vöxtum, lif- eyrissjóöslán meö 26% vöxtum og 18% vextir af 4 miljón króna eftirstöövum björguöu málinu. Af þessari litlu Ibúö þurftu þessi hjón aö borga krónur 175 þúsund i vexti á mánuði, bara vextina, enga afborgun, engin gjöld af húsinu. Svo telja menn að kaup- iö I landinu sé of hátt. Gengiö valtara en vaxtaveltan Leiða má rök aö þvi aö há- vaxtastefna leiöi til tiöra gengisfellinga ásamt meö ööru. Gengisfellingar eru mesti brennsluofn sparifjárs sem um getur. Fyrir mánuöi siöan var allt innstæöufé i bönkum um 115 miljaröar króna. Meö 15% gengisfellingu i haust var verö- gildi þessarar summu gagnvart erlendum vörum skoriö niöur um 17 miljaröa eöa erlendu vör- urnar hækkuöu i hlutfalli viö verögildi innanlands um 20 miljaröa. Hvaö stoöar spari- fjáreigendur smávegis vaxta- hækkun gagnvart þvilíkri brennslu? Ráð eru til Þorri sparifjáreigenda er um leið í hópi lántakenda, en er ekkert ráö til þess aö vernda hagsmuni þeirra? Þegar til lengri tfma er horft er þau aö sjáfsögöu til. Meö þvi aö draga úr skuldasöfnun er- lendis og yfirdrætti ríkissjóös hjá Seölabanka, draga úr yfir- vexti í efnahagskerfinu og minnka yfirbyggingu (banka- kostnaöur hér er um 40% hærri en annarsstaöar á Noröurlönd- um miöaö viö sömu þjónustu) miöa fjárfestingar viö innlend- an sparnaö og beina þeim fyrst og fremst i iönað og fiskvinnslu og grunngerö þjóöfélagsins, hætta áhættusömum risafram- kvæmdum á vegum rikisins, breyta verömyndunarkerfinu, endurskipuleggja efnahagslífiö og miöa viö fullnýtingu þróaðra framleiöslutækja, en hætta músarholurekstri á framfæri rikisins mætti á allmörgum árum vinna sig út úr veröbólgu- vandanum, framleiöa sig út úr honum. Mœtti biðja um „heildarhyggju” Engin rfkisstjórn hefur til þessa haft burði til þess aö vinna á samræmdan hátt aö öll- um þessum verkefnum. I hinu sundurvirka efnahagskerfi neysluþjóöfélagsins velta menn vandanum á undan sér og yfir á aöra I staö þess aö standa I I- staöinu. Þaö er kjarni máls og patent-lausnir eins og jákvæöir raunvextir, verötrygging allra inn- og útlána, afnám visitöiu- erfisins, eöa gengisfellingar leysa einar sér engan vanda. Miklu nær er aö álita eins og einn fiskvinnsluforstjóri sagöi fyrir sföustu kosningar aö fara þurfi allar leiöir til lausnar efnahags- og veröbólguvand- ans. Almennar efnahagsaögerö- ir eiga viö á sumum sviöum, sérstakur atbeini og fyrir- greiösla rikisvaldsins viö á öör- um, hávaxtastefna getur átt viö gagnvart vissum tegundum út- lána og fjárfestinga, en ekki i útflutningsgreinum sem standa i samkeppni á alþjóöamörkuö- um. Og svo framvegis. Þaö sem svo átakanlega vant- ar er samræmd heildarstefna þar sem reynt er að fella hinar tiltæku leiöir saman af skyn- samlegu viti og pólitfsk- ur meirihluti sem treystir sér til þess aö fylgja stefnunni fram. Hvorugt er fyrir hendi og þvi togar hver i sinn hagspeki- lega enda. Ot úr þvi kemur ekki einu sinni sæmilegur kapital- ismi heldur bara vitleysa. — ekh. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.